Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 6
w ▼ g SÍÐA HÓÐVILIINN Sunnudagur 17. marz 1963 í skýrslu þeirri sem Kennedy forseti gaf Bandaríkjaþingi og sagt er frá á síðunni var þess getið að 32 milljónir Bandaríkja- manna byggju við örbirgð. — Hugsa sér, það eru hvorki meira né minna en 32 milljónir hér í landinu, sem lifa í sárustu neyð. — Já, en kæri vinur, þá erum við líka milljónerar á því sviöi. Bandaríkin ar ráðstafanir séu gerðar til ið þjálfa og mennta unga fólkið. A tvinnuleysið hr sívaxandi Verkamálaráðuneyti Bandarikjanna birli í síðustu viku skýrslu um fjölda atvinnuleysingja í febrúarmán- uði og reyndist hann vera 6,1 prósent af vinnufærum og vinnufúsum mönnum eða meiri en hann hefur verið 80.000 Vinnupláss á viku Verkalýðshreyfingin í Banda- ríkjunum hefur miklar áhyggj- ur út af þeirri þróun sem virö- ist fyrirsjáanleg, nema eitthvað sé að gert, og miðar nú alla baráttu sína við að tryggja at- vinnumöguleikana. Hætt er þó við að sú barátta muni bera harla lítinn árangur. George Meany, forseti alþýðusambands- ins AFL-CIO, sagði nýlega, að aðeins til að halda í horfinu og koma í veg íyrir að atvinnu- leysið vkist enn þyrfti að út- vega 80.000 mönnum ný vinnu- pláss á hverri viku næstu árin Engar líkur enj á því að það takist. eins og nú horfir í efna- hagsmáium Bandaríkjanna. undanfarna fimmtán mánuði. <$>- Fjölmennri vísindaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lokið „Vandamál eru einungis lausnir, sem horft er á af röng- um sjónarhóli“. Með þessum bjartsýnisorðum forsetans, M S. Tackers prófessors, lauk hinni miklu ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Genf um nýt- ingu vísinda og tækni í þróun arlöndunum. Margir ræðumanna lögðu á- herzlu á, að útrýming eymdar og skorts í heiminum ylti, þeg- ar allt kæmi til alls, á mann- legum úrræðum, á skynsemd og hugkvæmni mannanna. Að- alritari ráðstefnunnar. Carlcs Chagas próf., dró fram ejna af meginniðurstöðum ráðstefnunn- ar, sem var í því fólgin að <j>. brýnasta verkefni viðleitninnar í þróunarlöndunum væri að rækta hina mannlegu þætti þróunarinnar. Prófessor Thack- er lagði til að scttur yrði á fót nýr Alþjóðabanki, banki sem ráði yfir mennskum höfuðstó’i vísindamönnum og tæknjfræð- ingum, sem veitt gætu mann- kyninu kost á reynslu sinni og þekkingu. Hann dró upp mynd af því, hvernig vísindamenn fyiktu sér saman í sjálfboða- sveitir til að starfa i þróunar- löndunum. Ráðstefnunni lauk 20. febrú- ar og hafði þá staðið yfir síð- an 4. febrúar. Um það bil 1600 vísindamenn, hagfræðingar. stjórnmálamenn og embættis- menn frá 96 löndum tóku þátt í þessu móti, sem var hið fyrsm sinnar tegundar. Meöal þátttak- enda voru þrír Nóbeisverð- launahafar, allmargir ráðherrar og framkvæmdast.iórar fimm sérstofnana Sameinuðu þjóð- anna. Ráöstefnan ræddi hvern!g vísinda- og tækniframfarir hinna þróuðu landa gætu flýtt fyrir efnahagsþróun landa sem enn eru skammt á veg kprrjin. Spurningin var hvernig hægt væri að samræma viðleitnina i þessum tveim ólíku heimum. hvernig hægt væri að bæta samstarfið um þetta verkefni. og hvernig fljótlegast væri að brúa bilið milli raunverulegrar hagnýtingar vísindanna í iðnað- arlöndunum og mögulegrar hag- nýtingar þeirra í þróunarlönd- unum. 1800 ritgerðir frá vísinda- mönnum og sérfræðingum hvað- anæva úr heiminum voru lajð- ar til grundvallar umræðunum. Efnisvalið náði allt frá fræðslu- málum til úrræða í baráttunni gegn illgresi, frá andlegum við- horfum borgarbúa til vaxtar- kerfis enfahagslegrar útþenslu, frá merkjaútbúnaði til jarð- efnafræði og ljósmyndatækni við fornleifarannsóknir. Ritgerðimar, sem ræddar voru á ráðstefnunni, verða prentaðar á mörgum tungum og þeim dreift til þeirra, sem á- huga hafa. 1 þeim er að finna bæði raunhæfar tillögur og verðmætt hráefni handa þeim sem vinna vilja úr því. Jafn- framt verður gefinn út úrdrátt- ur úr ritgerðunum i 6-7 bind- um. Munu þau verða hrein gull- náma fyrir þróunarlöndin. (Frá S.