Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.02.1963, Blaðsíða 4
£ SfÐA ÞJÓÐVILJINN LandsSeikir í Handknattleik „ Við höfum tapað í dag—en undirbúum sigur á morgun " „Það verður að stokka upp spilin. Það verður að verða breyting á und irbúningi landsleikja okkar. Tækni í þjálfun leik fleygir fram í handknattleik eins og í öðrum íþróttagreinum, og úrsiitin í París og Bilbao eru okkur á- minning um að við höf- um ekki fylgzt nægi- lega með í þessum efn- um.“ A þessa letð mælti Ásbjöm Sigurjónsson, formaður HSl, er ég spui’ði hann um niðurstöðu cg mat á landsleikjunum við Ásbjörn Sigrirjónsson. frakka og Spánverja á dögun tim. — Hvemig er landsliðið okk- ar nú? — Það vöru tvö ár síðan víð höfum leikið landsleik. er við lékum við Frakka um daginn Það er áformað að ísland taki þátt í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu 1964. Okkur var þvi nauðsyn að fá styrk- leikaprufu á lið okkar nú. í lið- inu érú afbragðs góðir ein- staklingar, en það ér ekki nóg sitt of hverju •ír Nærri 70 iþróttamenn í Stokkhó'mí og nágrenni borg. arjnnar mega n« búast við málshnfðun vegna skattsvika. Hér er aðáHega um að raeða > knattspyrnumenn og íshokkí- menn. jafnframt hafa yfir Völdjn i hyggju að átefna skíðamönmim í Norður-Svi- 1 þ.jóð í'yrir sötnu sakir j Skattayfirvöldin í Umea hafa : fyrirskipað rannsókn á tekj- úm eins af frægústu skfða- göngumöiiwum Sviþ.jóðar. Tíl grundvaPar liggur það sjón- armfð yflrvá’dá, að verðlaun ÍJjróHamanna skuli teljast beinar tekjur og verða skatt- : lágðar l>vi er ha’dið fram að : ýhisir íhróttamenn hafi 5000 tll 10000 sænskar krónur í tekiur auka'ega á ári vegna Wrðlauna á íþróftamótum. Hér er um að ræða ýmsar nytsamar vorur. sem veittar eru i verðlaun, svo sem mót- iW-hjól sjónvarpsviðtæki ofl Mikið af slíkum varningi selja íþróttatnennirnir, og étida þótt þeir selji hann ekki þá eru þetta tekjur eigi að síður, segja skattayfirvöld- t». segir Ásbiörn Sigurjónsson form. HSÍ. Ragnar Jónsson (annar til vinstri) skorar mark í leiknum við Spánverja á tjöruvellinum í Bilbao. Knötturinn varð fyrst svartur í tjörupollunu m, síðan urðu hendur leikmanna svartar og svo búnángar. Liðið lék ekki eins vel og við bjuggumst, við. 1 HM-keppninni 1961 sýndu okkar ménn þó nokkra leiktaktik og línuspil, en nú var því ekki að heilsa og ekkert kom þess í stað. Sam- staða liðsins var heldur ekki góð. Allt þetta hlýtur að brýna okkur til að gjörbreyta undir- búningsaðferðum okkar fynr næstu landsleiki. Niður á jörðma- - ^ — Það var betra fyrir okkkur að fá dálítinn skell núna held- ‘úh' éW "s'éfAHá! Víð' 'éhjfú'1 frt'ehá til að horfast í augu við ósigur. óg við höfum stórt verkéfni til að vinna að. Við höfum verið uppi í skýjunum síðustu tvó árin eftir velgengnina í heims- meistarakeppninni síðustu. Við hefðum sennilega verið bar á fram ef ekki hefði farið svon. nú. Þegar við komum til Parísa; aftur í lok férðarinnar, hélt é ' að venju fund með öllum utaó förunum. Við vorum sammáhi um það. allir 18, að það yrð' að brjóta blað varðandi undii' búning næstu landsléikja okk ar. — Kömu lið Frakka og Spán