Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 7
Sun-nudagur 17. marz 1963 M6ÐVIUINN SÍ3A 1 m. I rAWA \ \ | Sáttfýsi Þá hefur útvarpið stuðlað að Idví að tugþúsundir Is- lendinga eru þessa daganá ákaflega vel að sér í spá- dómum Gamlatestamentisins og geta haldið uppi kappræð- um um það í kaffitímum hversdagsleiksins hvort þeir hafi rætzt eða ekki. Og var gaman að fylgjast með því hvernig guðfræðingarnir máttu hafa sig alla við gegn fróð- leik Hendriks Ottósonar. og 5/77 AF HVERJ UM UTVARPIÐ Sing Biily, sing BiIIy, Billysing, Bilysing æpa táningarnár til hetju sinnar og átrúnaðargoðs. Billy dægurlagakóngur og skemmtimeistari er ættaður úr þröngri götu í snauðu hverfi en hefur hafizt til mikils auðs vcgna þess að hann þekkti vel ósk- ir og drauma umhverí'is síns og kunni að hagnýta sér þá: rciði fólksins er óþekkur strákur scm vill rífa eitthvað í sig — og við sjáum um að hann fái það sem ekki skiptir neinu máli upp í hendurnar, segir hann. Um þctta og fleiri þýðingarmikla hluti var rætt í þeim útdrætti úr Táningsástum sem við heyrðum í útvarpinu næstsíðasta laugardag. Á myndinni sést Henning Moritzen sem við mikinn orðstír hefur leikið hlutverk Billys á Konunglega leikhúsinu í vetur. sannaðist það sem fyrr að lúterskir mega vara sig á evangelískri fátækt f heim- speki. En það vár1 ekki ætlunin að taka þátt í þessum um- ræðum. Hitt skiptir meira rnáli að það er alls ekki alltaf að við finnum hjá okkur hvöt til að fara reiðilegum orð- um um útvarpið. Kannske að slík reiði sé að tölverðu leyti illur ávani. Það er t.d. áreiðanlega mikill misskining- ur að gagnrýna báttinn um daginn og veginn, það má að vísu vera, að þar spretti afskaplega lágur andlegur gróður, en það hefur víst aldrei annað staðið til. Á hitt ber að líta að ef hlustað er á þennan þátt með réttu hug- fari, þá birtast okkur í hon- um einstaklega hreinskilnar persónulýsingar — á þeim sem flytja hann hverju sinni. Og það kemur töluvert oft fyrir að útvarpið flytur eitt- hvað gott, eða að minnsta kosti forvitnilegt. Glataður sonur Eitt laugardagskvöldið var flutt leikrit eftir sovézkan höfund Arbúzof, og hét það Glataði sonurinn og hefur mörgum sjálfsagt þótt for- vitnilegt. Arbúzof hefur verið kallaður lýrískur leikritahöf- undur og oftast glímir hann við mannlega sambúð. sið- ferðileg vandamái. Þetta leikrit var alls ekki galla- laust. Arbúzof er einn af þeim mönnum sem er í hættu fyrir tilfinningasemi, og það er einhverskonar agaleysi og ofhlæði í byggingu vei’ks- ins. En hann er að mörgu leyti aðlaðandi mað- ur, Arbúzof, hann er frá- bærlega rússneskur og sovézk- ur og óviðbúnum áhorfanda finnst hann vafalaust kom- inn inn í nýjan heim. Það var í þessu leikriti mikið talað um ást og aðrar hlýjar tilfinningar, og starf, og það voru gerðar afdráttarlausar kröfur um heiðarleik, og það á að byrja nýtt líf þó seint sé. og kannske verður farið < lansferð undir bláum segl- um, og margt fleira kemur fyrir sem menn kannast við frá Tsjékhof og Grín og mörgum öðrum seinni höfund- um, stórum og smáum. Taki menn einnig eftir því. að allt skiptir miklu máli, það fordæmanlegasta er talið hunzkt kæruleysi. Jafnvel skálkurinn verður að taka tillit til þessa og sýna ein- hvern lit, þótt falskur sé að sjálfsögðu. og er hér bent á hættulega hlið þessa hugar- fars. Allt um það — þarna fengu menn nokkra innsýn inn í mjög sérkennilegan