Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 8
jg SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. marz 1963 GWEN BRISTOW: F Un huero — ófrjóvgað egg. Cali- fomíubúar nota það heiti um alla sem eru með ljóst hár og blá augu. Nikolai var mjög glaður þegar hann sá þig, vegna þess að þú ert sjaldgæft fyrir- brigði eins og hann. — Já, þetta skil ég, sagði Flor- inda. Hún brosti glaðlega til hans: — Þú starir líka á mig, Fagri. Okkur á eftir að koma vel saman af því að við emm egg. — Mér líkar það vel, sagði Fagri risinn blíðlega. — Þú ert þreytt. — Auðvitað, sagði Florinda. Hefurðu nokkum tíma farið um eyðimörkina? — Ég enginn hetja, sagði hann. Ég latur maður, hef aldrei kom- ið austur fyrir Cajon-skarðið, langar ekki til þess heldur. — Þú ert skynsamur náungi. sagði Florinda. Risinn sagði við John: — Get- um við verið með þessum stúlk- um fram að kvöldmatnum, John? — Ef þær hafa ekkert á móti því. — Auðvitað ekki, sagði Garn- et. — Fáið ykkur sæti báðir tveir.. Karlmennirnir settust í þurrt grasið. Risinn tók höndunum um hnén og leit upp til Gametar og Florindu. — Enskan mín ekki góð, sagði hann afsakandi. — Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ismegjn Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrfistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegí 11, sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegj 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Fyrirgefið að ég tala ekki rétt. Ég læri betur. John gaf mér bók. Ég les bók í allan vetur. — Hvers konar bók? spurði Garnet. Risinn leit á John: — Þú seg- ir henni það. John. Ég veit ekki hvemig. — Það er ljóðasafn, sagði John. — Það var eina bókin sem ég fann. Það er ekki svo mikið um bækur í Califomíu. — Þakk fyrir, sagði risinn. Hann brosti feimnislega til Gam- etar og Florindu. — Mig langar tala meira við ykkur ef ég má? Þið kennið mér tala betur. — Auðvitað, sagði Gamet. — En þér talið ágætlega nú þegar. Hve lengi hafið þér talað ensku? — Ég hafði — hvað heitir það, John? Þegar ég var lítill dreng- ur? — Heimiiiskennara. — Það er rétt. Heimiliskenn- ara sem talaði ensku. En ég var þá mjög lítill. Ég gleymdi ensku. í Ross virkinu tölum við rúss- nesku. Við lærðum líka taia spænsku, því að við keyptum mat frá ranchos. En ég tala ekki neitt ensku fyrr en ég hitti John og hann kenndi mér aftur. — Áttirðu lengi heima í Ross virkinu? spurði Florinda. — Já. Pabbi minn, hann var, í hernum. Her sarsjns. Þegar óg var lítill drengur, átta ára, þá sendi sarinn . lítinn her.. til að passa skinnastöðvar í Ameríku. Þær eru margar. Frá Ross virki í Californíu og til Alaska. Mamma mín var dáin og pabbi minn fór með mig til Ameríku. — Og varð faðir þinn hér um kyrrt? spurði hún. — Nei, pabbi minn, hann dó líka. Þegar við vomm í Ross virki varð hann mikið veikur. Skipið varð að fara til Rúss- lands án hans. Og þegar skipið var farið, þá dó pabbi minn. Og ég varð kyrr í Ross virki. Ég vann með mönnunum. Við veidd- um sel og otur og ræktuðum jörðina til að fá mat handa rússum í Alaska. — En komu ekki fleiri skip frá Rússlandi? — Jú, skip koma þriðja eða fjórða hvert ár að sækja skinn. En þeir vildu ekki taka með lítinn dreng. Og þegar ég var fullorðinn, af hverju ætti ég þá að fara? Ég var ánægður i Ross virki. — Og hvenær fluttirðu svo hingað? spurði Florinda. Hann brosti til hennar. -■— Við vomm of duglegir. Skinnin minnkuðu. Fólkið vildi fara frá Ross virki og til stöðvanna fyr- ir norðan. Það var meira skinn. Allt var selt manni frá Sviss. Hann hét Sutter. Hann