Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 2
2 SfÐA Þ.TOÐVTL.TINN Miðvikudagur 27. íebrúar 1963 Selma Jónsdóttir, forstöðukona Listasafns ríkisins spjallar við for- ystumenn Sovézk-íslenzka vináttufélagsins. Frá vinstri — Selma, Haraldur Kröyer, sendiráðsritari. Gontsjarof, formaður vináttu- félagsins og Prokhorof, ritari félagsins. r Islenzka sýningin skoðui Kristinn Guðmundsson sendiherra og málarinn Vereiskí (sem fcrð- azt hefur um lsland og gert litla bók um för sína) skoða Sumarnótt Jóns Stefánssonar. Eftir þessani mynd að dæma hefur verið sæmileg aðsókn að ís- ienzku sýningunni — og ber þá ekki að gleyma því að hún átti sér skæðan keppinaut annarsstaðar í húsinu: sýningu á verkum franska málarans Léger. I nýlegu bréfi frá Moskvu segir að menn hafi gert góðan róm að sýningunni — en, bætir bréf- ritani við — „aliir þykjast núorðið fimalega vei upplýstir og segja: þama eru áhrif frá Cézanne, þama er Matisse, einhver vildi jafnvel líkja Jóni Stefánssyni við ameríkanann Kent“. Þannig er það. Frá umræðufundi Stúdentaféragsins Björn Tk. deilir á ar—S.A.M. biður aðbúnað myndlist- um nýja skáldsögu Á laugardaginn hélt Stúdentafélag Reykjavík- ur umræðufund um íslenzkar bókmenntir og myndlist samtímans, um stöðu þeirra og stefnu. Björn Th. Björnsson hafði framsögu um listir, en Sigurður A. Magnússon um bókmenntir. Fund- urinn var fjölsóttur. Bókmenntir í framsöguræðu sinni talaði Sigurður A. Magnússon fyrst um íslenzkar samtímaskáldsögur. Hann var fremur óánægður með bær og fann þeim helzt til for- áttu að höfundar þeirra væru m.jög einhliða í efnisvali, horfðu mjög til fortíðarinnar, sömuleið- is væri efnismeðferðin mjög keimlík allsstaðar. Menn væru furðu feimnir við að taka til meðferðar vandamál núthnans „vandamál þéttbý'lisins“ — eins og S.A.M. sagði oft. héldu sig meir við „sveitalíf“, fortíð okk- af. Ástæðumar til þessa áleit Sigurður að finna mætti í því, meðal annars, að margir rithöf- undanna væru upprunnir í sveit og ættu þaðan reynslu, sem þeim fyndist dýrmæt, einnig mætti vera að þeim fyndist velferðarlíf þéttbýlisins flatt og leiðinlegt. í þrið.ia lagi mætti rekja orsakim- ar til nokkurskonar listræns kjarkleysis. Einnig hefðu gagn- rýnendur haldið mjög að fólki „epík og rómantík". Sigurður kom einnig með þá frumlegu kenningu að fátt hefði gerzt í ís- lenzkum sagnaskáldskap síðan Jón Trausta leið. Vefarinn mikli hefði verið spor í rétta átt, en síðan hefði Halldór Kiljan Lax- ness troðið „auðveldari slóðir" þjóðlegrar sagnahefðar. Ekki minntist Sigurður á Gunnar Gunnarsson. Ályktunarorð Sigurðar voru þau, að kotbúskapur væri rek- inn í sagnagerð, menn öpuðu hver eftir öðrum, óttuðust er- lenda menningarstrauma. Bað hann um heimspekilega skáld- sögu, symbólska, absúrda skáld- sögu og hvaðeina. Sigurður áleit smásöguna miklu betur setta. líklega af því að ekki væri þar um innlenda hefð að ræða sem stæði henni fyrir þrifum. 