Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA HðÐVILJINN Miðvikudagur 3. apríl 1963 27 Gullið Ijósið lék um fjöllin og fyllti dalinn þar sem ranchóið hans Charles Hale var staðsett. Sólin var brennheit en í skugg- anum var kalt. Loftið var nap- urt, það var frost og hiti í senn. Garnet sat í grasinu hjá appel- sínutrénu og hallaði sér afturá- bak. Birtan undirstrikaði beinu línurnar umhverfis ranchóið. Appelsínutréð var eins og knippl- ingavefur af blóðskrúði og ilm- urinn fyllti loftið. í hlíðunum uxu villiblóm, blá og Éul blóm í stórum breiðum og tindarnir við sjóndeildarhring voru með hvítar hettur. Allt var svo fallegt að það var næstum ofraun. Hún heyrði hófatak. Hún leit við og sá John. Hann hafði kom- ið á ranchóið fyrir viku og hafði haft meðferðis bréfið frá Florindu. John stökk af baki og rétti meðreiðarsveininum taum- inn. Hann stóð og horfði í átt til fjallanna með annarlegum svip, og hún hugsaði með sér: Skyldi hann nokkum tíma hafa horft á konu á sama hátt og hann horfir á dásemdir náttúr- unnar? Hann kom auga á hana og brosti og sagði: — Góðan dag- inn. Hcrcpre«?fe!fl(H P E R M A. Garðsenda 21. simi 33968 Hárgreiðsln. os snyrtistofa Dómur. hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Simi 14662 Hárgreiðslu og snyrtistofa STEING OG DÓDÓ Laugavegi 11 sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Sími 14853 Hárgreiðslustofa ACSTURBÆJAR (Maria Guðmundscóttirj Laugavegj 13 simi 14656 Nuddstofa á sama stað — Góðan daginn, sagði Garnet og bætti við: — Hvar varstu þegar við snæddum morgunverð? — Ég fór snemma út til að líta á fáeina . kálfa. Gamet horfði á grænu aug- un og kuldalegt, reglulegt and- litið. John var vinur hennar. Hann hafði aldrei sagt það, en hún fann að svo var. Hún hafði verið svo einmana undanfarna mánuði, þegar hún hafði orðið að leyna því að hún var barns- hafandi. Hún hafði verið hrædd og einmana. Hún var fegin því að John var kominn. — John, sagði hún. — Þú átt hjá mér afsökunarbeiðni. — Jæja, fyrir hvað? spurði John og settist við hliðina á henni í grasið. — Garnet benti upp í blóm- skrýddar hlíðamar. — Þú sagðir mér að Kalifornía væri svona. En þegar ég kem hingað í haust, varð ég skelfilega von- svikin. Ég hélt þú hefðir spunn- ið þetta upp. John sleit fáein öx af vjlli- hveiti. Það var mér að kenna. Ég hugsa alltaf um Kaliforníu á vorin. En ef þú ílendist 'her, hélt hann áfram. — finnurðu að nokkrum árum liðnum, að þurrkatíminn á sína sérstæðu fegúrð. Hún er svo óvánaleg, að maður uppgötvar hana ekkj und- ir eins. Jæja, hugsaði Garnet, það myndi hún aidrei uppgötva. Eftir mánuð væri hún á leið til New York. Hún horfði á valmúumar ,gulu sem uxu innanum hveitið og sagði: — f bréfinu skrifaði Florinda. að þú hefðir gefið ranchóinu þínu nafn eftir valmúunni. Hann kinkaði kolli. — Kaliforn- íubúar kalla valmúuna flor tor- osa, blómið harðgerða. Þess vegna kallaði ég jörðina mina E1 rancho de la Flor Torosa. Það varð andartaks þögn. John horfði ekki á hana heldur á fjöllin. — Hvemig hefurðu fengið svona miklar mætur á blómum? spurði hún. — Ég hef alltaf verið hrifin af blómum, en ég hef aldrei vitað neitt um þau að ráði. — Þú ert alin upp milli múr- veggja og götusteina. sagði John. — Ég áttj heima