Þjóðviljinn - 21.05.1963, Page 8
3 SlÐA
ÞJðÐVILIINN
Þriðjudagurinn 21. mai 1963
Skúli Guðjónsson á
Ljótunnarstöðum skrifar um
FYRRI SLÁTTUR
í ÚTVARPINU
ar, og endast muni það og að
endast megi um nokkurt skeið
til framfærslu því fólki er við
stofnunina vinnur
Nú er það háttur okkar
bænda að halda töðugjöld þeg-
ar tún eru hirt að fyrra slætti.
Með því að halda töðugjöld
voru bændur að þakka hjúum
sínum fyrir vel unnin störf um
sláttinn. Og hjúin, sem töðu-
gjaldanna nutu hafa þá ekki
verið að erfa það þótt einhvern-
tíma kunni að hafa verið rekið
á eftir þeim, þegar bjarga
þurfti heyi undan áfelli.
Þennan forna þjóðlega sið
mættu forráðamenn útvarpsins
gjarna taka sér til fyrirmynd-
ar.
Þegar búið er að kvelja út-
varpshlustendur bæði þá rétt-
látu og hina ranglátu með þvi
að lesa yfir þeim sömu til-
kynninguna hundrað sinnum á
einum mánuði og peningam-
ir hafa streymt linnulaust úr
vösum hlustendu í fjárhirzlur
útvarpsins þá ættu hlustend-
Sjóslysasöfnunin
Eyfirðingafélagið gengst fyrir almennri samkomu í
Hótel Sögu miðvikudaginn 22. maí. Þekktir skemmti-
kraftar koma fram. Einnig verður sport- og sundfata-
sýning frá Sportver h.f. — Matur verður framreiddur
frá kl. 7 — 9 s.d. og verður leikin létt tónlist á sama
tíma, af Hafliða Jónssyni og Óskari Cortes. Dans
verður stiginn hljómsveit hússins leikur. Skemmtiatriði
hefjast kl. 9. Aðgangur verður seldur við innganginn
og kostar kr. 75.00.
Allur ágóði rennur til sjcslysasöfnunarinnar .
ATH.: Þeir sem ekki geta sótt samkomuna, en vilja
samt styrkja éöfnunina, mega koma framlög-
um sínum til dagblaðanna.
STJÓRN EYFIRÐINGAFÉLAGSINS.
LJ l/Sl Hverfisgötu 82
bifreioaleigan nJOL ««^0
Sláttur hófst hjá útvarpinu
síðustu daga marzmánaðar og
stóð allan aprílmánuð. með
nokkru hléi þó í Dymbilviku
og páskaviku. Með öðrum orð-
um, fyrrgreindan tíma kallaði
útvarpiö eftir ársgjöldum frá
hlustendum fjórum sinnum á
dag með þeim undantekning-
um þó er fyrr voru nefndar.
Þótt varlega sé reiknað, hef-
ur áminningin um að greiða
árgjöldin verið lesin hundrað
sinnum yfir hlustendum á áð-
uðnefndu tímabili, og ærið
vafasamt, að slík þrákelkni í
málflutnjngi beri tilætiaðan
árangur. Mér er jafnvel nær að
halda að betri árangur myndi
hafa náðst hefði áðumefnd á-
minning ekki verið lesin oftar
en fimmtíu sinnum.
Töðugjöld?
Fyrri slætti lauk sem áður seg-
ir í apríllok. Við skulum vona,
að mikill og góður forði hafi
safnazt í hlöður stofnunarinn-
urnir það sannarlega skilið að
útvarpið gerði þeim svolítinn
dagamun.
Það væri í sjálfu sér engin
ofrausn þótt útvarpið byði upp
á verulega góða dagskrá í svo
sem eina viku, svo sem eins og
til að þakka hlustendum fyrir
að hafa brugðizt vel og drengi-
lega við kallinu, sem svo oft
var endurtekið.
En það bólar ekki á töðu-
gjöldum útvarpsins enn sem
komið er og nú er seinni slátt-
ur hafinn og sóttur af engu
minna kappi en sá fyrri.
Kannski fáum við töðugjöldin
öll í einu lagi, þegar honum
lýkur og lögtaksinnheimtan
tekur við.
Umskiptin
Raunar skipti um fyrir út-
varpinu um leið og afrakstur-
inn af fyrra slætti var kominn
í kassann. En það voru ekki
umskipti til hins betra. Það
var að minnsta kostj ekkert
sem minnti á töðugjöld. Sjald-
an held ég að dagskráin hafi
verið lélegri, en það sem af er
þessum mánuði og auglýsti
stofnunin strax þann 1. maí
sína andlegu fátækt.