1 því sambandi minntist hann á Thor Vilhjálms- son, Geir Kristjánsson, Kristján Karlsson og nokkra menn aðra. Hinsvegar stæði íslenzk Ijóð- list allvel að vígi og þakkaði Sigurður það því, að við hefðum ekki búið við „eina löghelgaða hefð í ljóðlist", sömuleiðis breidd ljóðlistar, ennfremur jákvæðum erlendum áhrifum. Rak hann upphaf þessara sigra til Jóhanns Sigurjónssonar og Jóhanns Jóns- sonar, vildi hinsvegar ekki gera mikið úr þýðingu Davíðs Stef- ánssonar og Stefáns frá Hvíta- dal eða Tómasar — þó yrði það ekki af Tómasi skafið að hann hefði gert gott verk með því að velja sér ný yrkisefni, þe.a.s. Reykjavík. En hefði að öðru leyti gengið hinar „auðveldari" leiðir þjóðlegrar hefðar. Sigurður nefndi fjóra menn er hann taldi hafa með beztum árangri gengið á hólm við sam- tíð sína, voru það þeir Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Matthías Jóhannessen og Sigfús Daðason. (Þetta er gagnmerk upptalning og er full ástæða til að vekja á henni sérstaka athygli) Sigurður talaði einnig um erf- iðleika íslenzkrar leikritunar, og nefndi það m.a. til að skortur væri á leikstjórum sem hefðu tíma og getu til að leiðbeina leikskáldum. Að loknu kaffihléi urðu nokkr- ar umræður og alltímafrekar, en því miður er ekki ástæða til að rekja þær. Myndlist 1 framsöguerindi sínu gerði Björn Th. Björnsson stuttlega grein fyrir þróun íslenzkrar Fiölbreytileg starfsemi Náttúrtilœkninqafélagsins Aðalfundur Hins íslenzka nátt- úrufræðifélags var haldinn 1 Háskólanum laugardaginn 16. febrúar. Hér fara á eftir nokkur atriði úr skýrslu formanns fé- lagsins um starfsemi þess síð- astliðið ár. Samkomur voru haldnar reglu- lega í Háskólanum síðasta mánu- dag hvers vetrarmánaðar — j nema desember — alls sex að! tölu. Á hverri var flutt fræðslu- ' erindi um einhverja grein nátt- úrufræði og jáfnan sýndar. skuggamyndir til skýringar. Efiir erindin voru stundum fjörugar umræður um efni þeirra. — Ræðumenn og ræðuefni voru sem hér segir: Þorleifur Einarsson: Vitnisburður frjógreiningar um gróður og veðurfar á Islandi frá ísaldar- lokum; Sigurð Þórarinsson: Frá Dyngjufjöllum og síðasta öskju- gosi; örnólfur Thorlacíus: Um frumdýr; Guðmundur Pálmason: Um hita í borholum á Islandi; Sturla Friðriksson: Úr gróður- sögu íslands og uppgræðsla ör- æfanna; Stefán Aðalsteinsson: Litaerfðir sauðfjár. I sumar voru famar tvær stuttar fræðsluferðir um ná- grenni Reykjavíkur og ein löng þriggja daga ferð austur í Skaftafellssýslu og til baka vestur Landmannaleið. I stuttu ferðunum var öllum heimil þátttaka og urðu 80—90 manns í hvorr1 I annagri þeirra | á uppstigningardag, voru eink- I um skoðuð upptök Kapellu- i hrauns, sem eru sprunga með ■ gígaröð meðfram Undirhlíðum. j En hin stutta ferðin sunndaginn 1 1. júlí, var einkum til gróðurat- i hugana og grasatínslu. Leiðbein- endur voru: Guðmundur Kjart- ansson um jarðfræði en Eyþór Einarsson, Ingimar Óskarsson og Ingóllur Dadíðsson um grasa- fræði. Langa ferðin, 17.