Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 2
2 SlBA MÖÐVILJINN Föstudagur 29. marz 1963 Tollabreyting nokkurra teg> unda mat- og neyzluvara Hér fer á eftir yfirlit um nokkrar tollabreytingar sam- kvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Hámarkstollur á vörum verður yfirleitt miðaður við 125%, en algeng- asta tollaprósenta 35% og er sá tollur yfirleitt á bygg- ingavörum, iðnaðarvélum. ýmsum tækjum og hrávör- um óg öðrum rekstrarvörum til iðnaðar, nema sjávarvöru og landbúnaðariðnaðar. Til- færslurnar i tollvöruflokka eru ýmist til hækkunar eða lækkunar, sykur hækkar til dæmis um 4% (annar en strásykur og molasykur), epli perur, rúsínur og sveskjur hækka um 2% en nokkrar aðrar tegundir á- vaxta lækka um 1—5%. Toll- ur á fólksbifreiðum hækkar um 9%, aftur á móti lækka '* allmikið. Að þess verður birt yfirlit um t jllabreytingar á matvörum, vefnaðarvöru, fatnaði og nokkrum öðrum neyzluvörum, en í laugar- dagsblaðinu verður yfirlit um nokkra aðra flokka. Matvörur Manneldiskomvara, kaffi og sykur á samkvæmt tillögunum að vera tollfr.lálst. svo sem nú er. Kartöflumjöl og sagómjöl ar hins vegar ekki tollfrjálst nú og er settur 15% tollur á þær vör- ur. Á sykri. öðrum en strásykri og molasykri, helzt tollur. settur 20% f stað 16% nú. A te er sett- ur 70% tollur (nú 77%) og á ka- kaó 50% (nú 58»/,). Matarsalt er nú með sama toll og almennt salt og því nær toll- frjálst. Hér er aðallega um að ræða vöru pakkaða í smásölu- umbúðir og er talið ástæðulaust. að hafa hana tollfrjálsa. Er sett- ur 5% tollur á matarsalt inn- flutt í smásöluumbúðum, en 4 ónökkuðu matarsalti er gert ráð fyrir sama tolli og á almennu salti. Á makkaroni er settur 80% tollur (óú 84%) og á lauk 50% i (nú 50%). Á ný epli og perur er settur 30%. tollur (nú 28%) og á aðra nýja ávexti 40fl/ft (nú 42—45%). Á rúsínur og sveskjur er settur 50% tollur (nú 48%) og á aðra þurrkaða ávexti 70% (nú 71%). Á smjör, ost og egg er sett- ur 70% tollur, á tómata 70%. á nýtt, kælt og fryst grænmeti 70% (nú 90%). Á kjöt er settur 50% tollur. Nýr og ísaður fiskur er talinn fluttur inn til vinnslu og endur- útflutnings og er tollfrjáls. A smjörlíki er settur 70% tollur á hráefni í það er 30% eða 35%j tollur). Vefnaðarvara, fatnaður o.þ.h. vörur Á ullargam er settur 50% tollur (nú 49%). en á annað gam, néttúrlegt og tilbúið, 30%, 35°/ eða 40%, eftir vinnslustigi og éftir því, hvort garn er umbú- ið til smásölu eða ekki. Hér hef- ur átt sér stað allmikil samræm- ing, sem mikil börf er fyrir vegna þess, hve óskýr mörkin eru milli gamtegunda. Er ýmist um að ræða hækkun eða lækkun frá því, sem nú er. Á gami, sem er sérstaklega notað til veiðarfæragerðar, er eneinn tollur. nema hvað gert er ráð fyrir 2% tolli á netjagami úr hampi. en bað er framleitt inn- anlands. Vefnaður úr baðmull hefur nú bann heildartoll sem hér segir: Óbleiktur og ólitaður 40%. ein- litur og ómynstraður 49% og annar baðmullarvefnaður 60%. Vefnaður og prjónavoð úr éérviefnum óg 'úH héfur nú 