Þjóðviljinn - 28.04.1963, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1963, Síða 3
Surinudagur 28. arin'l 1963 r i A HVÍLDAR- DACIN N M6ÐVILHNN — SIÐA 1 VERDBOLGA ER GROÐALIND Verðbólgan Jónas H. Haralz ráðuneyt- isstjóri helur lýst manna bezt verðbólgustefnu ríkisstjóm- arinnar og afleiðingum henn- ar, enda er honum málið skylt. I afmaeliskveðju til Háskóla Islands sem ýmsir fræðimenn tóku saman 1961 og nefndjst „Vísindjn efla alla dáð“ skrifaði hann greinina „Framvinda án verðbólgu" og brá þar m.a. upp svofelldri mynd af þróun síðustu ára: „Verðbólgan skapar at- vinnurekandanum hý tæki- fæi>i tii gróða, sem eiga ekk- ert skylt við þann árangur, sem hann nær í skipulags- starfi sínu. Með því að aíla sér lánsfjár og nota það til þess að komast yfir fasteign- ir og vörubirgðir, getur at- vinnurekandinn hagnýtt sér verðbólguna sem gróðalind. Því meiri sem verðbólgan er, og umfram allt því lengur, sem hún stendur, því öruggari verður þessi gróðalind. Því meir sem atvinnurekandinn einbeitir sér að hagnýtingu hennar, því minna máli skipt- ir hann hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins og fjárfestingu. Svo getur farið, að honum finnist i raun og veru ekkert skipta máli nema komast yf- ir lánsfé með einhverju móti og koma því fyrir í einhverj- um eignum, hvort sem bær eru nauðsynlegar fyrir at- vinnurekstur hans eða ekki.“ Að græða á tapinu Verðbólgan er gróðalind, og sú staðreynd er lykillinn að stefnu ríkisstjómarinnar. Ýmsir hafa átt erfitt með átta sig á þeirri staðreynd, erv fyrir nokkrum árum varð mönnum starsýnt á eftir- minnilegt dæmi um hana. Þegar eignir manna voru kannaðar í sambandi við stór- eignaskatt kom í ljós að Ein- ar Sigurðsson útgerðarmaður var orðinn auðugasti maður landsins. Allir vissu að at- vinnurekstur hans hafði átt í miklum örðugleikum, hann var skuldunum vafinn, greiddi aldrei á réttum gjalddögum, fyrirtæki hans voru í sífellu auglýst til uppboðs en bjarg- að undan hamrinum á síðustu stundu, verkafólk fékk ekki greitt kaup sitt nema með miklum eftirgangsmunum. En þessi maður sem virtist í sí- fellu vera að tapa á rekstri sínum var engu að síður orð- inn langríkasti maður lands- ins. Hann hafði sótt fjármuni sína í gróðalind þá sem nefn- ist verðbólga. keypt sér fast- eignir fyrir lánsfé úr bönk- um en borgað löngu síðar með miklu smærri krónum. Hvaðan kemur gróðinn? Verðbólgugróðinn fellur ekki af himnum ofan eins og manna, heldur er honum rænt frá öllum þorra þjóðfélass- þegnanna. Peningarnir sem Einar Sigurðsson fékk að láni í bönkunum voru sparifé þús- unda manna, og þetta spari- fé rýmaði jafnframt þvi sem eignir Einars jukust. Á síð- ustu þrenjur árum hafa bví- líkar eignahreyfingar orðið mjög örar. Maður sem lagði 100 kr. inn í banka i upphafi viðreisnar myndi nú eiga um 125 kr. Lífsnauðsynjar bær sem kostuðu 100 kr. fyrir þremur árum kosta nú 149 kr samkvæmt hinni 9'pinbero vísitölu. Það vantar þannif 24 krónur upp á það að nen- ingar srarifjáreigandans hafi um og börnum sem rtmnið hefur beint til þeirra einstak- linga sem geta „hagnýtt sér verðbólguna sem gróðalind", eins og Jónas Haralz komst að orði. Það er ekki að undra þótt gróðamönnunum