á Sutter virki við amerísku ána. Veiði- menn okkar fóru til Alaska en ég vildi ekki fara til Alaska. Mér líkar vél í Califomíu. Og svo fór ég til Los Angeles og ég var skírður aftur og þeir létu mig hafa rancho. Ég átti naut- gripi. Fólk hló að mér. Kanar segja ég sé villimaður og cali- fomios segja ég er ófrjóvgað egg. Og einn daginn fór ég með húðimar mínar til Abbotts í Los Angeles og sá sem staflaði húð- unum var John. Ég hjálpaði hon- um að stafla. John kallaði mig ekki villimann eða ófrjóvgað egg. John var óvenjulegur mað- ; ur. Við urðum vinir. — Ég var nýkominn hingað, sagði John, — og ég var í örg- ustu vandræðum með spænsk- una. Nikolai talaði spænsku eins og innfæddur og við urðum sam- mála um að hann kenndi mér spænsku og ég kenndi honum ensku. Það er allt og sumt. Hann talaði í léttum rómi. En fallegi risinn horfði ástúðlega á hann og Gamet fann að með þeim var djúp vinátta. Það virt- ist næstum undarlegt að John skyldi eiga reglulegan vin. Ris- inn hafði sagt að hann væri óvenjulegur maður. Hann var alinn upp hjá hálfsiðuðum veiði- mönnum frá Sfberiu og hafði verið feiminn við dökku, stoltu landeigenduma. En John hafði ekki gert gys að honum. Hún óskaði þess með sjálfri sér, að Oliver hefði ekki kallað hann villimann. John hélt áfram: — Því miður hefur Nikolai ekki gefizt mörg tækifæri til að æfa þetta nýja tungumál á sama hátt og ég æfði mitt. Ég neyð- ist til að tala spænsku á hverj- um degi við það fólk sem ég hitti, en hann getur ekki talað ensku nema við bandarikjamenn- ina. — En ég læri, sagði fallegi risinn alvarlegur í bragði. — Ég hrifinn af könum. Þjónustustúlka gekk að eiki- tré skammt frá þeim og sló í bjöllu sem hékk í einni af grein- unum. Þegar hljóðið barst út um ranchóið, hrópuðu karlmenn- imir upp yfir sig og John og risinn stóðu á fætur. — Kvöldmatur, sagði risinn. í hrifningu sinni lagði hann báða hrammana um mittið á Gamet og lyfti henní eins og brúðu hátt í loft upp. Hún hrópaði upp yfir sig í skelfingu. — Vertu stilltur, Nikolai, sagði John en hann var hlæjandi, og þegar Nikolai setti Gametu niður, sá hún að Oliver kom í áttina til þeirra og hann var hlæjandi líka. Meðan Gam- et tók andköf, ávarpaði Oliver Nikolai á spænsku. Hann hló og svaraði honum einhverju. Oliver tók undir hand- legginn á Gametu og þegar þau gengu í áttina að matborðunum, spurði hún: — Lætur hann oft svona? — Hafðu ekki áhyggjur af honum, sagði Oliver. — Hann er meinlaus eins og bam. Og meðal annarra orða, vertu ekki hrædd þegar þú sérð hann borða. Borðum var slegið upp utan dyra og beggja megin við þau voru baklausir bekkir. Karl- mennimir hoppuðu yfir bekkina tjl að fjnna sér sæti. Þau snæddu nautakjöt og baunir og þrúgur og olífur og appelsínur. Þau borðuðu egg, tortillur, þykkar brúnar brauð- sneiðar, skrýtna en Ijúffenga rétti úr maísmjöli með pipar og lauk. Þau drukku súkkulaði úr þykkum bollum eða rautt eða hvítt vín úr flöskum eða hið sterka mexíkanska aguardiente. Kjötið var seigt, því ■ að naut- gripirnir í hlíðunum gengu alveg sjálfala. Enginn skipti sér af þeim nema einu sinni á ári þeg- ar þeim var smalað saman. En kjötið var gott. Borðbúnaðurinn var úr litsterkum leir. Hnífamir voru úr málmi en gafflar og skeiðar úr homi. Þau voru því mjög létt, en ekki vandmeðfar- in. í fyrstu mataðist Garnet af svo mikilli lyst, að hún tók ekki eftir neinu í krjngum sig. En eftir stundarkorn fór hún að borða hægar og þá sá hún að risjnn sat beint á móti hennj við borðið. Oljver hafðj reynd- ar aðvarað hana, en þó starði hún agndofa á hann. Hann