heim, heim, sem hefur hin óvænt- ustu áhrif á utanaðkomandi menn; Kremlfræðingnum Crankshaw finnst að vísu Sovétríkin séu nokkurskonar pólitískt fangelsi, en frá mannlegu sjónarmiði finnst honum fangelsið standa á Vesturlöndum. (Sjá Morgun- blaðið 8. marz). Og mætti lengi ræða þessa staðhæfingu og komast að merkilegum niðurstöðum. Datinn Og það var ekki margt að því að fá söguna af dátanum, eftir Strav- inskí og Ramuz í góðri þýð- ingu Þorsteins Valdimarsson- ar og flutningi, sem bersýni- lega hefði verið vandað til: þarna kom þjóðsagan marsér- andi inn í nútímann undir hressilegri tónlist Stravinskís og hafði meðferðis marga þá vizku sem ekki verður auð- veldlega sögð á annan hátt — bað eru ekki mörg tákn sem geta jafnazt á við Kölska, enda hefur hann verið not- aður með miklum árangri af nútímamönnum. Svo er þvi heldur ekki að neita, að sög- una af dátanum má með miklum rétti, ka.lla sögu fyrir kaupmenn, og vár því vel til fallið að hún birtist síðar í Lesbók Morgunblaðsins: „Og bókin! — af speki og spá- vísi full, spjaldanna á milli. Bodil Kjer söng hlutvcrk Maggie og vann frægan sigur. breytir í gull, í seðla og verð- bréf og sæmdir æ meiri á svipstundu hverjum kopar- eyri. . .“ Leiðin til frama Og við vorum iíka kynnt fyrir Táningaástum, Teenager- love, sem haldið hafa Dön- um vakandi í heilan vetur. Þetta hefur verið góður flutn- ingur í Konunglega leikhús- inu og verður Þjóðleikhúsið í miklum vanda statt þegar það tekur verkið til sýningar. Sterkur var leikur Bpdil Kjer í hlutverki Maggie, kohu dægurlagakóngsins, sem hafði fylgzt með í hringekju sýn- ingarmennskunnar án þess að eiga þar beinlínis heima. Hún varðveitti margt gott frá þeim „óspilltu" dögum þegar hún mætti ást sinni í reið- hjólakjallara. Og fróðlegt var það ótrúlega samtal milli plastkóngsins Smiths og skemmtanakóngsins Billy um bað hve þeir eru nauðsynleg- ir hvor öðrum. Skemmtana- iðnaðaurinn verður að íor- heimska fólkið, virkjá drauma þess til að það gleyrpi áhyggjum sínum — og þessi ráðagerð um lævíslegan fjöt- ur á fót hvers manns, sem enginn tekur eftir, fær hratt og espandi undirspil og inn milli hefja glottandi blásar- ar upphafið á Merselljasin- um, ja þvlíkt grín og háð: „Billy: Við komum báðir úr þeim djúpa brunni, þaðan sem fólkið kemur. Við þekkj- um báðir hættur sem ólga þar niðri, þar sem hatrið svarta hefur sigið til botns? — Smith: Já ég þekki það ... ^ Hinn svarti alþýðumaður er | enn til ! Billy: En ehginn J trúir því. Það er okkar styrk- ■ ur að við vitum það. Al- J menningi virðist hann nokk- n urskonar fátækur bróðir sem J varð eftir þar niðri, en við munum hann. Þér munið víst eftir honum forstjóri? — B Smith: Ójá, ég man hann. — Billy: Það er hann sem við 1 lifum af. Hann er kallaður w hversdagsmaður, en á bak 1 við snyrtilegt og velrakað U velferðaryfirborðið lifir áfram Q hin djúpa, myrka reiði ... Þessi reiði er illa innrættur strákur, sem þarf eitthvað k að hrifsa í. Og við verðum J að sjá um að hann fái eitt- ■ hvað sem skiptir ekki máli. Annars gæti einn hinn venju- legi maður orðið hættulegur J maður. Og því verðum við að hagnýta okkur forheimsk- J unina! Smith: Forheimskun, er B mjög leiðinlegt orð! — Billy: w Nei, ekki vina á mili!! — H Smith: Milli vina er það L gott“. — Við sögðum ótrúlegt sam- B tal, ekki af því, að menn k eins og Billy og Pastik-Smith H geti ekki