verja á óvart? — Frökkum hefur fleygt mjöí fram í íþróttinni síðustu tvö árin. en það var nokkuð har' að tapa fyrir þeim með tfu marka mun. Lið þeirra er á- eætt ög markmaðurinn, Ferin- gnac. er hreinasta séní. Saltfisknum til heiðurs Þegar við komum til Bilbaó, hittum við fyrir Þórð Álbérts- son, sem búið hefur bar í 17 ár sem umboðsmaður fyrir salt- fisksölu héðan að heiman. Hann bað okkur blessaða að sigra ekki Spánvé'rjana, bví þeir myndu taka það óstinnt upp og viðbúið að saltfisksala til Spán- ar legðist niður. Blöðin i Bii- bao höfðu flutt ýmsar furðu- iegar fréttir fyrir komu okkat M.a. kváðu þau Island vera danska nýlendu, og einnig sögðu bau að íslenzka liðið hefði tap- að leiknum í Bordeux rneð 16; 26 — — sem sagt sneru öIIj öfugt. Nú, leikar fóru sem kunnugt er þanníg að Spánverjar unnu landsleikínn-, • og vonandi er saltfiskmarkaðurinn ekki í hættu lengúl*. Þetta var fyrsti landsleikur sem háður er í Bii- bao, og hann var látitm fara fram í þeirri borg beinlínis til heiðurs þeim viðskiptatengsl- 'im, sem verið hafa lengi milli Bilbao og Islands. Leikménn Spánar voru mjög sterkir og úthaldsgóðir. Beztur var Ascha, sém var geysi- snöggur, hraður og séður. Hann er ekki við eina fjölina felld- ur. Hann eí- bekktur söngvari, dansari og dáður nautabani Síðastliðið sumar drap hann þrjú naut. Sex landsliðsmann- anna voru frá „Atletico“ í Madrid. — Svo unnuð þið álla auka- léíkiná~í ’ferðinnif — Já, lið okkar vann úrvals- lið.j...Bordeux. með 26:16. Svo lékum við tvo aukaleiki í Pam- plone sem er fjallabær í Baska- hérUðunum á N-Spáni. Við unn- um úrvalslið San Sebastian- borgar 14:11 og lið Pamplona méð 13:7. Karl Marx Jónsson lék í marki seinni leikinn og stóð sig með prýði. Eftir þessa sigra brá svo við að okkur var vísað heim í hótel, en síðan sáum við engan gestgjafa meir og gátum ekki einu sinni af- hent þeim vináttugjafir. Við fórum að trúa orðum Þórðar Albertssonar um að hyggilegast væri að tapa fyrir Spánverjum, en Sú er bót í máli að Islend- ingar selja víst ekki saltfisk beint til Pamplona. Stórorustur framundan — í öllum leikjúm férðarinn- ar gerði íSlenzka liðið 84 mörk. (þái- af 11 úr Víti) en fékk bolt- ann 67 sihnum í net sitt (þar Framhald á 10. síðu. 12. GREIN FULLTRÓAR Skipulag íþróttahreyfingar- innar ér þaniiig upp byggt, að fþróttafélögin verða að til- nefna sérstaka fulltrúa til að koma fram fyrir félagsíns hönd á fundum, samkvæm- um og í ráðum. Oft eru samkomur þessar fundir í héraðssambandi, ráði eða þá ársþing sérsambanda. Auk þess koma til nefndar- fundir og störf serh taka til meðfearðar sérstök mál efni. Allir þessir fundir eiga að hafa það sámeiginlegt að taka fyrir þau málin sem snerta iíðandi stund og framtfðina fyrst og fremst. Á hverjum fundi eiga að koma fram þau málin sem mest eru aðkall- andi á hverjum tíma, og þeir sem hafa starfað í i- þróttahreyfingunni vita að stöðugt koma fram ný og ný verkefni sem leysa þarf.: og ræða. verður. Eru fulltrúar hæfir? 