Þjóðviljinn - 06.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1963, Blaðsíða 5
Míðvikudagur 6. marz 1963 - ÞJÓÐVILJINN Saga um hund og elskulega fíugfreyju Einn morgun fyrir skemmstu voru við að spígspora úti á Reykjavíkurflugvelli og hittum morgunfríða og elskulega flug- freyju og var hún nýstigin út úr Loftleiðaflugvél frá Lúxem- borg, — austurbæjarstúlka að uppruna og heitir Ema Guð- mundsdóttir. Það var skínandi gott veður og morguninn verður alltaf ferskur, þegar maður hittir fal- legar stúlkur og eitthvað hríf- andi, þegar stúlkan er líka i hálfgerðri klípu. Roskinn kerling frá Vestur- Þýzkalandi hafði setzt í stól út á flugvellinum í einskonar mót- mæliskyni og masaði hratt og titrandi yfir hundinum sínum og skildi ekki hundalög borgar- innar, þar sem hún mátti ekki taka þetta eftirlætiskvikindi sitt niður í Tjamarcafé. Dóttir þessarar bálreiðu konu stóð skammt frá og var innund- ir sig og einmana í öllum þess- um látum móður sinnar og voru þær mæðgur á leiðinni vestur um haf í frelsið og sennilega í leit að guðhræddum eiginmanni. Gamla konan tók nú að baða út höndunum og sækja í sig veðrið og ótai hrukkur stríkkuðu í lífsreyndu andliti og það stimdi á gamia. -4> Nýjar bœkur frá Almenna tJt eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir febrúar og marz þetta ár. Febrúarþókin er skáldsaga eftir enskan höfund, Constan- tine Fitz Gibbon. Nefnist hún. Það gerðizt aldrei hér (á frummálinu When the kissing had to stop) og hefur Hersteinn Pálsson þýtt bókina. Segir i fréttatilkynningu að sagan sé „ástarsaga fléttuð inn í viðsjái veðrabrigði dagsins i dag“. Bók þessi kom fyrst út árið 1960. Marzþókin er Japan eftir Ed- ward Seidensticker og ritstjóra tímaritsins Life, þýðandi er Gísli Ólafsson. Þetta er fimmta bókin í bókaflokki A.B. Lönd og þjóðir. Höfundur þókarinnar Edward Seidensticker hefur dvalizt í Japan um 13 ára skeið og var m.a. kennari í japanskri menningarsögu við háskólann í Tokíó. Bókin um Japan er um 160 blaðsíður í stóru bx'oti og eru í henni hátt á annað hundrað mynda. Textinn er prentaður i Prentsmiðjunni Oddi. en mynd- imar á Ítalíu. Sœnskur styrkur til hó- prússneska glóð í augum . yfir þessari hörkulöggjöf, reykvískra ráðamanna og allt reyndi þetta á þolrifin í flugfreyju okkar, sem reyndi svolítið að blíðka ásýnd heimsins fyrir gömlu konunni. En gamla konan steytti hnef- an að Esjunni og bölvaði landinu og prísaði frelsið vest- kosti hunda og hefði skilning á fínum tilfinningum gamallar konu frá Hamborg. Hinsvegar sat kjölturakkinn pent á bossanum og horfði af svo átakanlegu sakleysi og písl- arvætti upp á matmóður sína, og maður fór að efast um vizku reykvískra fyrirmanna í þess- um málum. „Mikið krefst flugfreyjustarf- ið diplómatiskra átaka“. Flugfreyjan varð kímileit og gætti sín þó í hvívetna. „Um daginn fóru með okkur skozk hjón í níunda skiptið yf- ir hafið. Þau voru að heim- sækja dóttur sína og það var dásamlegt samræmi og ró. sem hvíldi yfir þessum gömlu hjón- um." En við bætum hér innan sviga og okkur kemur það ekki á óvart, að Loftleiðir eru auð- vitað vinsælasta flugfélagið í Skotlandi og eru á hraðri leið inn í skotasögur og allt það. Annars hefur verið skrítið að fylgjast með viðbrögðum far- þega með viðkomu hér frá Evr- ópu til Ameríku undanfarnar vikur. Frosthörkur hafa geisað und- anfarið í Evrópu og Ameríki; og eru kannski undarlegar f augum okkar Islendinga vegna hins kalda