Þórbergur, sem verið hefur
þreyttum útvarpshlustendum
nokkurskonar andlegt hressing-
arhæli síðari hluta vetrarins
hefur nú lokið við sinn ís-
lenzka aðal og ekki sjáanlegt
að nokkurt hressingarhæli á-
þekkt verði reist á vegum út-
varpsins í náinni framtíð.
Eða hvort myndi því nokkur
trúa að hann Sigurð'ur okkar,
Einarsson, sem kvað eiga að
flytja tíu erindi um ísrael,
geti komið í staðinn fyrir Þór-
berg?
Eða þá hann Jón Gíslason
doktor, sem hefur víst hvílt
sig yfir Adríahafinu síðari
hluta vetrarins. Nú fyrir nokkr-
um vikum skaut honum upp á
Italíu. Fer hann þar hægt yfir
eins og á Grikklandi i vetur,
og ekki annað sýnna en að
hann dveljist þar fram undir
haust.
Ferðasögur
Já, hann Sigurður Einarsson
ætlaði að fræða okkur um ísra-
el. Erindi númer tvö flutti hann
á sunnud. var. Þá var hann
ekki enn kominn til ísrael. Og
engar líkur til þess að hann
komist þangað í bráð.
Erindi númer eitt heyrði ég
ekki og veit því ekki um hvað
það hefur fjallað. En erindi
númer tvö mátti vel hlusta á
sem inngangserindi, svo að er-
indi númer eitt hlýtur því að
hafa verið inngangur að inn-
ganginum.
Nú eru þeir Jón og Sigurður
sem sagt báðir staddir á Italíu,
annar í Neapel, hinn í Genúa.
Kannski eiga þeir eftir að hitt-
ast þar.
Raunar er Sigurði nokkur
vorkunn, þótt inngangurinn að
Israelsferðinni verði nokkuð í
lengsta lagi. Hann var nefni-
lega lagður af stað þegar Kúbu-
deilan blossaði upp í haust. Og
varð þá svo hræddur um að
allt væri að fara í bál og
brand, að hann venti sínu
kvæði í kross og sneri heim á
leið. En eftir að þeir Kennedy
og Krústjoff höfðu samið, hóf
hann för sína að nýju og lenti
þá í sínu Genúaævintýri.
Meðan útvarpshlustendur
bíða eftir því, að Sigurður Ein-
arsson komist alla leið til Isra-
el, skreppur Hjálmar Bárðar-
son þangað í skyndiheimsókn
og segir frá ferðum sínum f '
útvarpsdagskrána
Sigurður Einarsson.
landi þessu. Fyrra erindi sitt
flutti hann föstudaginn 10.
maí, og hið síðara á að koma
eftir viku. Þessi fróðleikur
skipaskoðunarstjórans ættj að
geta nægt útvarpshlustendum
í bili og það því fremur sem
hann segir frekar ljðlega frá.
Mætti því að skaðlausu snúa
Sigurði Einarssyni við á Italíu
og láta hann verða doktor Jóni
Gíslasyni samferða heim.
Því er líkast sem útvarpið
hafi fengið ferðasögur á heil-
ann. Það er nefnilega meira
blóð í kúnni.
Gunnlaugur Þórðarson doktor
var nú fyrir skömmu að segja
ferðasögu frá Rússlandi. Var
hann að því leyti ólíkur þeim
ferðasöguhöfundum, sem að
framan voru nefndir að þar
sem þeir ræddu um gestgjafa
sína af velvilja og hlýhug
ræddi hann um gestgjafa sinn
austur þar af slíkri illkvittni
og rætni að ég minnist ekki að
hafa heyrt þessháttar munn-
söfnuð áður í ferðasöguformi.
Marga dóma og ærið mis-
jafna hef ég heyrt um stjórn
kommúnista á þessu landi, síð-
astliðin 46 ár, en engan hef ég
heyrt halda þvi fram, annan
en doktor Gunnlaug, að rúss-
nesku þjóðinni hefði reynzt það
hollara að hafa sína keisara-
stjóm enn þann dag i dag, en
það stjórnarfar er þeir hafa
búið við fyrrgreint árabil.
