Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 3
Ffistudaeur 31. mai 1363 .. T~ , ■ .. ■■ / " ■ ■ ...... ÞfÓBVtLllNN SlEA 3 Frans-Josef Strauss kærður í ísrael fyrir stríðsglæpi TELAVIV 30/5 — Tveir ísraelsmenn, Hanna Haas og Abraham Landsmann, hafa kært Pranz-Josef Strauss, fyrrverandi landvamaráðherra Vestur-Þýzkalands, Hans Globke, ráðuneytisstjóra Adenauers, og þrjá aðra vest- urþýzka borgara fyrir stríðsglæpi og krafizt að höfðað verði mál gegn þeim og þeir dæmdir samkvæmt lögum landsins um nazista og þjóna þeirra, en það eru þau lög sem Adolf Eic.hmann var dæmdur eftir. Strauss sem nú dvelst í Isra- e’ í boði ísraelska landvama- ráðuneytisins er sakaður um að hafa brotið af sér gagnvart gyð- ingum, pólskum. tékkneskum og sovézkum stríðsföngum. sem á 500 manns fórust fellihyl / Pakistan DACCA 30/5 — Enn er of snemmt að segja með nokkurri vissu hve margir mcnn fórust i fellibylnum sem gekk yfir strönd Pakistan við Bengalfióa á miðvikudag, en að öllum Iík- indum voru þeir fimm hundruð eða fleiri. segir landstjórinn í Austur-Pakistan. Hann sagði að þúsundir manna hefðu misst heimili sín í hafn- arbaenum Chittagong og vel gæti verið að tjónið af völdum fárviðrisins væri enn meira en það sem varð í fellibylnum mikla árið 1961, þegar heimili hundruð þúsunda urðu fyrir skemmdum eða eyðilögðust með öllu. Þá létu 14.000 manns lífið. Margir staðir á ströndinni, t.d. Cox Bazar, um 130 km frá Chittagong. og einnig fjöldi eyja í flóanum hafa ekkert sam- band við umheiminn og því er enn ekkert vitað um hve mikið tjón varð þar á mönnum og eignum. Vörubílstjórafélagið ÞRÓTTUR Þessa árs merki á bifreiðir félagsmanna verða afhent á stöðinni frá 1. til 16. júní. ATHUGIÐ: að þeir sem ekki hafa merkt bifreiðir sínar með hinu nýja merki fyrir 16. júní n.k. njóta ékki leng- ur réttinda sem fullgildir félagsmenn og er samningsað- ilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til vinnu. STJÖRNIN. stríðsárunum voru hafðir í ! fangabúðum við Schöngau í j Bajem. Tveir aðrir landar Strauss, i Heinz Auerswald og Franz Ross- 1 um. eru einnig kærðir og þess krafizt að höfðað verði mál á j hendur þeim fyrír framferði | þeirra meðan uppreisnin í gyð- ir.gahverfinu í Varsjá stóð yfir árið 1943. Fímmti maðurinn sem krafizt er að höfðað verði mál gegn fyrir stríðsglæpi, Theo Saevecke, gegndi til skamms tíma háu embætti í lögreglunni í Wiesbaden í Vestur-Þýzka- landi. Honum var vikið úr því staríi um stundarsakir, þegar kærur á hann bárust frá Italíu fyrir að hafa staðið fyrir gyð- ingaofsóknum og morðum þar á stríðsárunum. Réttarhöld hófust í dag fyrir dómstól í Austur-Berlín í máli sem höfðað hefur verið á hend- ur Hans Globke. ráðuneytisstjóra Adenauers, fyrir stríðsglæpi og er málshöfðunin byggð á gögn- um sem nýlega hafa verið birt og talin em sanna meðábyrgð hans á fjöldamorðum nazista. Globke sem var einn höfundur hinna iUræmdu Niimberglaga, en á þeim byggðu nazistar múgmorð sín á gyðingum, hefur verið hægri hönd Adenauers síðan hann tók við embætti forsætis- ráðherra í Vestur-Þýzkalandi og hefur hann jafnan borið blak af Glqbke. Tunglferð USA hefur seinkað WASHINGTON 30/5 — Formað- ur geimrannsóknanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings, Clifton Anderson. gaf í gær til kynna að ekki myndu verða gerðar fleiri tilraunir i bráð til að senda menn á braut um- hverfis jörðu og er hinum svo- nefndu Mercury-tilraunum þá lokið með geimflugi Coopers. Anderson gaf ’jafnframl í skyn að líða myndu tvö ár þar tii Bandaríkin væru fær um að senda geimfar með tveimur tnönnum á loft (Gemini), en það er næsta skrefið í undir- búningnum undir að senda menn til tunglsins Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að fyrsta Geminitilraunin jrrði ekki Siðar en í byrjun næsta árs, en öllum undirbúningi tunglferðar- irinar hefur seinkað mjög. KCH VKIN6AR Umboðsmaður Þjóðviljans í Kefla- vík er nú Magnea Aðalgeirsdóttir, Vatnsnesvegi 34, sími 1666. — Ný- ir kaupenclur gjöri svo vel að snúa sér til hennar. — Þá er Þjóðvilj- inn seldur í lausasölu á eftirtöldum stöðum: Matstofunni VlK Aðalstöðinni Isbarnum Lindu Stjörnunni Hafnarbúðinni Blöndu Kaupið og /esið ÞJÓÐVILJANN Vopnaðir hvítliðar sitja á gangstéttum og götuhomum i Birmingham í Banda- ríkjunum