—19. ágúst var aðeins fyrir félagsmenn og gesti þeirra, og voru þátttakend- u.r 105. Hún var fyrst og fremst farin til að skoða landslag og jarðmyndanir, Einnig var hugað að gróðri og dýralífi. Leiðbeinendur voru Guðmundur Kjartansson, Jón Jónsson, og Þorleifur Einarsson um jarðfræði, Eyþór Einarsson um grasafræði og örnólfur Thor- lacius um dýrafræði. Rit félagsins Náttúrufræðing- urinn kom út með sama sniði og að undanförnu, fjögur hefti, samtals 12 arkir. Var þetta 32. árgangur ritsins. Ritstjóri var og verður áfram dr. Sigurður Pét- ursson. Stjórn félagsins breyttist lítið á aðalfundinum. Hana skipa nú: Guðmundur Kjartansson (for- maður), Einar B. Pálsson, Eyþór Einarsson, Gynnar Árnason og Jakob Magnússon. Tala félagsmanna er fyllilega 800. myndlistar síðustu áratugi, og' tengsl þessarar þróunar við þjóð- félagsbreytingar á sama tíma Hann kvað nútímann hafa ein- kennzt af verktækni, sem veldur síaukinni sérhæfingu, svo og batnandi liífsskilyrðum; hlutverk listarinnar hafi verið að veita þessum ávinningum mannlegt gildi. í myndlist hafi einkum verið lögð áherzla á þrennt: af- dráttarlausan hreinleika þeirra meðala sem hún notar (endur- speglun tæknihyggju aldarinn- ar); stranga myndbyggingu, við- leitni til að skapa fasta heild úr sundurleitum og stríðandi ein- ingum; í þriðja lagi hafi mynd- listin ekki skírskotað ti'l ytri veruleika á sama hátt og t.d. landslagsmálverkið áður. Nú færi fram. hér sem ann- arsstaðar. átök milli hreins flat- armálverks og frjálsari, spontan- ari aðfeða (ljóðræn abstraktlist, tachismi, átomatismi), í hönd færi ný rómantík, sem mætti m. a. skýra með því að möguleikar tækni bjóða upp á nýja mögu- leika lífsnautnar. Ennfremur ræddi hann þau nýju viðhorf sem skapast vegna þess að nú hefur byggingarlist tekið for- ystu fyrir öðrum greinum heimslistar: byggingarlistin er að marka höggmyndalist og mál- verki nýtt svið til þátttöku í samlistaverki. Hér hefur þessa ekki gætt í eins rílkum mæli og annarsstaðar, en ljóst væri að við þessi skilyrði væri listamað- urinn enn háðari því en áður að í þjóðfélaginu væru jákvæð- ar forsendur fyrir starfi hans til staðar. Og veita þyrfti al’la at- hygli þeim nýju möguleikum sem þessu eru tengdir: að folk alist upp við myndlist í skólum, í opinberum byggingum, á vinnustöðum. Samt áleit Björn rangt að halda tíma trönumál- verksins liðinn — vinnustofa málarans yrði áfram sú tilrauna- stofa þar sem hin nýju form fæðast. Björn ræddi ýtarlega um að- búnað myndlistar. Hann gagn- rýndi harðlega lélegan og lítinn stuðning valdhafa við listamenn —myndlistin væri olnbogabarn í þjóðfélaginu þó hún svo væri dregin fram til skrauts við há- tíðleg tækifæri. Þá væri líitið sem ekkert gert til að vekja á- huga á myndlist. listfræðsla eng- in í skólum. ekki heldur í æðri skólum. Listasafn íslands væri eins og dauðs manns gröf, að- gerðarlaus og févana stofnun sem ekki gæfi einu sinni út bækling til kynningar á þeim myndum sem þar hanga uppi — hvað þá að hún gengist fyrir öflugri listkynningu. Og ekki hefði Reykjavíkurborg staðið