Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27 febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 1 A síðasta fundi borgarstjórn- ar Reykjavíkur flutti Guðmund- ur Vigfússon, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, svohljóð- andi tillögu, sem íhaldið vísaði til borgarráðs: „Borgarstjórnin ákveður að hefja imdirbúning að því að reist verði Listasafn Reykja- víkur, er verði minnisvarði um stofnun lýðveldis á lslandi 17. júní 1944. 1 þessu skyni verði skipuð 7 manna byggingarnefnd og skulu 5 nefndarmanna kjörnir af borgarstjórn, en 2 skipaðir sam- kvæmt tilnefningu Bandalags íslenzkra listamanna. Hlutverk byggingarnefndar sé að gera tiliögur til borgarstjórn- ar um staðsetn'ingu listasafns- ins og fyrirkomulag byggingar- innar í meginatriðum, en gert cr ráð fyrir að efnt verði tii opinberrar samkeppni um upp- drætti að Iistasafninu. 1 listasafninu skal m.a. gerl ráð fyrir sýningarsölum til al- mennra sýninga á verkum listamanna. Til bygglngarframkvæmda skal varið þeim sjóði sem myndazt hefur af merkjasölu 17. júní og væntanlegum ágóða af henni á næstu árum, ásami þeim framlögum, sem borgar- stjórn ákveður hverju sinni i fjárhagsáætlun. Borgarstjórnin vill stefna að því, að horn- steinn listasafnsbyggingarinnar verði lagður á 20 ára afmæli íslenzka lýðveldisins 17. júní 1964 og að vísla safnsins geti farið fram eigi síðar en á ald- arfjórðungsafmæli lýðvcldis- stofnunarinnar 17. júní 1969“. Framsöguræða flutningsmanns við umræðuna um tillöguna birtist hér á síðunni. Miimisvarði lýSveldisstofnunarinnar: Það er ekki ótítt að merkra timamóta eða atburða í lífi þjóða sé á lofti haldjð eða þeirra minnzt með því að ráðast í mannvirki eöa reisa minnis- merki sem tengt sé viðkomandi merkisatburði. Þetta gerir þjóð- félagið ' sjálft, einstakir lands- hlutar, eða byggðarlög, allt eft- ir möguleikum, áhuga eða að- stæðum. Þjóðin öll, íbúar lands- hlutans eða byggðarlagsins telja þá viðkomandi tímamót eða merkisatburð þess virði að á loftj sé haldið og hans minnzt á veglegan hátt. Með slíku ei verki brautryðjenda og sigur- sælli baráttu sýndur verðugur sómi og ókomnar kynslóðir minntar á eftirminnilegan hátt á það sem vannst. Lýðveldisstofnunin 1944 er án alls efa merkasti atburðurinn, sem gerzt hefur í lífi og starfi nú- lifandi kynslóðar á Islandi og þótt lengra sé litið. Með lýð- veldisstofnuninni ]auk langri og strangri baráttu þjóðarinnar fyrir því að endurheimta öll sín mál í eigin hendur eftir aldalanga áþján og erlend yfir- ráð. Einhugur og samstaða Is- lendinga við þennan lokaþátt hinnar stjórnarfarslegu sjálf- stæðisbaráttu var óvenjuleg og til eftirbreytni um hvernig bregðast þarf við þegar þjóðar- framtíð, þjóðarheiður og þjóð- frelsið sjálft er í hættu statt eða um það barizt. Hefðu íleiri en gert hafa mátt minnast þessa á þeim örlagaríku og hættulegu tímum, sem yfir hið unga íslenzka lýðveldi hafa gengið síðan það var stofnað. Reykjavík er höfuðborg þess lýðveldis sem stofnað var á Þingvöllum 17. júní 1944. Það er mikill heiður, en því fylgja einnig skyldur, sem ekki verð- ur undan vjkizt án þess að kafna undir nafni og bregðast mikilvægu hlutverki. Höfuð- borg, jafnvel hins minnsta rík- is, verður ekki sízt dæmd eftir því hvernig hún rækir sit1 menningarlega hlutverk, hvern hlut