Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1963, Blaðsíða 6
HÚÐVILIINN Föstudagur 10 mai 1963 g SfÐA Allsherjarþing S.Þ.fjalli um ógnarstjórnina á Spáni Krafa Parísarrádstefnunnar: Ráðstefnunni sem haldin var í París til að mótmæla morðinu á Julian Grimau lauk með kröfu um að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tæki ógnars'tjórn Francos til meðferðar á næsta fundi sínum. — Franco-s'fjórnin er neisti frá gasofnunum í Mauthausen og Auschwitz, sagði Fernando Val- era, meðlimur í spænsku útlagastjórninni. 1 meglnályktuninni scm Par- ísarráðstefnan samþykkti er morðið á Julian Grimau og aðrir glæpir Francos harðlega fordæmdir sem brot gcgn mannréttindum. Minnt er á að Franco-stjóminni var komið á laggimar með stuðningi og hemaðarlegri íhlutun Hitlers og Mussolinis og væri hún „dæmigerðar ieifar fasismans í Evrópu og skjól fjölmargra stríðsglæpamanna". Þátttakendur ráðstefnunnar benda á að „fasistastjómin er ósamrýmanleg meginreglunum í sáttmála Sameinuðu þjóðanna" og krefjast þess að næsta alis- herjarþing samtakanna fjalli um ógnarstjórnina á Spáni. 1 annarri ályktun er skorað á öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að athuga að þátt- taka Spánar í alþjóðlegum samtökum brýtur í bága við þær lýðræðisreglur sem slík samtök telja sig fylgja. Ráð- stefnan fordæmir hvers konar Gromiko ræðir við Nilsson STOKKHÓLMI 8/5 — Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræddi í dag í Stokkhólmi við hinn sænska starfsbróður sinn, Torstein Nilsson, sem sagði síðar i útvarpsviðtali að hann hefði gert gesti sínum grein fyrir hlut- leysisstefnu Svíþjóðar, en eink- um hefðu þeir þó rætt um auk- in samskipti Sovétríkjanna og Svíþjóðar á hinum ýmsu svið- um. Nýr Telstar NEW YORK 8/5 — Móttöku- stöðvar í Bretlandi og Frakk- landi tóku í nótt á móti sjón- varpsdagskrá sem send hafði verið frá Bandaríkjunum og end- urvarpað um gerfitunglið Telstar II. sem skotið var á loft í gær. Dagskráin stóð í fimm mínútur. Síðar um nóttina átti að endur- varpa annarri sjónvarpssendingu um Telstar, en hætta varð við það vegna þess að sendistöðin í Andover í Bandaríkjunum hafði misst sambandið við gervitungl- ið. Fjórtán ára skólastúlka í Stokkhólmi hefur nýlega leitað til dómstólanna til þess að fá barnsföður sinn, sextán ára skólapilt, skyldaðan til að greiða framfærslustyrk tii barnsins. Fulltrúi barnavcrnd- amefndar styður stúlkuna í málaferlunum. Mjög er talið skipta miklu máli hvemig dómur fellur, ekki sízt fyrir 13 ára skólastúlku sem fyrir fáeinum dögum varð ein af yngstu mæðrunum í Sví- þjóð. Bamsfaðir hennar er einnig skólapiltur, 17 ára að aldri. Stúlka þessi þorði ekki að segja neinum frá þvi að hún hemaðarlegan eða efnahagsleg- an stuðning við Franco þar sem slíkt muni aðeins stuðla að á- framhaldandi völdum hinnar ómannúðlegu stjómar hans. Ráðsteínan samþykkti enn- fremur að gefa út „hvíta bók" um glæpi Francos. Kaþólikkar í uppnámi Allir fulltrúar ráðstefnunnar risu á fætur og hylltu del Vayo utanríkisráðherra í útlagastjórn inni, spánska skáldið Marcos Ana og aðra fulltrúa þeirra Spánverja sem berjast gegn harðstjórn Francos. Á ráðstefnunni voru lesin upp þúsundir skeyta og yfir- lýsinga sem borizt höfðu hvað- anæva úr hciminum. Eitt bréf- anna var frá kaþólska verka- lýðssambandinu á Italíu. Þar segir meðal annars: — Þið haldið ef til vill að við sem kaþólikkar gleðjumst yfir þvi að kommúnisti var drepinn. Því fer fjarri. Við er- um hrærðir, við erum í uppnámi vegna morðsins á Julian Grimau. Belgíski fulltrúinn Jules Wolf kom fram með margar tillögur á ráðstefnunni, meðal annars um útgáfu „hvítu bókarinnar" og stofnun sjóðs til styrktar pólitískum föngum á Spáni. Þar að auki lagði hann til að safnað yrði fé til