Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.05.1963, Blaðsíða 12
 Endurvakinn áhugi og samþykkt í borgarstjórn um barnaverndarmál: Verða framkvæmdirnar meiri nú en áril 1957? Við umræöur í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrrakvöld um framkvæmdaáætlun í barnaheimilamálum borgar- innar lögðu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins á það áherzlu, að samþykktir í borgarráði eða borgarstjóm væru ekki einar nægar heldur ylti allt á hvernig við framkvæmdir yrö’i staðið. Adda Bára Sigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, minnti á það, að í borgarstjórn Reykjavíkur hefðu áður verið gerðar samþykktjr í barnaheim- ilamálum borgarinnar en lítið orðið oftast nær úr framkvæmd- unum, og nefndi hún dæmi því til sönnunar. T.d. hefði bqrgar- stjórnin samþykkt á árinu 1957 framkvæmdaáætlun í þessum málum, þar sem talin voru upp mörg barnaheimili víðsvegar í borginni sem reisa ætti á á- kveðnu árabili, en því miður hefði þessi áætlunarlisti aldrei orðið annað en pappírsgagn. Þó hefði þessi áætlun verið merkari en sú. sem nú lægi fyrir og kastað hefði verið fram í borg- arstjórn sem frávísunartillögu við kröfu Alþýðubandalagsins um framkvæmdir í byggingar- málum barnaheimila. Barna- verndarnefnd hefði og gagnrýnt þetta og talið á sandi byggða á- ætlunina. Adda Bára kvaðst ekki geta varizt þeirri hugsun, að þetta mál væri nú sett fram af borgarstjórnaríhaldinu sem á- róðursmál fyrir þingkosningam- ar, en endurvakinn áhugi á barnavemdarmálum í Reykja- vík er fagnaðarefni af hverju sem hann stafar, bætti hún við, — ef vænta má framkvæmda. Guðmundur Vigfússon borgar- fulltrúi Alþýðubandal. kvaðst bera fram þá ósk að umræddar tillögur yrðu teknar öðrum tök- um en samþykktir borgarstjórn- ar í barnaheimilamálum frá 1957, því að það versta er að halda að sér höndum og hafa samþykktar áætlanir að engu. f lok umræðnanna gekk borg- arstjómin frá samþykkt fyrir barnaheimila- og leikvallanefnd Reykjavíkur. Við frumvarpið báru borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins fram tvær breyt- ingartillögur: 1) Að nefndar- menn, 7 að tölu, skyldu kosn- ir af borgarstjóm í stað þess sem gert var ráð fyrir í frum- varpinu, að þrír vœru sjálf- kjömir í hana: Fræðslustjóri eða fulltrúi hans, Qg fulltrúar Bamavinafélagsins Sumargjaf- ar og barnaverndarnefndar. 2) Að nefndinni yrði ráðinn fram- kvæmdastjóri, í stað þess að frumvarpið gerði ráð fyrir að fræðslustjóri værj framkvæmda- stjóri nefndarinnar. Báðar þess- ar tillögur voru felldar af borgarstjómarmeirihlutanum. Vinnustöðvun í Sandaerði 12.maí Vinnustöðvun Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Sandgerði gegn útgerð Guðmundar á Rafn- kelsstöðum átti að koma til framkvæmda á miðnætti i nótt. Vinnuveitendasambandið og L.l.lJ. hafa hinsvegar uppgötvað formgalla í tilkynningu þessa verkfalls og kemur það því ekki til framkvæmda fyrr en á mið- nætti 12. maí. Samkvæmt vinnulöggjöfinni þarf tilkynning um vinnustöðv- un að berast sjö sólarhringum fyrir vinnustöðvun til atvinnu- rekandans og sáttsemjara ríkis- ins hér í Reykjavík. Tilkynningin var póstlögð í hraðbréfi til sáttasemjara ríkis- ins og fullyrðir hann að hafa fengið þessa tilkynningu einum sólarhring of seint. Lögfræðingar Vinnuveitendsambandsins og L.I.Ú. ruku upp til handa og fóta og gripu þetta hálmstrá og hafa staðið í bréfaskriftum til Verkalýðs- og sjómannafélagsins og hótað málsóknum og stórum fjársektum á lögfræðingamáli. Vinnustöðvun kemur hinsvegar til framkvæmda á miðnætti 12. maí í Sandgerði, þar sem Guð- mundur á Rafnkelsstöðum neitar að greiða sjómönnum sínum 40% af heildarafla samkvæmt gild- andi síldveiðisamningum í Sand- gerði. Hann télur samninga L.I.