Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1963, Blaðsíða 5
▼ Föstudagur 29. marz 1963 Bréf sent íþróttasíc HÓÐVIUINN SÍ0A 5 Gagnrýni og hrósyrði um íhróttamenn og málefni fþróttasíðan hefur fengið senda eftirfar- andi grein, sem fjall- ar um þr jú atriði, sem hafa verið ofarlega á baugi undanfarið í ísl. íþróttamálum. Það skal tekið fram, að skoðanir bréfritar- ans eru hans eigin en ekki íþróttasíðunnar, en okkur þykir rétt að gefa tækifæri til um- ræðna um þessi mál hér á síðunni. Á síðastliðnu hausti þann 24. og 25. nóv. var ársþing Friálsíþróttasambands íslands haldið í Reyk.iavík. Að veniu var íiallað fyrst um skýrslu stiórnarinnar og hún rsedd lítilsháttar. Síðan voru tekin fyrir önnur mál hvert af öðru og þau afgreidd, sem fyrst. Segia má að þetta þing hafi miög einkennzt af deyfð og áhugaleysi. Þetta þing var þó að mörgú . leyti ekki ómerkilegt. Þar var meðal annars ákveðið. að heyja landskeppni í frjáls- iþróttum við Danj í sumar og mun sú ákvörðun hafa orðið mörgum fagnaðarefni. Það hefur verið segin saga undanfarin ár, að þau ár sem ekki hefur verið háð lands- keppni, hefur deyfð færzt yfir frjálsíþróttir hér, en uppgangur yfirleitt átt sér stað, þegar landskeppnj var í vændum. Yfirleitt hafa landskeppnir í frjálsíþróttum haft talsverða fjárhagslega áhættu í för með sér fyrir FRÍ, en segja má að sambandið hafi 'ekki hlotið neinn skell af þeim, nema landskeppninni við A-Þjóðverja sumarið 1961. Halli á henni mun hata numið um kr. 130 þús Mun mega þar um kenna lélegri framkvæmd og auglýs- ingu. Það var þvi þingfulltrúum á siðasta ársþingj FRÍ mikið ánæejuefni er reikningar sam- bandsins sýndu. að aðeins var eftir að grejða um kr. 30 þús. af halla áðurnefndrar lands- keDnni og varð þó samband- ið að standa straum af kostn- aði^við þátttöku frjálsiþrótta- manna í Evrópumeistaramótjnu í Belgrad s.l. sumar. Þessa góðu útkomu mun að mestu mega þakka frábær- um dugnaði gjaldkera sam- bandsins, Björns Vilmundar- sonar. Vissulega væri æskilegt að allar ábyrgðarstöður innan íbróttahreyfingarinnar væru iafn vel skipaðar og þessi. Að áðurnefndu þingi loknu, birtu tvö af blöðum borgarinn- ar þá frétt. að stjórn FRÍ hefði skömmu áður en þing- störf hófust kallað Þorstein Löve á sinn fund og sæmt hann tvennum verðlaunum fyr- ir ,.kringlukastsafrek“ sitt í landskeppninni við A-Þjóð- vérja sumarið 1961. Eins og kunnugt er, var Þor- steinn dæmdur frá keppni fyr- ir meint br’ót um að hafa not- að of létta kringlu í þessari keppni og afrek hans dæmt ó- gilt. Af einhverjum ástæðum hef- ur fráfarandi stjórn ekki talið ástæðu ti] að uppfræða þing- fulltrúa um þetta smekklega framtak sitt. Það virðist því vera orðjnn virðingarauki hjá stjórn FRÍ, að íþróttamenn hafi rangt við i keppni og sérstaklega viður- kenningarvert af hennar hálfu. Aðalforsvarsmenn þessarar eftirtektarverðu verðlaunaaf- hendingar munu hafa verið þá- verandi og núverandi formað- ur _ dómara- og laganefndar FRÍ. Örn Ejð~son, og núverandi formaður FRÍ Ingi Þorsteins- son. Friálsíþróttamönnum ætti því að skiljast. að óþarfi er að fara svo nákvæmlega út í það t.d.. hvort kastáhöld hafi rétt mál o? þyngd, timi í hlaup- um sé rét.t tekinn eða mæ’ing á stökkum og köstum rétt framkvæmd o.s.frv., eða með öðrum orðum að tilsettum leikreglum sé fylgt. Ef til vill hefur fyrrnefnd verðlaunaaf- hending þessara aðila jafn- framt verið viðurkennjng á því að þarna hafj sérstaklega kom- ið fram ..heilbrigð