á plantekru. — En þú tekur eftir öl'lu. sagði Garnet -- Steinum og trjám og f.iöllum líka auk blómanna. Fm^di fólks á sér alls ekki neitt af þessu. John eit niður Hann tíndi enn nokkur hveitiöx. — Ég var talsvert einmana sem barn. sagði hann — Jörðin var vinur minn. Allt þetta sem óx og breyttist á hverjum degi steinarnir sem aldrei breyttust — þeim gat ég treyst. Hann þagnaði og hélt síðan áfram: — Það er alltaf hægt að treysta moldinni og því sem úr henni vex. Þú veizt hvers vænta má. Stundum sýnir hún þér grimmd, en sú grimmd er hörð og hreinleg. Hún kvelur þig ekki með eigin eymd. Garnet fann að hún greip um grösin rétt eins og hann. John hafði ekkj horft á hana meðan hann var að tala. Kannski hafði hann verið að hugsa um Oliver, þegar hann sagði síðustu orðin. Hún spurði: — Er það þess vegna sem þér er lítið um manneskjumar? Vegna þesg að þær kvelja þig með sinni eigin eymd? — Já, sagð; John. — Það er ekki hægt að treysta manneskj- unum. Hann ieit upp og þáð vottaði fyrir brosi í munnvikinu. Ég sannaði þér það, var ekki svo? — Ég skii ekki hvað þú átt við. — Ég hefði átt að segja þér sannleikann um Carmelitu Vel- •asco. sagðj John. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði minnzt á Carmelitu við hana. En hann hafði verið viku um kyrrt og vissi að sjá'lf- sögðu að hún þekkti alla söguna. Oliver hafði trúlega sagt honum frá jarðskjálftanum sem orðið hafði til þess að hún fann ark- imar úr bréfinu. Oliver hafði ekki nefnt það við hana. Oliver sagði henni næstum ekki neitt nú orðið. Hann ætlaði að standa við loforð sitt um að fara með hana heim og var búinn að kaupa múldýr fyrir ferðalagið. En hann hafði orðið æ þegjanda- legri þessa mánuði sem köld vanþóknun Charlesar hafði beinzt að honum. — Ég lái þér ekki þótt þú hafir ekki sagt mér það, svaraði Garnet. — Það var ekki þér viðkomandi. — Nei, sagði John. — Reyndar ekki. En mér þykir leitt að þú skyldir komast að þessu á svo hranalegan hátt. Garnet tók upp appelsinublóm sem fallið hafði til jarðar og marði það milli fingranna. Krónublöðin voru hvít og vax- kennd. Hún hafði sektarkennd gagnvart Carmelítu, hún vissi ekki hvers vegna, en þannig var það nú samt. Meðan hún horfði á marin blöðin, sagði hún lágri röddu: — Ég býst við ég hefði orð- ið reið, ef þú hefðir sagt mér það. Mér hefði sjálfsagt fundizt þú vera að skipta þér af því sem þér kom ekki við. — Það kom mér ekki við, sagði John. — og það gerir það ekkj enn En það hefur dálítið annað komið fyrir. hélt hann á- fram fastmæltur, — og mér finnst þú ættir að fá að vita það og þess vegna segi ég þér það. Hún hrökk við og sneri sér að honum. John hafði spennt greipar um hnén. Hún tók eftir því að hendur hans voru langar og grannar. Hörundið var dökk- brúnt af sól og útiveru og hend- urnar voru mjög sterklegar. — Ég hef hugsað mér að segja þér það núna, sagði John. Hann baetti ekki við: „vegna þess að Oliver gerir það ekki,“ en hún bætti því sjáíf við í huganum og hún var viss um að hann gerði það líka. Hann hélt á- fram. — Ef þér þykir miður að ég skuli segja bað. þá ségðu ti'l. Carmelita er dáin. Garnet sleppti blóminu. Henni varð bókstaflega illt af sam- vizkubiti — En ég hélt — ég hélt henni liði vei. stamaði hún. — Hennj leið vel, sagði