Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.05.1963, Blaðsíða 12
Kröfugang- an 1. maí Myndin var tekin af Arn- arhóli þegar kröfugangan 1. maí var á Ieið upp Hverfisgötu. Föstudagur 3. maí 1963 — 28. árgangur — 98. tölublað. -<í> D -100% ingur við brezku stjórnina um landhelgisgæzlu við Island -75% Átökin við brezka landhelgisbrjótinn Milwood^ hafa staðfest það að í sambandi við landhelgis- samningana hefur ríkisstjórn íslands gert leyni- samning við Breta um landhelgisgæzluna við ís- land. Ákvæði leynisamningsins virðast vera þau að íslendingar mega ekki taka neinn brezkan tog- ara nema tilkynna Bretum hvað gerzt hafi, fá brezkt herskip á vettvang ef tök eru á og fá sam- þykki skipherrans til tökunnar. 1-50% -25% S9% 2500 krónur var uppskera gœrdagsins. Við þökkum fyrir. Með þessu nemur söfnunin 59%. í þessari viku hcfur á- berandi lægð orðið í viður- eigninni við hálfu milljón- ina. Við svo búið má ekki standa. Við beinum þeim tilmælum til vina Þjóðvilj- ans nær og fjær að brjóta nú aftur blað við og sam- einast um að færa Þjóð- viljanum á sem allra styzt- um tíma þau 205.000 sem á vantar. Byrjum aftur af fullum krafti í dag. Þjóð- viljinn þarfnast aðstoðar okkar allra! .................................* Þegar brezkjr togarar hafa verið leknir í landhelgi eftir að nauðungarsamningarnir voru gerðir, hafa brezk herskip yfir- leitt alltaf verið kvödd á stað- inn, en á meðan hafa íslenzka varðskipið og iandhelgisbrjótur- inn beðið. Málavextir hafa síð- an verið lagðir undir skipherr- ann á herskipinu, og þegar samþykki hans hefur verið feng. ið hefur landhelgisbrjóturinn loks verið færður til hafnar og verið látinn svara til saka. í samræmi við þetta hefur Bjarni Benediktsson landhelgismála- ráðherra mælt svo fyrir að aldrei megi beita skotvopnum í átökum við brezka veiðiþjófa, og það vita allir brezkir tog- araskipstjórar. Svo náin hefur samvinnan verið að þegar brezku herskipin hafa verið í Reykjavík hafa skipherrar þeirra notað húsakynni íslenzku land- helgisgæzlunnar sem aðalbæki- stöð sína. Samnjngur af slíku tagi cr auðvitað frekleg niðurlæging fyrir íslendinga. Sérhver full- valda þjóð hefur einhliða rétt til löggæzlu á yfirráðasvæði sínu án íhlutunar annarra, og ríkisstjórn sem gerir löggæzl una að samningsatriði við er- lent ríki er í verki að skerða sjálfstæði þjóðarinnar. Hvað gerir rík- isstjórnin? Framkoma skipherrans á Pall- iser sýnir að Bretar telja sig hafa æðsta vald i hinni „sam- ejg}nlegu“ löggæzlu. þe}r hika ekki v}ð að nota brezka flotann til að bjarga uppvísum veiði- þjófi undan íslenzkum lögum. Með þessari framkomu hafa Bretar í fyrsta lagi sjálfir brot- ið landhelgissamninginn sem þeir neyddu rikisstjórnina til að gera við sig fyrir rúmum tveim- ur árum. í öðru lagi hafa þeir Málarekstur í Miiwood málinu 1 gær mætti Þórarinn Björns- son skipherra á Óðni fyrir saka- dómi Reykjavíkur. Hann gaf þar skýrslu um atburðinn þegar tog- arinn Milwood var tekinn og árekstur varðskipsins við hann. Lögð voru fram sjókort með staðarákvörðunum skipanna. Verjandi skipstjórans lagði nokkrar spurningar fyrir skip- herrann. Málið verður tekið fyr- ir aftur í dag og hefst yfir- heyrsla yfir Helga Hallvarðssynl 1. stýrimanni í varðskipinu kl. 10 fyrir hádegi, siðan kemur Leon Carlsson 2. stýrimaður fyr- ir réttinn. brotið alþjóðalög á freklegasta hátt. Og í þriðja lagi hafa þeir notað leynisamninginn um land- helgisgæzluna til þess að gera íslenzku varðskipunum