hljóms í nafngift okkar og hefur eyjan verið Erna Guðmarsdóttir. einskonar vin í kulda heimsins umhverfis okkur. Við tilkynnum alltaf farþeg- um okkar næsta áfangastað og það fer hrollur um þá, þegar land kennt við ís hefur verið nefnt á nafn og þeir sveipa loðkápum og teppum þéttar að sér í stætunum, og svo þegar þeir stíga út úr' flugvélinni í 1 sólskinsdaga og snjóladst land j hlýja stjömubjarta nótt, þá halda þeir stundum, að þeir hafi farið upp í vitlausa flug- vél og séu komnir langt suð- ur á bóginn. Þá er gaman að vera íslendingur, segir flug- freyjan hlæjandi að lokum. Bíll á loftpúða | Tækni og vísindi ! i Samkvæmt tilkynningu frá xænska sendiráðinu i Reykjavík- hafa sænsk stjórnarvöld ákveð- ið að veita Islendingi styrk t'i náms í Svíþjóð skólaárið 1963- 1964. Styrkurinn miðast við 3 mánaða námsdvöl og nemur 5.200,— sænskum krónum.1 þ. e. 650,— kr. á mánuði. Ef styrk- begi stundar nám sitt í Stokk- hólmi getur hann fengið sér- staka staðaruppbót á stvrkinn Ek'ki er skilyrði. að styrkþegi sé innritaður til náms í háskóla meðan hann dvelst í Sviþjóð. en ætlazt er til, að hann verji styrknum til frekara náms f sambandi við eða að afloknu háskólanámi á Islandi. Sovézkir vísindamenn era nú að vinna eins og vísinda- menn í fleiri löndum, að til- raunum með fljúgandi bíl. Hann er svo gerður, að tvær gríðarmiklar lyftur þrýsta lofti undir bílinn, og mynd- ast þar allþéttur loftpúði, tug- ir fermetra að flatarmáli. Gasstraumur, sem beint er niður úr jöðrum botnsins lok- ar loftpúðann inni. En litlir hreyflar reka bílinn áfram. Hér í Þjóðviljanum hefur áður verið greint nokkuð frá tilraunum, sem Bretar og Bandríkjamenn hafa gert á undanförnum misserum m'eð farartæki af þessari gerð, en það sem sagt var hér að framan og það sem á eftir fer er byggt á upplýsingum sem sovézk blöð og tímarit hafa látið uppi um þennan „loftpúðabíl" þeirra Rúss- anna. Loftbíll sem þessi verður mesta þing þegar hann er fullgerður; — hann mun fara þar sem önnur farartæki munu hika og stöðvast — yf- ir snjó mýrar, fjörur. Og á höfum og ám mun bíll þessi brana fram úr hraðskreiðustu bátum og skipum. Á vatni mun slíkur farkostur ná 100 — 200 kílómetra hraða á klukkustund, á malarvegum 150 km. B£ll á lofpúða mundi notaður á fullkomnum veg- leysum, til baráttu við skað- lég skorkvikindi, á vötnum og ám — sem farþegaskip og spítalaskip. Þeir sem reyna bíl þennan eru sagðir þurfa að leggja á sig allmikla einbeitingu og hrísekrum, við sefslátt ogaðra landbúnaðarvinnu. Hefur ver- ið reiknað út, að aukaleg orkueyðsla vegna loftpúðans verði ekki veruleg. En sér- fræðingar bæta því ennfremur við að enn sé mikið ógert erfiði — hann lætur nefm- lega fremur illa að stjórn enn sem komið er. Hann getur beygt út af réttri stefnu i halla og í roki þar eð hann er alveg við jörðu. Verkfræð- ingar hafa lagt til að farinn verði nokkurskonar milliveg- ur í þessu máli — þá rnuni loftpúðinn ekki lyfta bílnum fullkomlega frá jörðu heldur taka á sig meirihluta þunga hans — en hjól munu nema við jörðu. Þá yrði úr bílnum nokkurskonar traktor sem kæmi að góðu haldi á vorin á mjúkri jörð. sömuleiðis á í þessum efnum. Samt branar nú einn slíkur bíll um flugvöll í nánd við Moskvu og heitir „Þyrill". Af myndum að dæma er þetta heldur ljót maskína út- lits, minnir einna helzt á risastóra pöddu með gífurlega stór augu. En vera má að hún fái á sig snyrtibrag síð- ar, þegar nær því dregxlr