90°'i Vi^íiaprgiöld. Ef vara er blönduð f d. 52% gerviefni og 48n,r baðm- ul1. á sú vara að flokkast, ,í ð0° toll. Miög mikið er sótt á að koma vöru.m. sem eiga að réttu lagi að fara í hærri tollinn f baðmullarflokk'nn og komast bannia undan hluta af tollinum. ‘íkanar betta tollvfirvöldunum mikla örðueleika f framkvæmd. Til bess að ráða bnt á bessu. er ’apt til. að sefia allan vefnað oa -.r'ónavoð í einn og sama toll. 65fl n. nema nbleiktan og ómvnstr- aðan baðmullardúk og einiitan og ómynstraðan dúk úr þaðmu’l c’ineöngu. — Tolbir 4 slíkum ó- Swtni.rvi brröm. .11 a rdúkum á að I haldast svo að segja óbreyttur frá þvf, sem nú er (40% og 50%). Þetta þýðir, að tollur á vefnaði úr ull og gerviefnum lækkar úr 90% í 65%, en tollur á vandaðn baðmullarvefnaði hækkar úr 60% í 65%. Vefnaður úr heilsilki er lækkaður úr 90% í 65%. Vegna þessarar samræmingar tolla á dúkum er lagt til, að íatnaður úr spunaefni — sá, er var settur í 100% toll í nóvember 1961 og ýmsar hliðstæðar fatnaðarvörur — fari í 90% toll. Sumar fatnað- arvörur voru raunar settar í 90% við breytinguna í nóvember 1961 og helzt tollur á þeim óbreyttur Kvensokkar, sem í nóvember 1961 fengu 52% toll. eru settir í 50%. Aðrir sokkar úr gervi- þráðum eru settir í 90% (nú 100%), sokkar úr ull í 90% (nú 81%), og sokkar úr baðmull í 70% (nú 70%). Tollur á nærfatnað úr baðm- ull er settur 70%. (nú 71%.), en á nærfatnað úr öðru efni 90% (nú 90% eða 100%). Tollur á kvenskófatnaði helzt óbreyttur frá því, sem ákveðið var í nóvember 1961, 80%. Á skófatnað karla er settur 100% tollur (nú 103%). Á sjóstígvél er settur 25% tollur (nú 26%) og á annan gúmmískófatnað og á hællausa strigaskó 50% (nú 50%). Aðrar neyzluvörur Sápa og hreinlætisvörur fá 110% toll samkvæmt tillögunum og snyrtivörur 125%. Er áður gerð grein fyrir breytingum tolla á þessum vörum. Sama er að segja um búsáhöld, sem fá al- I mennt 100% toll. Á rafmagnsbúsáhöld er settur 80%i. tollur nú 94%). Á útvarps- tæki 80% (nú 90%). Á saumavél- ar — bæði til heimilisnota og til iðnaðar — er settur 40 % tollur. ■Á -hinum fyrmefndu er nú 55%, tollur, en á hinum síðarnefndu 21% síðan 1960, þar sem heimil- að var með efnahagsmálalögum. nr. 4/1960, að fella niður inn- flutningsgjald á þeim. Þessi skipting saumavéla eftir notkun er óframkvæmanleg og verður að afnema hana og hafa sama toll á báðum tegundum. I stað 55% tolls og 21% tolls er hér lagt til. að komi eitt tollgjald, 40%. Rafmagnsperur eiga skv. tillög- unum að fá 40% toll, i stað 38% nú. Rit- stjóradeilur Það er víðar en í Moskvu sem menn deila harkalega um listir. Ritstjórar Vísis eru nú einnig komnir í hár sam- an út af myndlist, og máttu þeir þó sannarlega ekki við því að ágreiningsmálum þeirra fjölgaði. Nýlega birti Vísir viðtal við Finn Jónsson list- málara þar sem hann gagn- rýndi mjög harðlega Félag íslenzkra myndlistarmanna, en viðtalið samdi Hersteinn Pálsson ritstjóri Vísis Viðhorf Finns eru alkunn frá fyrri deilum, en það þótti tfðind- um sæta að í viðtalinu tók