Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 3
HÖÐVILIINN SlÐA 3 Föstudagur 15. marz 1963 — -~ Umbæturnar unum spor ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS í gær var til fyrstu umræðu í efri deild endur skoðun almannatryggingarlaganna. — Alfreð Gíslason, læknir, benti á, að við endurskoðun lag- anna hefðu verið teknar upp ýmsar þær breyt- ingar, sem þingmenn Alþýðubandalagsins hafa barizt fyrir á undanförnum árum t.d. greiðsla f jöl- skyldubóta með öllum börnum, hækkun á bóta- greiðslum, heimilishjálp fyrir aldrað fólk o. fl. Emil Jónsson, félagsmála- ráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði, en Það er samið af atjórnskipaðri nefnd, sem í áttu sæti Hjálmar Vilhjálms- son, ráðuneytisstjóri (form.), Gunnar J. Möller. hrl„ Jó- hanna Egilsdóttir, Sigríður J. Magnússon og Sverrir Þor- hjörnsson, forstjóri. Með nefndinni starfaði einnig Guð- jón Hansen tryggingafræðingur og Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri V.í. — Ráðherr- ann minnti á, að ýmsar breytingar hefðu verið gerðar átrygg- ingalöggjöf- inni síðari ár, svo sem hækk- un bóta, af- nám skerðingarákvæðisins svo- nefnda og afnám skiptingar landsins í tvö verðlagssvæði. Helztu breytingar frumvarps- ins frá núgildandi lögum væru þessar: 1. Félagar sérstakra lífeyris- sjóða munu njóta fullra bóta almannatrygginga auk bóta úr sérsjóðunum. 2. Fjölskyldubætur verði greiddar með öllum böm- um, en áður voru ekki greiddar bætur með böm- um, sem nutu framfærslu- lífeyris. 3. Fæðingarstyrkur hækkar úr kr. 2556 í kr. 4000. 4. EkkjuTífeyrir hækkar veru- lega. 5. Dánarbætur vegna slysa verða greiddar með jöfn- um mánaðargreiðslum í 8 ár í stað einnar greiðslu nú. Þær hækka einnig aliverulega. 6. Lágmarkssjúkradagpening- ar hækka úr kr. 28.40 í - kr. 60,00 fyrir einhleypa og kr. 68 fyrir fjölskyldu- menn. Ráðherra gat þess að lokum að allverulegur kostnaður fylgdi þessum breytingum, og væri gert ráð fyrir að hann næmi 54 milljónum króna, og skiptist hann þannig: Ríkis- sjóður 31,4 millj. kr., hinir tryggðu 10,7 millj. kr., sveitar- sjóðir 5,8 millj. kr., atvinnu- rekendur 6,2 mi'llj. kr. — Gild- istaka laganna væri miðuð við 1. janúár 1964. Að lokum gát ráðherra þess, að bótagreiðsl- ur almannatryggjnga næmu nú orðið 830 milljónum króna og með þeim breytingum, sem nú STÚLKUR ÓSKAST Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. Reykjavík, 14. marz 1963. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA. LÍFEYRISSJÓÐUR HÚSASMIÐA Umsóknir um fasteignalán úr lífeyrissjóðnum þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins fyrir 20. þ.m. 1 RAMTIDARSTARF ■■ SKRIFSTOFUMAÐUR Vér viljum ráða vanan skrifstofu mann, sem gæti annazt erlend við- skipti hjá oss. Málakunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Starfs mannahald S.Í.S., Sambandshúsinu. STAR F S MAN NAHALD á trygging- í rétta átt væri gert ráð fyrir yrði ís- lenzk tryggingalöggjöf á borð við það sem bezt þekkist ann- ars staðar Alfrsð Gíslasou (Alþýðu- bandalag) kvað ástæðu til þess að fagna því, að í frum- varpi þessu kæmu fram ýms- ar breytingar á trygginga- löggjöfinni, sem grejnilega væru til bóta. Hér væri m.a. farið inn á endurbætur, sem fluttar hefðu verið tillögur Um á þingi hin síðari ár og bæri að fagna því. — Um endur- skoðun laganna kvaðst Alfreð vilja segja það, að hann hefði talið heppilegra að um það hefði fjallað þingkjörin nefnd, þar sem fulltrúar allra flokka og sjónarmiða hefðu átt þess kost að koma skoðunum sínum á framfæri í stað þess, að stjórnskipuð nefnd hefði fengið málið til meðferðar og væri ekki með þessu verið að lasta starf þeirra sem að end- urskoðuninni unnu. enda væri það allt hið færasta i þessum málum. — Alfreð kvaðst ekki mundu ræða efnisatriði