Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 7
Föstudagurinn 3. maí 1963 ÞlðÐVILIINN Jm SÍÐA q Markmiðið er að DAGVINNAN ein tryggi góð lífskjör RœSa ESvarSs SigurSssonar, formanns Verkamanna- félagsins Dagsbrunar, á útifundi verkalýSsfélaganna i Reykjavlk við MiSbœjarskól ann 1. mai Reykvísk aöþýða! 1 dag er minnzt merks af- mælis í sögu íslenzku verka- lýðshreyfingarinnar. Við minn- umst þess að þennan dag fyrir 40 árum bættist íslenzkur verkalýður í raðir þeirra milli- óna alþýðufólks í öllum Iönd- um, sem gert hefur 1. maí að árlegum baráttudegi fyrir kröf- um sínum — faglegum og pólitískum. Það er verkalýður Banda- ríkjanna, sem á heiðurinn af því að hafa gert 1. maí að bar- áttudegi verkalýðsins. Á ára- tugnum milli 1880 og 90 fór fram í Bandaríkjunum víðtæk og oft mjög hörð barátta fyrir styttingu vinnudagsins. Ame- ríska verkalýðssambandið á- kvað að gera 1. maí 1886 að allsherjar baráttudegi fyrir 8 stunda vinnudegi um öll Bandaríkin. Mikill árangur náðist, 8 stunda vinnudagurinn fékkst viðurkenndur víða og á öðrum stöðum var vinnudagur- inn styttur, þótt ekki næðist viðurkenning á 8 stúndunum. En auðjöfrar Bandaríkjanna hafa lengst af verið þekktir fyrir að vanda ekki aðferðirnar í hinni miskunnarlausu bar- áttu sinni við verkalýðshreyf- inguna. Og svo var einnig nú. I Síkagóborg efndu þeir til hermdarverka á friðsönium útifundi verkalýðsfélaganna. Kastað var sprengju á fundin- um, sem varð mörgum að bana í kjölfarið fylgdu ofsóknir á hendur verkalýðsfélögunum. fjöldi fólks var fangelsaður og dómsmorð framin á foringjum verkalýðsins. Friðarbarátta Þessir atburðir vöktu geysi- mikla reiðiöldu um allan heim og þremur árum sfðar ákvað Alþjóðasamband verkalýðsins á stofnþingi sínu að gera 1. maí að'alþjóðlegum baráttudegi fyr- ir 8 stunda vinnudeginum. Þannig varð 1. maí, dagurinn sem bandarískir verkamenri höfðu vígt með blóði sínu. að baráttudegi verkalýðs allra landa. Miklar breytingar hafa orðið í heiminum á þessum tæpum 80 árum. 1. maí hefur þó ekki breytt um eðli, en kröfurnar hafa orðið aðrar á breyttum tímum. í undirokuðum löndum hefur hann orðið að baráttudegí fyrir þióðfrelsi og f þeim hluta heims, þar sem alþýðan hefur tekið völdin er 1. maí sigurhá- tíð með heitstrengingum um meiri sigra. Á síðari árum er það þó fremst af öllu eitt, sem sameinar alþýðu allra landa hinn 1. maí, en það er barátt- an fyrir friði í mannheimi. Ekkert varðar mannkynið meira í dag. Því hljómar nú á öllum þjóðtungum krafan um tafarlaust bann við hinum ægi- legu drápstækjum nútímans og að komið verði á allsherjar áf- vopnun. 1 stað vígbúnaðar er þess krafizt, að snilli manns- andans og auði þjóðanna verði varið til að útrýma fátækt og skorti úr heiminum og búa hverju jarðarbami öryggi um bjarta framtíð. Fyrr og nú Undir þessar kröfur tekur fs- lenzk alþýða í dag af heilum huga. Og við krefjumst þess að hinn erlendi her verði tafar- laust látinn víkja úr landi okk- ar og herstöðvar lagðar niður, að Island verði á ný hlutlaust og friðlýst land er beiti sér hvarvetna á alþjóðavettvangi að friði og sáttum þjóða í milli. Hinn 1. maí 1923, þegar al- þýða Reykjavíkur fór f fyrsta sinn,.,.