Vísir afstöðu sem blað. Þar var sagt í nafni blaðsins um listsýningar erlendis: „öll völd í þessu efni hafa' verið í höndum fámennrar og ó- fyrirleitinnar klíku lista- manna sem telia sig siálf- kjörna oddvttn fRle-'zkra> mvndb.star": oe on-'mnnir „Sú kh'ka serr öllu hefur fengið að ráða í þessum efn- um að undanfömu hefur beitt aðra órétti alveg nógu lengi. Alþingi verður að sýna að það telur nógu langt geng- ið og nú skuli breyting á verða". Fáeinum dögum seinna birti Vísir svo for- ustugrein og hnykkti enn á þessum ummælum, sagði að á sýningar erlendis væru verk- in valin „af þröngsýnum hópi manna, er velur verkin alls ekki eftir listgildi, heldur eft- ir mönnum og beitir misk- unnarlaust hlutdrægpi, hvar sem við verður komið. Það er tiltölulega fámennur hóp- ur, sem þama er að verki. yfirleitt ungir menn, sem sumir skreyta sig iistamanns- nafninu, þótt þeir eigi engan rétt til þess. . . Þama hald- ast þröngsýni og rangsleitni í hendur". Og Hersteinn Páls- son ítrekaði enn þá kröfu sína að Alþingi skæri úr um það hvað væri list og hvað ekki 4 Islandi: „Það er hneysa að Alþingi skuli leyfa þeirri bröngsýni klíku sem hér er að verki, að komast upp með að beita marga ágæta lista- menn ofbeldi, eins og þeir hafa gert árum saman". En í fyrradag gerðust þau tíðindi að hinn ritstjóri Vís- is, Gunnar G Schram, birti grein undir nafni í blaði sínu. Ræddi hann þar um þær deilur sem upp væru komn- ar milli myndlistarmanna og lýsti hátíðlega yfir: „1 slík- um deilum er Vísir ekki kall- aður til dómarahlutverks og þótt einhverjir lesendur hafi ef til vill fengið þá hug- mynd að svo sé við lestur fyrrgreinds viðtals þá er það misskilningur." 1 lok greinar- innar snýr Gunnar sér svo beint að Hersteini og segir með mikilli þykkju: „Þeir menn, sem hafa ekki annað betra við tíma sinn að gera en skrifa skammir um ís- lenzka listamenn í götustráka- stíl í dagblöðin, jafnvel þótt í nafni gamalla og góðkunnra listamanna sé, ættu að snúa geiri sínum í skynsamlegri áttir". Þannig höfum við orð Gunnars G. Schram fyrir því að Hersteinn Pálsson sé ó- skynsamur maður sem noti tíma sinn til slæmra verka. Eflaust svarar Hersteinn með þvl að kveða upp einhvern hliðstæðan dóm yfir Gunnari. Og er þá runnin sú stund að almenningur geti orðið sam- mála báðum ritstjórum Vísis. — Austri. Jariskjálftarnir Framhald af 12. síðu. menn fyrir bylgjunum og fylgdi hvinúr hreyfingunum. Allsstaðar berast sömu fréttir úr næstu sveitum og virðist þó kippurinn hafa orðið snarpari eftir því sem vestar dró. B.F. Reykiaskóli Reykjaskóli, Hrútafirði í gær. — Nemendur voru yfirleitt komnir í ró og búið að slökkva ljósin í heimavistum skólans, þegar vart varð fyrsta og harðasta kippsins og skeði þetta rétt um hálf tólf. Drunur miklar fylgdu og einkennilegur hvinur (og héldu sumir nemendur, að stór vörubíll væri á ferðinni, en áttuðu sig nokkuð fljótt á öðr- um og meiri tíðindum. Húsin rugguðu eins og skip út á sjó og myndir dönsuðu á veggjunum og bækur hrukku fram úr hillum. Kvenþjóðin varð nokkuð skelkuð og sumar stúlkumar fóru að skæla. og ein stúlka fékk slæmt, taugaáfall. En strákamir stóðu sig eins og hetjur og báru sig karlmannlega. Lítið var sofið hér í nótt. Engar skemmdir er hægt að merkja hér á húsum. Engar skemmdir á bæjum hér f kring. ,R.