Þjóðviljinn - 03.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1963, Blaðsíða 3
Sunn-udagur 3. marz 1963 Þjóðleikhúsið: Dimmuborgir eftir Sigurð Róbertsson — Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson „Dimmuborgir" er eina ís- lenzka leikritið sem Þjóðleik- húsið sýnir á þessum vetri, það getur ekki verið minna. Segja má að nafnið sjálft sé tákn- rænt með vissum hætti — is- lenzk leikritun síðari tíma er ekki ósvipuð úfnu apalhrauni, skuggalegu og ógreiðu yfirferð- ar; það er ærið fátítt að ljós skíni í þeirri dapurlegu auðn, og því miður ber hið nýja verk Sigurðar Róbertssonar fremur daufa birtu. Höfundur- inn er maður atorkusamur, greindur og víðlesinn, ráðvand- ur, hófsamur og réttsýnn í hverju máli og þá kosti má ljóslega kenna í leikriti hans, en virðist ekki í sama mæli gæddur skapandi skáldgáfu og dramatískum hæfileikum, frum- leika og listrænum þrótti. Eíni leiksins er gott og gilt og raunar kunnara en um þurfi að ræða. Það er markmið skáldsins og lofsverð ætlan að fletta óþyrmilega ofan af vold- ugum máttarstólpa þjóðfélags- ins, manni sem fólkið tignar og dáir, svipta hjúpnum af flekkaðri fortíð hans og innsta eðli, skýra óhugnanlega breytni hans frá upphafi vega, en fyr- irmaður þessi er sem kölkuð gröf „sem að utan lítur fag- urlega út, en er að innan full af dauðra manna beinum og hverskonar óhreinindum". Það þarf engum á óvayt að koma þótt hið stórbrotna og gamal- kunna verkefni reynist höfund- inum um megn, fleiri en hann hafa kiknað undir of þungri byrði. Söguhetjan heitir ögmundur Úlfdal forstjóri, sérfræðingur i hagfræði, „frægasti og ástsæl- asti sonur þjóðarinnar11 og af- burðamaður að opinberu mati, voldugur og stórauðugur og stendur á hátindi frægðar og valda; hann er vægðarlaus og óbilgjarn, viljastyrkur með af- birgðum og hefur af eigin rammleik hafizt til metorða úr umkomuleysi og örbirgð. Að mínu viti er mikilmennska ög- mundar fátt annað en stórorðar fullyrðingar skáldsins, hann virðist í rauninni næsta hvers- dagslegur óþokki, lítilla sanda, lítilla sæva. ögmundur Úlfdal á fimmtugsafmæli þegar sag- an gerist, hann sofnar á skrif- stofu sinni og hittir framliðið venzlafólk sitt og ýmsa kunn- ingja í ömurlegum drauma- heimi, lifir að nýju hvert at- vikið af öðru; að lokum er hann vakinn og heldur rak- leitt í veiziufagnaðinn, einbeitt- ur sem áður en margs vísari. Það kemur meðal annars á dag- inn að hinn purkunarlausi þjóðarleiðtogi hefur komið Halli fornkunningja sínum í svartholið fyrir glaep sem hann hefur sjálfur framið, og tekst svo rækilega að svipta hann öllu sjálfstrausti og lífs- löngun að auðnuleysingi þessi hengir sig í fangelsinu; hann reynir í þokkabót að koma þjófsorði á son Halls bamung- an og taka ekkjuna frillutaki, en er rekinn á dyr — þetta er nógu æsileg saga, en reynist öliU skyldari venjulegum reyf- ara en sönnu drama. Það er að sjálfsögðu ofureðlilegt er ögmundur gerir fallegar .skrif- stofustúlkur að ástmeyjum sín- um, en hjónabandið er með talsverðum reyfarabrag, og um afstöðu hans til móður- innar svipað að segja. Eigin- konan er geðveik, en ómót- stæðileg, „í senn gyðja og galdranorn“; móðirin örfátæk og hjálparvana, fyrirlitin og smáð af íbúum þorpsins fyrir vestan og kölluð ótínd skækja, sonurinn hatar hana allt frá upphafi. 1 draumnum skýrir hún honum frá þvj sem hann hefur ekki áður vit- að: hann er sonur helzta embættismannsins á staðnum 'og hálfbróðir Halll' "þesS' 'serri * hann hrekur síðar í opinn dauðann. Þeirri staðreynd er framar öllu ætlað að skýra ó- bilandi framgirni söguhetjunn- ar og glæpum stráðan feril, en hrekkur ekki til. Þótt annmarkar „Dimmu- borga“ liggi í augum uppi er það fremur viðfeldið verk, snurðulítið og þokkalegt á ýmsa lund, en allt of snautt að sönnum skáldlegum tilþrif- Vai n Thors) og Hjördís, kona Halls (Sigríður Hagalin). ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3 Ævar Kvaran í hlutverki Ögmundar Úlfdals og Rúrik Haraldsson sem Hallur, bróðir ögmundar. um. Mikill sálkönnuður er höf- undurinn ekki, einfaldar mann- lýsingar hans skortir dýpt og innsæi — lauslega dregnar, h'tt hugstæðar og ekki nýstárlegar í neinu. Orðsvörin eru sjald- an þróttmikil eða lifandi, en jafnan rituð á góðu máli, spak- mælin mörg og bragðlítil. Þá er bygging leiksins ekki hafin yfir gagnrýni: Draumur ög- mundar gerist að mestu leyti í Dimmuborgum, hinum óskiljan- lega skuggaheimi þar sem fram- liðnir eru á sveimi, en í beinu framhaldi og inni á milli birt- ast raunsæjar skyndimyndir úr^ fortíð Úlfdals, og fæ ég ekki betur séð en þar sé um lítt skipuleg vinnubrögð að ræða. Fyrirmyhdir og áhrif frá eldri skáldum mun auðvelt að greina, enda sízt tiltölumál, en einna sjitnast þykir mér áttunda at-. riði leiksins, en þar stendur hin geðveika kona ögmundar fyrir framan spegilinn í velkt- um brúðarkjól fomum og talar um elskhuga sinn og væntan- lega giftingu; og helzti mikillar tilfinningasemi gætir á stöku stað, eigi sízt í viðskipum for- stjórans og móðurinnar undir lokin. Gunnar Eyjólfsson er leik- stjóri og fer nærfærnum hönd- um um hið innlenda viðfangs- efni, rækir starf sitt með alúð og skilningi, forðast góðu heilli of sterk áhrifameðöl og ýkjur; en kraftaverk eru ekki unnin á hverjum degi. Eins og vera ber hefur samvinna leikstjór- ans og skáldsins borið góðan árangur; ýmsir slæmir agnúar hafa verið skornir af leikritinu, það er skýrara og leikrænna en í upphafi og allar breytingar til bóta. Leiktjaldamálari er Gunn- ar Bjamason og hefur enn unn- ið gott starf, en sviðsmyndimar eru fimm að tölu. Bezt tak- ast Dimmuborgirnar sjálfar, hinn undarlegi óræði heimur draums og dauða. Hvassir hrikalegir hraundrangar gnæía við himin hver að baki öðrum; sviðsmynd þessi er skáldlegast átriði sýningarinnar allrar. Um beitingu ljósanna má eflaust deila, en hún er mér yfirleitt vel að skapi. Leikendurnir reynast trúir hlutverkum sínum, en vinna ekki minnisverð afrek, starfa . tæpast af sérstökum áhuga; þess er ekki heldur að vænta. Ævar R. Kvaran leikur ögmund Úlf- dal, hann er alltaf á sviðinu að heita má, en bregzt hvergi köll- un sinni að mínu viti. Mikið veraldargengi og ömgg heims- mennska skín af ásjónu hans og framgöngu, varmennið leyn- ist undir sléttu og fáguðu yfir- borði; þannig er leikur Ævars myndugur og skýr. En ög- mundur er bæði einhæf og ó- fullkomin mannlýsing af hendi skáldsins sem áður er sagt, skortir lifandi blæbrigði og sál- ræna dýpt; og þess hlýtur túlk- un leikarans að gjalda. Hallur er andstæða ögmund I ar, maður þreklítill og istöðu- laus og drykkfelldur að því ætla má; um sakleysi hans eða sekt er reyndar flest á huldu. Túlkun Rúriks Haraldssonar er mjög athyglisverð og sterk í öllu sínu látleysi, í meðfömm hans er Hallur ósvikinn auðnuleysingi, en gervilegur maður og geðfelldur, og fallega og skýrt markar leikarinn mun hins lifandi og framliðna manns. Hjördísi konu hans leikur Sigríður Hagalín mjög þokkalega, í ásýnd hennar eru ristar rúnir mótlætis og von- Gísli Svanbergsson: brigða; Stefán Thors leikur son þeirra hjóna snoturlega og eðh- lega. Bryndís Pétursdóttir er skrifstofustúlkan fagra ástmær ögmundar, og túlkar ást henn- ar og vonbrigði af sönnum inni- leik og smekkvísi. Bryndís er gagnkunnug hinu hversdagslega hlutverki sínu, en í annan stað er Kristbjörgu Kjeld falið við- fangsefni ólíkt því sem hún hefur áður túlkað — hún er Lára, hin geðbilaða eiginkona ögmundar, og kemst ósár úr þeirri raun, stillir rödd og lát- bragði mjög í hóf góðu heilli. Guttormur faðir hennar er vel gerð mannlýsing af hálfu skáldsins og ber i ýmsu af þessu fólki; tungutak hans er sérstætt og lifandi og kímni á hann líka í fómm sínum. 