hún á að því að efla listir og menningu. g'æða áhugann. blúa að vorgróðrinum, sýna við- urkenndum meis'.urum þann sóma, sem þeir hafa til unnið og gera nautn listarinnar og menningarinnar að almennings- eign. Við eigum hér í Reykjavík enn ekkert opinbert listasafn. Lítil einkasöfn eru allt og sumt og svokallað Listasafn ríkisins á ekki einu sinni þak yfir höf- uðið og verður að hafast við i húsakynnum annars safns. Þjóðminjasafnsins, og stendur það starfsemi þess og vexti fyr- ir þrifum. Við búum skammar- lega illa að málurum okkar og myndlistarmönnum. Ljósustu dæmin eru Ásmundur Sveins- son og Sigurjón Ólafsson. Ás- mundur hefur orðið að eyða dýrmætum tíma og starfsorku frá listsköpun sinni til að byggja með eigin höndum yfir sig og verk sín. Og Sigurjón hefur lengst af mátt hýrast heilsuveill í bragganum í Laug- arnesi og unnið þar við hin erfiðustu skilýrði. Svipað mætti segja um ýmsa aðra, þótt þessi dæmi séu skörpust, af þv£ að hér eiga í hlut óven.julega hæf- ir og skapandi listamenn, En þó sleppt sé vlnnuaðstöðu og kjörum hvers ei.nstaks lista- manns, er fæst við málaralist eða höggmyndagerð. og hins vegar hugsað um aðstöðu þeirra iy.v.'.NvX-.v.y. .-v.\-.vvl-. iííiíií Mllljw :i;. :i:;i::: : y - ' 1 ~ íwSíiWiW: Listamannaskálinn við Kirkjustræti cr eina almenna húsið tll sýninga, sem myndlistarmenn eiga völ á. Þetta cr gamall og nötrandi hjallur, sem aldrei var byggður til frambúðar og er fyrir löngu gjörsamlega óhæfur til sýninga. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). almennt til að koma list sinni á framfæri og gefa alþýðu í henni eðlilega hlutdeild, þá tekur sízt betra við. Lista- mannaskálinn við Kirkjustræti er eina almenna húsnæðið til sýninga, seni myndlistarmen/, ejga völ á. Þetta er gamajl og nötrandi hjallur, sem aldrei var byggður til frambúðar cg er fyrir iöngu orðinn gjörsam- lega óhæfur til sýnjnga. Enda er nú svo komið uð myndlistarmenn okkar treysta sér ekki til að efna til sýninga í þessu ónýta húsnæði, a.m.k alls ekki að vetrarlagi. Þannig getum við ekki öllu lengur búið að myndlistarmönn- um eða myndlistarunnendum hér í höfuðborginni. Óbreytt á- stand hlýtur að leiða til stöðn unar og ^a.m.k. að einangrs myndlistina frá fólkinu. öllum almenningi Ég er þeirrar skoðunar að hér þurfi Reykjavikurborg að koma til liðsinnis við lístamennina og almenning. Það þarf að breyta til batnaðar því óviðun- andi ástandi, sem nú ríkir ' þessum efnum. Borgin á að hafa forgöngo um að koma upp sýningarsöl- um, sem eru samboðnir skap- andi og fjölbreyttri myndlist höfuðstaðarins. Borgin á að aðstoða íbúa sína til að nálgasl þá list og fegurð sem á bcð- stólum er á hverjum tima á þessu sviði og til að kynnast þejrri grósku og þeim hrærjng- um sem eru að gerast hverju sinni á sviði myndlistar. Reykjavík á ekkert borgar- listasafn. Er ekki kominn tími til að það risi af grunni og verði snar þáttur í menningar- og listalífi borgarinnar? Það hefur nokkuð verið um rætt til hvers nota skyldi þanr> sjóð, sem orðið hefur til af merkjasölu 17. júní allt frá 1954. Ég veit ekki annað en all ir hafi verið sammála um að honum skyldi varið til að reisa einhverskonar minnismerki um stofnun lýðveldis á Islandi 17 júní 1944. Og jjannig er sjóður- inn skráður í reikningum borg- arinnar, og nam í árslok 1961 