Þjóðviljinn - 31.03.1963, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Qupperneq 12
Klukkan tólf er þessi mynd kölluð. 4 9 myndir seldar af 58 hiá Kára I haust voru opnaðar tvær eða þrjár sýningar á hverri viku. Síðan tók myndistin sér vetrarfrí og virðist nú vera að vakna aftur ásamt bjartsýnum trjám og öðrum gróðri. Málverkasýningar fara alla- vega. Oft fá þær daufar und- irtektir. En það kemur öðru hvoru fyrir hér á íslandi, að sálarlif mannfólksins tekur mjög ákveðna stefnu og hátt- virtir kjósendur fylkja sér um málarann og keppast við að kaupa af honum fleiri myndir en hollt getur talizt fyrir hans hreysti og heil- brigði. Nú hafa allir menn frétt. að Kári Eiríksson opnaði sýningu fyrir viku á 58 myndum Á föstudagskvöld voru aðeins níu myndir óseld- ar og um það bil þrjú þúsund manns höfðu séð sýninguna. Við stöndum semsagt frammi fyrir þessu mikla og sjald- gæfa söksess, og enn sem fyrr vatar okkur samvizku- saman og einbeittan mann, sem útskýri fyrir okkur öll rök sem að slíku fyrirbæri standa. Við reyndum að klófesta Kára sjálfan og leggja fyrir hann alvarlegar spurningar um hinztu rök lífsins og listarinn- ar eins og siðvenja er, en hann taldi slíka viðleitni held- ur lítt vænlega til árangurs. Og talaði að vonum um mik- ið stúss og mikil hlaup og mörg nútímavandkvæði önnur sem herjuðu ekki sízt á list- málara og kvaðst reyndarvera orðinn hálftruflaður af öllu þessu umstangi. Og segja það satt. En frammi fyrir myndun- um stóðu allmargir menn og töluðu sama með alvörusvip sem er tiltölulega sjaldgæfur á þessum blaséruðu tímum. Einhver sagði að Kári væri líklega fjörugur maður og kátur í skapi. Annar var ljóð- rænn I andlitinu og sagði að k væri gaman að horfa á svona ™ fallegar myndir, það væri k ekki oft að maður fengi tæki- ™ færi til þess og væri þessi sýning mjög ólík því sem menn sæju venjulega. 1 þriðja lagi var þar kominn ötull fri- stundamálari, sem rétti út báð- ar hendur og sagði: Þetta er flott útfært. Og vildi hann tala við listamanninn sjálfan refjalaust. .....J að kominn útlendingur, engil- k saxi að þvi er bezt varð séð " og bað viðstadda að segja sér hvað Hviða þýddi, en svo hét mynd númer 26 í sýningar- skránni. | Sýair í Bogasalnum j I gær opnaði Sigurður K. Ámason sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýning- unni eru 22 olíumálverk og verður hún opin á venjuleg- um sýningartíma til 7. apríl. Sigurður er Vestmannaey- ingur að uppruna. Árið 1948 byrjaði hann að mála og var það um það leyti að hann tók að nema húsasmíði. Hann kveðst hafa !ært í þeim skól- um sem hér eru, en bezt hafi sér dugað að skoða sýningar annarra málara ísienzkra og svo starfið sjálft. Hann hefur þann hátt á að ferðast um landið og leita að mótívum í hraunum. á heiðum og i sjáv- arplássum Flestar þeirra mynda sem á sýningunnj eru eru landslagsmyndir frá Suð- urlandi. Sigurður Árnason hélt fyrst sjálfstæða sýningu í Málara- glugganum fyrir hálfu öðru ári en þar að auki tók hann þátt í vorsýningu Myndlistar- félagsins í fyrra. Sigurður neitar því að að- ild hans að myndlist hafi haf- izt með nokkrum sögulegum hætti — hann hefur fengizt við húsasmiðar og verkstjórn og því helzt getað málað í frí- stundum sínum. Sigurður Björnss. syngur í Gamla bíó Sigurður Bjornsson tenór- söngvari heldur söngskemmtun fyrir styrktarfélaga Tón'istarfé- lagsins n.k. þriðjudags- og mið- vikudagskvöld í Austurbæjar- bíói. Á éfnísskránni er ljóðaflokk- urinn „Óie Schöne Múllerin" (Malarastúlkan fagra) eftir Franz Schubert, við ljóð eftir Wilhglm Múller. í þessum Ijóða- flokki eru samtals 20 lög og sum þeirra meðal fegurstu söng- laga Schuberts Hér hefur hann tvívegis verið fluttur áður, af þeim Einari Kristjánssyni og Hermanni Prey Sigurður Bjömsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, fyrst fiðlu'.eik og síð- an