Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 12
! ! Kauptúnið B/ldudalur stendur við lítinn vog með vinaleg fjöll slútandi yfir þorpið við innanverðan Amarfjörð. >ar búa tæplega 400 manns og hafa atvinnu sína af sjávar- útvegi eins og önnur þorp við sjóvarsíðuna. Á Bíldu- dal hófst þilskipaútgerð fyrir um það bil 100 árum og voru gerð þaðan út allt að 20 skip kringum alda- mótin. Frá Bíldudal róa nú tveir nýir bátar með línu og fjórir smærri bátar stunda rækjuveiðar. Allir hafa þessir bátar aflað vel á þessum vetri og er atvinna næg sem stendur. Myndin er af Bíldu- dal tekin yfir um voginn. Ljósmynd Benjamín Jósefsson. Fleiri myndir af Bíldudal eru á 2 síðu l^nyvr.v.w.;.; T.;i.y.' *i.i.V!ff:v.v:vM1T.l.'!'.v'~'.TO'yv Bíll hætt kominn Akureyri í gær. — Stór vöru- fLutmngabíll frá KEA fór út af öxnadalsheiðarvegi í svokölluðum Giljareitum og hrapaði niður átta metra spöl og skorðaðist i gildragi. Slæm færð er á þess- um vegarkafla og aðeins faert stórum bílum og þó ekki meira en svo. Þarna rennur Heiðará í þröngu gili tvö hundruð metra fyrir neðan veginn og er talin mikil mildi, að bíllinn skyldi stöðv- ast í gildraginu. ökumaður slapp ómeiddur. Þýzkur togari tók nióri Vestmannaeyjum í gær, Þýzki togarinn Trave frá Kiel tók niðri hjá Faxaskerjum í morgun og missti skrúfuna og stýrið. Varðskipið Albert og Lóðsinn fóru á vettvang og héldu hon- um f vari hjá Eiðinu, en það var ekki unnt að draga hann til hafnar vegna austanáttar 1 dag. Þama bíður þessi þrenning eftir leiði til Reykjavíkur og er búizt við, að togarinn þurfi að fara í slipp. Stefnuyfirlýsingin um leið islands til sósíalisma Mál sem aflir sósíalistar kynni sér sem rækilegast Fimmtudagur 28. febrúar 1963 — 28. árgangur — 50. tölu’ 'að. HEIÐARLEG blaiamennska! Á allfjölsóttum fundi Sósíalistafélags Reykja- víkur í fyrrakvöld var m. a. 'til umræðu frumvarp það að stefnuyfirlýsingu um leið íslands til sósíal- ismans, sem lá fyrir þingi Sósíalistaflokksns á sl. hausti, en hefur nú verið sent til umræðna í flokksdeildunum víðs- vegar um landið. Brynjólfur Bjarnason flutti ræðu um þefta mál. Taldi hann stefnuyfjrlýsinguna, og þó sér- staklega þann kafla hennar sem fjallar um það hvernig sósíal- is-minn verði framkvæmdur á íslandi, mikils virði fyrir Sós- íalistafloikkinn. Að visu væri enn í fullu gildi stefnuskrá flokksins frá 1938 og við hana yrði staðið á allan hátt, en á þeim árum sem liðin eru síð- an stefnuskráin var samin hefði margt gerzt sem skapaði breytt viðhorf, ekki sízt það að nú væri opin leið til friðsamlegrar valda- töku alþýðunnar, og þess vegna væri afar mikilsvert að menn gerðu sér grein fyrir hvernig hún myndi eiga sér stað. Skoraði ræðumaður á .atla fé- l.aga Sósíalistaflokksins að kynna sér sem rækilegast fyrrnefnt frumvarp að stefnuyfirlýsing- unni, sem nú hefði verið gefið út í bæklingsformi, og koma á framfæri, hver 1 sinni flokks- deild, athugasemdum sínum við það. Önnur mál, sem til umraeðu voru á fundinum í fyrr.akvöld, voru félagsmál og verkalýðs- mál. Kjartan Ólafsson ræddi um fé- lagsmálin og helztu verkefni Sósíalistafélags Reykjavíkur sem framundan væru. Skýrði Kjart- an m.a. frá þvi, að félagið ætl- aði sér 300 af þeim 500 nýju áskrifendum að Þjóðviljanum, sem ætlunin er að safna fyrir lok marzmánaðar á öllu landinu. Loks ræddu þeir Gísli Svan- bcrgssoa og Björn Bjarnason verkalýðsmál. Skýrðu þeir m.a. frá því að Framsóknarflokkur- inn hefði verið ófáanlegur til samstarfs við aðra vinstri menn í Iðjukosningunum nema með úrslitaskilyrðum um formanns- efni, sem Framsóknarmenn vissu að ekki myndi nást samkomulag um. Trésntíðnféífigið: Kommúnistar töp- uðu fylgi • Stjómarkosning fór fram í Trésmiðafélagi. Reykjavikur um • helgina. Úrslit urðu þau að A-, listl kommúnista hlaut 290 at- kvæði en B-Iisti iýrðræðissínna fékk 227 atkvæði. Auðir S. ‘ ’ 1 kosningum til Alþýðusam- bandsins í haust fengu komra- .