að hún komizt í gagnið. Sovézkir eigna frummynd- ina að slíkum bíl rússneska vísindamanninum Tsíolkolskí sem oft hefur verið nefndur í sambandi við geimferðir. i i ----------------- SlÐA g Kla nýju passíu- sálmalög Hr. Sigurður Þórðarson söng- stjóri Karlakórs Reykjavíkur og skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hefur sennilega þótzt vinna mikinn og happasælan sigur, þegar hann kom því þrekvirki í gegn að útþurrka öll gömlu passíusálmalögin, sem passíu- sálmamir eru ortir undir og sem þjóðin söng frá tilvera þeirra öld eftir öld með ein- lægri tilfinningu og bljúgri trú á píningarsögu mannsins frá Nasaret. — Já — svo var nú það. En söngstjóranum var vit- anlega létt um að smella öðrum lögum á sálmana og gerði sig um leið frægan að eindæmi. 1 fyrstu hugði ég að sjálfur söngstjórinn væri höfundur þessara nýju sönglaga, en svo virðist ekki vera. Ég spurði hann persónulega um það i vinsamlegu símtali, hver væri höfundur þessara nýju laga. Þá skýrðist það, að það var ekki hann. Höfundur eða jafnvel höfundar laganna væru öllum ókunnir, sagði hann mér. 1 þessu samtali gat söngstjórinn þess til, að lögin hefðu þannig skapazt manna á meðal, að er raddmiklir og söngvinir karlar hér fyrr á tímum sungu passíu- sálmana, hafi sönglistin og fjör- ið svellað svo í æðum þeirra, að þeir hafi í bili gleymt stund- um hinu rétta lagi og bjuggu þá til allskonar slaufur, hnykki og rykki og útúrdúra, og þann- ig hafi þessi nýju sönglög smátt og smátt verið að myndast og fullkomnast, að sögn söngstjór- ans, og stóðu loks uppi höf- undalaus f einstæðingsskap. — Þegar söngstjórinn sá sér leik á borði og lagði blessun sína yfir þau, með þvi að slíta sundur passíusálmana og gömiu lögin, sem þeim höfðu fylgt frá fyrstu tíð og engin lög geta farið þeim betur og verið sam- grónari efnl sálmanna en ein- mitt þessi lög sem Hallgrímur Pétursson orti sálmana undir. Sennilega hafa þau lög verið þýzk og einhver kannski sænsk. Það skiptir minnstu máli. Eg hygg — það er kannski vit- leysa — að þessi lög sem sálm- amir era ortir undir séu eldri en þau sönglög sem tónskáldið hefur verið að rótast í undan- farin ár og smellt þeim nú með blíðu brosi yfir sjálft meistara- verkið. Sé þetta rétt ályktað má ekki kalla þessi lög „gömlu lögin“ heldur nýju lögin; — þó kannski gömul séu. Þá eru þau, eftir sögn söngstjórans, einskonar afleiðsla frá lögun- um, sem sálmamir era ortir undir. Sennilega á það að vera helzta málsbót þessara laga- skipta á passíusálmunum, að þessi lög teljist íslenzkt, en hin gömlu útlend og verði þvi að víkja. Þá er mér spurn — hvað eru mörg útlend sálmalög í sálmabókinni okkar? Og þyríti þá ekki að afmá þau svo allt sé heiðarlega íslenzkt og eitthvað fyrir íslenzku tón- skáldin að gera, meira en að ráðast á gömlu passíusálmalög- in? Hér er aðeins hálfnuð saga. Söngstjórinn sagði mér frá erfiði sínu við að tina saman þessi undursamlegu lög, sem fáum vora kunn. Fyrst hitti hann tvö systkini austur í Landssveit, sem eitthvað gátu hjálpað upp á sakimar. En sér- staklega var það gamall maður á Norðfirði, sem var vel að sér. að mér skildist. Þaðan lá svo leið hans til Vestfjarða, heim á fomar slóðir. Þar fundust gömul hjón, sem eitthvað rám- uðu í þessi sérstæðu lög. En mestan frama og hróður hygg ég að söngstjórinn hafi samt haft með því að leita £ fóram séra Bjarna Þorsteinssonar frá Siglufirði. — Því fáir á hans tíma (1860—1938) hafa af