Þ. Hofsós Hofsós f gær. — Hér varð vart við fyrsta kippinn kl. 23.17 og stóð hann yfjr heila mínútu og síðan komu kippir öðru hvoru fram eftir nóttu og í morgun um níu leytið. Þá varð einnig vart við kippi eftir hádegið og var sá sfðasti kl. 3 í dag. Fólk varð ofsalega hrætt og hreinsuðust sum húsin af fjöl- skyldum er dvöldust í bílum í nótt og brögð voru að því, að inflúenzusjúklingar tækju sig upp úr rúmum sínum og hefðust við úti f næturkuldanum. Húsveggir sprungu, en ekki urðu stór- skemmdir á húsum. í þremur húsum slitnuðu miðstöðvarlagn- ir og munir brotnuðu. sem hrukku fram af hillum og skáo- um. Uggur er ennþá í fólki. ^jp, áframhaldandi jarðhrærineum. V.B. Hrísev Hríscy í gær. — Allsnarpar jarðhræringar urðu hér á eynni í gærkvöld og varð fyrsti kipp- urinn harðastur og stóð sam- fleytt í hálfa mínútu. Þetta skeði kl. 23.17. Annar kippur varð svo kl. 23.28, þriðji kippurinn varð kl. 23.55, fjórði kippurinn kl. 24.01, fimmti kippurinn kl. 24.29 og sjötti kippurinn kl. 24.44. Þá varð vart við kipp skömmu eft- ir kl. 2 og kl. 8 í morgun. Óhug setti að fólki og munir féllu úr hillum og myndir duttu af veggjum. K.K. Dalvík Dalvík í gær. — Hræringar urðu heldur snarpari hér en í Hrísey og hrundu munir úr hill- um og myndir duttu af veggjum. Jarðhræringar hafa ekki fundizt hér svo teljandi sé í fjölda ára eða sfðan jarðskjálftinn mikli var hér 1934. Þeir sem mundu þessa tíma, þegar fjölskyldur sváfu úti á túni lopann úr sumrinu og gaflar úr húsum og jafnvel heil hús jöfn- uðust við jörðu áttu sýnu erfið- ara með svefn og sváfu sumar fjölskyldur í kjöllurum húsa sinna í nótt. H.K. Raufarhöfn Raufarhöfn í gær. — Aðeins varð vart við fyrsta kippinn hér um slóðir og dingluðu loftljós og glamur heyrðist í skápum. Virð- ist kippurinn hafa verið harðari á Kópaskeri og varð fólk meira vart hræringanna á Vestur Slétt- unni. L.G. Vopnafiörður Vopnafírðl í gaer. — Enginn varð var við jarðhræringar hér í þorpinu. D.V. Hellissandur Hellissandi í gær — Hér varð sérstaklega vart við fyrsta kipp- inn og hringlaði á leirtaui og loft- ljós dingluðu og svefnstyggir menn rumskuðu af svefni. Ann- ars verður að telja kippina hér væga. SkAl. Þúfur Þúfum í gær. — Við urðum varir við jarðhræringar hér og fundust víða einn og fleiri kipp- ir, en ljós blöktu ekki á bæjum. Þetta voru vægir kippir. Á.S. Bnraarfiörður eystri Borgarfirði eystra í gær. — Hér fundust vægir kippir skömmu fyrir miðnætti í nótt og varð þó margt fólk ekki vart við þá. Sumstaðar dingluðu þó Ioft- ljós og ljósakrónur í lofti og var það helzt til ■ marks um jarð- skjálftana. S.E. Emlsstaðir Egilsstaðir í gær — Ekki varð vart við jarðhræringar hér um slóðir síðastliðna nótt og hafa kippimir verið