hafði tekið ofan hanzk- ana og brett upp bláu silkilín- ingarnar. Um hálsinn hafði hann bundið stóran, hvítan klút. i hendinni hélt hann á þykku kjötstykki, sem hann beit í með tönnunum. Með þessu borðaði hann stykkj af brúnu brauði og drakk flösku af rauð- víni. Síðan tók hann steiktan kjúkling. Fyrst braut hann af vængi og fætur og borðaði. síð- an tók hann kroppinn milli handanna og nagaði kjötið af. Með kjúklingnum borðaði hann baunir úr skál og maísbúðing, þá notaðj hann skeiðina. sem Hún sneri sér frá mér, skrúf- aði frá krana og þvoði sér um hendurnar. Hvað 'átti það að þýða? Varla var hún óhrejn eftir samkvæmið. Hún þurrkaði sér ótrúlega vandlega á eldhús- handklæðinu. Svo leit hún á mig. 'Nú hafði hún nokkurn veg- inn vald yfir röddinni: ,,Hvað er að sjá þig? Gaztu ekki farið í náttfötin þín? Það tíðkast hvergi nema á bíó, að húsbónd- inn vaði um íbúðina á nærbux- unum. Fékkstu þér nokkra hressingu? Hún tók innkaupatöskuna sina upp af gólfinu, opnaði hana, náði í saumadótið og gekk frá því inni í kommóðuskúffu. En ég laumaðist til að leita mér að hreinni skyrtu og skárri buxum. Ég hef nefnilega þann veikleika að halda mér til fyrir konunni minni, þegar ég er heima. En andlitið, sem ég sá í speglinum, var náttúrlega ekki laglegt. Ég heyrði brothljóð um leið og ég kom fram í eldhús- ið. „Bara vatnsglas," sagði hún. ,,Ja, þvílíkt, ég er þó ekki vön að brjóta.“ Hún hafði gert fleira en að brjóta þessa stund sem ég var innl. Eldhúsborðið var hlaðið krásum. Mjólk, brauð, smjör og allt, sem verið hafði í ísskápn- um til bragðbætis, var komið á borðið. Og suðuhljóð heyrðist í katlinum. Við settumst. Bæði svöng. Ég leit á eldhúsklukkuna. Hún var að ganga fjögur. Konan horfði á mig og dró andann djúpt: „Þessu gleymi ég aldrei. Ég kom inn í eldhúsið og kveikti. Ætl- Andrés fliskar ekki baun. En hvað segirðu um þcssa stærð? SKOTTA Þú nærð af þér skegginu, pabbi. Þetta er einmitt sama rakvélin og mamma notar tiil þess að skerpa blýantana með. aði svo rakleitt inn í herbergið. Þá heyri ég, að einhver er inni. Heyrði greinileg'an andardrátt! Þú úti á sjó! Innbrotsþjófar leggjast ekki út af 0g sofna.“ „Og stóðstu svo þarna á þriðja klukkutíma?“ „Já, reyndar stóð ég. Ég veit ekki hvers vegna. En loksins hafði ég rænu á að draga stól- inn undan borðinu og setjast. Hefðirðu ekki lifið svona út. Það er óskaplegt að sjá þig, Friðþjófur minn. Finnurðu ekk- ert til? Enn þorði ég ekki að spyrja hana nánar. hvað valdið hefði þessari einhæfu lestrarástríðu. „Hvernig líður Ljúfu?“ spurði ég. Sæbjörg brosti: „Hún er alveg þjáningalaus, og fóturinn verð- ur víst alveg góður. Ef við eig- um eftir að eignast dreng, skul- um við láta hann heita Snorra. Ertu ekki með því?“ „Jú, elskan mín. Það ákveðum við hér með.“ Sæbjörg'‘ hélt áfram: „Mig hefur stundum dreymt, að hún gæti hlaupið um allt. Ég er varia farin að átta' mig á þvf, að ég fái bráðum að sjá það í vöku. En, heyrðu. þurftu þeir endilega að setja þessa rauðu bauga um augun á þér? Fyrr má nú vera. að mennskur mað- ur líkisf foryn’ju!“ Hún stóð á fætur. Og meðan hún bjó til kaffið, spurði hún greinilega um meiðsli mín, setf- ist svo hjá mér aftur. Heldur var hún framlág eftir' vöku og hræðslu, en að öðru leyti sjálfri sér H'k í umhyggju sinni fyrjr mér og barninu. Að lokum á- ræddi ég að spyrja. , (Náðugi lesandi, nú heldur þú, að sagan sé að lognast út af. Onei. það versta er eft- ir). Ég spurði: „Hvar urðu þess- ar bðkmenntir á vegi þínum?“ „Hvernig þú spyrð! Alls stað- ar! Sumt fékk ég á safninu." „Þarf að keppast svona við að lesa bækur. sem eru alls sfaðar til?