hon- um tekið, að semja og gefa út allskonar sönglög, þjóðlög eða sálmalög. Og mér skildist að í sönglagasafni séra Bjarna hefðu fundizt ein 13 lög, sem hæfðu þessu sönglagasafni, sem um ræðir. — En gátu þessi fimm gamalmenni nokkuð að ráði leyst úr jafn vandasömu erindi, eins og því. sem hér er eftir leitað? Ekki hafa þau nú kunnað eða munað lög við 50 sálma? Ekki hafa þessir frægu sönglagameistarar, sem sköpuðu þessi einkennilegu sönglög ver- ið á hverju heimili í landinu þar sem passiusálmasöngur fór fram? — Svn er það afar ó- sennilegt, að enda þótt ein- hverjir gárangar hefðu skemmt sér við að afskræma eða breyta einstaka lagi, að þeim hefði tekizt að breyta 50 sönglögum svo snilldarlega, að þjóðin hefði orðið yfir sig hrifin og tekið þau í skyndi fram yfir gömlu lögin, sem Hallgrímur P. orti sálma sína undir. Ég sem þetta skrifa ólst upp í Norðurlandi, — nánar — S.- Þingeyjarsýslu. Á mínu bemskuheimili vora passíu- sálmarnir sungnir vetur eftir vetur með sínum gömlu lög- um — ekki þessum sem nú er verið að klína á þá. Ég heyrði þau lög þá aldrei orðuð. Nú skrifar tónsnillingurinn Áskell Snoirason í Þjóðviljann feikna Iof um þessi einkennilegu höf- undalausu lög og vildi ég mega fræðast af honum, af því við erum samsýslungar, um það, hvort passísálmasöngur hafi verið viðhafður á bemskuheim- ilum hans örnólfsstöðum og Þverá — og hvort hann hafi þá orðið var við þessi nýju lög sem ég svo kalla? Ég hugsa mér að þessi höfundalausu lög hafi hvergi verið sungin í Þing- eyjarsýslu og fáum verið kunn og allra sízt í sambandi við passíusálmana. Kynning mín af passíusálmunum frá fyrstu tíð og þeim lögum sem ég lærði ungur við hvem sálm. hefur sennilega vcrið eða orðið með einhverskonar guðlegum inn- blæstri, þannig að ég get ekki látið mér alveg á sama standa hvemig nútíma þróunin mis- notar þetta virðulega meistara- verk eins og það oft hefur veríð nefnt. Ég hafði lengi haldið að sálmamir og lögin við þá vaara óaðskiljanleg hug- tök, sem aldrei yrðu sundur skilin. Það eru leyndar ástæður, sem þó væri gaman að vita frá. hverju stöfuðu, að lagaskiptin era svo fast sótt. Mátti ekki safna lögunum og raddsetja þau og geyma þau svo í bili, lofa passíusálmaverkinu að halda sig sér? Nei, ónei. Það var ómögulegt! Þegar þessum nýju lögum er klínt á passíusálmana virðast margar hendur á lofti ekki af óæðri endanum. Kannski hafa prestar og biskupinn yfir Is- landi stutt það mál? Og var það ekki hið hlutlausa útvarps- ráð, sem þá rauk til óg upp- dubbaði margraddaðan söngkór, sem hér þekktist ekki fyrr síð- an Ríkisútvarpið tók passíu- sálmana undir sína vemd? — Hvað greiðir Ríkisútvarpið söngkórnum háa upphæð fyrir kveldið eða 50 kveld? Kemur þessi nýskipaði söngflokkur hér fram „hrakhólalögum" til feg- urðarauka eða vinsælda við sjálfa passíusálmana? Hve mik- ið borgar útvarpið fyrir þessi nýju lög — og hvert renna þeir peningar þegar enginn finnst höfundur að beim? Frá mínum bæjardyram séð er það skrif- stofustjóri Rikisútvarpsins, sem langmest hefur til matarins unnið með hlaupum sínum þvert og endilangt um landið, og leitað uppi hin undraljúfu lög, sem vora týnd en eru nú aftur fundin! Lof sé duglegum mönnum! Hvað er það, sem Áskell Snorrason meinar með þessum orðum í Þjóðviljagreininni frá 26. febr. s.l.; „Enginn getur nú gert sér hugmynd um bað hversu mikils þjóðin hefir far- Framhald á 8 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.