frum- varpsins að þessu sinni. Þó vildi hann sérstaklega fagna því, að teknar hefðu verið þar upp tillögur, sem hann og aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu barizt fyrir undanfarin ár, svo sem greiðsla fjölskvldu- bóta með öllum börnum, heim- ilishjálp fyrir aldrað fólk o. fl. En þó væru nokkur atriði frumvarpsins, sem vert væri að gera athugasemdir við þegar á þessu stigi. Það kæmi frajm að gert væri ráð fyrir að fjql- skyldubætur og barnalífeyvir lækkuðu í krónutölu frá því sem nú er. Væri það mjög miður farið. Þá væru niður felld mæðralaun með fyrsta barni og væri það stór galli á frumvarpinu Ekki væri gert ráð fyrir að taka upp sömu reglur um greiðslu örorkubóta til þeirra. sem verða fyrir ör- orku. vegna slysa eða sjúk- dóma, en eins og kunnugt er hefðu. þingmenn Alþýðubanda- lagsins flutt tillögur um að farið væri eftir sömu reglum varðandi báða aðila. Þó teldi hann það höfuðgalla frum- varpsins að ekki væri tekin upp verðtrygging bótagreiðslna í neinni mynd. Slíkt væri ekki einungis sanngirnismál gagn- vart bófaþegum, heldur einnig til hagræðis fyrir ríkisvaldjð og mundi koma í veg fyrir sí- edurteknar deilur um nauðsyn á hækkun bóta. — Loks bæri að harma, að ekki hefðu jafn- fram verið tekin til endurskoð- unar lögin um ríkisframfærslu sjúkra manna, en þau lög væru nú orðin úrelt með öllu. Ólafur Jóhannesson (F) lét i ljósi ánægju með frumvarpið og ýmsar breytingar sem í því fælust. Trygg- ingalöggjöfin væri orðin viðurkennd þjóðfélagslegt réttlæfismál og hefðu allir flokkar staðið að umbótum á þeirri löggjöf hin síðari ár. Það væri því óviðunandi þegar vissir flokkar væru að reyna að eigna sér heiðurinn af framgangi laganna. Ólafur kvað Framsóknarflokkinn mundu standa einhuga að þeim breytingum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Emil Jónsson, félagsmálaráð- herra, tók aftur til máls. Taldi hann, að ekki hefði náðst betri árangur í endurskoðun lag- anna. þótt um hefði fjallað þingkjörin nefnd. Ekki faldi ráðherrann nauðsyn á að verð- tryggja bótagreiðslur og hefði reynsla undanfarinna ára sýnt að hækkun bitanna héldist nokkumveginn i hendur við hækkað verðlag. Ekki væri heldur vert að gera neitt úr því að fjölskyldubætur og- bama- lífeyrir lækkaði. Þar væri að- eins um að ræða nokkrar krón- ur mánaðarlega og hefði það þótt þægilegra til þess að auð- velda útreikning þessara bóta. Um mæðralaunin væTi það að segja. að þau væru að vísu felld niður (með fyrsta bami) en tekin upp í annarri mynd. — Þá kvaðst ráðherrann við- urkenna að lögin um ríkis- framfærzlu væru orðin úrelt og þyrftu nauðsynlega endurskoð- unar við. en nefndin hefði ekki séð sér fært að vinna það verk jafnframt. 1 Að umræðum loknum var frumvarpinu vísað til annarrar umræðu og nefndar. Lyfsölulögin Framhald af 1. síðu. 1 því frumvarpi, semnúlælgi fyrir Alþingi, eru öll þessi at- riði felld niður, þótt að öðru leyti sé um nokkur nýmæli að ræða í frumvarpinu. En varð- andi framangreind atriði er frumvarpið eingöngu miðað við hagsmuni lyfsalanna, þar væri meira að segja svo langt geng- ið, að það væri tekið sérstak- lega fram að lyfsöluleyfi mætti einungis veita einstaklingum. Það væri því sízt að undra þótt lyfsalar væru ánægðir með frumvarp þetta. En svo virtist sem Alþýðuflokkurinn hefði nú með öllu yfirgefið þá fyrri stefnu sína sem miðaðist við það að gæta hagsmuna almenn- ings á þessu sviði og yrði stuðn- ingur þingmanna hans við um- rædd ákvæði frumvarpsins ekki skilinn öðruvísi. Þá væri í frumvarpi þessu kafli um hugsanlegar launa- deilur starfsmanna lyfjabúða og lyfsala og ætti sá kafli ekkert erindi inn í lyfsölulögin sem slík. — Sitthvað væri fleira í frumvarpinu sem betur mætti fara en Alfreð kvaðst ekki ræða frumvarpið frekar efnis- lega að