únistar. 280 atkvæði en lýð- ræðissinnar 197 atkvæði; Hafa þvf iýðræðissinnar aukið lylgi sitt um 30 atkvæði en komm- únistar fengið'. aðeins 10 at- kvæði fil viðbótar. Éru kosning' ’ arnar taldar verulegur sigur. fyr ir Iýðræðissinna,- þar sem kommúnistar' hafa JilutfaUsIegá tapað fylgi. íinvígi Fríðríks og Ingahefst ámorgun fírSi nk. þríðjudag Ejnvígi þeirra Friðriks Ólafs- sonar stórmeístara og Inga R. Jóhannssonar skákmeistara Norð- urlanda um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1963 hefst á morg- un, föstudag kl. 8 í Snorrasal að Laugavegi 18, en þeir urðu sem kUnnugt er efstir og jafnir í úr- slitakeppni meistaraflokks fyrir skömmu. Þeir Frjðrik og Ingi munu tefla fjórar skákir og verður umhugsunartími hvors um sig 2 klukkustundir á 36 leiki. Hefur Fr-jðrik hvítt í fyrstu skákinni. Fyrsta skákin verður eins og áður segir tefld á morgun en önnur á sunnudag kl. 2 e.h. Bið- Skákir ef einhverjar verða verða svo tefldar þriðjudaginn 5. marz. þriðja skákin á föstudag, 8. marz. framhald hennar, ef hún fer í bið, á laugardag og fjórða og síðasta skákin sunnudaginn 10. marz. f Snorrasal verður komið fyr- jr tveim sýningartöflum svo á- horfendur geti fylgzt sem þezt með skákunum. Jafnframt verð- ökákirna- sýndar á sýninen*- borðum '• --■’orkynnum méi"-- sveinafé'-j ins á næstu hæð fyr ir ofan Snorrasai og munu ýmsir færustu skákmenn landsins skýra þar skákimar fyrir áhorfendum. Einnig mun verða reynd sú nýj- ung, ef fært þykir, að keppend- ur sjálfir komi þar fram öðru hvoru meðan á skákunum stend- ur og skýri fyrir áhorfendum. Sl. föstudag kom blaðið Mjöln- ir, málgagn Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi vestra út í nýjum búningi. Blaðið er nú prentað í 2 litum, allmikið breytt í umbroti og útliti. Hef- ur þessi breyting á blaðinu mælzt mjög vel fyrir í kjördæm- inu, en hún er hinsvegar all- kostnaðarsöm og þegar að þar við bætist að fyrirhuguð er aukn- ing á útgáfudögum má reikna með að blaðið verði í nokkurri fjárþröng. Til þess að ráða bót á því er fyrirhugað að halda Mjölnis- kvöld til útbreiðslu og fjáröfl- unar fyrir blaðið. Dagskráin á þessu Mjölniskvöldi verður þannig: Ræða, Samfelld dag- skrá; Langferð inn í myrkur eftir Bjama Benediktsson frá Hofteigi. Flytjendur verða þeir Eiríkur Eiríksson, Helgi Vil- hjálmsson, Flosi Sigurbjöms- son o.fl. Einnig verða fleiri skemmtiatriði. Skemmtikvöld þetta verður haldið n.k. þriðjudag í Alþýðu- húsinu á Siglufirði kl. 8.30. Velunnarar Mjölnis eru hvatt- ir til að mæta og taka með sér gesti. IðRaðarlóðam við úthlutað Á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag var úthlutað nokkrum iðn- aðarlóðum í Háaleitishverfi: þessir aðilar hlutu úthlutun: Ármúli — Háaleitisbraut: Hansa h.f. og Helgi Magnús- son & Co. Lágmúli — Háalcitisbraut: Bræðurnir Ormsson h.f., Gló- bus h.f., Kristján Siggeirsson h.f. Háaleitisbraut: A A samtökin, Bláa bandið. T résmiðaifélagiö: Frámsóknarmenn. stúddu kommúnista