Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.03.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA —--------------------------------------------------ÞIÓÐVIIJINN Sunnudagur 17. marz 1063 GWEN BRISTOW,- t' I HAMINGJU LEIT hennar þessa viku. John hafði líka breytzt. Hann var búinn að raka sig og andlit hans bar merkj ferðarinnar, hvítt að hálfu, dökkt að hálfu. Hann var 1 köflóttri skyrtu og gróf- gerðum buxum, upphituðum af sól og þvotli, en hann var aevin- lega virðulegur í fasi. Hann var svolítið kítmileitur þegar hann sagði: — Ég hef líka ör. — Já, þú sagðir mér að Texas hefði einu sinni brennt sár á þér. ...... — Ég átti ekki við það, sagði John. — Ég er ennþá með tannaförin þín í laerinu. Garnet beit feimnislega á vör- ina. Texas sagðj alvarlegur: — Hún er hefðarkona, John. — En skynsöm hefðarkona, svaraði John. Hann sneri sér við og gekk í átt til hrossantgjpi. Texas klappaði henni á hand- legginn. — Takið þetta ekki naerri yð- ur, ungfrú Garnet. John veit vel að hann á aldrei að tala um kroppinn neðan við mitti við hefðarkonur. En það er ejns og John standi alveg á sama um annað fólk. Garnet horfði á eftir hávaxna, granna manninum. — Hann er ágætur, Texas. en ég skil hann ekki. ‘— Reyndu ekki að skilja Hárgreiðslan P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ismegin Simi 14662. Hárgreiðslu- og snyriistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegj 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. neinn okkar, ungfrú Garnet. Við erum ekki annað en samsafn af glötuðum sálum. Texas gekk einnig burt. Gam- et fann til angurværðar þegar hún horfði á eftir honum. Hún velti fyrir sér hver hann væri og hvers vegna hann hefði lagt leið sína hingað. Það var erfitt að gizka á aldur hans. Þegar hún sá hann fyrst í Santa Fe hafði hún haldið að hann væri hálffertugur, en stundum þegar hann hafði drukkið, sýnd- ist hann tíu árum eldri. Texas var meðalmaður á hæð og grannvaxinn, en ferðalögin höfðu stælt vöðva hans. Hon- um fór betur að sitja á hesti en ganga, því að göngulag hans var háifslútandi og hann stóð ekki beinn í baki eins og mað- ur sem horfist hreykinn í augu við tilveruna. Hann lagði ekki mikið uppúr útlitj sinu. Þegar karlmennirnir voru komnir á áning.arstað, þar sem stúlkur voru fyrir, gerðu flestir þeirra mikið til að haida sér til. Tex- as lét að vísu klippa hár sitt og skegg. en hann var hirðu- leysislega til fara og henni fannst sem fljótlega myndi sækja í sama horfið. Hann hefði getað verið fallegur ef hann hefði kært sig um. Hár og skegg var jarpt og þykkt, augun einnjg brun undir jörpum brúnum, Augun voru mild og elskuleg, en dálítið hræðsluleg. Henni fannst þau minna á augu í bami sem vill gjarnan að fólki þyki vænt um það en þykist visst um. að því þyki það ekki. Hendurnar voru öðruvísi. Það voru harðar, hrjúfar hendur með stórum hnúum, vanar vinn- unnj í ferðalögunum og þær áttu ekki til öryggisleysi. Þegar hann bjó um sár, gerði hann það með varúð og fólk varð naumast vart við handtö'k hans. Garnet velti fyrir sér, hvar hann hefði lært það og þvers vegna hann hefði hafnað hér með þessa þekkingu sína. Glataðar sálir, hugsaði hún þegar hún leit í kringum sig. Glataðar sálir, sálir sem ráfað höfðu út í auðnina og skugga- leg fjöllin. Þær áttu ekki hlut- deild í lífi D°n Antoníos. áttu ekki hlutdeild í neinu nema einmanaleikanum mikla. Garn- et velti fyrir sér hvernig það væri að standa í þessu sviðna landj flóttans og hugsa um gamla heimilið, vitandi það að aldrei væri hægt að snúa til baka. Hún gekk af stað