í., kröfugöngu -að , hsetti * stéttarsystkina í öðrum löndum, var margt með öðrum hætti í landi okkar en nú er. Þá var verkalýðshreyfingin enn á bernskuskeiði og á margan hátt vanmegnug. Þá var 1. maf ekki samningsbundinn frídagur. Hver og einn varð sjálfur að taka ákvörðun um að leggja niður vinnu til að taka þátt í kröfugöngunni og slíkt var ekki vel séð af atvinnurekendum i þá daga. Þá hafði andstæðing- um verkalýðshreyfingarinnar enn ekki lærzt sú list að lama hana innan frá með flugu- mönnum sínum, á borð við þá sem nú messa á Lækjartorgi, nei, þá var ráðizt grímulaust beint að verkalýðsfélögunum og reynt að kúga menn og hræða féá allri þátttöku í störfum þeirra — og til þess beitt at- vinnuofsóknum meðal annars Það þurfti þvf bæði kjark oe fórnfýsi til þátttöku í 1. maí hátíðahöldunum 1923 — og bað reyndust margir þeim kostum búnir, það var myndarlega af stað farið miðað við alla erfið- leikana. I dag hyllum við brautryðj- enduma frá 1923. Við vottum þeim virðingu okkar og þakk- læti. Hefði verkalýðshreyfingin ekki notið áræði þeirra oe fómfýsi væru árangrar henriar minni í dag. Líðandi stund En gerið ykkur í hugarlund eitt andartak hvar væri komið virðingu og reisn verkalýðs- hreyfingar höfuðstaðarins, ef hin svokallaða stjóm Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna f Reykjavík hefði verið einráð um hátíðahöldin í dag. Er hægt að hugsa sér öllu meiri van- helgun á starfi og minningu brautryðjendanna frá 1923, en þá skopmynd af verkalýðsfundi sem nú er á Lækjartorgi? Mennirnir, sem fyrir beim fundi standa þorðu ekki að láta það í hendur verkalýðsfélag- anna í bænum að ákveða til- högun hátíðahaldanna, heldur tóku sér sjálfir vald til þess, f þeim tilgangi, að sætta fólkið við ástandið eins og það er í dag og gera viðreisnarfund sinn á Lækjartorgi að hápúnkti há- tíðahaldanna 1. maf. Og svo hrópa þeir upp, að við séum að kljúfa hreyfinguna þegar verkalýðsfélögin láta ekki bjóða sér þessar trakteringar. En alþýða Reykjavíkur hefur í dag á svo eftirminnilegan hátt sýnt það að hún ætlar ekki að láta neinum haldast það uppi að ræna 1. maí frá sér. Hún mun sjá til þess að 1 maí verði áfram baráttudagur verkafólksins með hinni hefð- bundnu kröfugöngu. Verkalýðs- félögin og alþýða þessa bæjar eru staðráðin í því, að láta ekki merki brautryðjandanna niður falla — og við skulum öll, hér og nú, strengja þess heit að halda þvf merki ávallt hátt á lofti. Við minnumst i dag merks afmælis ,að verðleikum, en bað sem okkur varðar þó mest nú eru vandamál og verkefni líð- andi stundar og næstu fram- tíðar. Ég gat þess áðan, að er- lendis hefði 1. maí i upphafi verið helgaður baráttunni fyrir styttingu vinnudagsins og svo var einnig hér. Aðal kjörorð 1 maí 1923 var betta: 8 tíma vinna, 8 tíma hvíld. 8 tíma svefn. Og ennfremur: Enga næturvinnu. enga helgidaga- vinnu. Við hefðum í rauninni getað borið þessi kjörorð ó- breytt í göngunni f dag, svo vel eiga þau við ástandið núna og þó eru liðin rösk 20 ár siðan 8 stunda dagvinna fékkst al- mennt viðurkennd í samning- um verkalýðsfélaaanna. Það er alkunna, að hér á landi er nú unninn lengri vinnudagur en í nokkru öðru landi, sem vill kalla sig menn- ingarlandi. Það er einnig vitan- legt, að kaup verkafólk er nú svo lágt, að útilokað er að tekjur átta stunda vinnudags nægi til lífsframfæris. Til þess að hafa viðunandi tekjur verð- ur fólk að leggja á sig vinnu- tíma, sem er langt úr hófi fram. Dæmi Víðlesið vikublað, sem gefið er út hér í borginni, birti fyr- ir skömmu myndskreytta frá- sögn um tekjur nokkurra „ó- menntaðra" manna og taldi þá hafa hærri tekjur en næmu ráðherralaunum. Það var