Þjóðviljinn - 21.04.1963, Síða 3
MOÐVILJINN
SIÐA 3
•• r-
A
HVÍLDAR-
DACINN
HLUTLEYSI OG SJALFSTÆÐI
leysi haft margskonar merk-
ingu; það var til að mynda
notað fyrir styrjöldina um þá
stefnu Vesturveldanna að láta
yfirgang fasista og nazista af-
skiptalausan; það hefur verið
notað um skoðanaleysi og af-
skiptaleysi almennt. Allt þetta
hagnýtir Benedikt Gröndal sér
til þess að safna saman föls-
uðum ívitnunum og rugla les-
ast fyrir hlutleysi íslands ag
fjölmargra annarra ríkja, úr
því að þeir í hjarta stnu hafa
enga trú á hlutleysi". Þama er
því semsé haldið fram að þegn-
ar hlutlausrar þjóðar megi ekki
að fá með góðu móti. Þannig
verður með hverju árinu erfið-
ara að reka algera einangrun-
arstefnu. Efnahagslega er ekki
hægt að vera hlutlaus". Þannig
virðist höfundurinn ímynda sér
að sú þjóð ein væri raunveru-
lega hlutlaus sem hvorki ætti
nein verzlunarviðskipti né
nokkur önnur samskipti við
aðrar þjóðir!
1. desember 1918 fögnuðu Islendingar fullveldi og ævarandi hlutleysi.
Is!and
og hlutleysíð
Benedikt Gröndal hefur sam-
ið bók um ísland og hlutleysið
og gefið hana út á forlagi Sjálf-
stæðisflokksins. Hefur Benedikt
sýnt mjög vaxandi áhuga á ut-
anríkismálum eftir að það tók
að kvisast að Guðmundur I.
Guðmundsson Væri farinn að
þreytast á verkefnum sínum og
kynni jafnvel að gefast upp á
þeim áður en Vilhjálmur Þ.
Gíslason hætti sem útvarps-
stjóri.
Að óreyndu var ástæða til að
fágna bók um afstöðu hernáms-
flokkanna til hlutleysis. Átök
um stefnu íslendinga í utan-
ríkismálum hafa verið einn
veigamesti þáttur stjómmála-
baráttunnar eftir að lýðveldi
var endurreist. Á þeim vett-
vangi hafa hemámsflokkamir
þrír skipt um stefnu á svo al-
geran hátt og á svo skömmum
tima að hliðstæður verða vart
fundnar. Og allar mikilvægar
ákvarðanir þeirra hafa verið
teknar á leynifundum þaðan
sem ekkert hefur frétzt nema
á skotspónum. Því hefði mátt
vænta þess að bók sem bar á
sér yfirskyn fræðimennskunn-
ar greindi frá því sem gerzt
hefur að tjaldabaki síðustu ára-
tugina, lýsti sálarstríði stjórn-
málaleiðtoga sem gerbreyttu
hugmyndum sínum áskömmum
tíma, flytti á samfelldan hátt
röksemdir þær sem ollu sinna-
skiptunum. skýrði það út hvers
vegna forsprakkamir sóru fyr-
ir kosningar en gerðust mein-
særismenn að þeim loknum.
Engin nýjung
En því miður hefur bók
Benedikts ekkert að geyma af
þessu tagi. Þar er enga nýjung
að finna þegar undan eru skild-
ar tvær setningar, hafðar eftir
sendiherrunum Thor Thors og
Stefáni Jóhanni Stefánssyni þar
sem greint er frá því að ís-
lenzk stjórnarvöld hafi haft
frumkvæði að því að æskja
eftir bandarísku hemámi 1940.