í átt til hússins. Allir á ranehóinu tóku sér miðdegislúr. Karlmennirnir lágu endilangir í skugganum á víð og dreif. Risinn lá sofandi undir appelsínutré. Garnet horfði á hann hugsi. Hann gæti farið til Rússlands aftur, ef hann vildi, þvi að á no:kkurra ára fresti komu skip til að sækja skinn. En hann hafðj farið svo ungur að heiman, að hann var sjálfsagt jafnframandi þar og í Califomíu. Kannski fannst hon- um hann líka vera landflótta. Hún fór inn í svefnherbergið og háttaði. Oliver var ekki kominn. Hann hafði kannski lagt sig úti eins og hann gerði stundum. Hún teygði makinda- lega úr sér í rúminu og sofnaði. Þegar hún vaknaði skein sól- in ennþá skáhallt inn um glugg- ann, en það var farið að kólna í lofti. Hún hafði fljót- lega komizt að raun um að hitinn um miðjan daginn var villandi. Um leið og sólin var setzt varð kaldar.a í lofti og þeg- ar dimmt var orðið, var kalt eins og að vetrarlagi. Oliver sagði að loftslagið væri þannig allan árs- ins hring. Heimamenn töldu það alveg sjálfsagt, því að þeir höfðu aldrei átt annars staðar héima. En Bandaríkjamennirnir sögðu að í Califomíu væri fjórar árs- tíðir á hverjum sólarhring. Garnet fór í dökkan ullarkjól með hvítum léreftskraga. Hún fór að hugsa um hvað Oliver væri að gera. Hann hafði aös ekki komið inn. Þegar hún var búin að búa sig, fór hún út til að svipast eftir honum. Það var komið líf í búgarðinn. Karlmennimir voru að sinna hrossunum eða lágu í grasinu. Stúlkumar elduðu mat á eld- stæðunum. í loftinu var freist- andi matarlykt. — Drottinn minn, hugsaði Gamet, — Nú er ég enn orðin svöng — Hún hló að sjálfri sér og hugsaði sem svo, að hún hefði sízt ástæðu til að býsnast yfir matarlyst risans. Hún sá hvorki John né risann. Penrose var að spjalla við Silky og fleiri náunga, en Florindu var hvergi að sjá. Gamet vonaði að hún værj að hvíla sig. Hún iitaðist um eftir Oliver, en það leið nokkur stund áður en hún kom auga á hann. Oliver sat í grasinu undir syk- amorettré. Hjá honum var mað- ur sem Garnet þekkti ekki. Ö- kunnugi maðurinn var klæddur eins og califomískur jarðeigandi. í rauðan jakka og ’ gulbrúnar buxur og^ há, glæsileg stígvél.- Á hnjánum hafði hann barðastóran flókahatt með svörtu silkibandi um kollinn. Gamet lagði af stað í áttina til þeirra. Hún steig nokkur skref en nam síðan staðar. Mennirnir tveir' voru niðursokknir í samræður. I hávaðanum umhverfis urðu þeir ekki varir við hana. Nú var hún svo nærri að hún gat virt ó- kunna manninn betur fyrir sér og henni fannst sem hún hefði séð hann áður. Um leið vissi hún hvers vegna hann kom henni svo kunnuglega fyrir sjónir. Hann var líkur Oliver. Hann var líkur Oliver og þó var hann öðruvísi. Hann var minni en Oliver og töluvert eldri. Hárið var ljósbrúnt og liðað eins og á Oliver. En það var eins og of mikið væri af því, svo að höf- uðið varð of lítið í hlutfalli við litla, seiglulega kroppinn. And- litsdrættimir voru svipaðir og Olivers, en svipur Olivers var glaðlegur og drengjalegur en þessi maður var með andlit hrukkótt eins og hnotskum. Það voru hrukkur í enninu og hrukk- ur milli augnanna og hrukkur frá nefi og niður að munnvikjum. Þær hafði hann fengið af því að klemma saman munninn í sífellu. Það var eins og hann væri allur harðlokaður. Og endaþótt hann væri vöðvastæltur og sólbrúnn, þá fannst henni eitthvað óheil- brigt við hann, eitthvað slímugt og skriðdýrslegt. Gamet vissi að það var óviðeigandi að dæma mann eftir stærð hans eða útliti. En samt sem áður fannst henni þessi maður líkjast mest and- styggilegri, lítilli pöddu. Hún vissi