“ „Þarf! Ég var alein heima og hafði góðan tíma.“ „A'llavega bækur eru nú til.“ „Það fer, held ég, að verða of mikið sagt að allavega bæk- ur komi út. Sögur eru að verða hver annarri líkar. Og fólk vill hafa þær þannig, að það viti strax, hvernig þeim lýkur. Þær bækur, sem ekki eru um ber- rassað fólk, eru um vofur“. „Ekki þó sögurnar þínar. Seg- ir þú ekki. að þær séu um rang- lætið. Þig er alltaf að droyma um að útrýma einhverju rang- læti.“ Sæbjörg stundi við: „Hvernig hefur þeim líka farnazt. sögun- um mínum. Sú fyrri gerðist á hundrað árum. Þeim líkaði það illa. Þeir sögðu. að það dragi úr allri spennu að teygja sögu yfír heilg öld, fólk heimtaði meiri spennu. Þeir sögðu líka, að ekki hefði lifið verið svona dapurlegt — nei, „trist“ sögðu þeir og eitthvað fleira á út- lenzku. Ég sagði. að öldin hefði veríð mörgum dálítið erfið. Þeir sögðu, að það mætti liggja á mj.lli hluta, en bentu rnér á tvo merkismenn, sem ég gætj samið sögu um, fyrst ég væri gefin fyrir gamlar sagnir. Þeir full- yrtu, að kvenhylli þessara manna hefði fyllilega staðið á sporði því, sem vinsælast er í æviminningum nútímamanna. Þetta efni sögðu þeir, að al- menningi væri alltaf jafn kær- komið. á hver'ju sem ylli utan lands og innan.“ „En þú fórst þínu fram.“ „Ójá. Og ekki blés byrlegar í seinna skiptið. Þá lét ég sög- una gerast nú á tímum, og alla á einni nóttu. Ég lét suma vera öndvegismenn og launaði þeim með ást og tryggð góðra kvenna. Lesendur eru hrifnir af slíku, því að þeim finnst þeir þá vera að lesa um sjálfa sig. Suma hafði ég þrjóta, og þeir féllu á sínu eigin bragði. Þá verður lesandanum hugsað til nágrann- anna. Þetta fólk lét ég leiða saman hesta sína og drekka þrisvar kaffi á nokkrum klukku- tímum. En ekkert dugði. Enginn vildi gefa þetta út. Þeir sögðu bara, að ég ætti að venja mig af því að hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Ég greip fram í og sagði, að sagan væri alveg laus við kommúnisma. En þeir sögðust bara ekki vilja neinar skoðanir.“ „Þetta höfum við o'ft talað um, eins og þú veizt,“ sagði ég. „Og ég hef alltaf verið þér sammála. En, hvað kemur þetta vofum við? Þú ætlar þö ekki að fara að segja hinduTvitnasögur?“ „Sögur? Nei, ekki sögur fyrst um sinn. Ég ætla að semja nokk- urs konar doktorsritgerð um vofubækumar. Og hún á að vera metsölubók.“ „Ætli þeir kunni nú ekki bet- ur við, að sérfróðir menn fjalli um annað eins og þetta.“ „Nei, það kunna þeir einmitt alls ekki við. Þeir styrkja mfenn hópum saman til að læra bók- menntir. En það eru aðrir, sem semja bókmenntasögur og dæma skáldskap. Ég veit. hvað ég syng.“ „Jæja, þá. En ætlarðu að vera með eða móti draugatrú?“ „Hvemig spyrðu? Það hefur enginn neitt upp úr þvi að vera á móti henni. Ég ætla að vera svo rækilega með hennj, að ég stórgræði og geti gefið sögurn- ar mínar út á eigin kostnað.” „Ætlarðu að vera dulræn sjálf?“ „Nei, það held ég ekki. Þess er ekki krafizt. Ég ætla bara að trúa öðrum.“ „Ég er hræddur um að það sé ekkert grín, Sæbjörg mín, að þú trúir hinu og þessu. Þú sazt þarna i eldhúsinu fram á miðja nótt. vegna þess. að þú hélzt. að afturganga væri í svefnherberg!nu.“ „Þú mátt hlæja. Hvað átti ég að halda? Ég heyrði andað. Hver átti að anda inni í auðri íbúðinni? Ég ættj annars að segja frá þessari „reynslu". en sleppa þvi. að þú komst þarna ljóslifandi." Ég varð hinn versti: ,,Þú læt- ur það ógert að fara að ganga ljúgandi.“ „Þá það,“ sagði konan dauð- y.yfjuð. — Framhald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.