sig betur en ríkisstjórn — þar væri ekki einu sinni um misheppnaða tilraun að ræða. Björn benti á alvarlegar af- leiðingar slíks sinnuleysis. Ann- arsvegar: list getur ekki fæðzt í lognmollu hún þarfnast and- svars, áhuga. Hinsvegar: lista- menn þurfa að dreifa starfs- kröftum sínum á margvíslega aukavinnu — en það hlýtur að hafa neikvæð áhrif á list þeirra. listaverk krefst heils hugar. Og því gleymi enginn, að að- ins af listum sínum getur þjóð okkar unnið sér hróður í heim- inum; án lifandi sjálfstæðrar listar erum við ekki þjóð, held- ur aðeins mannfólk á landfræði- lega afmörkuðu svæði. Nefndi Bjöm nokkur atriði sem hann taldi bæði bráðnauð- synleg og framkvæmanleg nú þegar: listfræðslu í skólum — og yrði myndlist skyldunáms- grein í öllum æðri skólum. Listasafnið yrði gert að virkri stofnun (eins og listasöfn í ná- lægum löndum sem þegar hafa gert sér það ljóst að þau eiga við mörg önnur aðdráttaröfl að keppa — og hefur tekizt það). Reykjavíkurborg þurfi að koma upp sýningarsölum og veíta fé til listaverkakaupa og listfram- kvæmda. Lögfest sé að ákveðinn hluti af byggingarkostnaði opin- berra húsa fari til kaupa á lista- verkum í byggingarnar. Sérstak- ur ráðhera fari með menningar- mál. Sfj III HKSIIiS ULUíhhh PlONIISTAI LAUGAVEGI 18^- SfMI 1 91 13 TIL SÖLU: Lítil íbúð á Högunum, stór stofa, eldunarpláss, snyrti- herbergi og geymsla, 1. veðréttur laus, lágt verð. 3 herb. nýleg íbúð í vest- urborginni. 3 herb. íbúð í Hlíðunum, 1. veðréttur laus. Góð kjör. 3 herb. risíbúð í timburhúsi í Laugardal, 1. veðréttur laus, útborgun kr. 150 þús. 4 herb. björt og skemmti- leg risíbúð í Vogunum. 4 herb. vönduð hæð í Hög- unum, 1. veðréttur laus. 5 herb. vönduð hæð við Rauðalæk, helzt í skipt- um fyrir einbýlishús. 6 herb. ný og glæsileg íbúð við Kleppsveg 1. veðrétt- ur laus. 3 herb. hæð og 3 herbergi í risi í Skjólunum 1. veð- ■ réttur laus. hagstætt lán getur fylgt. 3 hcrb. vönduð hæð við Skipasund, ásamt 3 her- ■' bergjum í risi. Einbýlishús við Háagerði. Einbýlishús við Barðavog, trégrind asbestklædd ein- angrun með vikri, 1. veð- réttur laus. Góð kjör. 1 SMlÐUM: 3 herb. íbúð á jarðhæð, til- búin undir tréverk f haust, stærð 80 ferm. 4 herb. íbúð 115 ferm. til- búin undir tréverk nú þegar. 3 herb. jarðhæð, fokheld. FASTEIGNIR ÖSKAST: Höfum kaupendur að: Einbýlishúsi á fögrum stað, há útborgun. Raðhúsum, mikil útborgun. 2 og 3 herb. ris og kjall- araíbúðum. Utborganir kr. 150—250 þús. 4, 5 og 6 herb. hæðum með allt sér. Miklar útborg- anir. fbúðum í smíðum 2, 3, 4 og 5 herb. íbúðum fokheldum eða tilbúnum undir tréverk. Miklar út- borganir. KÖPAV0GUR TIL SÖLU: 3 herb. hæð og 3 herb. ris- íbúð, nýlegt, Bílskúr og stór lóð. Skipti á 4 herb. íbúð möguleg. Parhús fokhelt á fögrum stað. 3 hcrb. íbúð á 1. hæð, góð kjör. Höfum kaupendnr með miklar útborganir að: 2— 3 herb. íbúð, má vera í smíðum. 3— 4 herb. íbúð í vestur- bænum. með lausum 1. veðrétti. Haíið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.