verið hreinskilnir fc. — heldur af því að menn B gera sér ekki grein fyrir því hvaða hlutverki þeir hafa að gegna. Aðstaða manna er oft með þeim hætti, að þeir haga sér eins og þeir séu á grímu- dansleik og eru innilega og J hjartaniega sannfærðir um að ■ allt sé í lagi. Mönnum gengur w jafnvel enn betur að telja B sjálfum sér trú um eigin U göfugmennsku en eigin klók- 9 indi. k Og þá er gott að það kem- * ur rithöfundur, mjög hik- b laus í fasi og næsta ósvífinn B í orðbragði og spillir grímu- te ballinu. Það má búast við því að te framsýnir fulltrúar borgara- . J legrar stéttar sjái í leikritinu g Táningaástir kænlegt og vel ? útfært laumukommaspil. Að ■ rriinnsta kosti sakar ekki að getá þess hér. að Berlinske ■ Tidende, sem er Morgun- J blaðsins bestimor eins og B kunnugt er, hefur komizt svo k að orði um nýútgefna hæg- ^ genga plötu sem geymir út- drátt úr leiknum: „Hún er ljót og viðbjóðs- leg og geld og köld, ég er ekki viss um að hún verði mín uppáhaldsplata, en ég er viss um að það á að fela k hana svo að börnin nái ekki J! í hana, og ég mun ekki hafa te hana uppi þegar gestir koma“. J A. B. ! Baldur Óskarsson: DAGBLAÐ. — Bóka- útgifan Fróði Reykja. Vik. 1963. Blaðamönnum hefur nú um hríð verið gefinn allmikill gaumur aí rithöfundum. Matt- hías Johannessen skrifaði leik- rit sem gerist á ritstjórnarskrif- stofu. Ólafur Jóhann las blaða- mennsku strangan pistil í Gangvirkinu. Gísli Ástbórsson skorstældi blaðaskrif í Brauð- inu og ástinni. Og nú hefur Baldur Óskarsson skrifað stutta skáldsögu um blaöamennsku oa ást og reyndar margt fleira. Þessi saga er mjög einföld • byggingu. svið hennar afmarl að í tíma 'og rúmi af tölverf um aga, lesarinn er strax set' ur á mitt sviðið án allra málr lenginga og þar verður hanr Ungur blaðamaður, Þorgeir segir sögpna — það ljðr nokkrir daáar með sínu hvers- dagslegu starfi og amstri: kaffi er drukkið, prófarkir lesnar, skrifaðir eindálkar á ritvélina. hlutlausa og óseðjandi; það eru tekin viðtöl og það berast frétt- ir sem skipta engu máli — og líka þær sem skipta óend- anlega miklu máli fyrir ein- hvern en segja öðrum ekki neitt nema vekja augnabliks- samúð vegna þess að Dagblaö er stórt, og þar eru margir dálk- ar um alla skapaða hluti. En auk þessa alls er Ásrún, sem kom að austan fyrir þrem ár- um og er orðin þreytt á þessu öllu hér syðra og vill fara heim aftur þar sem f.iallið er og áin. Þau hittast hún og Þorgeir. Sagan er sögð í fyrstu per- sónu, og mætti kannske bú- ast við löngum og innilegum Eerðalögum um sálarlíf sögu- manns. Svo er þó ekki. Aðferð höfundar mætti með nokkr- um réttj kalla andstæðu við ofhlæði í sálarlífslýsingum. vanstillta sálfræðiséringu. í þessari bók ríkir staðreyndin. Það er mikill gaumur gefinn smáatriðum dagsins, útlínum hans, hreyfingum: „Bíllinn flautaði á götunni fyrir utan. Ljósmyndarinn axlaði vélina. Við gengum fram og niður stigann. Bíllinn stóð við dyrn- ar. Hann var blár með löng- um stélbörðum og kaldur glampi á málmhúðuninni að framan. Bílstjórinn seildist til að opna. Ég sagði honum hvert hann ætti að fara. Hann tók um skiptistöngina. Bíllinn rann af stað. Við hölluðum okkur í aftursætinu. Ljósmyndarinn skrúfaði rúðuna niður", Og eru þessar staðreyndir oft næsta hversdagslegar það er augljóst að þær eru ekki i bókina komnar vegna þess að það skipti svo miklu máli að af þeim sé vitað, heldur