sál í hraust- um líkama“? íþróttamaður ársins Það hefur tiðkazt undanfarin ár. að félag íþróttafréttaritara hér í borg hefur látið fara fram atkvæðagreiðslu meðal meðlima sinna í byrjun hvers ars um það hvern íþróttamann þeir teldu hafa sýnt glæsileg- ast afrek á liðnu ári. Síðan hafa þeir birt úrslit þessarar atkvæðagreiðslu í blöðum borg- arinnar með nöfnum þeirra 10 iþróttamanna sem flest atkvæði hafa hlotið og í röð eftir at- kvæðajölda. Síðan hefur þessi félagsskap- ur veitt þeim manni sem flest atkvæði hlaut innan þessara vébanda nafnbótina „íþrótta- maður ársins“ og veitt honum sérstaka viðurkenningu þessara samtaka. Flest atkvæði þessara aðila. og þar með sæmdarheitið „íþróttamaður ársins 1962“ hlaut okkar ágæti sundmaður Guðmundur Gíslason ÍR. Því er ekki að neita að margir urðu undrandi yfir því, að Jón Ólafssson ÍR skyldi ekki verða efstur á þessum 10 manna lista fyrir s.l. ár ®n hann varð nú í 2. sæti. fyrir sitt frábæra afrek í hástökki 2.11 m., sem skipar honum á bekk meðal beztu hástökkvara í heiminum. Það skal tekið fram, að þetta er ekki sagt til að kasta neinni rýrð á okkar ágæta afreks- mann Guðmund Gislason. Vafalaust hefði Valbjörn Þorláksson átt að skipa 2.—3. sætið fyrir afrek sitt í tug- þraut s.l. sumar. þar sem hann bættj hið góða og gamla met Arnar Clausen. Hann hafnaði nú aðeins i 6. sæti og er það næsta furðuleg útkoma. Óneit- anlega hvarflar það að mönn- um, hvort iþróttafréttaritararn- ir. sem flestir munu vera ÍR- ingar, hafi látið félagaskipti Valbjörns um s.l. áramót hafa áhrif á sig? Það virðist því ekki allt of mikið leggjandi upp úr niður- stöðum þessara aðila. Nýtt íþróttablað íþróttaunnendur almennt hafa fagnað því, að núverandi forseti ÍSÍ gaf til kynna á sl. hausti, að hafin yrði útgáfa á íþróttablaði sem ISÍ stæði að, og búið væri að tryggja fjár- hagslegan grundvöll fyrir út- komu þess. Útgáfa íþrótta- blaða hér á landi,- hefur yfir- leitt gengið mjög skrikkjótt og hafa fjárhagsörðugleikarnir orðið þeim flestum að fjörtjóni. Það hefur aftur á móti sýnt sjg, að þau ár sem gott 'íþrótta- blað hefur komið út, hefur það jafnan verið mikil lyftistöng fyrir íþróttirnar i landinu. Langlífast af íþróttablöðum þeim, sem hér hafa verið gef- in út mun hafa verið fþrótta- blaðið sem íþróttablaðið h.f. gaf út á árunum 1943—1959. Jóhann Bernhard Var rit- stjóri þess frá 1947—1949 og blómgaðist það mjög undir hans stjórn. kom út i mörg- um eintökum og fjárhagur þess var all góðuv. Enda fór það saman hjá ritstjóranum. yfir- gripsmikil þekking og kunn- ugleiki á öllu því er laut að íþróttum í iandinu. góður penni og frábær smekkvísi á efnis- val og uppsetningu blaðsins. Þess má jafnframt geta, að Jó- hann var um árabil ritstjóri Árbókar iþróttamanna og sá einnig um útgáfu leikreglna allflestra íþrótta sem stund- aðar voru þá, fyrir Bókasjóð ÍSf, og leyndi sér þar ekki handbragð hans. Jóhann mun jafnan hafa haft allnáið samstarf við hinn heimskunna íþróttaprófessor og fréttaritara. ftalann R. L. Querretani. sem er ritstjóri International Athletick Annual. og sent honum fþróttablaðið þegar hann var við ritstjórn þess. Hann lét þau orð falla um blaðið, að það væri eitt glæsilegasta íþróttablað sem út kæmi. Eftir að Jóhann hvarf frá ritsJtjóm .