Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.02.1963, Blaðsíða 10
JO SlÐA ÞJÓÐVILJINN GWEN BRISTOW: w I HAMINGJU LEIT þær og þá getur orðið uppistand. Látið ekki á ykkur kræla. Þær heyrðu á tal indíánSnna og hvítra túlka sem töluðu við þá. Það glamr.aði í pottum. Garnet mundi að Oliver hafði sagt henni, að indíánamir væru alltaf svangir. Hún þreifaði eft- ir byssunni. Hún hafði verið vöruð við að nota vopnið nema i ýtrustu neyð. Það var betra að sýna indíánunum vinahót og meðhöndla þá sem kærkomna gesti en berjast við þá. En þó var huggun að vifa að byssan var á s'num stað Þær Florinda lágu grafkyrrar. í>ær voru að stirðna í vöðvun- um. Það var svækjuhiti undir teppunum. Þær heyrðu ropa og önnur búkhljóð. Ef'ir nokkra stund hvíslaði Florinda: — Ættum við að þora að gægjast út? — Mig langar til þess, sagði Garnet. — Ég hef aldrei séð indíána nema úr fjarlægð. Kannski getum við það — bíddu hæg. Með mestu varúð færði hún höndina útað brúninni á tepp- inu og lyfti því örlítið. Birtan úti blindaðj hana sem snöggv- asf. og hún sá ekki neitt Þégar augun voru búin að venjast ljósinu, sá hún indíánana. Þeir sátu á hækjum í hrjng svo sem tuttugu fet frá henni og rifu í sig matinn með svo mikiili áfergju að þeir tóku ekki eftir neinu í kringum sig. Garn- et fann matarlykt og þef af ó- þvegnum kroppum. Hún fann að henni sló fyrir brjóst. Indíánarnir voru stórir og sterklegir þeldökkir karlmenn. næstnjm naktjr. Þeir hefðu kannski litjð vel út ef þeir hefðu verið hreinir. en þeir litu bersýnjlega á vatn sem drykk og ekkert annað. Svarta hárið var fiéttað með böndum og fjöðr- um. Þeir höfðu á sér skítugar druslur úr skinni og perlum og lendaklæði úr mislitu efni. sem þeir höfðu keypt af fyrri kaup- mannalestum. Skíturinn lá í iög- um á líkömum þeirra. Þeir héldu skálunum upp að andljt- inu og átu eins og hundar og tiuggðu og smjöttuðu og klóruðu sér á meðan. Þeir sýndu greini- lega að þeir höfðu ærna ástæðu til að klóra sér. Þegar skálin var tóm, hvolfdu þeir henni við. Sá sem skálina átti rétti hana fram með annarri hendi en með hinni neri hann á sér kviðinn og umlaðj á meiri mat. Garnet heyrði Florindu hvísla: — Ég er búin að fá nóg. Slepptu ullarteppinu áður en ég æli. Fari það grábölvað. Gamet sleppti voðinni. Henni fannst hún alls staðar finna þefinn af indíánunum. Henni var hálfóglatt. — Þeir segja, að þessir náung- ar reki slóð eins og hundar, hvíslaði F'lorinda. — Ég held þeir geti varla fundið nema dauninn af sjálfum sér. — Það er bezt við steinþegj- um. sagði Garnet aðvarandi. Þær lágu grafkyrrar. Henni fannst þær liggja þama heila eilífð Þær sofnuðu en stirðleik- inn í vöðvunum vaktj þær fljót- lega aftur. Loftið undir teppun- um varð æ heitara og þyngra. Þegar 1/eppin voru loks dregin af þeim, voru þær komnar með hálfgerðan krampa. Það var Silky Van Dorn sem dró af þeim teppin. Þær heyrðu hann segja: —• Jæja. kæru frúr. Nú megið þið risa á fætur. Hann réttj þeim hendumar. Garnet reyndi að standa upp en hún var alveg dofin í fótun- um. Hún valt útaf aftur og horfði á hann ráðþrota: — Ég er alveg dofin. herra Van