En það er líka skammt til
kosninganna hér heima og
hversvegna ekki að nota bless-
að útvarpið til þess að reka nú
verulega krassandi andkomm-
únískan áróður fram að
kosningum, ef verða mætti til
að afla íhaldinu hér úti á ís-
landi nokkurra atkvæða. ekki
veitir af.
Náðardyrnar
Svo virðist sem náðardyr út-
varpsins standi nú opnar hvaða
félagssamtökum, sem á þær
kunna að knýja. Slika gestrisni
þarf sízt að lasta, enda þótt hún
verði óneitanlega til að minna
hlustendur á þá ógestrisni. sem
Alþýðusambandinu var sýnd
hinn fyrsta maí.
Á miðvikudag var kvöldvaka
frá Skógaskóla eða undan
Eyjafjöllum. Á föstudag var
slysavarnadeildin Ingólfur með
sína dagskrá. Þetta voru þokka-
legir dagskrárliðir, og vel þess
virði, að á væri hlustað, en
lángt frá því að vera ógleyman-
legir.
Dagur og vegur Sigvalda
Hjámarssonar var með afbrigð-
um innanmagur. En líklega hef-
ur þáttur Hannesar Pálssonar,
sem fluttur var næsta mánu-
dag þar á undan, verið með
þeim skárri en ég heyrði ekki
nema ávæning af honum. Og
skal því ekki ræða hann frek-
ar. Þeir Efst á baugi, hafa ekki
enn minnzt á kosningaúrslitin
á ítalíu, þar sem kommúnistar
unnu mikinn sigur. Og hafa
þeir þó gert ýmsa ómerkari at-
burði að umtalsefni í þáttum
sínum og dregið ályktanir af.
En kannski þetta viðfangsefni
sé eitthvað óþægilegt í meðför-
um og erfitt að draga af því
þær ályktanir, er beint gæti
kosningabaráttunni hér heima
inn á heppilegar brautir, að
dómi þeirra, sem yfir útvarp-
inu okkar ráða.
Húmorinn
Síðan Þórbergur lauk máli
sínu, er það helzt Ofurefli hans
Einars Kvarans. sem maður
hlustar á sér til ánægju. Hann
Þorbjöm karlinn er ekkert blá-
vatn. Og maður hugsar, með
sjálfum sér: Það er kannski ó-
sköp ljótt að svona sé nú íhald-
ið inn við beinið enn þann dag
í dag. Og einhvernveginn kann
maður betur við svona kvik-
nakið íhald, en það íhald. sem
kemur til okkar. búið skart-
klæðum og með silkitungu, eins
og það birtist okkur, svona fyr-
ir kosningarnar.
En bezt af öllu mæltu máli
útvarpsins, síðastliðna viku,
var þó andlátsfregn hins auð-
uga ameríska hunds. sem láð-
ist að gera erfðaskrá sína. áður
en hann burtkallaðist af þess-
um heimi.
Þeir eiga, þrátt fyrir allt svo-
lítinn húmor þarna á frétta-
stofunni og ættu að bregða hon-
um oftar fyrir sig, en þegar
þeir segja hundslát. t.d. þegar
þeir endursegja ræður erlendra
þjóðarleiðtoga.
Skúli Guðjónsson.
JarBskjálftar
íJúgéslavm
BELGRAD 20/5. — í gær átti
sér stað öflugur jarðskjálftj í,
héraðinu umhverfis borgjna
Ljublana í Júgóslavíu. Talsvert
tjón varð á mannvirkjum í
mörgum þorpum en lítilfjörleg
meiðsli urðu á mönnum. Þrjú
ungbörn særðust bó og eitt
þeirra- alvarlega. Jarðskjálfta
varð vart víðar í Sloveníu og í
Dalmatíu.
FISKIMÁL - Effir Jóhann J. E. Kúld
Gróði á norsku
skuttogurunum
Tvö norsk útgerðarfélög,
sem gera út skuttogara, héldu
nýlega aðalfundi sína. Þetta
voru útgerðarfélögin A. S.
Havfisk og A. S. Melbutrál.
Havfisk gaf upp gróða á s.l.
ári 192,000 norskar krónur,
en Melentrál 131.000 norskar
krónur.
Frá Grænlandi
Samkvæmt opinberum heim-
ildum varð þorskafli Græn-
lendinga á árinu 1962,
22.292 tonn og hafði aukizt
frá árinu áður um 680 tonn.