504 þús. kr. Mér sýnist einsætt að ekki sé unnt að reisa neitt hæfilegra minnismerki um þann merka atburð sem lýðveldisstofnunin er í lífi þessarar þjóðar, en einhverja þá menningarstofnun. sem vöntun er á og getur ef vel tekst til orðið til að gera lif fólksins fegurra og ríkara innihaldi. Og ég held að um það verð) ekki deilt að borgarlistasafn 1 Reykjavík sé menningarstofnun sem þörf er á að rísi af grunni og hafi þessu hlutverki að gegna. Bygging hennar og hæfilegur búnaður væri verð- ugur minnisvarði um lýðveldis stofnunina af hálfu borgarinn- ar. öllum er að sjálfsögðu ljós’ að sjóður sá, er myndast ai merkjasölu 17. júní hrekkur einn saman skammt til bygg ingar borgarlistasafns. Hann ei aðeins skemmtilegur stofn að listasafninu en til viðbótar og sem aðaltekjur byggingarinnai yrðu að koma framlög borgar- innar ár hvert meðan á fram- kvæmdum stendur. sem æski- legt er að ekki þurfi að taka langan tíma. Eins og fram kemur í tillög- unni legg ég til að borgar- stjórnin stefni að því að geta lagt hornstein að listasafns- byggingunni á 20 ára afmæb lýðveldisstofnunarinnar 17. júm 1964 og að vígsla safnsins geti farið fram eigi síðar en á ald- arfjórðungsafmæli lýðveldis- stofnunarinnar 1969. Eigi þetta að takast má ekki verða dráttur á afgreiðslu og undirbúningi málsins. Og vissu- lega má þá heldur ekki standa á nauðsynlegum fjárframlögum Tillagan gerir ráð fyrir aö skipuð verði sérstök byggingar- nefnd til að hafa undirbúning og framkvæmdir með höndum. að sjálfsögðu undir yfirstjórn og umsjón borgarstjórnarinn ar. Ég tel rétt, að auk kjörinna fulltrúa borgarstjórnar í nefnd- ina eigi þar einnig sæti 2 full- trúar frá Bandalagi íslenzkra listamanna. Slík skipan á að tryggja að viðhorí og sjónarmið listamanna komi fram í nefnd- inni og við allan undirbúning málsins. Rétt og skylt er að það komi fram, að það er ekki í fyrsta skjpti í dag, sem rætt er um stofnun listasafns Reykjavíkur Stofnun listasafns hefur nokkr- um sinnum á undanförnum ár- um verið rædd meðal bæjar- ráðs og borgarráðsmanna. Og meðan listaverkanefnd Rvíkur starfaði var hugmyndin einnig bar til umræðu og um tíma var alvarlega um það rætt að setja listasafn á stofn í Hðfða. eftii að bærinn hafði keypt þá eign og fengið umráð hennar að fullu í hendur. Frá þvi var þó horfið, þar eð betta veglega timburhús taldist að athuguðu máli, tæplega nógu traustui geymslustaður dýrmætra iista- verka. Húsið þótti þó hafa til þessa ýmsa kosti, en öllum var ljóst að slíkt gæti ekki orðið nema ráðstöfun til bráðabirgða Þann 12. marz 1959 skrifaði þáverandi borgarstjóri. Gunnai Thoroddsen, listaverkanefn f Reykjavíkur bréf, og leitaði á- lits nefndarinnar um hvort ekki væri rétt að setja á stofn Lista- safn Reykjavíkur, hver skoðun nefndarinnar væri á að slíku safni yrði valinn framtíðarstað- ur á opnu svæði á Laugarási oe að safninu verði komið fyrir fyrst í stað í Höfða við Höfða- tún. Með bréfi til bæjarráðs dags 4. maí 1959 svaraði listaverka- nefnd erindi borgarstjóra og sendi álit sitt um málið. Kvaðsi nefndin því fylgjandi að safn- ið yrði sett á stofn og mælt' með því að það yrði til bráða- birgða staðsett i Höfða „unz sérstök listasafnsbygging hefur verið reist á vegum bæjarins“ Þá lýsti listaverkanefnd því yf. ir í þessu bréfi sínu til pæjar- ráðs, „að