Dorn. — Ég veit það. betta hlýtur að„ hafa, véj-jð,,. sk§Jfil§gt.,.. sagði Silky. Fína yfirskeggið hans var nú horfið í alskeggið, en hann brosti jafnglæsilega og fyrr: — Þetta verða ungar og fallegar stúlkur stundum að jx>la. Héma, fáið ykkur dreitil. það hressir ykkur, Hann tók flösku uppúr vasa sínum. Garnet tók smásopa í kurteisisskyni. Whiskyið brann á tungu henni. en það var úka notalegt og framandi Florinda hristj höfuðið og Siiky bauð henni vatnsflösku sína. Garnet sá Oliver koma í áttina til þeirra ásamt Texas og Penrose. Oliver tók undir handleggina á hennj og dró hana á fætur. Hún hallaði sér upp að honum, því að fæturnir báru hana ekki. Texas spurði kurteislega: — Finnið þér ekki nálastungur í fótleggina, frú Hale? — Jú. það má nú segja, sagði Garnet. Florjnda hélt um öxlina á Penrose og reyndi að standa á fótunum. — Mér finnst eins og maurar skríði um mig alia. sagði hún. — Það er prýðilegt, sagði Tex- as. — Þá er blóðið aftur komið á hreyfingu. Nú skal ég búa til góðan kaffisopa handa ykkur. Kofi Gametar hafði verið reist- ur fyrir matjnn og nú hjálpaði Oliver henni þangað inn. Hann felldi niður teppið fyrir inn- ganginn og fór að slá á lærin á henni og nudda þau til að örva blóðrásina. — Nú stóðstu þig vel, sagði hann. — Hvemig lpsnuðuð þið við indíánana? spurði hún. — Síðast hristum við höfuðin, brostum út að eyrum og gæld- um við býssurnar. Svo gáfum við þeim dálítið af perlum og öðru dóti. Þá fóru þeir. — Ég vona ég sjái aldrei fram- ar indíána á ævinni, sagði Gam- et. — Mér datt ekki í hug, að þeir gætu verið svona ógeðsleg- ir. Oliver neri fótleggi hennar og hló. — Bíddu þar tU þú færð að sjá diggara. — Þeir geta varla verið verri en þessir. — Jú, vina mín, í samanburði við diggarana em uthamir ímynd mannlegs glæsileika. Uth- amir eru manneskjur, diggar- arnir — Hann yppti öxlum eins og hann skorti orð til að lýsa þeim. Texas kom með kaffibolla. Kaffið var heitt og sterkt. Þeg- ar Gamet hafði lokið úr boll- anum. fór hún út fyrir til að liðka sig dálitið áður en hún tæki sér miðdegisblund. En karlmennirnir voru aftur farnir að búa upp á lestina. Ætlunin hafði verið að doka þarna leng- ur við. en nú sögðu þeir að bezt væri að halda áfram. Það gætu verið fleiri uthar i grenndinni og þeir höfðu ekki nógan mat handa þeim öllum. Og það var haldið áfram. Næsta dag komu þau að Græná, sem var svo straumhörð, að múl- dýrin komust ekki yfir. fyrr en búið var að taka af þeim klyfj- arnar. Karlmennirnir hjuggu tré og gerðu fleka fyrir farangur- inn og svo voru múldýrin klyfj- uð aftur hinum megin. Gamet varð að sundríða Sunny yfir fljótið Hvað eftir annað hélt hún að hún myndi detta af baki og drukkna, en Sunny var seig og kom henni yfir heilu og höldnu. Og enn var haldið áfram yfir hærri og brattari fjöll, yfir straumharðar fjallaár sem runnu milli hárra klappa í vestur, norðvestur. aftur í vestur og síðan í suðvestur gegnum skarð sem .kallað var Wasatch Skarð. Garnet var svo þreytt að hún sofnaði um leið og hún lagðist útaf og hún var aldrej úthvíld þegar hún vaknaði. Hörund hennar var orðið dökkbrúnt. en