Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 3. apríl 1963 — 28. árgangur — 78. tölublað Kaupa 15 þús. t. af bolf iskf lökum 1 gær barst Þjóðviljanum svohljóðandi fréttatilkynning frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SlS um sölu á 15000 tonnum af frystum bol- fiskflökum til Sovétríkjanna: „2. apríl, 1963 var undirritað- ur í Reykjavík samningur um sölu á 15000 tonnum af frystum bolfiskflökum til Ráðstjórnar- ríkjanna. Aðilar að samningi þessum eru innkaupastofnunin Prodintorg í Moskvu, og Sölu- míðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SlS. Samkvæmt samningi þessum er heimilt að afgreiða eftirtald- ar freðfisktegundir: Þorsk, karfa, ýsu, steinbft, ufsa og löngu. Allt magnið afskipist fyrir lok þessa árs. Af hálfu Ráðstjórnarríkjanna I önnuðust samningagerð þessa Hr. Sehekin, verzlunarráðunaut- ur og Hr. Prokrovski, verzlun- fulltrúi, en af hálfu seljenda unnu að samningsgerðinni þeir JEinar Sigurðsson, útgerðarmaður, Árni Finnbjörnsson og Valgarð J. Ólafsson, framkvæmdastjóri. Sölusamningurinn er í sam- ræmi við bókun frá 19. des- ember, 1S62, um viðskipti milli Ráðstjómarríkjanna og íslands". Kári býður skola- í dag eru liðin rétt tuttugu ár síðan Listamannaskálinn i Reykjavík var vígður. Listamað- ur sá sem þar sýnir um þessar mundir, Kári Eiríksson, hefur af því tilefni ákveðið að bjóða öllum neinendum framhaldsskól- anna hér i bæ sem kæra sig um það að skoða sýningu sína ókeypis, en eins og kunnugt er af írásögnum blaða hefur sýn- ingin vakið athygli og nær all- ar myndirnar selzt . Jakið þátt /51 mannakerfí Þjóðviljans Þeir sem f engið haf a send bréf frá Þjóðvilj- anum eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstof- una Þórsgötu 1/Skrif- stofan er opin daglega kl. 10—12 árdegis. Þeir sem lofað hafa mánað- arlegum greiðslum eru minntir á nýafstaðin mánaðamót. Tryggjum útkomu Þjóðviljans! Hlýjasti marzmánuður hérlendis síðan 2929 Þangað er ferðinni heitið ' ¦ • ' " Sovétríkjunum I gær var skotið upþlsíðan sent geimfar sem frá sovétríkjunum nýju ætlað er að fara til gervitungli og frá því 'var | tunglsins. % Kækkun á num áburði Samkvæmt fréttatil- kynningu, sem Þjóð- viljanum barst í gær f rá stjórn Áburðar- verksmiðjunnar um verð tilbúins áburðar á þessu ári hækkar verð á Kjarna um 6% vegna verðjöfnunar á þeim áburði og inn- fluttum köfnunarefn- isáburði. Hinsvegar lækkar verð á þrífos- fat, kalí um 2—3%. fyrra. Fréttatilkynning verk- .miðjustjórnarinnar um þetta ;fni er svohljóðandi: „Stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar h.f. hefur nú, að fengnu sam- þykki landbúnaðarráðherra, á- kveðið heildsöluverð á tilbún- um áburði fyrir árið 1963, sem næst 3% lægra en 1962 fyrir þrífosfat og kalí og 2% lægra fyrir brennisteinssúrt kalí og blandaðan áburð. Verðið er sem hér segir: Þrífosfat 45% P^Os kr. 2.620.00 hver smálest. Kalí klórsúrt 50% K20 kr. 1.800.00 hver smálest. Kalí brennisteinssúrt 50% K20 kr. 2.720.00 hver smálest. Blandaður garðáburður 9-14-14 kr. 2.920.00 hver smálest. Tröllamjöl 