hún telur ekki annar> stað ákjósanlegri fyrir framtíð- arlistasafn en þann, sem nefnd- ur er í 2. lið“ þ.e. á opna svæð- inu í Laugarásnum. Þar sem einhverjir kynnu að varpa þeirri spurningu fram hvort stofnun og rekstur Lista safns Reykjavikur yrði ekki borgarsjóði fjárhagslega erfit' fyrirtæki, meðal annars vegn > umfangsmikilli kaupa á lista- verkum sem safnið þyrfti að prýða, þá álít ég rétt að vitna hér í álitsgerð listaverkanefnd- ar um þetta atriði, ekki sízt fyrir þá sök að ég fyrir mitt leyti er hugmyndum hennar um uppbyggingu og rekstur slíks borgarlistasafns í meginat- riðum sammála. Listaverkanefnd segir í upp- hafi greinargerðar sinnar: „Alllangt er síðan Listaverka- nefnd Reykjavíkur tók að ræða þá hugmynd, að Reykjavíkur- bær ltæmi upp safni nútímalist- ar, er væri í náinni snertingu við bæjarlífið og síferskur vett- vangur nýrrar listar í höfuð- staðnum. Hugmyndin hefur þannig falið það í sér þegar frá upphafi, að hér yrði ekki um að ræða listasafn í þeim gamla skilningi, að myndir séa hengdar upp til , ævinlegrar veru, umluktar klassiskri frið- helgi, heldur væri þar jafnan að sjá það, sem bæri í sér líf og umbrot líðandj stundar. Því var þegar ljóst að safnrými þurfti ekki — og niætti raunar ekki — vera mjög :$fóri;> en yrði helzt að liggja þannig við, að engum bæjarbúa væri um of úrleiðis“. Síðan ræðir listaverkanefnd um kosti og ókosti Höfða, spm bráðabirgðahúsnæðis fyrir listasafn. Sé ég ekki ástæðu ti! að rekja þann hluta greinar- gerðar nefndarinnar, en eins og áður getur mælti nefndin með Höfða í þessu skyni. 1 Síðari hluta greinargerðar- innar kemur listaverkanefnd inn á uppbyggingu og grund- völl listasafnsins og segir: „Þá hefur nefndjn einnig at- hugað. hvernig megi koma upp slíku safni og reka það án óhóflegs rekstrarfjár og stofn- kostnaðar. Nefndin telur eigi hyggilegt að flýta kaupum á listaverk- um í því skyni að fylla safn- ið sem fyrst. Safn sem þetta ætti að smávaxa, líkt og fag- urt heimili verður til af ein- stökum hlutum og á mörgum árum. Raunar á Reykjavíkur- bær þegar ýmsar myndir, sem til greina kæmu þegar í upp- hafi. En væri þá hægt að opna safnið fyrr en seint og síðar meir? 1 þvi sambandi leyfir nefndin sér að setja fram hug- mynd. sem hún telur að gæti leyst þetta hvorutveggja án þess að iþyngja bæjarfélaginu um of fjárhagslega. Er hug- myndin í stutfcu máli þessi: Bærinn veiti árlega ákveðna upphasð til listaverkakaupa í safnið. Síðan leitar safnið til listamanna og falar af þeim úrvalsmyndir til sýningar í safninu ákveðinn tíma og end- urgjaldslaust, t.d. 6—8 mánuði eða ár, enda rnættu þeir jafn- framt vænta þess, að af mynd- unum verði árlega keypt fyr- ir þá ákveðnu fjárhæð, sem bærinn legði fram í því skyni. Listamenn fá þannig kynningu á verkum sínurn og um leið möguleika á því, að safnið kaupi af þeim verk. Með þessu móti má opna safnið, um leið og húsakynni eru fyrir hendi, og jafnframt gæfist nægur tíma til að meta verkin við góð skilyrði. Eftir umsaminn tíma er myndunum skilað nema þeim, sem safnjð kýs að eignasv, og síðan er aft- ur farið á fjörurnar á sama hátt Þannig bætast safninu smám saman verk, valin eftir vandlega athugun og á löng- um tíma. en í engu óðagoti, eins og oft hefur viljað brenna Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.