söngnám og lauk þaðan burt- fararprófi í þeirri grein. Að því loknu fór Sigurður til Múnchen og stundaði þar söngnám í 5 ár hjá hinum fræga söngvara Gerhard Húsch. sem um lengri tíma var álitjnn einn bezti ijóðasöngvari Þjóðverja Nú er Sigurður Björnsson fastráðinn söngvari við óperuna í Stuttgart. en þaðan er hann nýkominn í stutta heimsókn til Reykjavík- ur. Hann hefur haldið allmarga tónleika bæði hér á landi og erlendis. Hinn snjalli pianóleikari, Guð- rún Krístinsdóttir, annast undir- leik á þessum tónleikum. í tilefni af þessum tónleikum hefur Tónlistarfélagið látið prenta skýringartexta á íslenziku i efnisskrána og verður það væntanlega vei þegjð af áheyr- endum. Ný sovézk geimför í vændam TORINO, ftalíu 30/3 — ftalskir vísindamenn héldu því fram í dag að Sovétríkin væru í þann veg- inn að senda mannað geimfar á loft. Þeir segjast hafa heyrt sam- töl á rússnesku á bylgjulengd þeirri sem sovézkir geimrann- sóknarmenn eru vanir að nota þegar um geimfarir er að ræða. Samtölin bentu til þess að lokaundirbúningur undir geim- för ætti sér stað. ítalirnir segja að annar aðilinn sem ræddist við hafi verið kona. Sunnudagnr 31. marz 1963 — 28. árgangur — 76. tölublað. Kvenfél. sósíalista heldur félagsfund • Kvenfélag sósíalista heldur fund n.k. þrjðjudag, 2. aprft, í Tjarmargötu 20 og hefst hann kl. 20.30 stundvíslega. • Á dagskrá fundarins eru: Félagsmál, fræðsluerindi og æsku'lýðsmál. Framsögumaður Laufey Engilberts. Fundarstjóri verður Elín Guðmundsdóttir en gestir fundarins Böðvar Péturs- son fulltrúi I Æskulýðsráði og Ólafur Hannjbalsson frá Æsku- lýðsfylkingunni. • Undir liðnum æskulýðsmál verður rætt um tómstumda- störf barna og unglinga, sjoppur, lengri skólatíma, sumarbúðir, sumarvinnu bama og unglinga o.fl. og munu þessar komur flytja stutt erindi um þessj efni: Þórunn Magnúsdóttir, Hall- fríður Jónasdóttir, Valgerður Gísladóttír, Halldóra Kristjánsdótt- ir, Adda Bára Sigfúsdóttir, María Þorsteinsdóttir og Mangrét Sigurðardóttir. Trö5 opnar í dag „Hætt við að NATO tvístrist" LONDON 30/3— I gærkvöld hélt Adlai Stevenson, aðalfnlltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, blaðamannafund f London. Hann sagði að Atlanz- hafsbandalagið myndi tvístrast ef Frakkar og Bretar kæmu sér upp sínum eigin kjamorkuher. Stevenson mælti með sérstök- um kjamorkuher handa NATÓ- rikjunum. Brezki forsælisráðherrann, Har- old Macmillan, hélt í gærkvöld ræðu í Bromley í Suðvestur-Eng- landi. Hann sagði að Bretland og önnur Evrópuríki gætu ekki treyst eingöngu á bandarískan kjamorkuher. — Bæði Verkamannaflokkur- inn og Frjálslyndir vilja að Bret- ar leggi niður kjamorkuher sinn. en slík stpfna hefur alvarlegar hættur í för með sér, sagði ráð- herrann. Unnið að skipu- lagningu Mennta- skólasvæðisins Á fundi borgarráðs sl. föstu- dag voru lagðir fram uppdrætt- ir að skipulagi reitsins milli Lækjargötu, Amtmannsstígs, Þingholtsstrætis og Bókhlöðu- stígs gerðir af skipulagsnefnd í samvinnu við arkitekta bygg- ingarnefndar Menntaskólans. Féllst borgarráð í meginatriðum á tillögumar sem miða að því, að Menntaskólinn fái þennan byggingarreit til umráða að und- anskildu 20 metra belti með- fram Þingholtsstræti. Var skipu- lagsdeild falið að ganga frá end- anlegum skipulagstillögum. „Mini-golf* völl- ur í Öskjuhlíð? Skrifstofa borgarverkfræðings hefur nú til athugunar umsókn Einars B. Malmquist, um heim- ild til að starfrækja golf-leikvang á landi Þóroddstaða við Reykja- nesbraut. Hér mun vera um að ræða svokallað ,,miniature-golf“, samskonar og Einar átti hlut að kynningu á fyrir allmörgum ár- um, í Hljómskálagarðinum og Klambratúni. Bókaútgáfan Landnáma var stofnuð árið 1910 af nokkrum aðdáendum Gunnars Gunnars- sonar með því markmiði að g«fa út öll verk skáldsins á íslenzku. Nú hefur þetta félag lokið hlut- verki sínu, því í gær kom út