Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 5
yimmtudagur 28. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 5 // Nægar rannsóknir í þágu U síldariðnaðarins! .. Það gerðist á fundi satnéin- aðs þings í gaér, áð Gylfi f>. Gíslason umhvérfðist algjörléga, ér verið var áð ræða tillögu frá Helga Bergs urti fullnýt- ingru vétrársíldarafiá við Suð- urland. Helgi hafði í framsögu- ræðu sinni rakið náuðsytt þess að koma hér upp fullkomnum irtatvælaiðnaði á sjávarafurðum, óg miðaði hann tillögu sina við Suðurland, þótt hánn ræddi um niálið á breiðara grundvélli. Lagði Helgi m.a. mikla áhérzlu á rannsóknir áður en fárið væri ut í framkvæmdir. Að lokinni ræðu Hélgá stóð upp Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, og hellti hann ósþart úr skálum reiði sinnar yfir Hélga. Kvað tillögu hans ekki „þinghæfa", flutta éingöngu í áróðursskyni og ekki væri vitað, hvort hún fjallaði um að „kenna“ SlS fiskiðnað, „styrkja" SlS í þessu skyni eða „útvega" SlS lánsfé til þess- ara framkvæmda eða „aðstoða" við markaðsléit! Sagði ráðherr- ann, að rannsóknir væru næg- ar fyrir hendi í þessu efni, einnig væru til niðursuðuverk- smiðjur, sem ekki væru nýttar o.s.frv.! Spurði ráðherrann Hélga að iokum, hvort SlS hefSi ekki boðizt aðstoð sænsku sam- vinnusamtakanna til að koma upp slíkum iðnaði, — og mætti sjá af þessu að tillagan væri alveg út í hött! Rétt er að vekja athygli á því, að Gylfi Þ. Gíslason er nýlega búinn að fylgja úr hlaði miklum lagabálk um rannsókn- ir í þágu atvinnuveganna, óg þar kom í ljós, að ékkert lánd mun léggja minna hlutfalls- lega til slíkra hluta en Islénd- ingar. — Og ekki má heldur gleyma því, að daginn eftir að Helgi Bergs lagði fram sína tillögu, kom fram nákvæmlega samskonar tillaga frá Unnari Stefánssyni, varaþingmanni AI- þýðufloksins. Skammir Gylfa um látalæti og sýndarmensku í tillöguflutningi hittu því beint í höfuð Unnars, enda gerðist hann harla órólegur undir ræðu Gylfa. Verður nú fróðlegt, að sjá þegar Gylfi tekur Unnar til bæna fyrir svona loddára- leik! Að lokum er ekki úr végi að geta þess, að Sösíálistáflokk- urinn og Alþýðubandálágið hafa á mörgum undanförnum þingum flutt frumvörp, sém miðuðu að því, að upp yrði tekiin í atvinnulífi Islendinga fullvinnsla íslénzkra hráefna. I umræðunum um áætlunarráð (frumvarp Einars Olgeirssonar) lagði hann einmitt hina mestu áherzlu á þetta atriði og hefur áður verið skýrt frá því hér í blaðinu. — Af tillöguflutningi þeirra Unnars og Hélga mætti því ætla að augu þingmanna séu farin að opnast (a.m.k. nú fyrir kosningar) fyrir nauðsyn þessa, þótt þeir taki einuttgis sérstaklega fyrir éinn þátt tttálsins. : ramkvæmdir við flugbrautina hófust tveinur árum seinna en lofað var Fyrirspurn, sem Unnar Stef- ánáson, lagði íram á Alþingi, var tékin fyrir á fundi safn- einaðs þings í gær. Fyrirspurnin var þess efnis, hvenær fullgerð yrði þverbraut á Vestmanna- eýjaflugvöll, og hve miklu fé yrði varið tjl framkvæmda þar á þessu ári. Taldi fyrir- spyrjandi fulla þörf á, að unnt yrði að haldá áfram fram- kvæmdum, en ékkert lægi enn fyrir um fjárvéitingu í því skyni. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, sagði að verk- fræðilegum undirbútiingi og áætlunum væri það lángt komið að unnt væri að ljúká fyrsta áfanga að 600 métrá braut á næsta ári. Gert væri ráð fyrir, að þéssar fram-kvæmdir kóstuðu um 4,7 millj. krónur, en þegár hefði verið unnið fyrir eina milljón áður. Ekki væri enn búið að taka ákvarðanir af viðkomandi aðilum um fjárveit- ingu á árjnu, en ráðherra taldi unnt að þoka málinu áfram með lánsfé, þótt ekki fengizt nægilegt fé á f.iárlögum. 600 métra flugbraut í Vestmanna- éyjum myndi nú koma að full- um notum til bráðabirgða með tilkomu hinnar nýju vélar Bjöms Pálasonar, en viðræður héfðu farið fram milli hans og Flugfélags fsiands um að hann héfði samvinnu við FÍ um Véstmannaeyjaflug. En hér væri í mörg horn að líta. þeg- ar möguleikar opnuðust að fá flugvélar, sem ekki þyrftu neitia 600 metra þraut. Nefndj ráðherrann m.a. ýmsa staði á Veslfjörðum í því sambandi. Unnar Stefánsson þakkaði ráðherranum upplýsingarnar en kvaðst verða að láta í lfós á- hyggjur vegna þeirrar áhérzlu. sém ráðherrann hefðj lagt á aðr.a staði. Ingólfur Jónsson kvað vera nauðsynlegt að líta á það, að þörf væri víða mjög mikil fyr- ir bættar samgöngur, og yrðu framkvæmdir að miðast við það. Karl Guðjónsson kvaðst telja rétt að láta koma fram nokkr- ar viðbótarupp- lýsingar . Þar sem málicí værj á dagskrá. Það væri nú upp. lýst, að enn væri ekki farið _____________ að gera tíl- lögur um , skiptingu fjár til flugvalla, og væri það miður farið, þar sem nú væri þegar no-kkuð liðið á þetta ár. Gæti þetta valdið seinagangi, en áð- ur hefði fjárveitinganefnd ,A1- þingis gert tillögur Um skipt- inguna. — Þá minnti Karl á. að 3. þingmaður Sunnlendinga. Guðlaugur Gíslason, hefði lýst því yfir í Vestmannaeyjum snemma árs 1960. að fram- kvæmdir myndu hefjast við flugbrauúna. En síðan hefðu liðið tvö ár og framkvæmdir héfðu ekki hafizt fyrr en seint á s-1 ári og þá fyrir lánsfé, sem Véstmannaeyjabær útvégáði sjálfur Hins vegar hafði sú sorgarsaga gerzt. að þetta héfði virzt koma niður á við- háldi hinnar. flugbrautarinnar og hefði það skeð í fyrsta skipti nú í vetur frá því að flugvöllur var opnaður í Vestmannaeyjum, að hann hefði orðið ófær og orðjð að loka honum. Karl kvaðst fagna því, að leggja mæ.ti nothæfa 600 m braut í Vestmannaeyjum, en benti á, að það mætti fyrirfram te’.j- ast algjörlega ófullnægjandi, að ætla Birni Pálssyni að halda uppj samgöngum við Vest- mannaeyjar ásamt þeim stöð- um, sem ráðherrann hafði nefnt með aðeins einni vél. Hér þyrfti því að taka mun fastar á. Ingólfur Jónsson sagði, að hér væri - um bráðabirgðalausn að ræða og hugsanlegur væri sá möguleiki, að Björn Pálsson keyptj aðra vél. Þá taldi hánn það ekki koma að sök þóit ékki væri búið að skipta fjárlagáfé mjlli framkvæmda. Einnig tóku til máls Guð- laugur Gislason, sem staðfesti þau -ummæli Karls, að hann hefðj lofað því að framkvæmd- ir hæfust 1960, en það loforð hefði fl-ugmálastjórn svikið. Sigurvin Einarsson taldi að með tilkomu hinnar nýju f-lugvélar Björns Pálssonar mætti eygja stórbættar samgöngur í lofti og bæri að fagna því, að ríkis- s-.jórnin ljti með skilriingi á það mál. Þrefalt lægra kaup en annarra þjóða þingmenn Hannibál