Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 6
T g SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimrntudagur 28. febrúar lð63 Búizt við hörðum átökum á þessu ári og næsta Bandarískir verkamenn krefjast ekki kjarabóta, heldur „vinnutryggingar" Allar horfur eru á a'ö mikil og hörð átök veröi á vinnumarkaöinum í Bandaríkjunum í ár og á næsta ári. Langflest verklyösfélög búa sig undir langvarandi verkföll, en aö þessu sinni er ekki fyrst og fremst um að ræöa baráttu fyrir kjarabótum, heldur stafa hin væntanlegu átök af því mikla atvinnuleysi sem gert er ráö fyrir aö fylgja muni í kjölfar aukinnar sjálf- virkni í verksmiöjum og á öörum vinnustöðum. Verk- lýösfélögin krefjast „vinnutryggingar“, þ. e. aö vinnu- veitendur ábyrgist aö notkun sjálfvirkra véla leiöi ekki af sér atvinnuleysi. Þessari kröi'u hafna flestir vinnu- veitendur meö öllu. Notkun sjálfvirkra véla í iön- aðinum hefur færzt stöðugt i aukana i Bandaríkjunum á undanförnum árum og hefur þegar leitt til mikils atvinnu- leysis. En það hefur hins vegar tekið nokkurn tíma þar til á- hrifa hennar fór að gæta nokkuð að ráði og það er á- stæðan til þess að verklýðs- félögin hafa ekki fyrr en nú tekið upp kröfuna um ..vinnu- tryggingu“ eða sett hana efst é kröfulista sína. Geysilegt atvinnuleysi í vændum En nú halda sérfræðingar verklýðsfélaganna, sem margir eru kunnir visindamenn, því fram að þróunin sé komin á það stig að í vændum sé geysilegt atvinnuleysi af völd- um sjálfvirkninnar, ef ekkert verður að gert. Fjölmargar tegundir sjálfvirkra véla hafa verið teknar í notkun, sem ekki þarf að hafa nema fáeina verkamenn til að gæta. Og við það bætist lika að margar hin- ar sjálfvirku vélar eru fram- leiddar á meira eða minna sjálfvirkan hátt. Séfræðingar verklýðsfélag- anna leggja nú fram rökstudd- ar skýrslur sem sýna að hið óskaplega atvinnuleysi, sem verkamenn hafa óttazt að sjálf- virknin leiddi af sér, standi nú fyrir dyrum. Verklýðsfélögin leggjast því nú á eitt til að bægja þessari miklu hættu frá dyrum félagsmanna sinna. „Vinnulrygging“ aðalatriðið I nýafstöðnu verkfalli haínar- verkamanna á austurströnd Bandaríkjanna var barizt miklu fremur um „vinnutrygg- ingu“ en um kauphækkanir. -----:----------------------—-<$> -iái us f*i scar - HOLLYWOOD 26/2. Innan skamms verða Oscar-verðlaun- in bandarísku afhent. í nóf kom dómnefndin saman lí) fundar og hlaut LAWRENCF OF ARABY flest atkvæði þeg ar kosið var um beztu kvik mynd ársins. Arabíu-Lárus hlaut tíu at- atkvæði, Að granda söngfugli fékk átta og Uppreisnin á Bounty sjö. Anna Bancroft var kosin bezta kvikmyndaleikkona árs- ins fyrir leik sinn í Miracle Worker. Aðrar leikkonur sem heiðraðar verða eru þær Bette Pólverjar mót- mæla samnino'i Pólska ríkisstjórnin hefur sent Frakkiandsstjórn orðsend- ingu og látið í ljós kvíða sinn vegna fransk-þýzka samvinnu- sáttmálans. Scgja Pólverjar að samningurinn torvcldi friðsam- lega lausn á dcilumálum aust- urs ag vestur. Ennfremur segir í orðsending- unni að samningurinn sé ekki í samræmi við fyrri yfirlýsing- ar Frakka um að hindra að V- Þýzkaland hervæðist á ný. Kveðst pólska stjórnin hafa veitt því sérstaka athygli að í samningnum er ekki kveðið á um neinar takmarkanir á víg- búnáði vestur-þýzka hersins. aimin Anne Bancroft (t.v.) í „Miracle Worker“ ■ ■jt TRIPOLI. Samkvæmt opin- berum tölum létu 300 menn lífið en 375 siösuðust í jarð- skjálftanum í Barce í Lýbíu á föstudaginn var OZORENSE. Spáni. Fjórir erkamenn biðu bana og 27 ærðust er vörubifreið hvolfdi •ið Carballeda de Valdeorras i Norðvestur-Spáni fyrir nokkr- im dögum. Peter O’Toole í „Lavrence of Araby” Davis, Katharine Hepbum, Geraldine Page og Lee Rem- ick. Eftirtaldir leikarar munu hljóta Oscar-styttuna fyrir beztan leik í karlhlutverkum: Peter O’Toole (fyrir Arabíu- Lárus) Burt Lancaster, Jack Lemmon, Marcello Mastroianni og Gregory