dyggilega KOSNING fór .fram. x Trésmiða- félaginu um helgina. Úrslit urðu þau a3 k'ommúnistar liéldu velli: í féláginu með stuðningi fram- sóknarmanna. Báðir listar juku fylgi- sitt en lýðræðissinnar þó mun zneir. Aðeins -.10 atkvæða munur réði úrslitúm. ^ A-listi stjórnaririnar h'laut 290 atkyæði, en , B-listi, • lýðræðis- sinna 280 atkvæði. Við síðustú kosningar í'felaginu lílaut stjórn in 227 atkvæði en lýðræðissinn- ar 197 og var þá 30 atkvæða munur. * • Erámsóknarmenn létu sig'hafa'' það að styðja lista-’stjórnarihnar þótt uppistaðan £ stjórninni væri nú línukommúnistar; Kosningin í Trésmiðafélaginu Kosning í Trésmiöafélaginu licldur áfram í skrifstofu félagsins áð Laufásvegi 8 í dag W. 10—13 fyr ir hádegi og 1—10 eftir hádegi. Listi stjóritar og trúnaðarmanna ráðs er A-listi. Hér sést hvernig Vísir (ofar) og Morgunblað- ið (neðar) skýrðu frá úrslitum í kosningunum í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, en þar fékk vins'tri listinn hærri atkvæðatölu en nokkru sinni fyrr og munaði 63 atkvæðum á honum og íhaldslistanum. Litla fréttin í hominu sýnir hins vegar framlag Tímans til kosningabaráttunnar á sunnudaginn, og mun ýmsum hafa þótt það gæti tæpast minna verið! Friðrik boðinn á 8 manna stórmót í Bandaríkiunum 3. bókamarkaður Bóksalafélagsins Eins og frá hefur verið skýrt í blöðum barst Friðriki Ólafs- syni stórmeistara boð í vetur um þátttöku í 8 manna stór- móti í skák er haldið verður í Los Angeles í Bandarikjunum í sumar og hefur hann nú þeg- ið boðið. Mót þetta sem nefnist Piat- kovskys Cup verður með líku sniði og Dallasmótið sem Frið- rik tók þátt í fyrir nokkrum árum. Verða keppendur 8 að tölu og tefld tvöföld umferð. Há peningaverðlaun munu veitt efstu mönnum, þannig á sigur- vegarinn að hljóta að launum 3000 dollara. Friðrik skýrði fréttamönnum svo frá í gær, að hann hefði nú fregnað hverjum boðin hefði verið þátttaka í mótinu öðrum en honum, og eru það engir. aukvisar. Eru það þeir Botvinnik' og Petrosjan frá Sovétríkjun- um Fischer og Reshewsky frá Bandaríkjunum, Panno og Naj- dorf frá Argentínu, og Gligoric frá Júgóslavíu. Hann kvaðst hins vegar ekki vita, hvort þeir hefðu allir þegið boðið. Eins og sjá má af þessari upp- talningu verður þaxma mikið skákmannaval samankomið og er Friðriki mikill sómi sýndur með boði þessu. I 1 dag hefst í Listamannaskál- anum bókamarkaður Bóksalafé- j lagsins. Þar verða á boðstólum 3000 bókatitlar frá rúmlega 45 forleggjurum. Áætlað er að á markaðinum verði a.m.k. 20— 30.000 eintök. Þetta er þriðja árið í röð, sem efnt er til bókamarkaðs, sem þessa. Útgefendumir standa sjálfir að markaðinum, en bók- salafélagið selur í umboði þeirra. Aigengasti afsláttur er 50—60%, en er í mörgum tilfellum ým- ist meiri, eða minni. Á síðasta markaði, sem hald- inn var í fyrra, hurfu með öllu um 100 titlar og a.m.k. 3 bækur seldust í um og yfir 600 eintök- um, það voru barnabækur. Ann- ars seldust þjóðleg fræði einna mest. Að þessu sinni er um auðug an garð að gresja eins og áður. Bókunum er raðað á borðin eft- ir efnisflokkum og er hver flokkur merktur þannig að kaup- endur eiga auðvelt með að átta sig. Bókamarkaður þessi mun standa í 10 daga — hálfan mánuð. Tákknesk-ís- 'enzka félagið sýnir kvikmyndina um tékknesku þjóðhetjuna Tulfus Fucik að Þingholts- xtræti 27 kl. 8.30 í kvöld. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. t L 4,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.