hneykslunartónn í frásögn blaðsins, en þess vandlega gætt. að skýra ekki frá þvf, að laun fyrir ráðherrastörf eru ekki nema hluti af tekjum þeirra manna, sem ráðherrastörfum gegna. En skyggnumst nokkuð bak við þær tölur, sem blaðið nefndi. Það tók sem dæmi bíl- stjóra, er haft hafði 125 þúsund króna tekjur sl. ár og krana- stjóra með 145 þúsund krónur. Bílstjórinn tekur kaup sam- kvæmt miðlungs taxta Verka- mannafélagsins, Pagsþjúnar. ,eri, kranastjórinn samkvæmt hæsta taxta þess. Fyrir 8 stunda dag- vinnu alla virka daga ársins sem leið fékk bílstjórinn 59 þús. kr. í kaup og kranastjór- inn 70 þús. kr. Þá vantar bfl- stjórann 20 þús. kr. til að ná þeim árstekjum, sem reiknað var með að vísitölufjölskyldan ætti að hafa á sl. ári og krana- stjórann vantar 9 þús. kr. til að ná þeim tekjum. Til að ná þeim tekjum, sem blaðið nefndi þurfa báðir þessir menn að vinna sama vinnutima, eða 13 klukkustundir daglega hvem einasta virkan dag allt sl. ár. en það þýðir, að með nauð- synlegustu hléum voru beir bundnir ,við vinnustaðinnj i minnst 14 klst. í sólarhring. Þetta var bakhliðin á dæminu, sem vikublaðið nefndi og ef þáð hefði sýnt okkur hana. hefði svo sannarlega verið á- stæða fyrir það að hneykslast. Sá vinnutími, sem hér hefur verið nefndur er þvf miður ekkert einsdæmi, fjöldi fólks vinnur þannig nú og jafnve! enn lengur. Það er kunn stað- reynd, að á síðustu tveimur ár- um hefur borizt hér meiri siáv- Eðvarð Sigurðsson ‘ flytur ræðu sína 1. maí. arafli á land en nokkru sinni áður. Fólkið, sem vinnur úr aflanum í landi er nú færra en áður, hver einstaklingur hefur því unnið úr miklu stærri afla- hlut en þekkzt hefur áður i sögu þjóðarinnar. Það er held- ur ekki óalgengt að þetta fólk vinni dögum saman frá klukk- an 8 að morgni og fram að og yfir miðnætti. En þessu fólki. sem leggur á sig þennan óhóf- lega vinnudag við að bjarga þeim verðmætum, sem afkoma allra landsmanna er undir kómin,'"ér ' greííT' íægsfá kaup. sem nú þekkist í töxtum verka- lýðsfélaganna. Það er annað hneykslið til. Árásir Hinn langi vinnudagur er að gera verkafólk að þrælum vinnunnar, að vinnudýrum. sem enga möguleika hefur til að lifa menningarlífi. Á sama tíma og vinnudagurinn er stöð- ugt að lengjast hér á landi er verið að stytta hann í öllum nágrannalöndum okkar. Barátt- an gegn þessari öfugþróun er eitt brýnasta verkefni verka- lýðshreyfingarinnar í dag. Hún verður að skera upp herör með áróðri og aðgerðum *til að af- létta vinnuþrældómnum. En til þess að það sé hægt verður að stórhækka kaupið og koma betra skipulagi á atvinnurekst- urinn. Þennan 1. mafdag hljóta öllu vinnandi fólki að vera efst í huga þær harkalegu árásir, sem ríkisvaldið hefur á undanförn- um árum gert á lífskjör þess og réttindi verkalýðshreyting- arinnar. Hvert valdboðið af öðrn hefur rvrt kaunJrtn vinnulaunanna, svo að þau eru nú, miðað við verðlag, stóram lægri en þau voru fyrir fjórum árum. Kjaraskerðingar Lögboðin kauplækkun 1959. síðan tvennar gengislækkanir, bann við að greiða vísitölu á kaup svo að hinar gífurlegu verðhækkanir komu með öllum þunga sínum á herðar laun- þeganna, bann við löglega ooð- uðum verkföllum, lögþvingaður gerðardómur i kjaramálum sió- manna og beiting dómsvaldsins um innri mál verkalýðshreyf- ingarinnar, þetta eru helztu stiklurnar i kjaraskerðingar- stefnu stjómarflokkanna og of- beldi þeirra gagnvart verka- lýðsfélögunum að ógleymdu síðasta