samt var húðin aum og sár og augun fljótandi. Hún og Florinda riðu að jafn- aði samsíða en þær töluðu lít- ið. Florinda var svo þélt vafin blæjum að það var erfitt fyrjr hana að tala. Sólarhifinn var henni mikil raun. En hún hafði sjaldan orð á því og henni tókatl að halda glaðværð sinni, þegar Penrose var nærstaddur. Þau komu að Sevier-ánni sem rann eins og skeifa og fylgdu eystri kvísl hennar. Síðan fóru þau um grýtt svæði sem kallað var Bjarnardalur og svo í suð- vestur milli nýrra fjalla. Og svo komu þau allt í einu að iðgrænni paradis þarna í há- lendinu — Lat> Vegas de Santa Clara. Þegar Gamet sá Santa Clara, greip hún höndunum um verkjandi höfuðið og fór að há- gráiia. Það var öldungis gegn vilja hennar. En hún var svo þreytt. Og þarna fyrir framan hana var lind. tær uppsprettulind sem spratt fram úr berginu og rann um engi með grængresi og villi- blómum. Loftið var rakt. engið mjúkt og blómin gul og blá. Meðfram árbökkunum vo.ru tré og í trjánum söngfuglar. Umhverfis engjð voru fjöll á fjöll ofan en hún horfði ekki á þau. Hún óskaði þess að hún sæi aldrei fjöll framar. Þau voru nú þúsund kíló- metra leið frá Santa Fe en það hefði verið mun styiitra ef þau hefðu getað farið beint. Ferðin hafði tekið þau þrjátíu og fjóra daga. Nú var kominn september. Það vottaði fyrir haustblæ i loftinu og ilmurinn af eldunum minnti á brunnið lauf. Oliver sagði að þarna ættu þau að hvílast í tvo daga Karl- mennirnir veiddu fisk og fugl og böðuðu sig með hávaða og láiium. þeir kölluðu og hlógu meðan þeir þvoðu sér og árvatn- ið var hvítt af sápufroðu. Garnet og Florinda þvo:ðu sér hárið og fötin sín og þegar þær voru búnar að hengja fötin til þerris í runnana, breiddu þær ullarteppin á jörðina og sofn- uðu fagnandi yfir öllu þessu hreinlæti. Þær vöknuðu glorhungraðar og borðuðu kiarngóða máltíð. fuglakjöt og nýtt dádýrakjöt og skálar af atole og sósu og juríasalati. Þegar kvöldaði. varð býsna kalt, en Oliver og Garnet vöfðu sig inn í vísundafeldina o^ Garnet fannst hún aldrei ;hafá legið í jafngóðu rúmi. Þegar hún minntist mjúkra dýnanna og hvítra rekkjuvoðanna heima'. hugsaði hún með vorkunnsemi til alls fólksins sem lá andvaka 1 slíkum beðum. Hún teygði úr sér undir feldinum Qg þótt hún hefði sofið lanvan miðdegisblund. svaf hún í tólf stundir. Um morguninn fengu bau meira að segja morgunverð í fyrsta skipti síðan bau fóru frá Santa Fe Þjónn Olivers, Manu- el, kom með skál af atole og bita af steiktum fiski og hann skelljhló að hrifningarópum ÚTBOÐ Tilboð óskast í geislahitunarkerfi í húsið Skipholt 37 í Reykjavík. Útboðsgögn fást afhent í skrifstofu Verzl- anasambandsins h.f. Borgartúni 25, og skal skila þeim þangað fyrir kl. 17.00, þann 7. marz n.k., og verða þau þá opnuð að þeim bjóðendum viðstöddum sem koma kunna Skilatrygging er kr. 2.500.