er beim ætlað annað hlutverk Þetta tekst misjafnlega vel Stundum virðast þær utanveltu. óþarfar og til leiðinnda. Annars staðar eru þær f góðum tengsl- um við það sem segja þarf: „Það var Ijós bjett- Baldur Óskarsson. ur á veggnum þar sem speg- illinn hafði verið. Nagli fyrir ofan. Hornið þar sem skápur- inn stóð var autt og gólfdúk- urinn var þar með öðrum lit. Bekkurinn var einn eftir hús- muna. Hann hafði verið sviptur ábreiðunni líkt og stórgripur sem hefur verið fleginn. æð- ar og taugar sýnilegar eftir endilöngu bakinu." — Þetta er upphaf þess kafla sem lýsir skilnaði Þorgeirs og Ásrúnar Þorgeir skiptir mestu máli 1 þessari bók, það er hann sem sér staðreyndir dagsins. Þetta er þreyttur maður, glíma hans við veruleikann hefur mistek- izt, hann er í vörn. Hann seg- ir: Fortíðin er blöff og fram- tíðin skiptir ekki mála. Það sem er skiptir máli. Það skipt- ir máli að vera í góðu skapi, Að éta skiptir máli, éta drekka og vinna. Hann segir: I raun- inni var ekkert, sem skipti máli, gott eða illt. Og enn segir hann: Maður verður að horfa á veruleikann án þess að láta beiskjuna fara oní sig. Hér er Þorgeir kominn mest- allur. Þannig Iifir hann og vinnur við Dagblað. Þaðermeð hans augum að horft er á heiminn — og því verður ekki neitað að okkur finnst sjón hans næsta fátækleg oft, ekki skörp, einbeitt, sterk, og það er fráleitt að hann geti sprengt upp keðju smáatvika dagsins og skeytt þeim saman aftur, fundið ný tengsli af nokkrum persónulegum þrótti. Verður höfundurinn sakaður um þennan vanmátt persónu sinnar? Því er ekki gott að svara. En hitt er svo annað mál höfundur hlýtur að glíma við áhuga lesenda. Hann verður að velta því fyrir sér hvort ekki hafi slæðzt með ýmislegur ó- barfi sem ekki bætir neinu við mynd Þorgeirs, en veikir and- rúmsloft bókarinnar Það er of mikið gert af því að nefna hluti á nafn án bess að gera beim skil, gefa þeim líf, Eink um verður þessa vart, þegar Iýst er sambúð Þorgeirs og Dag- blaðs. Það er vakið máls á ýmsum vanda Þorgeirs í blaða- mennsku („við gerum það bara nógu flatt svo að það móðgi engan" segir Þorgeir í einum stað) — en það verður ekki sagt að uppvaktri forvitni sé fullnægt. Betur tekst Baldri Ósk- arssyni að beita aðferð sinni þegar kemur að sambandi Þor- eirs og Ásrúnar. Þau höfðu hitzt á Borginni og það var dans og drykkur og skyndileg- ur blossi. Daginn eftir, sunnu- dag, fara þau í stutta ferð til Hvalfjarðar. Það er margt gott við þann kafla. Þetta er dap- urleg ferð. „Ég hallaði mér út- að glugganum. Það voru endur á sundi í flæðarmálinu. Strák- arnir skrúfuðu niður rúðu og hentu flöskunni, Hún sundr- aðist í grjóti langt fyrir neðan vagninn. Endurnar hófu sig og flugu lengra út“. Það er ekki sagt of rnikið en bó alveg nógu mikið. Þau eru innanum kjarr- ið, vatnið og fjöllin, en það er auðn og tóm yfir öllu — bað er víst ekki hægt að gera annað en setjast niður og éta nestið. Komdu með mér uppá fjallið, segir Ásrún. Það er líkt fjallinu heima. Mér líður nrýði- lega hér niðri, segir hann. Svo varð það ekki meira, ekki einu sinni breyttur ástaleikur. Þau stóðu upp og drukku kaffi og fóru heim, Þetta er mjög dapurlegt og satt, því miður. Sunnudagur- inn er horfinn, ekki sunnudag- ur prestsins heldur sunnudagur fjallsins, sá tími Honar við er- um ein með «i"" Framhald á bls. 5. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.