gerræði þeirra að loka útvarpinu fyrir verkalýðshreyf- ingunni 1. mai. Þessi stefna hefur markað spor sem hræða Til viðbótar er svo hrópað á breytta vinnulöggjöf til að brengja frelsi verkalýðshreyf- ingarinnar svo hún verði síður búin til vamar gegn kjara- skerðingu og ofbeldi ríkisvalds- ins. Og það verður að teliast tímanna tákn. að einn af flutn- ingsmönnum þeirrar tillögu á nýloknu Alþingi er i dag iðal- ræðumaðurinn á svokölluðum verkalýðsfundi á Lækjartorgi. Er nú ekki full Ijóst hvert «lik- ir menn leiða verkalýðsfélögin. ef þeir ná tökum á þeim? Siðan í ’ mai í fyrra hafa hafa verkamannafélögin tvíveg- is knúið fram kauphækkanir. en báðar eru þær nú að engu orðnar vegna verðhækkana og aukinnar dýrtíðar. Fyrir t'jór- Eramhald á 10. siðu. I Mótmælaályktun 1. maí-fundar Fyrir 40 áruin var auri og grjóti varpað að fyrstu kröfu- göngu verkalýðsins i Re.ykja- vík. — Þar var íhaldið að verki.. Fyrir 30 árum eða svo sitar óaldarlýður íhaldsins niður fána samtakanna og torveld- aði framkvæmd hátíðahalda verkalýðsins 1. maí á ýrpsan hátt — oftast úr launsátri. En þar kom, að ríkisvaldið á Islandi viðurkenndi til fulls að verkalýðurinn og samtök hans ættu sjálf að ráða fram- kvæmd hátíðahalda hins al- þjóðlega hátíðis- og baráttu- dags hins vinnandi fólks. Ár- in liðu: — öll sæmileg blöð tóku að minnast dagsins. Rík- isútvarpið var helgað degin- um. Dagskráin bar hátíða- og baráttusöngva verkalýðsins til hlustenda strax að morgni 1. maí. Samfelld dagskrá samtak- anna var flutt klukkustundum saman — Síðan kom vönduð bamadagskrá í anda dagsins. dags vinnunnar — dags pabbo og mömmu. Alþýðusamband Islands réð einnig kvölddag- skrá útvarpsins. Forseti Al- býðusambandsins, hver sem hann var, hélt ræðu kvölds- ins. Og þjóðin fann, að þannig átti þetta að vera. Þannig er þetta og hjá öllum nágranna- bjóðum vorum. En andi íhaldsins var ó- breyttur undir niðri. Og þegar það fékk ríkisvaldið í sínar hendur, sagði hann til sín. Samfelld dagskrá um verkalýðsbaráttu féll niður. Barnadagskrá þurrkaðist burt Alþýðusambandið fékk stutta kvölddagskrá til umráða Ræðumenn kvöldsins nrðu þrír. Fulltrúi ríkisvaldsins og Bandalags starfsmanna rikis og bæja komu, en Alþýðu- sambandið hélt ræðutíma að einum þriðja hluta. Næsta skrefið var að neita Alþýðusambandi Islands um að ráða nokkurri kvölddag- skrá 1. maí. og nú er loka- skrefið stigið. Rödd Albvðu- sambands Islands skal -kki heyrast. 1. mai Rödd Banda- lags starfsmanna ríkis op bæja skal einnig þagna. enda samtökin ekki lengur undir íhaldsstjórn. Þessum svivirðilegu og ó- lýðræðislegu vinnubröeðurr. mótmælir verkalýðnr Revkia- víkur harðlega á útifundi sínum 1 mai 1963 Fundurinn fordæmir árás þá, sem með bessu er gerð 6 verkalýðssamtökin í iandinu. og telur hana miklu alvar- legra eðlis cn aurkast og á- rásir spcllvirk.ja fyrir 40 ár- um. Fundurinn belnir mót- mælum sínum og fordæmingo til forsætisráðherra tslands sem lætur slíkt gerræði við- gangast og þó alveg sérstak- lega tij félagsmálaráðherra oe menntamáiarí nhorra er vaka skulu yfir félagsfrelsimi • landinu og fara nú með æðsto eald yfir RíV>siítvarr)inu Svívirða sú. sem íslenzkri verkalýðshrevfingu hefur nú verið svnd. er geymd. en ekkí gleymd. Og vér erum þess full- viss. að undir mótmæli vor og fordæmingu taka allir ó- spilltir tslendingar. hvar • flokki sem standn. 1 I I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.