Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1963, Blaðsíða 10
Herskip USA eita sovézka togarann enn MOSKVC 14/3 Skipstjórinn 1 á sovézka togaranum sem banda- rísk hcrskip skutu á síðastliðiim föstudag kvartaði í dag yfir því að Bandaríkjamcnn eltu skip sitt cnn. 1 viðtali við sovézka blaðið Isvestia segir skipstjórinn að hann hafi flutt skipið á annað svæði eftir að skotið hafi verið á það rúmlega 70 sjómílur úti fyr- ir strönd Virginiu. Skipstjórinn segir að banda- risku herskipin hafi siglt að tog- aranum með gínandi fallbyssu- hlaup. Fyrsta skotið hafnaði um 130 metra frá togaranum en skömmu síðar lenti skot að- eins í 50 metra fjarlægð. í gær mótmæltu Sovétríkin skothríð þessari en bandaríska utanríkisráðuneytið hefur vísað mótmælunum á bug og fullyrðir að árásin hafi aldrei átt sér stað. Sjémaður bráð- kvaddur í réðri Akranesi í gær — Laust fyrir kl. 11 í morgun varð Brynjólfur Hannibalsson, háseti á Sigrúnu AK 71, bráðkvaddur í róðri. Brynjóifur heitinn var búsettur hér á Akranesi. Þetta er í fjórða sinn á tæpu ári að sjómaður verður bráð- kvaddur um borð í bát héðan frá Akranesi. Kínversk-sovézk bréfaskipti birt PEKING 14/3. í dag birtu kín- versk blöð bréf þau sem farjð hafa á milli kommúnistaflokk- anna í Sovétríkjunum og Kína um deiilumál flokkanna. Enn- fremur birtu þau boð Kínverja til Krústjoffs forsætisráðherra um að koma til Peking og ræða við kínverska fulltrúa um deilu- málin. Blöðin birtu bréfin í heild. Vakti þetta mikla at- hygli og voru biðraðir frammi fyrir blaðasölustöðum í Peking j í dag ÆFR Farið verður í skíðaskáiann á j morgun, laugardag. S já nánar á 7. síðu. AifreB og J Sveini var \ sparkað Vísir birti i gær frm_ boðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi við alþingiskosningarnar í sumar. Eru fimm efstu sæti hans þannig skipuð: 1. Ólafur Thors forsætis- ráðherra. 2. Matthías Mathiesen al- þingismaður 3. Sverrir Júlíusson út- gerðarmaður 4. Axel Jónsson fulltrúi 5. Oddur Andrésson bóndi. I Miklar breytingar hafa verið gerðar á listanum frá | síðustu kosningum. Al- freð Gíslasyni bæjarfógeta hefur verið sparkað úr 3. sæti listans niður í það neðsta og Sveinn Einai-s. son verkf ræðin gur hefur orðið að þoka úr 4. sæti fyrir Axel Jónssyni. Loks er þess að gcta, að Oddur Andrésson kemur í stað sr. Bjarna Sigurðssonar á Mosfelli. Munu tvær fyrr- nefndu breytingarnar liafa kostað mikil og langvar- andi innbyrðis átök meðal flokksforkólfanna í kjör- dæminu. Sprenging á verk- stæði í Firðinum firði. Flís hafði gengið inn i brjóstholið og marðist hann enn- fremur nokkuð. Vinnufélagar hans sluppu við meiðsli og má það furðulegt teljast. Við loft- þrýstinginn brotnuðu allar rúður í salnum, 25 að tölu og skúffa í borði Jónasar splundraðist í agnir. Verkfæri og aðrir hlutir færðust úr stað og allstór jám- plata þeyttist upp í loftið. Menn frá öryggiseftirl. ríkisins og Rafveitu Hafnarfjarðar vinna sem stendur að rannsókn málsins og er orsök sprengingarinnar ó- kunn ennþá. ÞESSAR MYNDIR eru teknar^ á verkstæði Flugfélags Islands í gær er verið var að setja snjóskíði á eina af flugvélum þess, Gljáfaxa, en í dag fer hún til Mcistaravíkur á Græn- Þegar kvikmyndahúsgestir gengu út af kvöldsýningu í fyrra- kvöld í Hafnarfirði og spígspor- uðu í góða veðrinu á Strand- götunni, þá heyrðist allt í einn ógurieg sprenging og nötraði allt og skalf í miðbænum. 1 ljós kom, að þessi sprenging átti sér stað á verkstæði Rafveitu Hafnar- fjarðar við Hverfisgötu. Fjórir menn voru að vinna í vinnusalnum og hlaut einn þeirra nokkur meiðsli og var þegar fluttur á Slysavarðstofuna í Rvík. Maðurinn heitir Jónas Guð- laugsson, Austurgötu 28, Hafnar- Endurmat á kaupi kvenna nauðsynl. Á fjölmennum aðalfundi Kven- réttindafélags Islands sem hald- inn var 26. febrúar sl. var eft- irfarandi ályktun samþykkt ein- róma: „Aðalfundur Kvenréttindafé- lags Islands, haldinn 26. febrú- ar 1963, ítrekar fyrri ályktanir varðandi nauðsyn þess að end- urmeta þurfi til launa ýmis störf kvenna í þjónustu .ríkisins, svo sem störf hjúkrunarkvenna, ljósmæðra, talsímakvenna vélrit- ritara o.fl. Störf þessi voru metin til launa og sett á launalög með hliðsjón af því, að það voru „kvennastörf“. Þótt lagalegt jafnrétti hafi karla og kvenna hafi kom- ist á síðan, hafa störfin ekki verið endurmetin með tilliti til