blæði þvílíkt ástand í augum og vilji því gera tafarlausar ráð- stafanir til þess að sölsa und- ir sig öll fyrirtæki lands- manna. Þá fyrst myndi verð- bólgan koma að fpllu gagni. Driffjöðurin haldið verðgildi sínu. Þetta jafngildir 16% rýrnun á öllu sparifé landsmanna og sú upphæð hefur runnið til þeirra fjáraflamanna sem hafa tök á því að hagnýta verðbólguna sem gróðalind. Og það eru ekki aðeins spari- fjáreigendur serri hafa verið rændir. Verðbólgan heggur i sífellu skörð í tekjur dag- launamanna, lífeyri aldraðs ífóilsst fjölskylduþætur,, ,.og..-. meðlög ungbama. Þessir peri- ingar brenna ekki upp á eldi verðbólgunnar, eins og stund- um er komizt að orðí; þeir færast aðeins til og safnast sem eignir hjá atvinnurekend- um og gróðabröllurum. Næstu verkefni Það var megintilgangur við- reisnarinnar að raska eigna- skiptingu og tekjuskiptingu f landinu launþegum í óhag. Verðbólgan hefur séð fyrir því að sú iðja hefur orðið mjög árangursrík, en þó eru framundan miklu stórfelldari fyrirætlanir. Þær má meðal annars marka af hinum linnulausa áróðri fyrir svo- nefndum almenningshlutafé- lögum. Eyjólfur Konráð Jónsson ritstjóri Morgun- blaðsins hefur barizt fyrir þeirri hugsjón árum saman og aldrei af meira kappi en undanfarna mánuði jafnt í blaði sínu sem ríkisútvarpinu. Hann hefur nú stuðning hinna auðugustu og voldugustu manna, ejns og sjá máttj af ræðu þeirri sem fjáraflamað- urinn Sveinn Valfells flutti á síðasta ársþingi iðnrekenda, en hann kvað framtíð 'auð- valdsþjóðfélags á íslandi háða því að almenningshlutafélögin yrðu að veruleika. Og ekki hefur setið við áróðurinn einn. Megintilgangurinn með þeirri breytingu sem gerð hefur verið á skattgreiðslu fýrirtækja var einmitt sá að búa í haginn fyrir almenn- ingshlutafélög. Þau munu sjá dagsins ljós þegar að kosning- um loknum ef verðbólguöflin halda völdum sínum. Almennings- hlutafélög Það er mikill misskilningur ef menn ímynda sér að al- menningshlutafélög edgi að vera aðferð til þess að koma á laggirnar nýjum atvinnu- fyrirtækjum á Islandi, þótt á Áburðarverksmiðjan er eitt þejrra stórfyrirtækja sem gróðamenn hafa hug á að sölsa undir sig eftir kosn- ingar. það hafi verið lögð áherzla í áróðrinum að undanförnu. Þeim er fyrst og fremst ætlað að gefa gróðamönnum tæki- færi til að leggja undir sig eignir almennings. Enginn hefur lýst þessum tilgangi skýrar en Eyjólfur Konráð Jónsson; hann sagði svo í grein í Stefni, tímariti ungra Sjálfstæðjsflokksmanna, í september 1959: „Þannig virðist mjög koma til athugunar, að t.d. Sem- entsverksmiðjan og Áburðar- verksmiðjan, Skipaútgerðin, Landssmiðjan og fleiri ríkis- fyrirtæki yrðu falin almenn- ingi til stjórnar á þann veg, að hagkvæmissjónarmið ein réðu stjórn þeirra, en engir pólitískir dutlungar. Á sama hátt gæti Reykjavíkurbær rið- ið á vaðið með því að af- henda bæjarbúum t.d. Bæjar- útgerðina og Strætisvagnana. Og þetta er ofureinfalt mál. Ríki og bær gætu ósköp hæg- lega tryggt fjárhagsgrundvöll þessara fyrirtækja, stofnað um þau almenningshlutafélög og aflhent landsmönnum hlutabréfin endurgjaldslaust, eða við mjög lágu verði, t.d. öllum, sem í sveit búa, bréf í Áburðarverksmiðj unni o.s. frv. Þannig