og bíða eftir óeirðum. Yfirvöld borgarinnar hafa fengið fjölda ofstækismanna til að vopnast og eru þeir auðkenndir með hvítum armbindum. Þess- ir vígreifu piltar eru reiðubúnir í vopnaða viðureign og setja sig ekki úr færi að hafa í frammi ögranir gegn mannréttindasnauðu blökkufólki. Bandaríkjastjórn áhyggjufull Óttast að kynþáttaóeirðir magnist og breiðist enn út WASHINGTON 30/5 — Bandaríkjastjóm er sannfærö um að mótmælaaðgerðir svertingja gegn kynþáttamis- réttinu muni magnast næstu mánuði og breiðast út. um landið, einnig til stórborganna í norður- og austur- fylkjunum, en hinar skipulögðu aðgerðir þeirra hafa fram að þessu verið takmarkaðar vjð suöurfylkin. Óttr ast menn í Washington þær óeirðir sem af slíkum mótmælum gætu hlotizt. Bandaríkjastjóm er sögð hafa sannfærzt um þetta eftir viðræð- ur sem Robert Kennedy dóms- málaráðherra átti við leiðtoga svetingja í síðustu viku. Hann hafði kallað þá á sinn fund ein- mitt til þess að spyrjast fyrir um hverjar ráðagerðir þeirra væm og hvort þeir hefðu frek- ari aðgerði í hyggju í íkingu við þær í Birmingham í Aiabama og á ýmsum stöðum í Norður- Karólínu og Missisippi. sem hvað mesta athygli hafa vakið að undanfömu og valdið Banda- rikjunum miklum álitshnekki víða um heim. Viðsjálft ástand i Jackson Allt bendir til þess að blóð- ugar götuóeirðir eins og þær í Birmingham muni brjótast út í Jackson, höfuðborginni í Missi- KAUPMANNAHÖFN 30/5 — Miklar deilur hafa orðið á danska þinginu út af nýrri jarðnæðislöggjöf sem stjémin hefur Jagt fyrir þingið og hef- ur stjórnarandstaðan, Vinstri flokkurinn og íhaldsflokkurinn, nú krafizt þess að þjóðarat- kvæði verði látið ganga nm málið. í þessum nýju lögum sem samþykkt munu verða á þing- inu á morgun með atkvæðum sósíaldemókrata, Róttækra og Sósíalska alþýðuflokksing er m a. gert ráð fyrir að ríki og sveitaríélög skuli jafnan hafa sippi. Fundur sem haldinn var a mánudaginn til að koma á WASHINGTON, 30/5 — Komin er npp dcila milli stjórna Banda- ríkjanna og Ekvadors um fisk- veiðiréttindi. Tvö bandarísk fiski- skip vom staðin að veiðum í landhelgi Ekvadors og var far- ið með þau til hafnar, þar sem skipstjórar bíða dóms. Banda- ríkjastjóm hefur krafizt þess að forkaupsrétt þegar jarðir eru seldar. Ennfremur er eigendum bújarða gert að skyldu að byggja þær sjálfir og einnig eru ákvæði í lögunum sem auð- velda eiga stjómarvöldum nátt- úrufriðun. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að lög þessi séu frekleg íhlutun um rétt borgaranna til að ráða eignum sínum og því hefur hún krafizt þjóðarat- kvæðagreiðslu. Búizt er við að hún fari fram 25 júni. Úrslit hennar eru þvi aðeins gild að meira en 30 prósent þeirra sem á kjörskrá em greiði atkvæði. sáttum milli svertingjaforingj- anna og bæjaryfirvaldanna fór út um þúfur. Fimm svertingjar og einn hvít- ur maður vom handteknir í Jackson í gær, en það var ann- ar dagurinn sem kynþáttamis- réttinu var mótmælt þar. Þessir sex menn vom handteknir fyrir að bera spjöld þar sem þeldökkt fólk var hvatt til að skipta ekki við þær verzlanir sem mismuna svertingjum. skipin verði látin Iaus, en þeirrí kröfu hefur verið hafnað. Þetta gerðist um síðustu helgi. Allmörg bandarísk fiskiskip vom að túnfiskveiðum undan strönd Ekvadors. Tvö þeirra hættu sér nálægt ströndinni og voru að veiðum á svæði milli átta og fjórtán mílna frá landi, en Ekva- dor er eitt þeirra landa Suður- Ameríku sem telja landhelgi sína ná tvö hundmð mílur frá strönd- inni. Hin em Perú og Chile. Bandaríkjastjóm hefur ekki fengizt til að viðurkenna að þessi lönd hafi rétt til stærri land- helgi en þriggja mílna. Rusk utanríkisráðherra sendi Peralta, utanríkisráðherra Ekvadors, því mótmæli út af töku skipanna og krafðist þess að þau yrðu látin laus, en þeirri kröfu hans hefur ekki verið svarað. Kenyatta hefur myndað stjórn NAIROBI, 30/5 — Jomo Keny- atta, sem vann mikinn sigur í þingkosningunum í Kenya, hefur nú myndað stjóm. Hann verður sjálfur forsætisráðherra. en ann- ast auk þess landvamir, utan- ríkismál og lögreglumál. Tom Mboya verður dómsmálaráðherra og fer líka með mál sem varða stjómarskrána. Þjóðaratkvæði í Danmörku Hörð átök um nýja jarðnæðislöggjöf Fiskveiðideila milli Ekvadors og USA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.