Sú vitneskja var þó áður kunn
úr endurminningum Cordel's
Hulls, utanríkisráðh. Bandaríkj-
anna. Að öðra leyti hefur bók-
in að geyma þau málsatvik ein
sem legið hafa á yfirborði um
langt skeið og þau atriði raunar
valin úr sem henta áróðurstil-
gangi höfundarins. I formála
kvartar Benedikt um það að
við samningu bókarinnar hafi
komið „átakanlega í ljós,
hversu litla rækt Islendingar
leggja við samtíðarsögu sína“
og væri „brýn nauðsyn að
koma upp við Háskóla íslands
stofnun fyrir sögu síðustu ára-
tuga, efla þar nauðsynlegan
bókakost og vinna að söfnun
og útgáfu heimilda, sem nú
glatast með hverju ári, sem líð-
ur“. Skal sízt dregið í efa að
hann hafi átt í erfiðleikum með
að hafa upp á nauðsynlegum
gögnum, en honum átti þó að
vera í lófa lagið að rekja sögu
sjálfstæðismálsins í sínum eig-
in flokki, en Alþýðuflokkurinn
var sem kunnugt er til skamms
tíma þverklofinn í afstöðu
sinni, og margir af kunnustu
forustumönnum og áróðurs-
mönnum flokksins hafa sagt
skilið við hann ekki sízt vegna
ágreinings um hernámsstefn-
una. En um þessar staðreyndir,
sem Benedikt átti þó að geta
rakið fyrirhafnarlaust, er ekki
orð að finna í bók hans. Hún
hefur sig því miður aldrei upp
yfir þann alkunna blaðaáróður
sem nefna mætti ósjálfráða
skrift og er fólginn í því erf-
iði einu að láta finguma dansa
yfir leturborð ritvéiarinnar.
Hugtakaruglingur
En þótt bók Benedikts hafi
ekki að geyma neitt framlag
til sögu síðustu áratuga gat
gildi hennar verið fólgið í vel
unninni röksemdafærslu tii
stuðnings því sjónarmiði höf-
undar að rétt hafi verið að búa
hlutleysisinu gröf. En því mið-
ur blasir sama geitarhúsið við
þeim sem kynnu að leita slíkr-
ar ullar. Það er til marks um
vinnubrögð höfundar að í bók,
sem á að fjalla um hlutleysið,
er hvergi að finna neina laga-
lega og þjóðréttarlega skil-
greiningu á því hvað hlutleysi
er. Benedikt hefur þannig ekki
einusinni fyrir því að gera sér
grein fyrir viðfangsefni sínu.
Þvert á móti kappkostar hann
að magna þann ragling sem
tíðkazt hefur í áróðursumræð-
um um hlutleysi hér á landi.
Á íslenzku hefur orðið hlut-
endur sína. Hann vitnar til að
mynda til þess að á sama tíma
og Krústjof, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hafi borið lof á
hlutleysi Austurríkis hafi sov-
ézk tímarit sagt að „tilraunir
til hlutlausrar afstöðu til stétta-
baráttunnar, til að sitjaátveim
stólum, hafi alltaf að lokum
mistekizt..... 1 dag stendur
yfir í heiminum hörð barátta
milli tveggja hugsjónakerfa,
sósíalismans og kenninga borg-
arastéttanna, og í þessari bar-
áttu getur enginn verið hlut-
laus“. Og eftir þessar ívitn-
anir heldur Benedikt áfram
með þjósti; „Nú er rétt að
spyrja: Hver er tilgangur
kommúnista með því að berj-
hafa neina skoðun á stéttabar-
áttu, sósíalisma og kapítal-
isma, þeir verði að vera and-
lausir og stefnulausir fáráðling-
ar. Og skömmu si'ðar segir
Benedikt svo um hlutleysi Ira;
„Þá hafa írar tekið vaxandi
þátt í alþjóðlegu samstarfi oS' i
sækjast eftir þátttöku í Efna-
hagsbadalagi Evrópu, eins og
hin hlutlausu ríkin gera raunar
öll í einhverri mynd. Virðist
vera dregin markalína milli
stjómmálalegs og hemaðarlegs
hlutleysis annars vegar og
efnahagsmála hins vegar. Er
svo að sjá, að ekkert ríki sé
svo hlutlaust, að það vilji ekki
eins mikið efnahagssamstarf
við nágranna sína og hægt er
Vaxandi afl
Auðvitað á hugtakaruglingur
af slíku tagi ekkert skylt við
hlutleysi. Hlutlausar þjóðir eru
nú fleiri í heiminum en nokkra
sinni fyrr, þær búa við marg-
víslega stjórnarhætti og. ■ þegnar
þeirra deila að sjálfsögðu inn-
byrðis um þjóðfélagsmál. Hlut-
lausar þjóðir era síður en svo
afskiptalausar um heimsmálin,
öllu heldur hafa þær átt góð-
an þátt £ því að leysa erfið-
ustu deilumál sem upp hafa
komið á undanfömum árum >g
áhrifavald þeirra fer sívax-
andi. Hlutlausar þjóðir keppa
ekki að einangran; þeim hef-
ur einmitt verið það keppi-
kefli að brjóta niður hvers
kyns hömlur sem stafa af skipt-
ingu heimsins í andstæðar
blakkir. Hlutlausu þjóðimar
greinir á um margt, einnig um
hlutleysið sjálft, en þær eiga
það allar sameiginlegt að þær
hafa neitað að láta ánetjast
stórveldasamsteypum. Þær geta
tekið sjálfstæða afstöðu til
allra vandamála sem steðja ad
en þurfa ekki að hlíta ákvörð-
unum hemaðarbandalaga. Og
þótt Benedikt Gröndal virðist
ekki gera sér grein fyrir því
vex aðdráttarafl hlutleysisstefn-
unnar í sífellu, einmitt af þess-
um ástæðum, á sama tíma og
þverbrestirnir gliðna í Atlanz-
hafsbandalaginu.