Valdimarsson gerði í gær grein fyrir fyrirspurn sinni til rík- isstjórnar- innar varð. andi la-una. kjör þing- manna. Benti hann á, að launa. kjör þlng- mann,a væru nú orðin ó- sæmilega lág, eða fjór- um sinnum lægri en verið hefði við síðustu aldamót miðað við kaup verkamanna þá. Meðaltekjur þingmanna hefðu verið kr. 53 þúsund sl. ár og væri svo komið, að bæði bænd- ur og opinberir embættismenn, sem fá yrðu menn í sinn stað yfir þingtímann, gætu ekki sér að skaðlausu setið á þingi. A sl. ári hefði ríkisstjórnin lát- ið að því liggja að þessu yrði breytt til bóta, en einungis hefði verið um að ræða smá- vægilegar lagfæringar. Fyrir tveim árum hefði ríkisstjómin einnig skipað nefnd til þess að athuga þessi mál og mundi nefndin hafa samið frumvarp til laga um þetta efni. Skrif- stofustjóra Alþingis hefði einnig verið falið að kynna sér kjör þingmanna í nágrannlöndun- um og athuga hvort ekki væri ástæða til þess að breyta launa- kjörum þingmanna til samræm- is við það. Taldi Hannibal, að aiþingsmenn yrðu að taka þetta mál í sínar hendur, ef ríkis- stjórnin hyggðist ekkert gera í því á þessu þingi. Ólafur Thors, forsætisráð- herra kvaðst get.a upplýst, að ríkisstjómin hefði ekki í byggju að leggja fram neinar til- lögur um þetta á þessu þingi. Það væri rétt, að frumvarp hefði verið samið um þetta efni, og hefði það legið hjá ríkisstjórn- inni um nokkurt skeið, og einnig hefðu þingflokkarnir fengið það til athugunar. Fyrir lægju einnig athuganir skrifstofustjóra Al- bingis um kaup þingmanna í nágrannalöndunum og væri ekkert á móti því að þær kæmu fram. í Danmörku væri fast kaup þingmanna 28.000,00 danskar krónur og að auki launauppbót vegna kostnaðar ýmiss konar og næmi hún frá d. kr. 4.500,00 uppí kr. 11.000,00. 1 Norcgi væri fastakaup kr. 26.000,00 norskar, launauppbót 20—45 kr. á dag (dagpeningar), í Svíþjóð væru föst laun kr. 26.000.00 sænskár og 3.300,oo— 4.300,00 kr. í dvalarkostnað, í Bretlandi væru laun þingmanna 1.000,00 £ og 750£ í annan kostn- að Það væri því augljóst, að þingmenn hér hefðu lægra kaup en í nágrannalöndunum, en hið sama mætti segja um ýms« aðra starfsmenn ríkisins. íslendingar væru fátæk þjóð og launakjör þingmanna sem annarra yrðu að miðast við það, sagði forsætisráðherra, en auk þess hefðu þingmenn féng- ið nokkra launauppbót á sl. ári. Hannibal Valdimarsson þakk- aði forsætisráðherra upplýsing- arnar, og kvað ljóst, að launa- kjör ísl. þingmanna væru á engan hátt sambærileg við kjör starfsbræðra þeirra í nágranna- löndunum. I Danmörku hefðu þingmenn þannig kr. 170—180 þús. íslenzkar í laun eða rúm- lega þrefalt meira en ís- lenzkir starfsbræður. Launa- kjör þingmanna væru nú svo gjörbreytt bæði vegna aukinn- ar dýrtíðar og aukins kostn- aðar vegna kjördæmabreyting- arinnar síðustu. Á það mætti m.a.s. benda til samanburðár, að lögþingmenn í Færeyjum væru mun betur launaðir. Væri því ástæða fyrir þingmenn að taka málið til endurskoðunar, ef ríkisstjórnin hyggðist ekki hreyfa því. Ólafur Thors sagðist álíta, að ekki væri til bóta, að hreyfa málinu, meðan kjaradómur hefði ekki fellt úrskurð sinn um laun opinberra starfs- manna. Halldór Ásgrímsson lýsti yf- ir vonbrigðum sínum með ræðu forsætisráðherra um þetta mál, og svaraði Ólafur honum stuttlega aftur. Útgefandi: Samemmgarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðrriundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V Friðb.iófsson. l.itstiri—■ *— viýsingár. prentsmiðia: Skólavörðust. 