sinni. Frumvarpinu var vísað til annarrar umræðu og nefndar að lokinni þessari umræðu. Þingfundir í gær Fundur var í gær í samein- uðu þingi, og var samþykkt að leyfa nokkrar fyrirspumir, sem fram hafa komið. Að þeim fundi loknum hófust fundir í báðum deildum. I efri deild urðu nokkrar um- ræður um frumvarp til lyfsölu- laga og einnig um frumvarpið um breytingar á almannatrygg- ingunum, en það var til 1. umr. Um önnur mál, sem fyrir lágu urðu ekki umræður. I neðri deild fylgdi Gylfi Þ. Gíslason úr hlaði frumvörpum um höfundarrétt og um vemd listflytjenda o.f.l. Var þeim fmmvörpum vísað til mennta- málanefndar og annarrar um- ræðu að lokinni framsöguræðu. Þá var til umræðu í deildinni frumvarp um aðstoð við kaup- staði og kauptún vegna landa- kaupa og frumvarp nokkurra Framsóknarmanna um jafnyægi í byggð landsins. Varð þeirri umræðu ekki lokið. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn -'r-.inri, aupiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Samvizku- vottur F'ins'töku sinnum kemur fyrir að örlar á ein- hverju sem líkist samvizkubiti í leiðurum Vísis, og er þá sem skjóti upp kollinum sú hug- mynd, að gaman væri fyrir þetta málgagn þeirra Birgis Kjarans og Gunnars Thoroddsens að 'taka rétt einu sinni íslenzka afs'töðu, en láta ekki bandarískan áróður með ívafi nazistískra áróð- ursaðferða ráða lögum og lofum í blaðinu. Þann- ig heitir hálfur leiðari í gær „íslenzkt sjón- varp“ og þar er setning, sem gæti verið þess háttar vottur af samvizkubiti og minnzt var á hér að framan: „Höfuðatriðið er að íslenzka sjónvarpið verði menningarsjónvarp en ekki afsiðunarsjónvarp.“ Það er hreint ekki laust við að þetta sé fallega sagt. P'f til vill hvarflar það þó að höfundi þessarar ^ viðkannanlegu sefningar, að til er nú þegar sjónvarp á íslandi, erlent hermannasjónvarp, og það bandarískt. En sjálfir eiga Bandaríkja- menn sem kunnugt er í miklu stríði með sjón- varpið þar vestra, og hika ekki við að stimpla mikið af því sem sjónvarpsstöðvarnar velta yf- ir fólkið sem lélegf, spillandi og afsiðandi. Og sjálfsagt er það ekki ofmælt að kalla banda- ríska hermannasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli afsiðunarsjónvarp, eftir því meginefni sem það flytur. Nú er það svo, að það eru húsbændur Vísis sem hafa kallað yfir íslendinga þetta bandaríska hermannasjónvarp, í óþökk fles’tra íslendinga og í algjöru trássi við íslenzk lög. Gildir það ekki einungis um sjónvarpið heldur líka allan ú't'varpsrekstur á Keflavíkurflugvelli. Og eitt íslenzkt blað hefur lagzt hundflatt frammi fyrir þessu afsiðunarsjónvarpi Banda- ríkjahersins, og ekki hikað við að leggja aðal- fréttasíður sínar hvað eftir annað í hinn lítil- mótlegasta áróður fyrir því að þetta afsiðunar- sjónvarp komist inn á sem flest heimili ís- lendinga. Þeíta blað er Vísir, sem reynir nú af alefli að ávinna sér viðurkenningu sem skrið- liprasta málgagn bandaríska áróðursins á ís- landi. 4 llir íslendingar munu sammála um, að sjón- varp verða íslendingar að eignast fyrr eða síð- ar. En sjónvarp sem ætti að ná íil allra íslend- inga er mikið fyrirtæki og ekki auðhlaupið að koma því upp eða reka það, þó að sjálfsögðu verði að stefna að því. Og engin ásfæða er til að ætla að íslendingar hafi þangað íil þolin- mæði til að láta afsiðunarsjónvarp bandaríska hersins velta yfir íslendinga, enda sjálfsagt holl- ara að bíða eftir íslenzku sjónvarpi sem íslenzk- ir menn ráða yfir og ættu að geta gert að „menn- ingarsjónvarpi“. Sjónvarpið sem Vísir hefur lagzt hundflatur undir, æfti ekki að verða langlíft í landinu ’fremur en herinn sem hefur troðið því hér inn fyrir vikalipurð íslenzkra herstöðvapóli- tíkusa, en í óþökk flestra íslendinga. ; t * 4 % I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.