ókleift að halda uppi virkri löggæzlu á fiskimiðunum. Það er til sam- ræmis við annað að þessi verkn- aður var framkvæmdur með ó- drengilegum ósannindum skip- herrans á Palliser. Mönnum er nú spurn: Hvernig æí'ar ríkisstjórnin að bregðast við þessari dólgs- iegu framkomu brezkra stjómarvalda? Hvaða ráð- stafanir ætlar íslenzka ríkis- stjómin að gera til að tryggja rétt og heiður fslendinga gagnvart þessu frekiega of- beldi? Að kvöldi fyrsta maí munu margir bæjarbúar hafa veitt því athygli að eldur logaði ! Engey. Sendi lögreglan þá hafnsögumenn á lóðsbát út í eyna til að athuga hverju þetta sætti og kom í ljós að þar voru tveir menn skip- reika og höfðu kveikt bál til að vekja á sér athygli. Ekki gátu þó hafnsögumennirnir tekið mennina um borð þar sem ekki var hægt að lenda ióðsbátnum við eyna og sneru þeir við við svo búið aftur til lands til að sækja minni bát. Er hafnsögumenn höfðu feng- ið plastbát að láni hjá Slysa- vamafélaginu fór þeir aftur út í eyna og fékk fréttaritari Þjóð- viljans, sem var forvitinn eins og fleiri, að fylgast með í þeirri ferð. Gekk ferðin að ósk- um og var síðan róið á plast- bátnum úr lóðsbátnum á eyna og mennirnir sóttir. Reyndust þetta vera tveir ungir menn, prentarar að atvinnu, Gunnar Jónsson hjá Hilmi og Ólafur Pálsson úr Steindórsprenti. Höfu þeir Ólafur og G.unnar farið út um tvöleytið, róið fyrst til Akureyjar og verið þar um hríð en síðan dottið í hug að fara í land í Engey, en hvorttveggja var að þeir höfðu aldrei kom- Framlhald á 3. síðu. farinn „Augljós mistök“ En að sjálfsögðu er ekki ris- mikilla svara að vænta. Bjami Benediktsson landhelgismálaróð- herra segir svo á forsíðu Morg- unfblaðsins í fyrradag: ,,Hins vegar heppnaðist ekki að ná skipstjóranum, en þar virðist vera um augljós mistök skip- stjórans á brezka herskipinu að ræða. Á þeim mistökum hlýtur brezka ríkisstjórnin að bera á- byrgð gagnvart íslandi og bæta fyrir þau. m.a. með viðeigandi róðstöfunum gegn brezka skip- herranum, sem þau framdi.“ Þannig afgreiðir ráðherrann málið sem ómerkileg „mistök" Og mælist til þess eins að skip- herrann fá; hóflega áminningu! En auðvitað er þvílikur mál- flutningur ekkert annað en þvað- ur. Skipherrann hefur að sjálf- sögðu haft samband við brezka flotamálaráðuneytið og þar með brezku stjómina um allar at- hafnir sínar. Bjami Benedikts- son getur ekki firrt brezku stjórnina ábyrgð með því að ráðast á skipherrann sem ein- stakling. Lagt verði hald á togarann Svona lágkúruleg viðbrögð og tilraunir til að firra Bretastjórn ábyrgð eru að sjálfsögðu óþol- andi. Almenningur krefst þess að þegar i stað verði gerðar ráðstafanir til þess að svara brezku stjórninni í verki. Það er tj|l að mynda lágmarkskrafa að lagt verði hald á togarann Mil- wood og tilkynnt að honum verði ekki sleppt fyrr en skipstjórinn hefur verið framseldur og lát- inn svara til saka. Ejnnig ber ríkisstjóminni að láta þessa at- burði hafa áhrif á samskipti ís- lenzkra og brezkra stjórnar- valda. Það er ttl að mynda frá- leitt að halda áfram undirbún- ingi að „vináttuheimsókn" for- seta fslands til Bretlands eftir þetta ósvífna ofbeldi. Þessar myndir tóku Gunnar og Ólafur af tnillunni hálfsokkinni og bálinu Prentarar í hafsnauð! Kveiktu bál í báturinn var Hér sjás'. félagarnir úr Engey, Gunnar Jónsson til vinstri og Ólafur Pálsson, stíga úr plastbátnum upp í lóðsbátinn. (Ljósm. vh). sem þeir kveiktu. þegar í kaf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.