Peck. Oskar-verðlaunin verða einn- ig veitt fyrir beztan leik í aukahlutverkum. fyrir beztu stjórn, til þeirrar myndar sem talin er hafa beztu sönglögin og þeirar sem byggir á beztu sög- unni. Vinnuveitendur héldu því fram, að nýjar vélar gerðu þeim kleift að íækka til muna verka- mönnum við uppskipun, en verklýðsfélögin vildu fá trygg- ingu fyrir þvi að notkun þess- ara nýju tækja hefði ekki i för með sér að hafnarverkamönn- um væri sagt upp vinnu. Fallizt var á málamiðlunar- tillögu frá Kennedy forseta um að ágreiningsatriðið varð- andi „vinnutrygginguna” yrði látið fara íyrir nefnd sérfræð- inga. Foringjar hafnarverka- manna gengu að þessari mála- miðlun vegna þess að ,það væri verklýðsfélögunum í hag að fjallað væri um þettavanda- mál af hlutlausum aðila sem gæti vakið allan almenning til umhugsunar um þá hættu, sem væri á ferðinni. Hör'ð átök í járnbrautunum Hörð átök eru á næstu grös- um í járnbrautunum. Nefndir séríræðinga hafa sýnt fram á að þúsundir verkamanna og starfsmanna járnbrautanna hafi ekki lengur neinum störfum að gegna, vegna þess að ný sjálf- virk tæki hafa verið tekið í notkun. Járnbrautarfélögin sem berjast í bökkum hafa því vilj- að segja upp miklum fjölda starfsmanna sinna. Verklýðs- íélögin hafa hins vegar lýst<j, yfir að þau muni berjast gegn slíku af öllu afli og lama jám- brautirnar með verkföllum þar til járnbrautafélögin hafa hætt við þessa fyrirætlan. Slík verk- föll myndu hafa miklar póli- tískar afleiðingar, þar sem mjög fast yrði lagt að Kenne- dy forseta að beita ákvæðum hinna illræmdu Taft-Hartley- I?ga til að koma í veg fyrir þau, en það myndi aftur geta orðið honum dýrt í forseta- kosningunum næsta ár. 35 stunda vinnuvika Næstum hvert einasla verk- lýðsfélag hefur barið fram kröfuna um vinnutryggingu. Forseti bandaríska verklýðs- sambandsins. AFL—CIO, George Meany, hefur sagt í sjónvarpsviðtali að slíkri vinnutryggingu mætti koma á með því að stytta vinnuvikuna niður í 35 klukkustundir og verklýðshreyfingin myndi því beita sér fyrir slíkri kröfu. Samband verkamanna í gúmmí- iðnaðinum hefur lýst yfir að í samningaviðræðum sem standa fyrir dyrum muni það krefjast slíkrar afdráttarlausr- ar vinnutryggingar og sama krafa hefur verið borin íram af m.a. rafvirkjum, símamönn- um og verkamönnum í ýmsum iðngreinum. Þannig hafa hin geysivoldugu sambönd verkamanna í stáliðn- aðinum og bílaiðnaðinum einnig tekið upp þessa kröfu, enda þótt hún komi varla á dagskrá fyrir þau fyrr en vorið 1964. þegar núgildandi samn- ingar þeirra renna út. Fari svo að þessi tvö fjölmennu sam- bönd leggi út í verkföll sam- tímis mun af því hljótast ein alvarlegasta vinnudeila sem orðið hefur i sögu Bandaríkj- anna. vinnutíminn styttur svo íl öllu fyrirtækinu. að störf losni fyrir þá „óþörfu“. Sá aukni gróði sem hlýzt af notkun hinna sjálfvirku véla vegna aukinna og bættra afkasta skal, a.m.k. að nokkru leyti, renna i sérstak- an varasjóð, sem tryggja á, að ekki þurfi að segja mönnum upp störfum Samkomulag varð um þenn- an nýstárlega samning eftir að sérfræðingar höfðu kynnt sér allar aðstæður í stáliðjuverinu í tvö ár. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það væri einnig iðnfyrirtækjum í hag að kom- ast hjá því að sjálfvirknin leiddi til almenns atvinnuleys- is. Einnig var bent á þá hættu sem væri á þvi að verkamenn eyðilegðu hinar nýju vélar. ef þeir teldu, að þær sviptu þá vinnunni. En þótt verklýðsfélögin telji .Kaiser-samninginn til fyrir- myndar má telja víst að bandarisku auðfélögin flest muni líta það mál öðrum aug- um og því er það að búizt er við hörðum átökum á banda- rískum vinnumarkaði á næst- unni og næstu árum. Hætt er við að erfitt ef ekki ómögulegt reynist að finna viðunandi lausn á þessu mikla vandamáli í auðvaldsþjóðfélagi þar sem gróðasjónarmiðið eitt ræður framleiðslunni. Tók þátt í aðförinni að Spíegel ítalir r r i stríðsglæ Borgarstjórnin