Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 8
w g SÍÐA MðDVILIINN MiðviJcodagur 3. april I&63 Björn Jónsson, skólastjóri, Vík: Höfn við Dyrhólaey er lausnin Frá Dyrhólaey. Margt og mikið heíur verið raett og ritað á undanförnum árum um jafnvægi í byggð landsins. Ekki verður því hald- ið fram með sanni, að látið hafi verið sitja við orðin tóm. Víst hefur margt verið vel unnið i þessum efnum. Mætti finna þeim orðum stað með mörgum dæmum, þótt hér verði látið kyrrt liggja, enda blasa stað- reyndimar við augum hvar- vetna. En flestir eða allir, sem um þessi jafnvægismál hafa fjall- að, virðast álíta, að þau snerti fyrst og fremst Austur-, Norð- ur- og Vesturlandi. M.ö.o., það er áreiðanlega hefðbundið álit, að þegar talin er nauðsyn að halda við jafnvægi í byggð landsins, þá taki sú nauðsyn f>rst og fremst til aðgerða, sem stuðla að blómlegu atvinnu'ífi í fyrrnefndum landsfjórðungum. Nú fer því auðvitað víðsfjarri, að ég telji, að nokkuð hafi verið ofgert í þessu efni. Með örfáum undantekningum, hefur atvinnuuppbyggingin í þessum fjórðungum verið sjálfsögð og jákvæð, að mínum dómi, og ber að halda áfram því verki með atorku og fyrirhyggju. En atvinnuuppbygging í ein- um landshluta má ekki vera á kostnað annarra handshluta eða byggðarlaga. Sú hefur þó orðið raunin á, að einn landshluti virðist hafa gleymzt í öllu jafn- vægisskrafinu. Á ég þar við austurhluta Suðurlandsundir- lendis, sérstaklega Vestur- Skaftafellssýslu. Ég fæ ekki betur séð, en að peningaflóð eftirstríðsáranna hafi runnið hjá garði Vestur-Skaftfellinga, þegar frá eru talin framlög til vegá og brúa, sem að visu hafa verið há, eins og alþjóð er kunnugt, vega óivenjulegra nátt- úruhamfara. En auðvitað er, að menn lifa ekki á vegum og brúm einum saman, þótt þeir hlutir séu mikilvæg undirstaða alira framfara. Þegar rætt er um jafnvægi i byggð landsins, getur ekki ver- ið átt við það eitt að halda við sömu íbúatölu í einstökum landshlutum. Við hitt hlýtur að vera átt, að þannig sé búið að atvinnulífi hinna ýmsu héraða, að þau geti tekið við hæfilegri fjölgun íbúanna, svo að hinni uppvaxandi kynslóð gefist kost- ur á að setjast að í sinni heimabyggð, stofna þar heimili og eignast börn og buru við ekki lakari lífsskilyrði en ann- ars staðar tíðkast. Og hvernig er þá ástandið hér í sýslu l þessúm efnúm? Ég hika ekki við að svara, að það sé mjög slæmt. Auðvitað þekki ég bozt-til hér í Vik, pg, þar er ástandið í stuttu máli þannig, að heimilisfeður hafa allflestir sæmilega atvinnu, en unglingar og aðrir lausamenn litla eða enga, nema svo sem mánaðartíma í sláturtíðinni á haustin. Afleiðingin af þessu verður sú ,að svo að segja hvert einasta heimili hlýtur að sjá á bak börnum sínum á annað landshorn, þegar er þau hafa náð fermingaraldri. Heima- byggð þeirra hefur ekki not fyrir starfskrafta þeirra, og þá Körf u knattleikslið frá Skarphéðni Líið umf. Skarphéðins á körfuknattleiksmótinu. Héraðssambandið Skarphéðinn séndi í fyrsta sinn í ár lið til keppni á Islandsmeistaramótinu í körfuknattleik. Liðið keppti í I. flokki og verður frammistaða þess að teljast góð. Það vann u.m.f. Skallagrím, tapaði með mjög litlum sitgamun fyrir KU. og tapaði fyrir íslandsmeistur um Ármanns í þessum flokk' Piltarnir sýndu mcð þcssur' árangri, að þeir eru fyllileg' hlutgengir til keppni á Islands- mótinu, og verður vonandi á- framhald á slíkri þátttöku. Körfuknattleikur er iðkaður á þrem stöðum í Árnessýslu: Laugarvatni, Selfossi og í Hreppum. Lið frá þessum stöð- um taka þátt í Körfuknattleiks- móti