hver hann var og hún varð hrædd. En hún flýtti sér að taka sig á. Það var heimskulegt af henni að verða hrædd. Hann gæti tæpast gert henni neitt iöt. Það var bezt hún færi til þeirra núna til að heilsa honum og reyna að koma vei fyrir. Hún steig enn eitt skref í átt til þeirra. Ef til vill steig hún fastar til jarðar en áður eða þá að pilsið straukst við þurran grasbtúsk meðan þeir tóku sér málhvíld Hvað sem því leið, þá litu menn- imir tveir upp. Oliver leit skelk- aður á hana. Hann hafði ekki átt von á henni svona fljótt. Gar- net sá fremur en hún heyrði að hann sagði: i — Hér er hún. * 1 Ókunnugi maðurinn leit á hana Augnaráðið var ekki vingjam- legt. Það var nístandi og hörku- legt. Henni fannst sem hún hefði ! troðið sér þangað sem hún hafði engan nétt til að vera. \ Þeir risu á fætur. Gamet sá að úf ,>OKKAR MÁNhíb'} isdyrnar opnast. Tröllvaxjnn lögregluþjónn fyöir dymar. Þrammar inn. Nemur staðar: ,,Hvað er að hér?“ Sæbjörg gengur á móti honum. Hún treystir mér ekki. „Það er ekkert ,að okkur. Maðurínn-minn meiddi sig í gær á bátnum. Það er ekkert alvarlegt. En fólkið þama úti er svo óstillt. Það hef- ur reist upp stiga. Við erum hér ein. Hann kom heim í gærkvöld. 1 hamingjubænum, komið þér manninum þama úti undir lækn- ishendur.“ Sæbjörg er alltaf róleg. Og sérstaklega var hún það núna. Enda létti tröllinu sýnilega. „Frú“, sagði hann. „Það er eitthvað saman við þetta. En þið eruð alsaklaus" Nú heyrðust angistarleg and- köf björgunarbílsins. „Við skulum koma út,“ sagði Sæbjörg. „Nei, ekki þú, Frið- þjófur." Að svo mæltu fór hún út með lögreglumanninum. Eg skrapp inn í baðherbergið. Það var ekki fögur spegilmynd, sem mætti mér. Ég var Ijótari en í gær. Andlitið hafði bólgnað. Ég fór aftur út að gluggan- um. Hér eftir gat ég víst ekki valdið meira uppnámi en orðið var. Fólkinu hafði fjölgað en ekki fækkað. Margt var með mjólkurbrúsa. Nokkrir með skólatöskur. Nýja fólkið leit á mig og fékk skýringar hjá hinu. Sumt stóð í hnapp utan um Sæ- björgu. Hún var að segja því eitthvað. Læknir var kominn til slasaða mannsins. Margir stóðu þar í kring, Ur björgunarbílnum komu menn með börur og fóru að hreyfa sjúklinginn eftir öll- O, hvaí hún er sæt, Hvar er hún? SKOTTA Ég get ekki sagt, að hann sé nízkur, en vasapeningar hans nægja honum ala vikuna. um listarinnar reglum. Sæbjörg gaf sig á tal við lækninn, áður en hann steig inn í bílinn. Hóp- urinn dreifðist, -g skreið undjr sæng. Sæbjörg kom inn. „Það er víst herfilegt að sjá mig,“ sagði hún og opnaði fataskápinn. „Heldurðu. að maðurinn sé stórslasaður?" spurði ég. „Nei, ætli það. Ég náði í lækn- inn til að segja honum, að þú hefðir skipað fólkinu að láta manninn liggja. Hann hrósaði þér fyrir það.“ „Mikið ertu alltaf natin að halda uppi heiðri mínum,“ sagði ég. „Mér virðist ekki vanþörf á því núna, góði. Það verður minnzt á þig hérna í hverfinu næstu daga. Svo sagði ég nokk- ur gáfuleg orð til að sýna, að ég kynni hjálp í viðlögum. Þá trúi iæknirinn mér fyrir því, að hann héldi, að gluggagægir væri lær- brotinn, en hryggurinn mundi ekki vera skaðaður." „En segðu mér eitt: Hvað kom til, að fólkið lét svona? Gat það ekki bara hugsað, að íbúðin væri mannlaus, þegar ekki var opnað? Og hverjum kom það við? Eða hefur allur borgarlýðurinn und- anfarið setið yfir samskonar bók- um og þú?