þess. Kvenréttindifélag Islands skor- ar á kjararáö, samninganefnd ríkisstjómarinnar, kjaradóm og alla, sem nú fara með samn- inga um laun opinberra starfs- manna, að endurskoða mat á þessum störfum með tilliti til Framhald á 2. síðu. Gljáfaxi á snjóskíðum og Arósum Guðmundur Guðjónsson mun syngja eitt af aðalhlutverkun- um í óperunni II Trovatore eft- ir Verdi sem sýnd verður í Þjóð- leikhúsinu í vor. Og er hann nýkominn hcim frá Danmörku, var í Árósum og söng fynir Jóta hlutverk Pinkertons í óperu Puccini Madamc Butterfly. Við spurðum hvort ekki væri leiðinlegt að syngja í þessari óperu. Guðmundur lét það allt vera, að vísu væri Pinkerton þessi mesta varmenn og skúrkur eins og menn vita en hlutverkið lægi vel og skemmtilega fyrir háum tenór. Ég hafði sungið áður fyrir þá í Árósum, sagði Guðmundur. I fyrra hafði ég styrk til söng- náms í Þýzkalandi og heyrði einn danskur frömuður til mín hjá kennara mínum og eftir skamma stund hafði ég fengið tilboð um að koma til Árósa að syngja í La Traviata. Það gekk furðuvel. Og svo er ég fyrir skömmu að syngja vestur á Stykkishólmi, þá hringir kon- an og segir að það hafi verið hringt frá Kaupmannahöfn og ég beðinn að koma aftur til Árósa. Ég fór í snatri og að tólf dögum liðnum var ég kom- inn upp á svið — það gekk — Það er ekki auðvelt að svara því — ég veit að ég var ör- uggari, ekki feiminn lengur. Öperumenn voru ánægðir, þeir sögðu að minnsta kosti að ég myndi heyra frá þeim síðar, það mætti ég bóka. (Gagnrýnendur hafa verið á- nægðir: Politiken segir t.d. að rödd Guðmundar búi yfir ör- yggi, fylli, hann sé lýriskur ten- órsöngvari með ómótmælanlegum hæfileikum. Bæði Berlings Tid- ende og Arhus Stiftstidende tala um framfarir Guðmundar síðan hann söng í La Traviata). Það er auðvitað skemmtilegt að fá góða dóma, segir Guð- mundur, en það getur í raun og veru verið alveg eins erfitt og að fá slæma. Annars hefðu blaðadömar sjálfsagt miklu meiri áhrif á mig ef ég liti á mig sem atvinnusöngvara. Það er að sumu leyti betra að vera orðinn þetta roskinn. Maður verður þá ekki fyrir eins miklum vonbrigðum þótt eitt- hvað mistakist. Þetta söngtímabil hefur verið mjög skemmtilegt og auðvitað mun ég halda áfram að syngja eins lengi og unnt verður, en ég hef staðið við hefilbekkinn í 24 ár og mun að sjálfsögðu snúa þangað aftur, ég hef alltaf landi í fyrstu skíðaflugfei’ð sína. EINS OG ÁÐUR hefur vcirð sagt í fréttum samdi Flugfélagið við Konunglegu Grænlands- vcrzlunina um að félagið taki að sér flutningá til einangraðra staða á austurströnd Grænlands með flugvél búinni skíðum. Voru í þessu skyni pöntuð skíði undir Gljáfaxa frá Banda- ríkjunum og eru þau húðuð að neðan með plasti til þess að koma í veg fyrir að vélin frjósi föst ef hún stendur á snjó eða ís en sjálf eru skíð- in úr aluminium og vega með öllum útbúnaði 522 kg. FLUGSTJÓRI verður Jóhanncs Snorrason og sagði hann við fréttamenn Þjóðviljans í gær að í fyrstu ferðinni yrði farið til Meistaravíkur og síðan til Danaborgar og Danmerkurhafn- ar sem er á 77 gráðu norður breiddar. Hefur verið gcngið frá samningum um þrjár ferð- ir héðan til Grænlands og verð- ur alls flogið þar til 7—8 staða. Á EFRI MYNDINNI sést annað skíðið þegar það cr n.iðri en á neðri myndinni hefur því verið lyft upp undir skrokk vélar- innar með vökvalyftu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Ýsuafli í þorskanót Akrancsii í gær — Þrír bátar frá Akranesi stunda veiðar með þorskanót. í gær fengu þeir samtals um 80 lestir og var all- ur aflinn ýsa. Aflinn skiptist þannig milli báta: Höfrungur II. 40 lestir, Har- aldur 20 lestir Skímir 20 lestir Höfrungur II. fékk afla s!>- í 6 köstum á svnefndum Kt vogi fyrir sunnan Stafnes. alveg furðulega vel að læra hlut- verkið. Alls var ég þama fimm ^kur. I — Og hvernig gekk? gert ráð fyrir þvi. Þetta hljómar allt dálítið einkennilega: 24 ár við hefilbekk og svo hlutverk Framhald á 2. síðu. Guðmundur Guðjónsson söng í Árósum aðaltenórhlutverkið f Madame Butterfly cftir Puccini, og hlaut mjög Iofsamlega dóma í dönskum blöðum. Hinu vanþakkláta hlutverki amcríska sjóliðs- foringjans geröi Islendingurinn ágæt skil, segir í einu blaðanna. Hér sést Guðmundur í hlutverki sínu ásamt ítölsku söngkonunnj Mariu Iottini sem fór með hlutverk Cho-Cho-san. i «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.