Þjóðviljinn - 21.05.1963, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1963, Síða 6
g SÍÐA - HOÐVILIINN Þriójudagurinn 21. maí 1963 „Ossietzky óhæf fyrirmyncT rnaríamb nazista lítilsvirt „Aætlanír Banda Walter Lippmann um NATÓ-herinn # Vestur-Þýzkalandi Nobclsverðlaunamaðurinn Carl Ossietizky hefur nú aftur orðið tilefni til deilna í Þýzka- Iandi — og eru þó 25 ár liðin frá því hann Iézt vcgna mis- þyrminga í fangabúðum naz- ista. Skýjakljúfar hæftulegri en geimurinn Bandarískt tryggingarfé- lag hefur fallizt á aö líf- tryggja bandarísku geim- farana sjö. Hver líftrygging nemur 100.000 dollurum og verður greidd við „andlát hvar sem er í geimnum eða á jörðinni". Iðgjöldin eru heldur hærri en ef um væri að ræða flugmann sem reynir nýjar flugvéla- gerðir — en hins vegar lægri en sú sem þeir verða að greiða sem vinna á hættulegustu stöðunum við byggingu skýjakljúfa. _ — Við hneigjum oss í þögn til minningar um hreysti og hreinleika þessa manns sem barðist með vopnum andans fyrir því að gjöreyðingarvopn stríðsins þögnuðu að endingu, sagði Paul Nevermann, hinn sósíaldemókratíski borgarstjóri í Hamborg við minningarathöfn í fæðingarborg Ossietzkys. Friðarsinni ekki til fyrirmyndar En Dietrich Rollmann, þing- maður úr hópi kristilegra demókrata og einn helzti fyrir- maður í Hamborg vildi ekki taka þátt í því að heiðra minn- ingu Ossietzkys: — Á okkar tímum getum við ekki ieyft okkur að hampa friðarsinnum sem fyrirmynd Þýzkalands. Þannig hljóðaði opinbcr yfirlýsing Rollmanns. í bréfi til borgarstjórans seg- ir formaður kristilega demó- krataflokksins í Hamborg. Er- ick Blumenfeld. að hann harmi örlög Ossietzkys. En á hinn bóginn geti hann ekki skilið af- stöðu hans, friðarverðlauna- hafinn aðhylltist ævinlega þá sem voru lengst til vinstri. Það eru slíkir menn sem gjarna vitna til hans nú. Dómur þingmannsins léttvægur Vestur-Þýzka blaðið Die Welt hefur deilt á Rollmann vegna ummæla hans, þó án þess að nefna nafn stjórnmála- mannsins: Carl von Ossietzky hefur sparað þingmanninum það ó- mak að gera það upp við sig hvort hampa eigi honum eða ekki. Því að Ossietzky lét lífið vegna misþyrminga sem hann varð fyrir í fangabúðum naz- ista. I-Iér er því ekki um það að ræða hvað við getum leyft okk- ur heldur sjálfsagðan hlut, seg- ir Die Welt um Rollmann og minningarathöfnina. Við minningarathöfn í Vest- ur-Bcrlín sagði sósíaldemókrat- íski þingmaðurinn, Adolf Arndt að Ossietzky hefði verið áhrifa- mikill maður sem staðið hefði fyrir utan alla flokka og stjórn- máiahópa. Ilann var áhrifa- mikill maður cnda þótt hann hafi ekki ráðið yfir öðrum valdatækjum en hæfileika sín- um til að sannfæra aðra, sagði Arndt. Bandalag til aS steypc de Gaulle Pierre Pflimlin skoraði ný- lega á flokk sinn, MRP, að taka þátt í „miðbandalagi” sem við næstu kosningar skal skipa sér um frambjóðanda til að hindra að de Gaulle verði endurkosinn, ef hann býður sig fram aftur. Næstu forsetakosningar í Frakklandi eiga að fara fram árið 1965. Enn er ekki víst hvort de Gaulle verður í fram- boði. hann verður þá orðinn 75 ára að aldri. Formaður róttæka sósíalista- flokksins, Maurice Faure. er ásamt Pflimlin, einn helzti baráttumaður fyrir „miðbanda- Iaginu”. Báðir eru þeir ein- dregið andvígir stofnsetningu fransks kjarnorkuhers. ríkjanna heimska \\ ! I i ! BRIDGESTONE MEST SELDU HJÓLBARÐAR Á ÍSLANDI AÐRIR OTSÖLUST AÐIR: Hinn kunni bandaríski frétta- skýrandi Walter Lippmann rit- aði nýlega grein í New Vork Herald Tribune og gagnrýndi áætlanir um sameiginlegan kjarnorkuher NATÖ-ríkjanna. Sagði hann að íyrirætlanir þessar væru hættuicg tilraun til að verða við óskum Vestur- Þjóðvcrja — í ljós getur komið að bóluefnið sé raunar lifandi vírus, sagði hann. Undarleg viðleitni — Við fyrstu sýn virðist við- leitni bandarískra stjórnarvalda til að fá Breta, Itali