Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 1
Síld á Hraunsvík Föstudagur 29. marz 1963 — 28. árgangur — 74. tölublað. Léffvœgur kosningaafsláttur Níu bátar komu til Reykjavíkur með síld í gær. Síldin veiddist á Hraunsvík rétt við hafnar- kjaftinn hjá Grindavíkingum og mun allgóð í frystingu. Aflahæstur þeirra báta, sem komu til Reykjavíkur í gær var Stapafellið frá Ólafsvík með 1100 tunnur. Hafrún var með 900 tunnur, Hannes Hafstein hinn nýi bátur Dalvíkinga var með 700—800 tunnur, Sigurður Bjarnason var með 300, Guð- mundur Þórðarson 300, Skarðs- vík 350, Ölafur Magnússon EA 200, Bára 150 og Súlan 60 Tvcir bátar rifu illa, Pétur Sig- urðsson og Halldór Jónsson. 97 milljóna iækkun á 1400 milljóna viðreisnartollunum ¦ Tollabreytinganiar munu ekki haía áhrif á vísitölu framfærslukostnaoar, segir f jármálaráðherra. Ríkisstjórnin hefur reiknað út að samkvæmt tollskránni nýju muni heildar'íollheimta hækka um 97 milljónir miðað við innflutning ársins 1962. í tíð viðreisnarstjórnarinnar hefur toll- heimtan hins vegar hækkað um 1400 milljónir króna, þannig að kosningaafslátturinn er næsía léttvægur. Auk þess er engin trygging fyrir því að neyí- endur njóti nokkurs hluta af þessum smávægi- legu 'tollalækkunum í lækkuðu vöruverði. Meg- inið af vörum þeim sem fjallað er um í toll- skránni er undanþegið verðlagsákvæðum, þann- ig að kaupsýslumenn geta stungið lækkuninni í eigin vasa og munu að sjálfsögðu gera það að því leyti sem þeir telja sér hagkvæmt. tikin voru í mynni Skagafjarðar Samkvæmt upplýsingum Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræð- ings Veðurstofunnar voru upptök járöskiáiftanna í fyrrinótt og gær 250 km. frá Reykjavík og 300 km. frá Vík í Mýrdal eða í mynni Skagafjarðar. Stærð snarpasta kippsins er áætlað 5% a.m.k. en stærð Dalvíkurjarðskjálftans 1934 var áætluð 6% þannig að þessi hefur verið litlu eða engu minni, enda fannst Dalvíkur- jarðskjálftinn ekki víðar en þessi. Fyrsti kippurinn sem fannst í Reykjavík kl. 23,16 í fyrrakvöld var snarpastur en honum fylgdu fleiri snarpir kippir næstu klukkuh'mana, hinn síðasti kl 7,58 í gærmorgun en auk þess komu margir s-mærri kippir bæði í fyrrinótt og gærdag. Harð- astir urðu kippirnir umhverfis Skagafjörð en þeirra gætti þó svo til um land allt vægast á Austur- og Suðurlandi. Jarðskjálftakippirnir mældust víða erlendis, bæði í Skandinaviu og Ameríku og samkvæmt frétt frá Noregi þoldu jarðskjálftamæl- arnir á Jan Mayen ekki kippinn og fóru úr sambandi vegna þess hve útslagið var mikið. Svo fór einnig um jarðskjálftamælinn í Vik í Mýrdal og e.t v. víðar hér á landi. Upptök þessara jarðskjálfta eru óvenju vestarlega, sagði Ragnar Stefánsson, og hefði frekar mátt vænta þeirra í námd við Grímsey. Jarðsk^lftafréttir frá eru á 12. síðu. einstökum stöðum víðs vegar um land er kominaftur Stapafell SH-15 kom til Reykja- víkur í gær með 1100 tunnur af síld af Hraunsvík. Báturinn var vel hlaðinn, eins og sjá má hér á myndinní sem var tekin í þann mund er hann var að leggjast að bryggjunni. Báturinn Iagðist að Ingólfsgarði, en þar var fjöldi fólks saman kominn í góða veðr- inu og margar hendur á lofti að taka við spóttanum. (Ljósm. G.Q.) 1 ræðu, framsöguræðu sinni fyrir tollskránni á alþingi í gær, játaði fjárrnálaráðherra Gunnar Thorodds'en þetta einnig með því að viðurkenna, að breytingarnar á tollskránni mundu ekki hafa áhrif til lækkunar á vísitölu framfærslukostnaðar, og sýnir það eitt út af fyrir sig, að ríkis- stjórninni sjálfri er fullkomlega ljóst, að hér er ekki um að ræða ráðstafanir, sem komi til með að bæta lifskjör almennings, eins og stjórnarblöðin hafa þó verið að reyna að halda fram af veikum mætti Þegar litið er á tollskrána nýju, kemur einnig fljótlega í ljós, að þar er ekki eingöngu xam lækkanir að ræða, heldur einnig hækkanir á fjölmörgum tollvöru- tegundum. Þannig hækka rúm- lega 400 tollvörutegundir á skránni og er alveg áreiðanlegt að allar þær hækkanir koma beint út.í verðlagið. Hins vegar er ekki alveg eins öruggt, að þær vörur, sem lækka i tolli, lækki samsvarandi í útsöluveröi, þar sem fjöldinn allur af þeim er óháður verðlagsákvæðum, eins og bent er á hér að fram- an. Trave hingað Vestmannaeyjum í gær — Klukkan 5 í dag lagði varðskip- ið Ægir úr höfn með þýzka tog- arann Trave í eftirdragi og er ferðinni heitið til Reykjavíkur, þar sem skipið fer; til viðgerðar. Hinir þýzku eigendur hafa sett tryggingu fyrir greiðslu vænt- anlegri björgunarlauna til handa varðskipinu Albert og Lóðsins, sem gera kröfu fyrir veitta að- stoð. V Ásgeir BI. Magnússon. Fræðsluerindi Sósí- alistaflokksins: Leiðin til sósíalisma Annað erindið, sem íræöslu- nefnd Sósíalistaflokksins gengst fyrir í erdnda^ flokknum um leið íslands til sósíalisma, vcrður flutt í kvðld í Tjarnargötu 30 og hefst kl. 8.30. Þá talar Ásgeir Blöndal Magnússon og ncfnir erindi sitt: „Um alþýðuvöld og sósíalisma á Islandi". Allir sósíalist- ar eru hvattir til að hlýða á þetta erindi Franskt rannsókn- arskip 1 gær var hér í höfninni franski rannsóknartogarinn Thalassa frá Brest. Togar- inn sem er nýr og fullkom- inn, er skutbyggður eins og flestir nýtízkutogarar, hvít- málaður og afskaplega fall- egur. Hann tekur nú þátt í einhverjum hafrannsókna-< leiðangri hér á N-Atlanzhafi í samvinnu við brezkt haf- rannsóknarskip. Að þessu sinni verður hann hér í 4 daga, kom i gærdag og verður fram á mánudag, en skipið á eftir að koma hingað þrisvar enn og þá m.a. til að bera saman bæk- ur sínar við hið brezka skip Skipið er smíðað í Le Harve. fbúðir eru fyrir 30 manna áhöfn og 24 vis- indamenn. I því eru tvær litlar frystilestir, hvor um sig 25 rúmmetrar og í þefrn er 25 stiga frost á Celsíus. Skipið er 66 m langt og meðalbreidd er 10,36 m. Mymliit var tekin af skip- inu þar sem það lá við Ingólfsgarð. (Lm. Þjóöv. G. O).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.