mætti t.d. hugsa sér, að Reykjavíkurbær geng- ist fyrir stofnun almennings- hlutafélags um Bæjarútgerð- ina, tryggði fjárhag hennar. en losnaði jafnframt við frek- ari fjárútlát. Síðan væri hlutafé ákveðið 6V2—7 milij- ónir kr. og sérhverjum bæj- arbúa sent heim eitt 100 kr. hlutabréf. Viðskipti með þessi bréf mundu þegar í stað hefj- ast. Sumir mundu ekki kæra sig um nein bréf og seldu þau, en aðrir mundu aðeins vilja eiga bréf í einu fyrir- tæki o.s.frv." Eftir miklu að slægjast „Viðskipti með þessi bréf mundu þegar í stað hefjast.“ Á örskömmum tíma myndu ötulir fjárplógsmenn hafa komizt yfir nægilegt af hluta- bréfum til þess að ráða yfir því mikla fyrirtæki sem nú nefnist Bæjarútgerð Reykja- víkur. Það myndi kosta þé 'áeinar miljónir króna, tekn- ar að láni af sparifé lands- manna, en það er einnig eftir miklu að slægjast; eignir bæj- arútgerðarinnar — átta tog- arar og miklar fiskvinnslu- stöðvar — eru metnar á nær 300 miljónir króna. Á sama hátt myndu fjárplógsmenn komast yfir önnur þau fyrir- tæki sem Eyjólfur Konráð Jónsson telur upp, allt frá Sement.sverksmiðju til Stræt- isvagna. Islendingar þekkja þvílíka þróun; það tók ekki langan tíma fyrir fáeina vold- 'uga menn að SölSá°un’dií sig Eimskipafélag Islands. Þá kæmi verð- bólgan að fullu gagni Það hefur verið einkenni á efnaltagskerfi islendinga að vms mikilvægustu stórfyrjr- tækin hafa verið í eigu ríkis og bæjarfélaga. Sú sífellda tilfærsla á eignum sem fylgir verðbólgunni hefur einnig fært þessum fyrirtækjum á- bata, þannig að það er aðeins nokkur þluti af hinu .linnuT. lausa ráni frá sparifjáreigend- um, launþegum, gamalmenn- I grein þeirri sem Eyjólfur Konráð Jónsson skrjfaði um nauðsyn þess að öllum ríkis- fyrirtækjum yrði komið í einkaeign. kvað hann fullvíst að síðan yrði þeim fyrirtækj- um mjög vel stjórnað: „Fullyrðing þessi byggist auðvitað fyrst og fremst á því. að sama driffjöður knýr fram góða stjórn almenningshluta- félaga og annarra fyrirtækja í einkarekstri, þ.e.a.s. hagn- aðarvonin." Þarna er komið að kjarna málsins; hagnaðarvonin er driffjöðurin í allri stefnu rík- isstjómarinnar. Því aðeins er verðbólgan látin leika lausum hala að hún færir eignamönn- 'im stöðugan ábata; með því að leggja undir sig allar eig- ur ríkis og bæjarfélaga er hægt að margfalda þann á- bata. Þótt fagurlega sé talað um velferðarríki, tryggingar, framkvæmdaáætlun; þótt frambjóðendur stjómarflokk- anna komi fram sem vamm- lausir riddarar göfugra hug- sjóna mun öll þeirra harðvít- uga kosnjngastyrjöld verða háð í þeim anda sem Steinn Steinarr lýsti: „Og berjist þeir og berjist og brotni og sundur merjist. og hasli völl og verjist í vopnabraki og gný. Þótt borgir standi í báli og beitt sé eitri og stáli, þá skiptir mestu máli að maður græði á því.“ ! Knattspyrna fyrr og nú í dag, (sunnudag) kl. 4 á Melavellinum — 2 leikir Meistararnir í dag Fram og K.R. Komið og sjáið jaxlana bít'ast á | Meistararnir 1947 Fram og Valur J Þeir gerðu garðinn frægan J meistararnir 1947. | Sjón er sögu rikari, | Vom/3 fimanlega fil | að forSasf þrengsli j KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM 4 lið

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.