Ú. frá 20. nóvember í haust sína samninga og er það 36.5% af heildarafla. HIUERHRHI RÉTT fVRlRSÉR! Frá l maí íundi viB MiBbæjarskóIann Heimdallar EINS OG komið hefur fram í frásögnum af hátíðahöldunum 1. maí, bar nokkuð á óatdar- skríl Heimdallar, einkum á útifundinum við Miðbæjar- skólann og fyrir utan Tjarn- argötu 20. Heimdeíllíngar höfðu sinn baulkór og báru „sjálfstæð“ kröfuspjöld. Eink- um voru vígorð áberandi. „LIFI NATÓ“ og „EFLUM HERINN“. Á einni myndinni sjáum við drengstaula með spjalið sitt, en andlitið huldi hann með spjaldinu. NOKKRIR UNGLINGAR báru i barmi sér hakakrossmerki og hól um Hitler sáluga. Full- orðnir menn útbýttu merkjum þessum meðal unglinganna og hvöttu þá til að bera þau og líma á áberandi staði, einkum á Tjarnargötu 20. Við höfum hér mynd af einum peyjanna, þar sem hann er að líma eitt merki yfir húsnúmerið á Tjarnargötu 20. Einnig er mynd af merkinu. Laugardagur 4. maí 1963 28. árgangur 99. tölublað. Kvenfélag sósíalista heldur bazar ti! ágöia fyrir Þjóðviijann Stjóm Kvenfélags sósíalista hefur ákveðið að gangast fyrir bazar til ágóða fyrir Þjóðviljann og er undirbúningur hans þegar hafinn. 1 tilefni af þessu snéri blaðið sér í gær til Margrétar Sigurðar- dóttur formanns kvenfélagsins, og leitaði hjá henni nokkurra upplýsinga. — Hvenær verður bazarinn haldinn? — Annan laugardag, 11. maí. Félagið heldur venjulega einn bazar á ári til ágóða fyrir starf- semi sína en nú ætlum við að bregða út af vananum til þess að gefa konum kost á að styrkja blaðið og munum við leita út fyrir félagið til þeirra kvenna sem við vitum að eru vinsam- legar blaðinu. — Kostar þetta ekki mikla vinnu? — Jú, það má segja, að það sé talsvert mikið á konurnar lagt, því að við erum nýbúnar að vera með kaffisölu til ágóða fyrir Carólínusjóðinn. Það var 1. maí eins og venjulega. En kon- urnar hafa ætíð unnið af mikl- um áhuga fyrir félagið og ekki horft í fyrirhöfnina, einkum þeg- ar mikið liggur við og þær eru að vinna fyrir málefnum sem þeim er annt um eins og velferð blaðsins okkar. Við treystum á að undirtektir þeirra kvenna sem við leitum til verði góðar og vitum raunar fyrirfram að svo verður af þeim undirtektum sem málið hefur þegar fengið. — Er undirbúningurinn þeg- ar hafinn? — Já, hann er að hefjast af fullum krafti og í því sambandi langar mig að biðja þig að birta fyrir okkur í blaðinu nöfn, heim- ilisföng og símanúmer þeirra kvenna sem munu veita móttöku munum og loforðum um gjafir á bazarinn en það eru konumar í stjóm félagsins: Margrét Ottós- dóttir, Nýlendugötu 13, sími 17808, Margrét ■ Sigurðardóttir, Álfheimum 42, sími 35501, Hall- dóra Kristjánsdóttir, Rauðalæk 57, sími 33586, Agnes Magnús- dóttir, Kaplaskjólsvegi 54, sími 16753, Ragniheiður Jónsdóttir. Stqragerði 15, sími 32453, Guðrún Guðvarðardóttir, Eskihlíð 14, sími 20679 og Þorbjörg Sigurðardótt- ir, Miklubraut 16, sími 13081. Auk stjómarkvennanna veita þessar konur móttöku gjöfum á bazarinn: Birna Lárusdóttir, Rauðalæk 14, sími 32132, Elin- borg Guðbjarnardóttir, Sólbakka við Laugamesveg, sími 34980. Margrét Árnadóttir, Hjarðarhaga 24, sími 16340 og Helga Rafns- dóttir, Austurbrún 33. sími 36676. Ásgeir Þorsteinsson verkfræð- ingur, formaður Rannsóknarráða ríkisins, flytur fyrirlestur n. k. sunnudag 5. maí klukkan 2 e.h. í hátíðasal Háskólans. Nefnist ! fyrirlesturinn: — Rannsóknarráð i ríkisins, sögulegt yfirlit og fyrir- I ætlanir. Kosningaskrífstofa Alþýðubandalags Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins verður opnuð i Tjamargötu 20, mánudaginn 6. maí. Fyrst um sinn verður opið frá kl. 10 til 7. Símar 17511 og 17512. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast sunnudaginn 12. maí og standa dag hvern þaðan í frá til kjördags þann 9. júní. Við beinum þeim tilmælum til stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins sem ekki verða heima á kjördag að kjósa við fyrsta tæki- færi. Ennfremur þurfa allir stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins að huga að því, hvort þeir viti ekki um einhverja kjósendur okkar, sem verða fjarverandi á kjördag og gefa kosningaskrifstofunni allar slíkar upplýsingar hið fyrsta. Kjörskrá fyrir allt landið ligg- ur frammi á kosningaskrifstof- unni og ættu sem flestir að að- gæta, hvort þeir séu á kjörskrá, en kærufrestur rennur út þrem vikum fyrir kjördag. Alþýðubandalagsfólk, — hafið samband við kosningaskrifstof- una. Listi Alþýðubandalagsins er G-Iisti í öllum kjördæmum. Hefjum sókn fyrir sigri Al- þýðubandalagsins. * I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.