“ Sæbjörg var að hafa kjóla- skipti. Og nú tók hún að greiða sér frammi fyrir speglinum í skáphurðinni: „Ólánið var það, að einhver sá þig ganga inn í húsið í gærkvöld, svona um haus- inn. Fólki kom saman um, að þetta hefði bara verið framlið- inn maður í löglegum erindum, og enginn gerði veður út af því. En í nótt heyrði fólkið hérna niðri, þegar ég hljóðaði í eld- húsinu. Það bar saman bækur sínar í morgun og ákvað að hafa tal af þér. Skóhlífarnar mínar voru utan við dymar. Enginn anzaði. Þá var farið að leggja saman einn og tvo. Útkoman varð ýmist draugur eða glæpur, ef ekki hvortveggja. Nú, nú, stig- inn lá þama. Og því fór sem fór.“ „Þú hefðir átt að bjóða fólkinu upp á kaffi." „Mér datt ekki í hug að draga dár að fólkinu. Það var eins og hundar af sundi og ekki gustuk að stríða þv£.“ „Gefðu mér þá kaffj.Sæbjörg mín,“ sagði ég. „Og taktu rit- störfin ekki svona geist fram- vegis. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvað þú framkvæmir fljótt allt, sem þér dettur í hug. En það segi ég þér, að ég ætla sjálfur að festa á blað frásögn um þessa viðburði. Þér er bezt að hvfla taugamar við handa- vinnu þessa daga, sem ég verð heima." Henni þótti þetta ekki svara- vert, en athugaði klæðnað sinn ánægð í speglinum og sagðist ætla út að kaupa rjóma í kaff- ið. „En berðu þig að fara fljótt til dyra, ef hringt verður, og anza í símann. Nú er hvort- tveggja í lagi. Og svo skal ég skrifa með krít á hurðina: „Verið- óhræddir!” Þetta hefði verið að bæta gráu ofan á svart. Enda gerði hún það ekki. Síminn og dyrabjallan hringdu, meðan hún var úti. Mér datt ekki í hug að anza. Þetta komst upp, þegar Sæbjörg kom aftur. Hún sagði, að mér væri orðið í engu treystandi. Það var eitthvað hæft í því. Einhver fitonsandi var hlaupinn í mig. Ég sagði Sæbjörgu, að fyrst ég yrði að kúra heima næstu daga, skyldi ég hjálpa henni til að ljúga upp sögu, við værum enga stund að því bæði, bezt væri að auglýsa í útvarp- inu, að sagan væri tilbúin í gróðaskyni og við værum alveg laus við hugsjónir. „Um hvað á hún að vera?“ spurði Sæbjörg framan úr eld- húsi. „Um mann, sem kemur aftur- genginn heim til sín og lítur út um glugga að morgunlagi." „Þetta höfum við okkur til dægrastyttingar, þangað til Ljúfa kemur heim,“ sagði hún. „Við látum prenta glefsur úr sögunni í blöðunum ásamt teikn- ingu af hauslausum manni. Og nú skaltu sjá, hvernig metsölu- bók verður til á Islandi, kona góð,“ sagði ég. ENDIR. Skákþáttur Það er 23.------Rg3!! Hvítur á þá varla betra en að tefla til jafnteflis með 24. Dxf4, Rxe2t, 25. Khl, Rxf4, 26. Rxd7, Bxd7, 27. Hxf4 o.s.frv. Athugið, að hefði hvítur drepið hrókinn í 21. leik þá hefði þessi björg- unarleið verið ófær svörtum, því þá væri drottning hvíts völduð á d4.) 23. ----Dd2. (Eftir þetta er stórmeistaru,., glataður.) 24. Dxd2, Rxd2, 25. Rxd7, Bxd7, 26. Hdl, Re4, 27, Hxd5 Bc6, 28. Hxa5. Með peð yfir og biskupaparið gegn slæmri kóngstöðu Frið- riks er vinningurinn nú auð- sóttur fyrir Inga, burtséð frá tímahrakinu.) 28.-----He8, 29. Bd3, He6, 30. Ha8f, Kg7, 31. Bd4t, Rf6, (Skárra var 31. — — f6.) 32. Hd8!, h5, 33. Bf5. Og hér féll Friðrik á tíma, en staða hans er vonlaus, þar sem hann fær ekki varizt frek- ara liðstapi. Æsandi skák og fróðleg, eink- um frá sálfræðilegum sjónar- hóli. Sæltir í finnskri kjaradeilu HELSINGFORS 14/3. Boðað hafði verið að í nótt gerðu 30.000 opinberir starfsmenn í Finnlandi verkfall til viðbótar við þá sem fyrir eru. Hefði þetta meðal annars orðið til þess að öll venjuleg símaþjónusta hefði lagzt niður og flugsam- göngur lamazt að verulegu leyti. Um miðnætti i nótt rofnaði símasambandið við Helsingfors en opnaðist aftur eftir stundar- fjórðung og var þá tilkynnt að deiluaðiljar hefðu orðið á eitt sáttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.