mjög vægir. S.G. Húsavík Húsavík í gær. — Hér varð vart við þrjá snarpa kippi og var sá fyrsti þeirra mestur. Töluvert af leirtaui brotnaði og myndir dönsúðu á' veggjum, én engar skemmdir urðu á húsum. Fólk varð hrætt og mikil hreyfing á fólki fram^ejtir^nóttij. og Jtven- fólkið órólegt. A.K. Seyðisfjörður Seyðisfirði í gær. — Við urð- um varir við fyrsta kippinn hér. Ég varð til dæmis var við bolla- glamur í skáp og ljósakrónan fór að dingla í loftinu og fann ég greinilega titring. Þá urðum við aðeins varir við annan kipp skömmu síðar. Hafði spumir af því í næsta húsi að vatnssopi hafði skvetzt upp úr bolla. Annars var þetta vægt hér um slóðir. — Steinn. TTrolIaugsstaðir Hroliaugsstöðum, Suðursveit. — Ekki varð vart við jarðcH4lfana hér um slóðir. T.S. LAUGAVEGl 18^- SfMI 19113 Höfum kaupendur að íbúðum, íbúðar- hæðum með allt sér og einbýlishúsum. — Miklar útborgan- ir. TIL SÖLU: 3 herb. fbúð við Óðinsgötu. 3 herb. góð íbúð á Seltjam- amesi. 4 herb. góð jarðhæð við Njörvasund 4 herb. góð risíbúð við Drápuhlíð, 1. veðr. laus. 5 her. vönduð hæð í Hlíð- unum, 140 ferm Sér hiti, sér inngangur, bílskúr, 1. veðr. laus. H^fið samband við okkur ef þér þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands f gærkvold hafði orðið vart við fyrsta kipp- inn í Gurmhildargerði í Hróars- tungu á Héraði og eftir frásögn húsfreyjunnar önnu Ólafsdóttur hafði Ijósakróna sveiflast í lofti og virtist bylgjan koma úr norð- vestri. Annars var heimilisfólk- ið háttað á bænum. A næstu bæjum hafði fólk verið á fótum og þeir sem höfðu setið í stólum fannst eins og stóllinn lyftist undir sér. Þá varð aðeins vart við vægari kipp skömmu fyrir miðnætti. Orslitin í Frama I gærkvöld lauk kosningu i bifreiðastjórafélaginu Frama. Þrír listar voru í kjöri. Úrslit urðu þau, að A-listi stjómar og trúnaðarráðs hlaut 246 atkvæði í sjálfeignardeild og 48 atkv. í vinnuþegadeild og alla menn kjöma. B-listi Framsóknarmanna fékk 106 atkv. í sjálfseignardeild og 46 í vinnuþegadeild. C-listi vinstri manna fékk 77 atkv. í sjálfseignardeild en bauð ekki fram í vinnuþegadeild ro afsláttur SKlÐI f 5. SKÍÐASTAFIR SKlÐABINDINGAR HELLAS Skólavörðustíg 17. Sími 15196. S*Ú£££. SKIPAUTGCR0 RIKISINS Ms. ESJA fer héðan laugardaginn fyrir páska kl. 21.00 til Vestmanna- eyja á vegum Kvennakórs Slysa- varnafélags Reykjavíkur og Karlakórs Keflavíkur, en laus frarrúm, ca. 40, verða seld öðr- um, og ganga þeir fyrir, sem kaupa far báðar leiðir ásamt fæði. Áætlaður komutími til Vest- mairtnaeyja kl. 06.00 á páskadag, en þá e.t.v. siglt kringum eyj- amar, ef veður reynist hagstætt og áður nefnd félög óska. Frá Vestmannaeyjum kL 24.00 og til Rvíkur kL 09.00 2. páska- dag. Einangrunargler Framleiði elnungis úr tírvajs gleri. — 5 ára ábyrgJL Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. Sængurfatnaður - hvitur og misljtur Rest bezt koddar. Oúnsængur. Gæsadúnsængur. r Koddar. ,i Vöggusængur og svæflar. Skólavörðustíg 21. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.