Þ.). Kvikmyndin um Kieópötru kostaði 1550 milljónir Nú fer Ioksins að sjá fyrir endann á töku kvikmyndarinn- ar um Klópötru mcð Elisabcth Taylor í titilhlutverkinu og hcfur verið skýrt frá því að gerð myndarinnar hafi samtals kóstað 1.550 milljónir króna, og cr þannig langdýrasta kvik- mynd sein nokkru sinni hcfur verið gerð. Kvikmyndafélagið 20th Cen- tury Fox verður að fá a.m.K. 2.600 milljónir króna inn fyrir myndina til þess að tapa ekki á töku hennar, en forstjóri fé- lagsins Daryl F. Zanuck. gerir sér vonir um að tekjurnar af myndinni muni verða yfir 4.000 milljónir króna um allan heim. Kvikmyndin, verður frumsýnd á Broadway 12. juní og kvik- myndafélagið hefur þegar tryggt sér uppundir 1.000 milljónir króna fyrir sýningarréttinn i kvikmyndahúsum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig hefur eitt kvikmyndahús í Houston í Texas ábyrgzt félaginu 15 milljónir króna, en þetta sama kvikmyndahús ábyrgðist á sín- um tíma að selja aðgang að Ben Húr fyrir 12 milljónir króna — og stóð við það. — Ódýrustu miðarnir í Banda- ríkjunum munu kosta 150 kr. ★ Það er til dæmis u n hinn óhemjulega kostnað sem lagð- ur hefur verið í töku „Kleó- pötru", að taka allra þeirra fjórtán kvikmynda sem Fox- félagið ætlar að gera á þessu ári mun ekki verða miklu dýr- ari en taka hennar einnar. Þær munu samtals kosta 2.100 millj- ónir dollara. Sumir hagfræðingar. segir vikublaðið Timc kenna veðrinu um, en veturinn hefur verið ó- venju harður í Bandaríkjunum. en þeir eru þó fleiri sem telja orsökina djúpstæðari. Verka- málaráðherrann Willard Wirtz er þannig ekki þeirrar skoðun- ar að veðrinu verði um kennt. heldur segir hann: „Ástæðan er einfaldlega sú að ekld er nægur Stefán Jónsson Vegurinn aðbrúnni „Stefán Jónsson hefur skrifað vand- aða skáldsögu. „Veg- urinn að brúnni“ er tvímælalaust ágætur sigur og sjaldgæf- ur.“ Árni Bergmann, (Þjóðviljinn). Verð ib. kr. 350,00. HEIMSKRINGLA vaxtarmáttur í atvinnulífi okk- ar. Það verður að vaxa örar ef við eigum að forðast aftur- kipp". Atvinnuleysi ungra manna Blaðið segir að það sé eink- um uggvænlegt hve margt ungt fólk innan tvítugs sé atvinnu- laust, en því hefur fjölgað um 103.000 upp í 812.000 og sam- svarar það hvorki meira né minna en 15,6 prósent af ald- ursflokki þess. 1 skýrslu sem Kennedy for- seti sendi Bandaríkjaþingi í síðustu viku segir að ef svo haldi áffam sem hingað til muni hlutfallstala atvinnu- lausra verða 7 prósent árið 1967. í skýrslunni er á það bent að ráðstafanir til að út- vega ungu fólki vinnu hafl ekki borið neinn árangur. Síðan árið 1947 hefur vinnufæru fólki í Bandaríkjunum fjölgað um 21 prósent. en vinnandi mönnum hins vegar aðeins um 17 pró- sent. Slæmar horfur Vfirstandandi áratug munu 26 milljónir ungra karla og kvenna innan 25 ára aldurs bætast í hóp þeirra sem leita sér atvinnu, en það er „miklu meiri fjöldi en nokkurn tíma hefur orðið að mennta, þjálfa og útvega vinnu á einum ára- tug“. sagði forsetinn í skýrslu sinni, Hálf áttunda milljón þeirra sem ekki etnu sinni hafa lokið unglinganámi og munu verða að sætta sig við störf sem ekki krefjast undirbúnings- menntunar, en sífellt dregur úr eftirspurn eftir slíku íólki á vinnumarkaðnum. Horfurnar eru því síður en svo góðar og þær vonir sem menn hafa bundið við hinafjöi- mennu árganga sem koma á vinnumarkaðinn upp úr miðjum þessum áratug munu bregðast nema að atvinnulífið taki skyndilega fjörkipp eða sérsttHfe* , v xwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww^. MEÐ PERLU .Ngar Gér fiaflö eínu slnnl (ívegtð meí PERLD Romlzl 6ér aí,rann m, Iive Jvotturinn geii aróið (ivítur og fireínn. PERLA fiefur sírsíaföm eígöileto, sem gerír Gvottfoii mlaivílan 02 jefur fionnm ny"an, slo'nanói fife, sem fivergi sínn lika. PERLA er oij'óg ooíailrjfe PERLA fer sérstaUesa vel mi M og PERLA léttif Kairplð pERlí í fag og gíeymið ekl að með PERUI fa'ið fiír fivítarf fivott, með mínna erflðf. -------- jfc-friiai * t l í i i á i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.