að reisa minn- var þunguð, ekki heldur föður bamsins. Af tilviljun rannsak- aði skólalæknir hana tíu dögum fyrir fæðinguna. Honum fannst eitthvað gmnsamlegt við ástand stúlkunnar og sendi hana á barnasjúkrahús. Þar kom á daginn að hún var barnshaf- andi. Mikið er um það í Svíþjóð að stúlkur vart komnar af barns- aldri eignist böm. Samkvæmt skýrslum er þetta þó ekki eins algengt og í Bandaríkjunum. Algengast er að stúlkur sem þannig er ástatt um fái fóstr- inu eytt. Á viku hverri fá læknayfirvöldin nokkrar slíkar umsóknir frá stúlkum undir fimmtán ára aldri. ismerki um skáldið Federico Garcia Lorca, Companis fyrr- um forseta Spánar og Julian Grimau. Skyldi minnismerkið flutt til Spánar eftir að landið verður frelsað undan falang- istastjóminni. „Grímau lifir“ — Á þessari harmsögulegu stund get ég aðeins skorað á þig: Vertu hugrökk, Angela! sagði gríski föðurlandsvinurinn Manolis Glezos við ekkju Grimaus. — Spánn og böm hans þurfa á þér að halda. Grimau er ekki dáinn. Hann lifir meðal okkar enda þótt hann hafi verið drepinn. Hann iifir í þér, hann lifir í spænsku þjóðinni, í öllu fólki jarðarinn- ar. Hann lifir í baráttu spænsku þjóðarinnar. Fómardauði Juli- ans Grimaus mun flýta fyrir frelsun Spánar. Sósíalistinn Fernando Valera talaði fyrir hönd spænsku út- lagastjómarinnar og lýsti því yfir að stjóm Francos væri glæpsamleg. — Stjóm Francos er lifandi neisti frá gasofnunum í fanga- búðunum Mauthausen og Aus- chwitz, sagði Valera. Ráðstefnunni stýrði fyrrver- andi franskur ráðherra Jules Moch. I lokin heiðraði hann og hyllti eiginkonu hins myrta föð- urlandsvinar, Angelu Grimau. Bandarískur höfuðsmaður fíúði austur Þýzka fréttastofan ADN til- kynnti á þriðjudaginn var að bandarískur höfuðsmaður hafi fiúið til Eisenach í A-Þýzka- landi og bcðizt hælis þar í landi sem pólitískur flótta- maður. Ilöfuðsmaðurinn heitir Al- frcd Svenson og er hann næst æðsti maður í skriðdreka*- svcit sem staðsett cr í Giess- en í V-Þýzkaiandi. Samkv. frásögn ADN ók Svenson í hcrbifreið yfir landamærin og tilkynnti að hann bæðist hælis. Ilann var klæddur cin- kennisbúingi sínum cr þetta gerðist. Fréttastofan hefur cinnig skýrt frá því að annar bandarískur hcrmaður, Bcnja- min Cain liðþjálfi, hafi beð- izt hælis sem pólitískur flótta- maður í A-Berlín fyrir nokkr- um dögum. Bandarísk yfirvöld í Frank- furt hafa staðfcst að Svenson hafi flúið. Telja kanar að þctta hafi gerzt í „geðveiki- kasti“ og ætla að rannsaka málið nánar. : Skömmu áður en Parísarráðstcfnan hófst var boðað til blaða- mannafundar þar sem frú Angela Grimau og lögfræðingur hennar ræddu við fréttamenn. Viö það tækifæri þakkaði frú Grimau öllum þeim sem reynt höfðu aö koma í veg fyrir að maður hennar yrdi myrtur. 14 ára sænsk móðir leitar til dómstóia Þjóðnýting jarðnæðisins var ein meginkrafa byltingarmannanna í Alsír. Nú þegar hafa margir stærstu búgarðarnir j landinu sem voru í cigu Frakka, verið þjóðnýttir og Alsírbúar sem áður voru jarðnæðislausir tekið viá rekstri þeirra. Hér getur að líta nefnd sem kjörin var af verka- mönnum og starfsmönnum til að stjórna 300 ha. vínbúgarði. Fulltrúi byltingarhersins óskar hinni nýkjörnu nefnd tjl hamingju. Vestur-Þjóðverj arnir geta hjálpai Nasser án áhættu Vestur-þýzku vísindamenn- irnir og tæknifræðingarnir geta haldið áfram að aðstoða við vígbúnað Egyptalands án þcss að eiga á hættu að brjóta í bága við Iög hcimalandsins. Bonn-stjórnin hcfur gert lýð- um Ijóst að hún er andsnúin þessari iðju þeirra, en mun ckki rcyna að leysa málið á lagalegum grundvelli, eftir því scm blaðafulltrúi stjórnarinn- ar Karl Guntlier von Hase, scgir. Vonlaust frumvarrp Franz Böhm, stjórnaríulltrúi úr hópi kristilegra demókrata hefur samt sem áður gengið írá lagaírumvarpi um