og einkum Þjóðverja til að taka á móti evrópskum kjarnaher harla undarleg, segir Lippmann með- al annars. Á sama tíma og stjórnin fullyrðir að Banda- ríkin hafi yfir að ráða nægileg- um kjamaher til að verja vestrið gerir hún allt til að vekja áhuga Evrópumanna á kjarnorkuáætlunum sínum. Hvers vegna? Kjarnorkuáætl- anir de Gaulle falla stjórninni ekki í geð. Hún álítur viðleitni Breta á þessu sviði ófullnægj- andi. Því leggja ráðamennimir sig alla fram við að koma á marghliða kjarnorkuher, láta Fró Japan | i Söluumboð R«ykjavík: GÚMBARÐINN Brautarhoitj 8, simi 17984. Söluumboð Akureyri: BRIDGESTONEUMBOÐIÐ. Hafnarstræti 19, sími 1485. | Kaupfó’ag S.-Borgfirðinga, Akranesi. Hjalti Benónýsson, Akranesi. Kaupfélag Borgnesjnga, Borgamesi. Verzlunin Skemman, Ólafsvík. Kaupfélag Króksfjarðar, Króks- fjarðarnesi. Vélsmiðjan Logi, Patreksfirði. Kjartan R. Guðmundsson, ísafirði. Kaupfélag Steingrimsfjarðar, Hólmavík. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. t Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði. Kaupfélag Skagfirðjnga, Sauðárkróki. 1 Kristján Imsland, Hornafirði. VéSmiðjan Nejsti, Siglufirði. 1 Kaupfélag Vestur-Skaftfeliinga, Vík í Mýrdal. Verzlunarfélag Austurlands, Egjlsstöðum. Kaupfélagið Þór, Hellu. Verzlun Björns Bjamasonar, Kaupfélag Vestmannaeyja, Ncskaupstað. Vestmannaeyjum. Verzlun Elísar Guðnasonar, Kaupfélag Suðurnesja Eskifirði. Keflavík. Vexziunin Framsókn, Reyðarfirði. I Jón Guðmundsson Hafnarfirði. Þjóðverja taka þátt í honum og bera talsverðan hluta kostnað- Þjóðverjar gírugir Helzta ástæða þessarar kyn- legu hegðunar er óttinn um að Þjóðverjarnir feti í fótspor Breta og Frakka og taki að lýsa því yfir að þeir vilii koma sér upp sínum eigin kjarn- orkuher, þar sem þeir yrðu annars flokks ríki ef þeir yrðu ekki sjálfir kjarnorkuveldi. — Það er að segja, skrifar Lippmann, Þjóðverjum á að finnast að þeir séu fyrsta flokks Evrópuveldi, en án þess að fá þeim raunverulega kjamavopn í hendur. Um hin evrópsku höf skal sigla marg- hliða kjarnaher. Fáeinir Vest- ur-Þjóðverjar verða meðal á- hafnarinnar og vestur-þýzka stjórnin mun borga hluta kostnaðarins. Þjóðverjar munu taka þátt i áætlunarstarfinu. „Mjög heimskulegt" Þessar þunglamalcgu og flóknu áætlanir hafa einfald- lega það markmið að bólusetja Þjóðverjana til þess að þeir missi löngunina til þess að koma sér upp sínum eigin kjarnahcr. Ég tel að þessar á- ætlanir séu viðvaningslegar, barnalegar og mjög heimsku- legar. Að öllum líkindum mun koma í Ijós að sá vírus sem átti að vera dauður í bóluefn- inu er bráðlifandi, segir Walt- er Lippmann. i Hundurinn afhjúpaði njósnatækið WASHINGTON 10/5 — Banda- riska utanríkisráðuneytið hefur skýrt frá því að ýlfrandi hund- ur sem virðist eiga í erjum við ósýnilegan fjandmann hafi orð- ið til þess að afhjúpuð voru eletrónísk hlustunartæki sem falin voru undir gólfinu i íbúð bandarisks utanríkisþjónustu- manns. Samkvæmt hinni ævintýra- legu frásögn i-áðuneytisjns var bandarískur öryggissérfræðjng- ur að kanna íbúð bandarísks hernaðarsendifulltrúa í ónafn- greindu landi er hundur sendi- fulltrúans vakti athyglj hans með ýlfri og ólátum. Hundin- um leið sýnilega illa og virt- ist eiga ' tvísýnum bardaga við ósýnilegan óvin í einu her- bergishorninu. Öryggissérfræðingnum þótti þetta varia einleikið og tók að rannsaka málið. Sá hann að hróflað hafði verið við gólfinu í hominu. Þá rauf hann ‘gólf- ið og fann þar senditæki sem sent gátu öll samtöl sem áttu sér stað í herberginu. Tækin voru útbúin þannig að hljóðmerkin frá þeim voru of há til þes-s að mannlegt eyra greindi þau en þegar um ' und var að ræða höfðu þau mik- inn sársauka í för með sér. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: REYKJAVÍK. UMBOÐS- & HEILDVERZLU

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.