síðasta bindi þessarar útgáfu og er það hið tuttugasta og fyrsta. Þessi heildarútgáfa Landnámu á verkum Gunnaris er aús um 7000 blaðsiður og eru þar á rjt- aðar 17 stórar skáldsögur, 4 leikrit og 64 smásögur. Útgáfustjóm hafði i upphafj sett sér að safna 1500 föstum áskrifendum. Reyndin var gú að 2000 eintök voru prentuð af fyrstu bindunum. Bækumar voru aðeins seldar föstum áskrifend- um Qg hélt hver þeirra sínu númeri tölusettra eintaka. En upplagið hefur smáminnkað síð an og er þetta siðasta bindi prentað í tæplega 1000 eintökum, bví margir hinna upphaflegu á- skrifenda hafa dáið á þessu tímabili. í þessu síðasta bindi heildar- útgáfunnar eru tveir einþátt- ungar samdip 1917, og 21 smá- saga — og eru þær nær allar þýddar og endursamdar af Gunn- ari sjálfum, en skrifaðar á ára- tugnum 1929—39. Ein þessara í dag verður opnuð ný vejt- ingastofa á annarrj hæð húss- ins Austurstræti 18 og nefnist hún Tröð. Framkvæmdastjóri er Ha'Idór Gröndal og eigendur þeir sömu og veitingahússins Nausts. Þama er á boðstólum ex- pressókaffi og vandað meðlæti, Qg öðm hverju verður þarna tU sýnis og sölu ýmiskonar list og listiðnaður eins og myndlist, keramik, silfur og gullmunir, húsagerðarlist, prentlist, grafík og fleira. Innréttingu annaðist Sveinn Kjarval húsgagnaarki- tekt og er veitingastofan smekk- leg með kálfskinnum á stólum og steinaskreytingu á veggjum- Andrúmsloftið er rólegt, og margt gleður augað. Nú sem stendur er þama sýn- ing á málverkum eftir Kristján Daviðsson. silfur og gullmunir eftir Jóhannes Jóhannesson. sagna hefur gefið bindinu nafn og nefnist hún „Lystisemdir veraldar“. Bókin er 441 blaðsíða og er afhent í bókhlöðu Helga- fells. Aftast í þessu bindi er skrá yfir allar útgáfur verka Gunnars Gunnarssonar og hefur Haraldur Sigurðsson bókavörður tekið hana saman. Þar kemur í ljós að auk íslenzku útgáfunnar hafa komið út 376 útgáfur af verkum Gunnars í 16 löndum sem vitað er um við árslok 1961. Formaður útgáfustjómar Land- námu hefur verið Andrés Þor- mar. Póstgöngur eðli legar tilFinnlands Samkvæmt símskeyti, sem póst- og símamálastjóminni | barst í dag, 29. marz frá Finn- landi er nú lokið verkfalli op- inberra starfsmanna þar og póstgöngur þvi komnar í eðli- legt horf. Frá póst- r>'r ^’mamálastjórn- inni.) keramik eftir Steinunni Mar- teinsdóttur og bækur frá Al- menna bókafélaginu. — Knútur Bruun verður forstöðumaður veitingastofunnar í framtíðinni. Öll handverksvinna virðist vönd- uð og með prýði. 11 þús. manns hafa séð myndir Ósvalds Ellefu þúsund manns hafa nú séð litkvikmyndir Osvalds Knud- sens, sem sýndar hafa verið undanfarnar þrjár Vikur í Gamla bíói. í dag verða myndimar sýndar í síðasta sinn kl. 7. Myndirar eru fjórar: Eldar 1 öskju, sem lýsir hinu tilkomu- mikla öskjugosi haustið 1961 og sýnir f fyrsta sinn myndun helluhrauns á Islandi, Halldór Kiljan Laxness, mynd um Nó- belsverðlaunaskáldið. Barnið er horfið, sem lýsir atburði, er gerðist vestur á Snæfellsnesi á liðnu sumri, og Fjallaslóðir, mynd um hið tignarlega hálendi Islands, slóðir Fjalla-Eyvindar, frægasta útlaga Islands á síðari öldum. Önnur ein- vígisskákin Framhald af 2. síðu. leika og hefur nú reist traust viricj um kóng sinn). 20. Bxd5 exd, 21. Df5 Df6, 22. Hb3 (Botvinnjk rekst á traustan vegg og breytir nú árásaráformum sínum.) 22.------Hc7. 23. g3 b6 (Einfaldara hefði verið að losna við hinn hættulega ridd- ara hvíts með 23. — —Rxe5 sem hefði á eftir 24. dxe De6 komið á jafnvægi), 24. Hel Re7, 25. Df4 Hc2, 16 Rd3 Dd8, 27. Dg5 Rc8, 18. Dxd8 (Freistandi hefði ærið að leika 28. De5, en það hefði nægt til vamar að leika 28.-----Hc7). 28.------Hxd8, 29. a5 bxa, 30 Hb8 Hf8, 31. Hai Re7. 32. Hxf8 Kxf8, 33. Hxa5 Hd2", 34. Hxa6 Hxd3, 35. Ha8t Rc8. — Jafntefli. Lokið heiUarútgáfu á verkum Cunnars G. >

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.