— VERZLANASAMBANDIÐ H.F. Þú ættir að sjá nýja atóm- t byrgið hans Lúðvíks frænda. Það er tvö hundruð fet niðrí jörðina og veggimir eru tuttugu fet á þykkt. Hamingjan góða. Það kem- ur sér vel núna. Lúðvík frændi. Viltu leyfa okkur að æfa músíktímana í byrginu þínu. Andrés vill það. Fjmmtudagur 28. febrúar 1963 Ný fjölbreytt sýnishorn af BÓMULLARMETRAVÖRUM hefir oss borizt frá fa. Cetebe, Lódz. Hagstæð verð, skjót afgreiðsla. Fulltrúi frá Cetebe (bómullarvörudeild) er nú kominn til landsins og verður til við- tals á skrifstofum vorum næstu daga. íslenzk- erlenda Verzlunarfélagið hf. Tjarnargötu 18. — Símar 20400 og 15333. íþréttir í Austur-Þýzkalandi Framhald af 4. síðu. sem fram fór í Leipzjg unn- ust nokkrar greinar. Ef sama mót er látjð gilda sem mælj- kvarði á getu þátttökuþjóð- anna þá munu A-Þjóðverjar vera önnúr bezta sundþjóð í Evrópu í dag. Á Olympíuleikunum í Róm 1960 urðu Bandaríkjamenn í fyrsta sinn síðan 1924 að láta í minnj pokann í dýfjngum kvenna Ungri austurþýzkri stúlku. Ingrid Kramer, tókst að stöðva sjgurgöngu bandarísku stúlknanna og sigraði með glæsjbrag í báðum greinunum. Frá þeirri stundu hefur hún verið ósigrandi og oftast unn* ið með yfirburðum. Svo var einnig á EM sl. sumar. o I' 'S* i-v Krrr--.-urnn'4 I Konur og karlar í frjáls- íþróttum Víðkunnastir af íþróttamönn- um lýðveldisins í heimi íþrótt- anna eru án efa frjálsíþrótta- mennirnir. Margir þeirra hafa á undanförnum árum verið sig- ursælir á alþjóðlegum mótum og komizt i fremstu röð af- reksmanna í mörgum íþrótfa- greinum. Hvaða áhugamaður um frjáls.ar íþróttir kannast ekki við S. Valentin heims- methafa í 1000 m hlaupi. K. Richtzenhain, Hans Grodotz- ki, M. Matuschewski Evrópu- meistara í 800 metra hlaupi, o.s.frv.? Þjóðverjar hafa náð langt í millivegalengda- og langhlaup- um, eru hins vegar mjög lakir í spretthlaupum. f köstum og stökkum eiga A.-Þjóðverjar all- marga sæmilega íþróttamenn. Konurnar hafa líka gert garð- inn frægan með afrekum sín- um. Ber þá að nefna Hildrun Claus, fyrrum heimsmethafa í langstökki. Gieselu Birkemeyer heimsmethafa í 800 m. grinda- hlaupi. Renate Garisch, Doris Múller o.fl. A.-Þjóðverjar þurfa ekki að kvíða framtíðinni á svjði frjálsra íþrótta. afrek hinna yngri sýna að þeir ætla sér < ekki að verða eftirbátar hinna eldri. Það mætti bæta hér við fleiri íþróttagreinum sem njóta mikilla vinsælda eins og t.d. körfuknattleikurinn, Judo og fleiri. Ónefnd er með öllu þjóðaríþróttin Þjóðverja-fim- lejkamir, en vonandi gefst tæfcifæri til að gera henni skil síðar. Ódýru sjóstakkamir eru að verða uppseldir. ímsar regnflíkur aðrar á mjög lágu verði. VOPNI — Aðalstræti 16. Ibuð óskast til leigu. Upplýsingar i síma 22919, eftir kl. 6. Ödýrt Stáleldhúskollar — Eldhús- borð og strauborð. FORNVERZLUNIN. Grettisgötu 31. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJUFÖLKS ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA um kjör stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og varaendurskoðenda fyrir árið 1963, fer fram í skrif- stofu félagsins, Skipholti 19, laugardaginn 2. marz frá kl. 10 f.h. til kl. 7 e.h. og sunnudagiiln 3. marz frá kl. 10 f.h. til kl. 10 e.h. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins frá kl. 10 f.h. fimmtudaga 28. febrúar 1963. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks, Reykjavík. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.