1 snjallri og ömggri meðferð Vals Gíslasonar varð karl þessi hnittileg og ósvikin lýsing braskara af gamla skólanum, hann er hrjúfur á ytra borði, kaldhæðinn, orðheppinn og ramíslenzkur í öllu. Elín móðir ögmundar er falin Bríetu Héð- insdóttur, hinni ungu og lítt reyndu leikkonu. Útlit hennar hæfir vart hlutverkinu, fram- koman er nokkuð hikandi, en röddin skýr og viðfeldin; réttan skilning leikkonunnar og full- komna einlægni dreg ég ekki í efa. Loks skal stuttlega getið þriggja minni hlutverka: Jón Sigurbjörnsson er sannfærandi og traustur i sporum blaða- mannsins, og um Gísla Alfreðs- son má svipað segja, en hann er fulltrúi og hægri hönd hins volduga forstjóra. Brynju Bene- diktsdóttur verður ekki mikið úr skrifstofustúlkunni sinni, og fer þó laglega með sitt litla pund. Það er skylda Þjóðleikhússins að flytja ný frambærileg verk innlendra höfunda, hlúa af fremsta megni að viðkvæmum gróðri; þau mál em margrædd og öllum kunn. Það er líka al- kunnugt að margir semja sjón- leiki á landi hér, og ýmsir þeirra eiga til þess eins mikinn rétt og Sigurður Róbertsson að verk þeirra séu sýnd á sviði. En leikhúsið hefur í mörg hom að líta, og að minni hyggju er aðeins ein leið fær: Þjóð- leikhúsið verður að færa út kvíamar, koma hér með einhverjum ráðum upp öðru minna leiksviði og auknu starfsliði. Það er vinnandi veg- ur, og með þeim hætti einum verður unnt að veita leikskáld- um nauðsynlega göngu í skóla lifandi starfs og reynslu. A. Hj. IHjii w agsmunasamtok Iðnverkafólk hefur mátt sæta því undanfarin ár, að hafa þá forystumenn í félagj sinu, sem gjörsamlega virð- ast hafa misskilið hlutverk sitt. í stað þess að eiga frum- kvæðj í kjarabaráttu stétt- arinnar hafa þeir jafnan reynt að njóta árangurs af baráttu annarra verkalýðsfé- laga. án þess að leggja nokk- uð af mörkum sjálfjr. Ætla mætti að kjörorð nú- verandj Iðjustjórnar værj: Sérhlífni — Sundrung. Ekkj þarf að útlista fyrir iðnverkafólki þær verðhækk- anir sem orðið hafa á und- anförnum árum; þær þekkja allir. Það mun einnig mála sann- ast að engin ríkisstjórn hef- ur verið jafn illyrmisleg i garð verkafólks og sú er nú situr — engin jafn stórvirk við að skerða lífskjör alls almennings. Ögjömingur er nú að lifa af umsömdu kaupi, fyrir 48 st. vinnuviku, margir hafa „leyst“ þetta vandamál með því að leggja á sig óhóflega yfirvinnu Á það verður þð aldrei lögð of mikil áherzla að lenging vinnudagsins er spor afturábak — ekki raunveru- leg lausn — heldur neyðarúr- ræði sem notast verður við á meðan launþegar fá ekki sómasamleg laun fyrir 8 st. vinnudag Verkalýðsfélög, bæði aust- an hafs og vestan, stytta nú óðum vinnudag sinn og er- um við greinilega orðin langt á eftir í því efni. Kaup okkar verður af hækka, vinnuvikan af styttast, aðbúnaður á vinnustöðum að batna. — En eftir þá reynslu serr fengizt hefur af núverand: félagsstjórp mun hún reynas; duglitil og verkasmá við slikí hluti Allir sem vilja gera Iðju aí raunverulegum og virkuir hagsmunasamtökum jðnverka fólks verða að bera gæfu ti bess að standa saman. lær! að láta ekki einstaka sundr ungarpostula hafa áhrif í gerðir sínar. Við skulum gera okkui fyllilega ljóst að án samstöði allra baráttukrafta félagsin: verður Iðja aldrei að þv sterka vopni, sem iðnverka fólk þarnast nú i barátti sinni fyrir bættum kjörum. SOLUSYNINC I LISTAMANNASKÁLANUM • Niðursettar baekur • 50—72% afslá’ttur af hundruðum bóka. Opið sunnudag kl. 10—12 og 14—22. BÓKSALAFÉLAG ÍSLANDS LISTAMANNASKÁLANUM. k «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.