John. — Hún dvaldist fyrir norðan hjá frænku sinni. Hún fór í út- reiðartúr með bamið í fanginu. Hún reið fram af hengiflugi. Þau dóu bæði. Gamet greip fyrir munninn. — Ó, John, sagði hún. — Held- Höfn vi5 Dyrhólaey Framhald af 8.'síðu. höfn, enda þótt kjörveiði sé rétt við bæjardymar. Hvers eiga Vestur-Skaftfell- ingar að gjalda að fá ekki að hagnýta sér sín gjöfulu fiski- . mið? Árlega er varið tugum og hundruðum milljóna til að byggja og bæta hafnir víðsveg- ar um land. Er það þá ofrausn, að byggðar séu tvær hafnir á strandlengjunni frá Reykjavík til Homafjarðar, jafnvel þótt þær verði dýrar? Að þessari strandlengju liggja víðlendustu landbúnaðarhémð Islands, sem hljóta með tíð og tima að verða þéttbýl og þaulræktuð. Jafn- framt því sem þetta eru mestu framtíðarhéruð íslenzks land- búnaðar, eru þar skilyrði til rafvæðingar betri en annars staðar á landinu, og er því vafalaust, að þar rís upp stór- iðnaður mjög fljótlega. Ekkert er eðlilegra en að slík hémð eigi greiðan aðgang að góðum og öruggum höfnum. Enginn mun treysta sér til að andmæla né vinna því í gegn. Allir virðast sammála um réttmæti þess að byggja höfn í Þorlákhöfn. Með þeirri höfn er vel séð fyrir vesturhluta Suð- urlands, en hún leysir á engan hátt úr brýnni þörf austurhlut- ans. Eini staðurinn, sem til greina kemur í því efni, er Dyrhólaey. Höfn á þesum stað hefur lengi verið draumur Vest- ur-Skaftfellinga. Sá draumur verður að rætast mjög fjótlega, ef þar eiga að skapast lífsskil- yrði sambærileg við aðra lands- hluta. Hér að framan hafa ver- ið leidd að því rök, að þjóð- hagsleg nauðsyn krefst bættra hafnarskilyrða við Suðurland, er þó langt frá því, að öll kurl séu þar komin til grafar. T.d. má benda á það, að hafnleysið felur í sér gífurlega slysahættu, eins og margsinnis hefur komið í ljós. Nauðsyn lífhafnar á þess- ari hættulegu strönd er augljós og brýn, og er vandséð, hvernig hægt er að láta reka á reiðan- um í þessu efni öllu lengur. Eins og ég hef vikið litillega að hér að framan, þá er mjög almennur áhugi fyrir því hér um slóðir, að nú þegar verði hafizt handa um undirbúning að hafnargerð við Dyrhólaey. En menn virðast vera eitthvað deigir við að láta álit sitt í ljós á þessu máli. Engin ástæða er til slíkrar hlédrægni. Hér er um stórmál að ræða og auk þess lífshagsmunamál okkar, sem þetta hérað byggjum. Við eigum að fyigja því eftir með festu og sam- heldni. „Þagni dægurþras og rígur“ var eitt sinn kveðið af- öðru tilefni. Þessi orð ættum við að gera að einkunnarorðum okkar í þessu máli. Ef við stöndum öll saman, þá verður höfn við Dyrhólaey staðreynd innan tíðar. Að öðrum kosti getur svo farið, að við, sem nú lifum, verðum öll gengin fyrir ættemisstapa, áður en sá draumur rætist. Vík, 30. marz 1963. Bjöm Jónsson. Það er dásamlegt að kynnast þessum litlu frumum . . . Hamingjan góða. Svona stækkunargler gæti ég notaA Þetta kemur sér aldeilis . . . þegar ég þarf að athuga vel . . . skyndiávísanir SKOTTA Jú, — þetta er útvarpið mitt. Heimtaði það sem tryggingu íyrig túkallinn, sem hann lánaði mér. Samgöngumól Framhald af 8. síðu. ætlað er að annast daglegar ferðir fram og til baka milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar. Er á það bent í grein- argerð