Þessi fiskafli skiptist þann-
ig niður á verkunaraðferðir:
Til söltunar fóru 14.772
tonn. I herzlu 2.705 tonn og
til frystingar 4.815 tonn.
Þessu til viðbólar seldu
Grænlendingar norsk-færeyska
hlutafélaginu Nordfar í
Færeyingahöfn 68 tonn af
saltfiski og 104 tonn af niýj-
um fiski.
Rækjuveiðar
Grænlendinga
Á síðustu árum hafa rækju-
veiðar Grænlendinga stórlega
aukizt, enda hafa verið
byggðar þar mjög fullkomnar
vinnsluverksmiðjur. Sem sýn-
ishorn af rækjuvinnslu Græn-
lendinga árið 1962 vil ég birta
hér nokkrar athyglisverðar
tölur.
Rækjan er veidd við Græn-
land á tímabilinu 1. apríl til
14. desember ár hvert.
Stærsta rækjuverksmiðjan er
í Chrisíiansháp. Við verk-
smiðjuna unnu á s.l. ári 355
stúlkur og 136 karlmenn, og
45 fiskibátar lögðu upp afla
í verksmiðjuna.
Aflinn sem unnið var úr
var 2.415,5 tonn.
Framleiðslan varð 3.864,000
dósir og glös með 80 gramma
þyngd.
1 hlut sjómanna komu
1.884,093 danskar krónur, sem
svarar til að þeir hafi fengið
78 aura danska fyrir kílóið af
rækjunni upp úr sjó.
Ein fljótandi rækjuverk-
smiðja keypti rækju á miðun-
um af sjómönnunum og nefn-
ist það skip „Sverðfiskurinn".
Á þessu skipi var unnið úr
120.000 kg. af rækju. 1 Eged-
esminde var rækjuaflinn 86
tonni og þá miðað við full-
hreinsað. 1 Jakobshavn var
ræ'kjuveiðin aðeins stunduð
um voi-ið og þar nam aflinn
100 tonnum miðað við full-
hreinsað. Danska Grænlands-
verzlunin, sem kaupir rækj-
una, segir markað fyrir miklu
meiri framleiðslu.
Findus færist í
aukana
Sala fiskafurða frá hinu
risastóra fiskiðjuveri hjá
Findus í Hammerfest hækkaði
á s.l. ári úr 41,7 milljónum
í 58.9 millj. norskar krónur.
Á sama tima hækkaði vöru-
magnið úr 8.100 tonnum í
11.400 tonn. Þá er sagt að
starfsmönnum fyrirtækisims í
Hammerfest hafi fjölgað um
100 manns á árinu 1962, og
sé nú starfandi hjá fvrirtæk-
inu 866 manns. Eru þar með
taldir sjómennirnir á togurum
félagsins.
Vetrarveiðar Norð-
manna við Grænland
og Nýfundnaland
Skuttogarinn Longva frá
Álasundi kom til heimahafn-
ar 17. apríl s.l. eftir harða og
stranga útivist. Veiðiferðin
hafði staðið yfir í þrjá mánr
uði, en þetta var fyrsta veiði-
ferð togarans sem mun vera
á milli tíu og ellefu hundruð
brúttó tonn að stærð. Fyrst
var togarinn um mánuð á mið-
unum við Nýfundnaland en
fór þaðan til Vestur-Græn-
lands og var þar þangað til
hann fór heim. Skipstjórinn
sagði við heimkomuna að
slæm vetrarveður hefðu geis-
að á þessum slóðum í ár, og
sagði hann að frostið á mið-
unum við Vestur-Grænland
hefði um langan tíma verið
kringum 17 gráður á Celsíus
og þv'i oft vont að athafna
sig.
Afli togarans var rúmlega
300 tonm af fullunnum, frosn-
um flökum, dálítið af frosinni
lúðu, og eitthvert magn af
saltfiski. Fiskimagn á mið-
unum sagði skipstjórinn
mikið og urðu þeir að tak-
marka veiðina við afkastagetu
við vinnsiuna.
Næsta veiðiferð togarans
var ákveðin norður í Bar-
entshaf.
Frá rússneska
síldveiðiflotanum
Um mánaðamótin april-maí
s.l. voru 50—60 rússnesk síld-
veiðiskip sem drifu með rek-
netum 10—15 sjómílur út af
Lofot i Noregi. 1 fylgd með
þessum flota voru mörg móð-
urskip. Norðmenn telja að á
þessum tíma hafi Rússarnir
fengið þarna dágóða veiði.