19. Si«ii 17-500 (5 línur). Áíkriftarvérð kr. 65 á mánuði Njósnir TáléGdingar langflestir, hvar í flókki Sém þeir -*• standa, fordsema njósnastarfsemi sem ömur- Legán fylgifisk hérstöðva og herstöðvastéfnu. Njósnárar þykja ekki viðkunnanleg manngerð hér á landi, og má mikið vera ef blöðin sem fylgja herstöðvastefnunni hafa ekki oftekið sig í gær við framreiðsluna á Ragnari Gunnarssyni og viðbrögðum hans og framkomu. Rétt er að taka það fram að þó Ragnar þessi væri löglegur meðlimur Sósíalistaflokksins, hefur hann ekki verið það um skeið, en virzt handgenginn öðr- um stjórnmálaflokki. Og ýmsum mun þykja hann nokkuð veiðibráður að fara þegar að ýja að því að raunar eigi hann engu síður en þjóðhetj- an Sigurður Ölafsson eins konar skaðabótakröfu til íslenzka ríkisins fyrir tveimur tékkneskum langferðabílum, enda snýr hann sér til lögregl- unnar einmitt um líkt leyti og ljóst varð að stjórnarflokkarnir töldu ré’tt að greiða flug- manninum svo sem flugvélarverð af almannafé fyrir þjóðhetjuskap. Virðist hér í þann veginn að rísa upp nýr bjargrséðisvegur fyrir vissar manntégundir. Tslendingar hafa ekki farið varhluta af njósn- um. Fléstum mun finnast, að þó tekið væri mark á öllu sem játandi njósnarar segja hér af njósnatilburðum Rússa og Tékka, sé það furðu- lega barnalegt ekki sízt ef borið er saman við þær kerfisbundnu og víðtæku njósnir um ís- lenzkt fólk sem Bandaríkjamenn hafa látið fram- kvæma hér á landi, að telja verður með hjálp íslenzkra manna, t.d. má nefna að reyní hefur verið að sía menn eftir stjórnmálaskoðunum í vinnu á Keflavíkurflugvelli með hjálp nefnda sem íslenzkir stjórnmálaflokkar hafa haft full- trúa sína í, í algeru trássi við stjórnarskrá ís- lands og lög. Ýmsir hafa rekið sig á furðulega hlu’ti hér og á Norðurlöndum víðar til dæmis í sambandi við „fróðleik“ bandarískra sendiráða um pólitískar skoðanir manna þegar beðið hefur verið um ferðaskilríki til Bandaríkjanna. Auk yfirgangs bandaríska hersins sjálfs vinna ís- lenzkar stofnanir eins og landhelgisgæzlan og landmælingarnar að því að leggja upp í hend- ur bandaríska herveldisins sem allra nákvæm- astar mælingar og kort af sjóleiðum og af land- inu sjálfu. I^essar staðréyndir eru ekki dregnar hér fram *’ til þess að draga úr því að allar hernjósnir og skoðananjósnir erlendra hervelda á íslandi eru viðurstyggð og fordæmingar verðar. En meðferð blaða herstöðvaflokkanna á njósnahistoríum, eins og þeim sem Sigurður Ólafsson og Ragnar Gunnarsson eru gerðir að þjóðhetjum í, bera svo mjög keim þeirrar áráttu að reyna að misnota slík mál tilefnislaust gegn stjórnmálaandstæð- ingi innanlands, að full ástæða er til að vara við því að láta ekki bardagaaðferðir próvókasjónar- innar, bardagaaðferðir aðdáenda Ríkisþinghús- brunans, verða of uppivöðslusamar í þjóðmála- baráttu íslendinga. * i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.