í Milano hef- ur sent Fanfani forsætisráð- herra símskcyti og krafizt að itölsk stjórnarvöld hefji máls- sókn á hendur vestur-þýzka lögregluforingjanum Theo Sacv- ecke. Saeveckc þessi vakti at- liygli á sér vegna hlutdeildar sinnar i ofsóknum gegn viku- blaðinu Der Spiegel. Borgarstjórnin í Milano full- yrðir í símskeytinu að Saev- ecke hafi gert sig sekan um stríðsglæpi á stríðsárunum en þá var hann meðal annars út- sendari nazista í Mílano. Sakar borgarstjórnin hann um Gyð- ingaofsóknir, aftökur og flutn- ing á fólki til þýzkra útrýming- arstöðva. NJésnari dæmdur í Tákkóslóvakíu Tékkneskur réttur dæmdi fyrir skömmu bifvélavirkja nokkurn i 10 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Vestur-Þýzka- lands. Vestur-þýzka leyniþjón- ustan mun hafa náð manninum á sitt vald er hann heimsótti Vestur-Þýzlcaland árið 1959. Bonn-stjórnin hefur tilkynnt að vestur-þýzka sendiherranum í Róm verði send gögn um starfsemi Saeveckes á stríðsár- unum. ára svefti MOSKVU Fyrir skömmu fundu sovézkir jarðfræð- ingar dýr eitt beinfrosið 7,5 metra niðri í jörðu. Dýr þctta líktist cðlu og kom i Ijós að hér var um vatns- salamöndru með fjórar tær að ræða. Dýr þetta liafði legið í dvala um 5.000 ár. Samt sem áður vaknaði það aft- ur til lífsins, hljóp um, borðaði, svaf og hagaði sér í alla staði eðlilega. Þannig Iiðu þrjár vikur en þá dó það. Moskvu-útvarpð hefur skýrt frá annarri vatnS- salamöndru scm fannst á helmingi minna dýpi. Sú liföi í næstum heilt sumar. Byltingarmönnum i írak hefur enn ekki tekizt að brjóta alla mótspyrnu á bak aftur og sýnir það að þcir eiga miklu minna fylgi að fagna en Kasscm átti á sínum tíma, sumarið 1958, þeg- ar byltingin var um garð gengin á örskömmum tíma. Myndin sýnir rústir útvarpsbyggingarinm. ar í Bagdad og virðist varla standa steinn yfir steini. Franska blaðið l'Express: Bandarfska 'eyniþjónustan ai baki byltingunni í Irak Samningur sem vísar veginn Verklýðsfélögin benda á samning sem nýlega var gerð- ur milli stáliðjuvers Kaiser- hringsins í Chicago og verk- lýðsfélaganna þar og telja hann til fyrirm.yndar. í þessum samningi er gert ráð fyrir sem meginforsendu að verkamenn og starfsmenn fyrirtækisins eigi fyrst og fremst að njóta ávaxta sjálfvirkninnar. Geri ný vél einhverja verkamenn eða starfsmenn „óþarfa“. er fyrir- tækið skuldbundið að sjá þeim fyrir vinnu við önnur störf. Sé það ekki hægt skal Franska vikublaöið l’Ex- press sem oft hefur reynzt furðu naskt á að komast aö því sem fram fer bak viö tjöldin heldur því fram í síðasta tölublaöi sínu, aö bandaríska leyniþjónustan CIA (Central Intelligence Agency) hafi staöiö að baki byltingunni í írak. þegar stjórn Kassems vav kollvarpaö. Blaðið segir að bylting'n hafi verið undirbúin af erind- reKúm leyniþjónusiunnar j Múnchen í lok desembermán- aðar s.l. Þeir hafi þá lagt á ráðin um framkvæmd bylting- arinnar ásamt með írakska hershöfðingjanum Naguib el Rubai, sem verið hefur land- flótta í Sviss síðan ósátt kom íop milli hans og Kassems. Leyniþjónustan leitaði að sögn blaðsins einnig aðstoðar brezkra stjórnarvalda og skýrði Nasser. forseta Sam bandslýðveldis Araba, einnig frá bví hvað til stæði. Hins vegar bendir allt til þess, segir blað- ið. að franska stjórnin hafi akkert verið látin vita um þessar fyrirætlanir. Brezka stjórnin neitaði hins vegar að eiga nokkurn þátt í samsærinu, nema að upp- fylltum 2 skilyrðum. Það fyrra var að bvltingarstjprnin félli frá öllu tilkalli til yfirráða yf- ir Kuwait, en hitt að hún hætti við fyriræt.ariir um að vinna olíu í þcirr hé’-uðum í Irak sem brezka o’hlfelagið BP hafði áður rétt tii oliuvi.ouslu en stjórn Kassejps af bví. Byltingarmenn ' eru sagðir hafa viljað fallasf á; f.yrra s.rii- vrðið. en engu viljað hcta urn bað síðara og því fengu !>ei’ ekki ne;na aðstoð ffá Bretum. segir I’Express. 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.