Skarphéðins, sem hefst innan skamms. Myndin er af liði Skarphéð- ins, sem keppti síðasta leikinn á íslandsmótinu, og eru leik- mennirnir þessir: Jóhannes Sig- mundsson, Magnús Sigurðsson. Bjami Einarsson, Valgeir Jóns- son, Ingólfur Bárðarson, Egill Thorarensen, Þórður Ólafsson og Guðmundur Amoldsson. hljóta þau að axla sín skinn og leita sér fjár og.frama í nýjum heimkynnum. Það liggur í auigum uppi, hvi- lík blóðtaka það er byggðarlög- um og héruðum að missa ækufólkið burt. Allt verður kalt, dautt og doíið, þar sem æskuna vantar. Líf eldra fólks- ins missir tilgang, er það sér unga fólkið hverfa á braut um leið og það hefur alitið bams- skónum. Strit og stríð eldri kyíislóðarinnar sýnist eins og unnið fyrir gýg. Enginn af eft- irkomendunum tekur við hús- um og öðrum verðmætum, sem oft eru hinn eini sýnilegi á- vöxtur ævistarfsins. Foreldram- ir standa eftir á hallandi sumri lífs síns, eins og laufi rúnar bjarkir, sem aldrei laufgast að nýju. Þessi ömurlega dregna mynd er ekki tilbúin, hún er raun- sönn, því miður. Mér er auð- vitað fullkunnugt um það, að víðar er pottur brotinn í þess- um efnum en í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þess vegna hafa heil- ar byggðir farið í eyði víða um land. Svo hlýtur og að fara hér, ef þessu vindur fram. Ég þykist vita, að til séu svo kaldrifjaðir menn, að þeir skeyti engu þessari þróun, jafn- vel fagni henni. Slíkir menn eru tæpat viðræðuhæfir. Þess- vegna mun ég ekki hér færa rök fyrir tilverurétti byggðar í Vestur-Skaftafellssýslu. Þess í stað vil ég leyfa mér að varpa fram þeirri spumingu, hvort nokkuð sé hægt að gera til þess að sporna við þeirri fram- vindu, sem hér hefur verið lýst. Flestir, sem velta þessari spumingu fyrir sér í alvöru, munu verða sammála um það, að atvinnuleg vandamál Vestur- Skaftafellssýslu verði ekki leyst til frambúðar nema á einn hátt: Með því að byggja hér höfn. Með svo að segja allri strand- lengju sýslunnar eru fengsæl fiskimið. Vestur-Skaftfellingar eru líkt settir og karlsdæturnar í ævintýrinu, sem sátu með krásadiskana í kjöltunni, en báðar hendur bundnar á bak aftur. Þeir sjá flotann að veið- um daglega skammt undan landi, en geta enga björg sér veitt, með fjötra hafnleysisins á höndunum. Þeim er sýnd veiðin, en ekki gefin. Þeir þurfa jafnvel að sækja fisk á matborð sitt vestur i Þorláks- Framhald á 10. síðu. Fundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Suðurlandskjördæmi kom saman til fundar á Sel- fossi sunnudaginn 24. marz s.I. til þess að ræða um framboð við alþingiskosningamar á vori komanda, og annan undirbún- ing í sambandi við þær. Fundurinn var vel sóttur, og ríkti á honum algjör einhugur og áhugi um að vinna að sem beztum sigri Alþýðubandalags- ins í næstu kosningum. Á kortinu sést þjóðvegakerfi landsins eins og það er nú i megindráttum. Spölurinn sem á vantar að vegakerfið nái saman í hringveg er nú um 120 km. Einnig er teiknuð inn á kortið sjóleiðin Vestmannaeyjar—Þoriákshöfn og sést giöggt hve sú leið er margfait styttri en leiðin fyrir Reykjanes. Samgöngumál Sunnlendinga I síðustu Suðurlandssíöu var greint frá nokkrum mikilvæg- um tillögum til endurbóta f samgöngumálum Suðurlands, er Kari Guðjónsson hefur flutt á þess þingi, en eftir var að skýra nánar frá einni tillögu Karls, um lánveitingu til byrj- unarframkvæmda við brúargerð á Ölfusá hjá Óseyrarnesi, en meðflutningsmenn að þeirri til- lögu vonx þeir Ágúst Þor- valdsson og Björn Fr. Bjöms- son. Suðurlandssíðan birtir að þessu sinni yfirlitskort um vegakerfi landsins eins og það er nú í megindráttum, og þykir okkur rétt að rifja upp um leið efnisatriði þeirra merku tillagna til úrbóta í samgöngu- málum, sem skýrt var frá í síðustu Suðurlandssíðu. Opnun vcgarsambands milli Fljótshverfis og Suðursveitar Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson flytja tillögu til þingsályktunar um at'hugun á opnun vegarsambands mjlli Fljótshverfis í V.