1 þessu sambandi vaknar sú spuming hvort þeir full- trúar, sem kjömir eru til að fara með umboð viðkomandi félags, séu valdir með það fyrir augum að hafa kunnug- leik á málum íþróttahreyf- ingarinnar yfirleitt, og ge'ti því verið tilbúnir að ræða þau mál sem fram kunna að koma. Hvort þeir í rauninni viti hvað þeir vilja þegar á fundina kemur. Að þessu leyti hvílir mikil ábyrgð á herðum þeirra for- ráðamanna félaga sem senda fulltrúa á fundi og þing, að sjá svo um að þeir séu und- irbúnir að taka til máls og hafa skoðun. Ef það er stað- reynd að á fundum þessum séu teknar mikilvægar á- kvarðanir sem geta haft mik- il áhrif á framgang íþrótta- hreyfingarinnar, hlýtur að vera mikil nauðsyn að þang- að séu sendir fulltrúar sem hafa kunnugleika á málum og hafa möguleika að koma skoðunum sínum á framfæri. Þéir sem setið hafa fuhdi samtakahha munú ekki hafa komizt hjá þvf að kýnnast því, að alltof margir fulltrú- ar koma lítið eða ekkert und- ir það búnir að taka þátt i umræðum um þau mál sem fram koma, né heldur hafa þeir fram að leggja tillögur. sem miða að framgangi niála. Það er eins og þeir séu þarna til þess að fylla tiltekna tölu fulltrúa. Stundurn hafa þess- ir fulltrú;ar sínar afsakanir. Þingin eru stundum illa und- irbúin, og oft dragast umræð- ur um fremur fánýt málefni Miðvjkudagur 27. febrúar 1963 mótið á Selfossi Unglingameistaramó’t ísl. í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram á Selfossi s.l. sunnudag. Tæplega 30 keppendur tóku þátt í mótinu frá eftirtöldum aðilum: IR, KR, Ármanni, Umf. Selfoss UMF. Hrunamanna, Héraðssambandi Strandamanna og Héraðssambandi Vestur-fs- firðinga Ungmennafélag Selfoss sá um mótið og var það sett af Háfsteihi Þorvaldssýni. form. Umf. Selfoss. Mótsstjóri var Stefán Magnússon íþróttakenn- ari á Selfossi. íslandsmethaf- Ínn i hástökki. Jón Þ. Ólafs- son, ÍR, keppti sem gestur á mótinu. Urslít urðu þessi; Langstökk án atr.: ( 9 kepp.) Jón Þormóðsson, ÍR 3.02 Þórvalduj Benediktss. HSS 2,95 Guðm. Jónsson, Self. 2,84 Sig. Magnússon Hrun. 2,84 Sig. Sveinsson, Self. 2.84 Einar Jónsson, HVÍ 2.78 íslandsmethafmn, Jón Þ. Ól- afsson. stökk 3,22. Þrístökk án atr.: (12 kepp.) Sigurður Sveinsson. Sélf. 8,82 •Jón Þormóðsson ,ÍR 8,78 Þorvaidur Benediktss., HSS 8,71 Erléndur. Valdemársson, ÍR 8,68 Kjártán Guðjónsson, KR 8,63 Guðmundur Jónsson, Self. 8,45 ftnf t^.-fírrí fSerf *rírfVr«v7 'nrrir?. r>l>i'n Hástökk án atr. (5 kepp.) Jón Þormóðsson, ÍR 1,55 Guðmundur Jónsson, Self. 1,40 Gúðm. Sigurjónsson, Árm. 1,40 Jón Kjarlansson, Árm. 1,35 Hástökk með atr. (8 kepp.) Kjartan Guðjónsson, KR 1,80 Sigurður Ingólfsson, Árm. 1,80 Óláfur Guðmundsson, KR 1,70 Þórvaldur Benediktss. HSS 1,65 Jón Kjartansson, Árm. 1,65 Erl. Valdemarsson, ÍR 1,60 Jón Ólafsson stökk 2,5 m. Kúluvarp (6 keppendur.) Kjartan Guðjónsson. KR 13,06 Ari Stefánsson, HSS 12,54 Þórv Benediktss., HSS 11,31 Erl. Valdemarsson, ÍR 10,69 Ólafur Guðmundsson, KR 10.59 Einar Jónsson. HVÍ 10.14 Keppt var í íþróttahúsinu á Selfössi. Salurinn er fremur lítill og ekkert rúm fyrir á- horfendur Að keppni lokinni bauð Selfösshrenpur keppend- um og starfsmönnum mótsins til kaffidrykkju. Knotfspyrna innanhúss Knattspymufélagið Víkingur efnir til hraðkeppni í