íþróttablaðsins hnign- aði því stöðugt unz það fékk hægt andlát árið 1957. Jóhann hóf sjálfur útgáfu á íþróttablaðinu Sport árið 1957 —1960, en varð aðhættasökum ónógs fjármagns, Þar sem líklegt var að Jó- hann Berhard hefði gefið kost á sér við ritstjórn þessa nýja íþróttablaðs. ef eftir væri leit- að. töldu flestir sem til þekktu. að ÍSÍ myndi að sjálfsögðu tryggja gér svo góðan starfs- kraft, ef kostur væri á. Nú vill svo til, að alls ekki var leitað til Jóhanns Bem- hards um ritstjóm þessa nýja iþróttablaðs. né það starf aug- lýst til umsóknar. Heldur ráðn- ir til ritstjórnar tveir íþrótta- fréttaritarar við sitthvort dag- blaðið hér í borg. Að sjálfsögðu hefði verið æskilegast að minnsta kosti annar þeirra væri óbundinn öðru blaði. Það urðu því mikil vonbrigði mörgum íþróttamönnum og i~ þróttaunnendum þegar í Ijós kom að ekki stóð til að nota beztu fáanlegu krafta og langfærasta mann í þessari grein hér á landi til að tryggja útkomu góðs íþróttablaðs. Það hefur margoft sýnt sig. að aðeins gO:tt íþróttablað á hér lífdaga fyrir höndum. J- G. t fyrrakvöld fóru fram úrslit á körfuknattleiksmóti skól- anna. Keppni var sérstaklega höfð í 2. flokki, en þar áttust við í úrslitum Vogaskólinn og Menntaskólinn í Reykjavík Leikar fóm svo að Vogaskólinn sigraði með aðeins tveggja stiga mun. 1 öðrum flokkum var meiri munur á úrslitaliðunum. í kvennaflokki sigraði Hagaskól- inn Menntaskólann í Reykja- vík 25:12. í 1. flokki sigraði a-lið Há- skólans lið Verzlunarskólans — 76:4*. Menn eru einbeittir á svip þcgar þeir munda kjuðann og miða á kúluna. Myndina tók Ijósm Þjóðv. Ari Kárason, á síðasta Billiardmóti í Einholti 2, og það er Sigurður Ámundason sem lcikur. Billþrdkeppni nýtur sívnxnndi vinsældn Sturla Björnsson sigraöi í einmenningskeppni í „snoker“, sem lauk í Billj- ardstofunni Einholti 2 s.l. mánudag. Keppt var um nýjan silfurbikar í fyrsta sinn. Keppnin, sem var útsláttar keppni, hófst. d fyrri viku, og vom kependur 20 talsins. Þetta er fimmta billjardmótið sem þama hefur verið haldið frá áramótum, og vnr næstsíðastá keppni tvíliðakeppni í snoker. Þeir ■ þrír sem lengst náðu í keppninni á mánudag voru: Sturla Björnsson. Gunnar Guð- jónsson og Guðmundur Eiríks- son. Sturla sigraði svo Gunnar í síðasta leiknum eftir geysi- harða og jafna keppni. Mótsstjórar voru þeir Árni Jónsson og Ingólfur Tómasson. Að keppni lokinni afhenti Ámi sigurvegaranum verðlaunabik- arinn. Skipulögð keppni í billjard á stöðugt auknum vinsældum að fagna, og fer slík keppni fram öðm hvom í Billjardstofunni í Einholti 2. TRUL0FUNAR HRINOií? AMTMANN SSTIG 2 Halldór Kristinsson Gullsmiður — Simi 16979. utan úr heimi ★ Á alþjóðlegu skautamóti í Elvemm í Noregi um síð- ustu hei’gi sigraði heimsmeist- arinn Johnny Niisson (Sví- þjóð) með 182.250. Annar varð Giinter Traub (V-Þýzka- landi) og þriðji Lundsten (Noregi). Nilsson sigraði í 3000 m. á nýju heimsmeti 4.27,6 mín. Nilsson sigraði einnig í 5000 m. á 8.05,5 mín. 2) Traub 8.17,8. í 1500 m sigraði Traub 2.15,5 mín. 2) Nilsson 2.16,2. Kínverskt handknattleiks- lið fékk nýlega harða á- minningu og f jársekt fyrir að koma of seint til kappleiks í Sjanghae. Handknattleiks- mennimir báru ]>að fyrir sig að draugagangur hefði tafið þá á leiðinni. Þessa skýringu töldu íþróttayfirvöld hald- lausa, enda hefðu síðustu draugarnir flúið land um Ieið og Sjang-Kæ-sjek. KEFLAVIK KEFLAVÍK Þjóðviljinn vill ráða umboðsmann, karl eða konu, til að annast dreifingu og innheimtu blaðsins í Keflavík. - Upplýsingar í síma 17500, eða í skrifstofu blaðsins, Skólavörðustíg 19, ReykjavíL ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.