frumvarpsins, að skip þetta þyrfti að geta tekið upp fastar ferðir um leið og lokið er þeim áfanga, sem nú er unn- ið að við hafnargerð í Þor- lákshöfn. Með því að hrinda þessu máli í framkvæmd má telja að samgöngur við Vest- mannaeyjar kæmusj í tiltölu- lega öruggt horf. Ferð með skipi frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar mundi taka um 3% tíma og bílferð um Þrenigslaveg til Reykjavíkur 1 tíma, eða 3% tíma alls. En eins og nú er háttað tekur sjóferð- in Reykjavík—Vestmannaeyjar minnst 10 tíma °S fastar ferð- ’ir-eru aðeins 2—3 í viku.• Hér• er því um mikið hagsmunamál ’ að ræða fyrir Vestmannaey- inga. — Meðflutningsmenn að þessu frumvarpi eru þeir Ágúst Þorvaldsson og Björn Fr. Bjömsson. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1963 flutti Karl Guðjóns- son till.ögu um heimild handa ríkisstjórninni til þess að taka allt að 25 milljón króna lán til þesg að ljúka undirbúningi og hefja smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá hjá Óseyramesi. Með- flutningsmenn að þessari til- lögu voru þeir Ágúst Þorvalds- son og Bjöm Fr. Björnsson. — Þingmenn stjórnarflokkanna sameinuðust um að fella þessa tillögu, og snerust þannig á móti þessu hagsmunamáli Sunn- lendinga. — Áður hefur verið gerð rækileg grein fyrir þessu máli hér á Suðurlandssíðunni (Grein Björgvins Sigurðssouaft Stokkseyri) og verður því ekfci farið nánar út í það að þessa sinni. I Loforð og efndir á endurskoðun vegalaga Aðeins eitt þeirra mála, sem hér hafa verið nefnd, hefor hlotið þinglega afgreiðslu og er það síðast talda málið, en það mun vera af þeirri ástæðn einni, að núverandi þingmeiri- hluti íhalds og krata gat ekld komizt undan því að afgreiða það, þar sem það var flutt í sambandi við afgreiðslu fjár- laganna. Og eins og fyrr segir sameinuðust stjómarflokkarnir um að fella það. — Hin málin liggja enn óafgreidd fyrir AI- þingi, og hefur þó eitt þeirra, frumvarp um breytingar á vegalögum verið flutt áður á þingi, og þingmenn þvi gjör- kunnugir efni ;þess. Þegar málið var fyrst flutt, lýsti samgön.gu- málaráðherra, Ingólfur Jóns- son, því yfir, að hér væri um merkt mál að ræða og yrði það tekið til athugunar við endur- skoður) vegalaganna, sem myndi verða Jokið á þessu kjörtíma- bili. Og fékkst málið ekki af- gréitt frá nefnd með tilvisuti til þessa. f síðast liðinni viku lýsti þessi sami ráðherra því hins vegar yfir á Alþingi, að end- urskoðun vegalaganna yrði ekkf lokið nógu snemma til þess aS unnt yrði að leggja málið fyr- ir þetta þing. Verður nú fróð- legt að sjá, hvort ráðherrann og samflokksmenn hans leggj- ast enn gegn afgreiðslu þeirra tillagna um breytingar á vega- lögunum, sem fyrir liggja. SAMSÖNGUR Kvennakór SVFÍ í Reykjavík og Karlakór Keflavíkur halda söngskemmtun í Gamla Bíó í kvöld, miðvikudaginn 3. apríl, og fimmtudaginn 4. apríl kl. 7. — Söngstjóri: Herbert Hriberschek Ágústsson. EINSÖNGVARAR: Eygló Vik'törsdóttir, Þóruun Ólafsdóttir Vincenzo M. Demetz Erlingur Vigfússon Haukur Þórðarson Hjálmar Kjartansson Böðvar Pálsson. VIÐ FLYGILINN: Ásgeir Beinteinsson. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun ísafold- ar, Sigurðar Kristjánssonar. Eymunds- sonar og Drangey. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.