20,5°/(N kr. 3.900.00 hver smálest. Kalksaltpétur 15%N kr. 1.980.00 hver smálest. „Dolomit" kalk kr. 1.520.00 hver smálest. Ofangreint verð miðast við á- Framhald á 3. síðx Þetía er fjórða sovézka tunglfarið og það lang- stærsta og er það um fjórum sinnum þyngra en hin þrjú. Ekki hefur verið frá því greint hvaða hlut- verki þessu nýja tungl- fari er ætlað, en ýmsar tilgátur eru uppi um það. Sagt er að öll tæki tunglfarsins vinni eins og til er ætlazt og ekki er annað vitað en það sé á þeirri braut sem því var ætlað að fara. Ef allt gengur að ósk- um, eins og gera má ráð fyrir, mun geimfarið verða hálfan fjórða sól- arhring á leiðinni til tunglsins. Mun það þá að líkindum annaðhvort fara á braut umhverfis tunglið eða lenda á því. Sjá síðu @ Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk í gær hjá Öddu Báru Sigfúsdóttur forstöðumanni veðurfars- deildar Veðurstofunnar var síðasti marzmánuður hlýj- asti marzmánuður sem komið hef ur hér á landi síð- an 1929 og var hann tals- vert hlýrri en apríl er í venjulegu árferði. Meðalhitinn í Reykjavík í marz var 4,7 stig, á Akur- eyri 2,5 stig og í Hólum. í Hornafirði 4,9 stig og er þetta um það bil þrem gráðum hlýrra en meðaltal áranna 1931—1960. Sé litið á veturinn í heild, þá er hann rösklega hálfri gráðu hlýrri en í meöalári. Aðeins febrúar- og marz- mánuðir hafa verið veru- lega hlýir, en hinir máhuð- irnir um meðallag nema nóvember sem var undir meðallagi. Frostdagar frá veturnótt- um hafa verið 75 hér í Reykjavík en eru í meðal- ári 99. í febrúar og marz komu aðeins 11 frostdagar. Frostdagar kallast það, ef einhvern tíma sólarhringsins mælist frost. Snjór hefur verið mjög lít- ill í vetur og alhvít jörð að- eins 30 daga en meðaltal undanfarinna 6 vetra er 66 dagar. Snjór var mestur hér í Reykjavík um mánaðamótin október og nóvember 'og aft- ur í lok nóvember. Fyrsti snjórinn féll 25. október og er það nokkru síðar en und anfarin ár. Nú á 8. síðu Athyglj lesenda skal vakin á því að SUÖ- URLANDSSÍÐAN er í dag birt á 8. síðu blaðs- ins — ekki 2. síðu eins og áður. Skipaðir aðstoð- armenn við Hand- ritasiofnunina 30. marz sl. voru þeir Jónas Kristjánsson cand. mag., skjala- vörður í Þjóðskjalasafninu; og Ölafur Halldorsson cand. mag. lektor í Kaupmannahöfn skipað- ir af menntamálaráðherra f stöður aðstoðarmanna við Hand- ritastofnun Islands frá 1. apríl sl. að telja. Allmargir hafa þegar tilkynnt þátttöku sína í páskaferð Æsku- lýðsfylkjngarinnar í öræfasveit. Þátttakendafjöldi verður tak- markaður og er því nauðsynlegt að þeir sem vilja vera með láti skrá sig sem fyrst. Perðakostnaði verður stillt mjög f hóf. Allar uppiýsingar í skrifstofu ÆFR í Tjarnargötu 20, sími 17513. LandaB úr Viðill. Nokkrir bátar komu með síld til Reykjavíkur í gærdag. Pcirra á meðal Akraborg, Víðir SU og Víðir II: Myndin var tekin þegar verSð var að landa úr Víði II. við Grandagarð. Þess má geta að þetta skip befur ekki verið tíður gestur í Reykjavíkurhöfn að unðanförnu. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.