knatt- spymu innanhúss n.k. mánudag og þriðjudag í tilefni 55 ára afmælis félagsins. öllum félögum, bæði í Reykja- vík og annarsstaðar er heimilt að senda hvert um sig tvær sveitir til keppninnar. Keppt verður aðeins í meistaraflokki karla. Leiktími verður 2x7 mínútur. Verðlaun verða veitt þeim er frémstir verða. Þátttökutilkynningum skal komið til knattspymudeildar Víkings. það lengi, að þau mál, sem eru, yérulega mikilvæg vérða ú'tunda'n eða lítill tími verð- ur aflögu til að taka þau fyrir. Félagshollusta er nauðsyn heildarinnar f þeim tilfellum reynir verulega á fulltrúana að beina störfum fundanna inn á þær bráutir að þau rhegi verða að verulegu gagni. Er því ljóst að nauðsynlegt er að vanda til fulltrúa, hvar sem hann á að mæta, og því meiri nauðsýn að vanda til þeirra því stærri serh samtökin eru ög vænta má veigamikilla á- kvarðana. f þessu sambandi er ekki úr vegi að drepa á þá nauð- sjm að losa sig úr félags- hugrenningum, og fá yfirsýn yfir það sem gera á og sjá afleiðingarnar í ljósi heildar- ínnar. Þó hollusta við ein- stakt félag sé nauðsyn að vissu marki, er hættulegt að láta hana vera ráðandi þegar ákvarðanir erú teknar um mál er varða heildina. Það er því ekki vandalaúst að koma fram sem fulltrúi félags um heildarmál íþrótta- hréyfingarinnar, og það varð- ar miklu að fomstumenn fé- laganna vandi það val. En það eru fleiri fulltrúar sem félögin senda til starfa í lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna hin ýmsu ráð serh starfandi eru hér og þar. Þar gildír sama og annars- staðar. Fullerúinn verður að vera kunnugur þeim málum sem hann á að starfa fyrm Hann verður að hafa yfirsýn og skoða máiin i því ljósi að heildinni sé fyrir beztu. Og þar er líka mjög þýð- ingarmikið að láta félagssjón- armiðin ekki villa sýn. Aðal- atriðið er að vera virkur þátt- takandi og lífrænn í hugsun. Utanfcrðir og hegðun Það er víðar sem félög senda fulltrúa sína. Sérhver hópur íþróttamanna sem send- ur er til keppni í öðru byggða- lagi eða landi er fulltrúi félagsins. Framkoma flokks- ins í heild og einstaklinga hans á að vera spegilmynd af félaginu, og á að bera vitni þroskuðu félagslífi. Verði þar misbrestur á, verður félagið að líða fyrir það, og ekki nóg með það: íþróttahreyfingin líður fyrir það. Hér þarf líka að vanda til fulltrúa þegar valið er i slíkar ferðir. Þó oft hafi vel til tekizt í þessu efhi er þó því ekki að leyna að hér hef- ur oft illa farið. Ferðir hafa beinlínis misheppnazt að nokkru leyti fyrir það að fulltrúarnir komu ekki vel fram. Það alvarlegasta er, að sjaldnast hafa forustumenn- imir þann þroska tii að bera að taka á þessum málum eins og eðlilegt er að gera ef menn eru trúir hugsjón þróttanna. Ekki vantar að til séu al- menn fyrirmæli úm það hvernig menn eigi að haga sér og koma fram í slíkum ferðum. en yfir slíku er yf- irleitt þagað og enginn veit neitt! Hér er alvarlegra mál á ferðinni en flestir„vita sém lítið til þekkja, og elrici vansa- laust fyrir forustumSmina að breiða eins kyrfiiegp.. vfir bað og oftast er gert. Frímann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.