-Skaft. og Suð- ursveitar í A.-Skaft. — Eins og glöggt sést á vegakortinu er hér um að ræða allmikla vega- lengd, nánar tjltekið um 120 km., en mun þó styttast veru- lega á næstu árum, vegna á- ætiaðra framkvæmda þarna. Verstu farartálmarnir á þess- ari Jeið eru Núpsvötn og Skeið- ará, en flutnmgsmenn lillög- unnar benda á, að ekki er ólik- legt að takast megi að sigrast á þeim erfiðleikum, sem þessi vatnsföll valda. Ef takast mætti að opna þessa leið, er jafnframt kominn hrjngvegur um allt landjð. Ýms afskekkt byggðar- lög væru um leið komin í þjóð- braut, og ekki er að efa að þessi leið yrðj mjög vinsæi af ferðamönnum, því að hún kæmi tll með að liggja um einhver fegurstu og sérkennilegustu héruð landsins. Jafnframt mundi opnast örugg leið til Austfjarða. en þetta mundi stytta landleið frá Reykjavík til suðurfjarðanna um allt að helming, eða 500 km. Þjóðvegjr í gegnum kauptún Þá flutti Karl Guðjónsson frumvarp um breyting á vega- lögum, þess efnis, að vegir gegnum kauptún og þorp. þar sem umferðin er að meirihluta í þágu annarra en viðkomandi staða, skuli teljast til þjóðvega. En í núgildandi vegalögum er viðkómandí bæjar- og sveitar- félögum lagt á herðar að ann- ast viðhald og endurbætur slíkra vega án tiilits til að- stæðna. Jafnframt verði lögð áherzla á að gera slitlag úr varanlegu efni á þessa vegi svo fljótt sem unnt er, þar sem um- ferðarþunginn er mestur. — Er hér um að ræða mikið hags- muna- og réttlætjsmál fyrir mörg kauptún. þar sem svo hagar til að þjóðvegur liggur í gegnum. Nýtt starndferðaskip á Ieiðina Vestmannaeyjar — Þorlákshöfn Nýlega flutti Karl Guðjóns- son einnig frumvarp um bygg- íngu nýg strandferðaskips. sern Framhald á 10. síðu. Þorraþankar Gunnar Friöberg. Það sumar er síðast vér kvöddum sólinni oss nálega rændi, þá glóðu ei geislar í höddum né glitraði auga þitt frændi, nei þoka og þungbúnir dagar þjökuðu búendur sveita, sólarþurrð sálirnar bagar sízt myndi bóndi því neita. Því létu fána sinn falla fjölmargir sveitanna bændur hugdapur horfði til fjalla heiðríkju búandinn rændur. Auglýst var óðal til sölu, áhöfn og búslóðin lika. höldamir týna nú tölu, trega ég framþróun sHka. Áhöfn um eigendur skipti annað hvort iífs eða dáinn, gætanda garðurinn svipti gengur 1 fortiðar sjáinn Fúnandi falla til moldar forgörðum góðbænda setur, e.yðingu íslenzkrar foldar enginn til peninga metur. Gengna stund grátum vér eigt gagnar slíkt fáum til bóta, þegar á deyjanda degj dóminn skal framtíðar hljóta. Frjálslega fánann skal bera fegurð han= máltuga gerum. Reynum að verða1 og vera verðug þess nafns sem vér berum. Skáluni, þvl skammdegið líður, skuggamir feimnir til- baka draga sig. dásamleg bíður drottningin völdin að taka. Senn kemur sumarið únga 'sólin þá jörðina vekur, aftur. af dásvefni drunga dofann úr æðunum hrekur. Þegar sá flúinn er fjandi sem fjötrunum sveitirnar bindur, veldur í lýðfrjálsu landi lognbáru útlhafsins vindur. Samhuga sigra þá vinna sveitanna hugdjörfu bændur, ónumdar auðlindir finna, enginn skal gleði þá rændur. Onmnr PHfSbprc. Ílutt að Hvoli a þorrablóti Búnaðarfélags Hvolhrepps í febrúar 1963.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.