Rökfræðileg
mótsögn
Um íslenzku þjóðina liggur
það í augum uppi að hlutleysi
og sjálfstæði era eitt. Islend-
ingar eru svo fámennir að þeir
geta sem betur fer ekki Itomið
upp neinni hervæðingu af eig-
in rammleik; eigi að vera her-
væðing hér á landi verða aðrar
þjóðir að leggja hana til. En
erlend herseta samrýmist ekki
þeirri hugsjón Islendinga að
vilja búa einir og frjálsir (
landi sínu og fara sjálfir með
stjóm allra mála sinna, Því var
það eini rökrétti kostur þeirr-
ar kynslóðar sem trúði á ís-
lenzkt sjálfstæði að lýsa yfir
ævarandi hlutleysi. Um leið og
hlutleysinu var kastað tók her-
setan við. Það er auðvitað rök-
fræðileg mótsögn að tala um
erlent hemám til að tryggja
sjálfstæði Islands: það er líkt.
og að set.ia sig í fangelsi til að
komast hjá því að vera tekinn
fastur.
Benedikt Gröndal talar auð-
vitað margt um það að í hlut-
leysinu sé ekkert öryggi fólgið
og bendir á mörg dæmi þess að
•hlutléysi smáþjóða hafi ekki
verið virt af stórveldum. Það
er rétt að öryggi mun vand-
fundið ef til styrjaldar kemur.
Eitt ætti þó Benedikt Gröndal
að skilja ekki síður en aðrir:
Komi stríð, bitnar það örugg-
lega á þeim ríkjum sem fyrir-
fram hafa gerzt styrjaldarað-
ilar.
Heimild
um hugarfar
Þeir menn sem stóðu að
hlutleysisyfirlýsingunni 1918
höfðu ekki síður áhuga á al-
þjóðamálum en við. En þeir
höfðu svo háar hugmyndir um
sjálfstæði Islands að þeir settu
það ofar öllum hugsanlegum
ágreiningi um alþjóðamál, hlut-
leysið átti að vera ævarandi.
Bók Benedikts Gröndals er til
marks um það að þessi ríka
sjálfstæðisvitund er gersamlega
horfin úr hugskoti þeirra
manna sem nú fara með stjórn
landsins. 1 bókinni er að finna
marga kafla með herfræðileg-
um bollaleggingum, og er ætl-
un þeirra að sanna að bað sé
rétt stefna hjá herstjórn Banda-
ríkjanna að hafa herstöðvar á
Islanjli f hugsanlegum átökum
við Sovétríkin. Ekki veit ág
hvort Benedikt Gröndal sr
merkilegur herfræðingur. en
hitt þykir mér ákaflega athvgl-
isvert að fslenzkur stjómmála-
maður skuli skrifa um hlut-
leysi og sjálfstæði lands sfns
eins og hann væri bandarísk-
ur þegn. I huga hans er ísland
nú þegar aðeins hluti af beirrí
„stóru heild'* sem Gylfi Þ.
Gíslason talaði um á aldaraf-
.Þióðminjasafnsins. Af
beim astæðu einni kann bók
Benedikts Gröndals sfðar að
bykja fróðlegt heimildarrit um
hugarfar stiómmálaleiðtoga i
árinu 19G3. þótt hún hafi enga
nvja sagnfræðilega vitneskju
að geyma og bott höfi>r><jj tak-
ÍSt aldreí að átta <nrf -1 V,\rf við-
(angsefni -nm harni tnli,r sjg
”era nð *• ", ..m . Anstri.
Hinar
fjöihæfu
vélar
FjöHðjunnar
hJ.
ávallt
til leigu
Fjötiðjan h.f.
við Fífuhvammsveg
Síml 357,7.0.