mál þetta upp á sitt eindæmi. Hann legg- ur til að framvegis verði vest- ur-þýzkum þegnum ekki leyft að íramleiða vopn erlendis né flytja þau þangað nema að fengnu leyfi stjórnarinnar. Tal- ið er allsendis útilokað, að þing- ið samþykki frumvarp þetta. Von Hase, blaðafulltrúi, gaf í skyn að reynt yröi að fá V- Þjóðverjana í Egyptalandi til að hætta vopnasmíöunum með góðu. En taldar eru litlar líkur til að vopnasmiðirnir láti und- an rökum. Kemur þetta glöggt í Ijós í viðtali sem útgefandi Nationalzeitung, dr. Gerhard Frey, birti fyrir skömmu. Blað hans var áður þekkt og al- ræmt undir nafninu Deutsche Soldatenzeitung. Ben Gurion ætlar aó efla herinn JERÚSALEM 7/5 — Forsætisráð- herra Xsrael, Bcn Gurion, hélt því fram á þingfundi í gær, að ckki Iéki á því neinn vafi að ar- abalöndin hefðu í hyggju árás á ísracl. Við höfum fulla ástæðu til að slá þessu föstu, og eina leiðin til að koma í veg fyrir 6tríð er að Israel komi sér upp nógu stórum varnarher og landið hljóti stuðn- ing allra friðarafla í heimi sem óska eítir að komast hjá styrj- öldum, sagði hann. 1 viðtalinu staðfestir próf- essor Willy Messerschmidt að hann hafi selt tvær teikningar sínar til Egyptalands gegnum spænska einkaleyfisskrifstofu. — Til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig spurði ég land- vamaráðherrann og yfirmann flughersins um það hvort þeir hefðu eitthvað við þetta að at- huga. Báðir svöruðu þeir af- Franz Josef Strauss landvama- ráðherra Vestur-Þýzkalands. Yfirmann flugvélasmíðanna i Egyptalandi, Austurríkismann- inn Ferdinand Brandner. segir Messerschmidt vera „algjöran heiðursmann og þjóðrækinn frá toppi til táar“. — Það erum við sem gætum heiðurs Þýzkalands, segir Brandner. Allt frá því árið 1957 hafa þeir í Bonn vitað um orðalag í samningum okkar dráttarlaust neitandi, segir Messerchmiht. 1 þá tíð var því að þar liggja afrit af þeim. Ágreiningur milli USA og Evrópu Deilt um fargjöld yfir Atlanzhafii Bandaríska flugumf crðastjórn- in hefur fyrirskipað þeim tveim flugfclögum í Bandaríkjunum sem hafa flugvélar í förum yfir Norður-Atlanzhafi að halda við núgildandi fargjöldum, enda þótt alþjóðlega flugfélagasam- bandið, IATA, hafi ákvcðið að hækka fargjöldin um fiinm prósent. 1 bréfi flugumferðastjómar- innar til Trans World Airlines og Pan American World Airlin- es segir að flugfélög þessi megi ekki undir neinum kringum- stæðum hækka fargjöldin, jafn- vel þótt slíkt myndi hafa í för með sér hótanir frá evrópskum ríkisstjórnum um að afturkalla lendingarleyfi. Jafnframt fór flugumferða- stjómin fram á að sér yrði gert viðvart, ef félögunum yrði hót- að refsiaðgerðum fyrir að brjóta í bága við stefnu IATA í far- gjaldamálum. Fargjaldahækkunin var sam- þykkt á fundi IATA fyrir nokkrum vikum og beittu Bandaríkjamenn sér eindregið gegn till. Yfirmaður flugum- ferðastjómarinnar reyndi að fá tillögunni breytt en brezka stjómin neitaði. Meðan á ár- angurslausum samningaviðræð- um stóð var gefið í skyn að sumar ríkisstjómir i Evrópu hyggðust takmarka eða afnema algjörlega lendingarréttindi Bandaríkjamanna ef flugum- ferðastjórnin bandaríska banri- aði Trans World og Pan Am. að hlýta samningum IATA. Hugsanlegt er að þá muni Bandaríkjamenn grípa til gagn- ráðstafana gegn evrópsku fé- lögunum og meina þeim um að- gang að bandarískum flugvöll- um. KVENPRESTUR GIFTIST Fyrsta maí giftist sænskur kvenprestur meöhjálparanum í sókn sinni. Brúðurin heitir Karin Larsson og er sóknar- prestur í Dölunum. Mágur brúðarinnar vígði hjónin og viðstaddir voru aðeins 10—12 sérstaklega valdir gestir. Ekki tókst brúðhjónunum þó að halda þessu leyndu eins og þau vildu og fyrir utan kirkjuna söfnuðust saman hundruð / I I t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.