Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. maí 1963 ÞIÓÐVILJINN SlÐA ^ Hver á að keppa við hvern | á EÓP-frjálsíþróttamótinu? I Forráðamenn frjálsfþrótta- deilda IR og KR heyja nú sér- stæða keppni á ritvellinum og þvi miður virðist annarlegur metnaður ráða meiru í þeirri viðureign en sannur íþrótta- andi. Allir unnendur frjálsra i- þrótta vilja hefja þær til meiri vegs og auka gengi þeirra í íþróttalífinu meir en um skeið. eru til á- samtökum bera að í verið hefur nú Þeir sem kosnir byrgðarstarfa í f rj álsíþróttamanna sjálfsögðu sérstaka ábyrgð þessum málum. Það er skylda þeirra við íþróttimar. og það unga fólk, er leggur á sig æf- ingar og keppni, að vinna að þessum málum af einurð og heiðarleika, en láta ekki fé- lagaríg og smámunasemi ráða. Á fundi með íþróttablaða- mönnunum 22. maí s.l. til- kynntu forráðamenn frjáls- íþróttadeildar KR væntanlegt fyrirkomulag keppni EÓP- mótsins. þ.e. keppni milli KR annarsvegar og úrvalsliðs úr öllum öðrum íþróttafélögum hinsvegar. Mér þótti þessi fyr- irætlun góð eins og allar þær hugmyndir sem miða að því að skapa jafna og spennandi keppni. Hinsvegar datt mér ekki annað í hug en að búið væri að ganga frá grundvell- inum, þ.e. að fá samþykki þeirra aðila, sem keppa átti við. fyrir skipulagi keppninn- ar .Eftir fundinn kom í Ijós að svo var ekki, og var þá dagskrá Ijóst að ekki var um það að ræða að íþróttablaðamenn veldu „pressulið” til að keppa við KR. Þess er að vænta, að starfandi íþróttafólk bæti fyrir þennan gráa leik forkólfanna með heiðarlegri keppni á íþrótta- vellinum. Stigakeppni milli félaga eða félagahópa getur tvímælalaust, ef rétt er á haldið, hleypt lífi í frjálsar íþróttir og aukið áhuga fyrir þeim. en blaðaskrif forráða- manna áðurgreindra félaga gera það ekki. Slíðrið því sverðin, góðir forystumenn; setjizt að samningaborðinu og látið fund „æðstu manna“ koma í staðin fyrir orðsend- ingar. Iþróttirnar sjálfar og á- hugi unga fólksins fyrir þeim skiptir mestu máli. E.Þ. Orðsending f rá KR um E.Ó.P.- mótið Þessar efnllegu sundstúlkur urðu fremstar í 50 m. bringusundi tclpna. Frá vinstri: Dómhildur Sig- fúsdóttir (HSK) sem varð nr. 2, Matthildur Guð mundsdóttir (Á), sem sigraði og Sólveig Þorstcins- dóttir (Á), sem varð nr. 3. Sundmeistaramót Isiands Margt sundfólk og góð afrek í sundi Sundmeistaramót ífelands hófst í Sundhöll Reykjavíkur í fyrrakvöld. Þátttaka í mó-tinu er góð, og mörg góð afrek voru unnin. 100 m skriðsund karla Guðmundur Gíslason ÍR Guðm. Þ. Harðarson Æ Davíð Valgarðsson IBK 59.7 1.01.2 1.01.2 Formaður Sundsambandsins Erlingur Pálsson setti mótið með stuttu ávarpi. Forseti Is- lands herra Ásgeir Ásgeirsson kom til mótsins, og áður en það hófst ávarpaði Erlingur forset- ann, og skýrði frá því að á sundþinginu hefði hann verið kjörinn heiðursfélagi Sund- sambandsins. • Góð þátttaka og góður gangur mótsins Þátttaka var mikil í mótinu eða um 60 manns frá 8 aðilum. og bar það vott um aukinn á- huga meðal sundfólksins, og þá ef til vill mestan hjá unga fólkinu. Það sýndi sig enn að Selfoss er að ala upp mjög skemmti- legan hóp sundfólks, og þó það sé enn ungt, er ekki að efa að það lætur til sín heyra í fram- tiðinni, og má í því sambandi nefna sigur ungu stúlknanna i í þrísundinu. Guðmundur Gislason var eins og fyrri daginn einvaldur í þeim sundum sem hann tók þátt í. Það er þó gleðiefni fyr- ir sundið að tveir ungir menn, Davíð Valgarðsson frá Kefla- vík sem enn er drengur, og Guðmundur Þ. Harðarson, veita honum orðið töluverða keppni. Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir var sú eina af keppendum sem komst nálægt meti á þessu fyrra kvöldi meistaramótsins, en hún jafnaði baksundsmetið ^ á 100 m. á tímanum 1.19.5. Þá vakti enn athygli fyrir góðan árangur og fagurt sund Matthildur Guðmundsdóttir, og vafalaust er mikið efni í Dóm- hildi Sigfúsdóttur frá Selfossi sem með betri snúningi hefði náð þriðja sæti á 200 m. bringusundi kvenna. Mótið gekk mjög greiðlega og vel, og mörg keppnin skemmtileg á að horfa. Þó voru áhorfendur ekki margir. Úrslit í einstökum greinum þetta fyrra kvöld: 100 m bringusund karla Erlingur Þ. Jóhannss. KR 1.16.9 Sigurður Sigurðsson IR 1.16.9 Fylkir Ágústsson Vestra 1.20.0 200 m baksund karla Guðmundur Gíslason IR 2.29.6 Guðm. Þ. Harðarson Æ 2.45.6 200 m fjórsund karla Guðmundur Gíslason IR 2.26.9 Davíð Valgarðsson IBK 2.37.2 Guðm. Þ. Harðarson Æ 2.39.3 100 m baksund kvenna Hrafnh. Guðmundsd. IR 1.19.5 Ásta Ágústsdóttir SH 1.28.5 Andrea Jónsdóttir HSK 1.47.7 200 m bringusund kvenna Hrafnih. Guðmundsd. IR 3.08.1 Matth. Guðmundsd. Á 3.14.3 Sólveig Þorsteinsdóttir Á 3.16.7 100 m skriösund drengja Davíð Valgarðsson IBK 1.03.5 Trausti Júliusson Á 1.06.9 Þorsteinn Ingólfsson Á 1.08.9 Það er svolítið gaman að rifja það upp hér að Þorsteinn var yngsti þátttakandinn í Nor- rænu sundkeppninni 1954 þá aðeins 4 ára gamall! 50 m bringusund telpna Matthildur Guðmundsd. Á 41.7 Dómhildur Sigfúsd. HSK 41.8 Sólveig Þorsteinsdóttir Á 42.5 3x50 m þrísund tclpna Sveit Skarphéðins 1.59.9 A-sveit Ármanns 2.03.8 A-sveit Hafnarfjarðar 2.09.3 B-sveit Hafnarfjarðar 2.15.6 B-sveit Ármanns 2.18.2 3x50 m þrísund drengja Sveit Ármanns 1.45.0 Sveit Hafnarfjarðar 1.54.0 Sveit Skarphéðins 1.55.0 Sveit Ægis 2.02.5 4x100 m fjórsund karla Sveit ÍR 4.47.8 Sveit Ármanns 5.10.8 Þess má geta til gamans að hinn gamli og vinsæli sund- maður okkar Pétur Kristjáns- son synti skriðsundssprettinn fyrir Ármann og synti á 1.01.9, 1 telpna-sveitinni frá Sel- fossi voru: Dómhildur Sigfús- dóttir, Ingunn Guðmundsdótt- ir og Andrea Jónsdóttir. I drengja-sveit Ármanns voru Gísli Þ. Þórðarson, Trausti Þórðarson og Guðmundur Grímsson. 1 fjórsunds-sveit IR voru: Þorsteinn Ingólfsson, Sigurður Sigurðsson Guðmundur Gísla- son og Gylfi Guðmundsson. Frímann. Enda þótt Frjálsíþróttadeild ÍR sé á móti „landskeppni” KR eða réttara sagt EÓP-mót- inu í þeirri mynd, sem Frjáls- íþróttadeild KR hugðist bezt geta framkvæmt það til minn- ingar um Erlend heitinn Pét- ursson á 70 ára fæðingardegi hans. þá mun mótið engu að síður fara fram 12. og 13. júní með sömu keppnisgreinum og áður hefur verið auglýst. Að sjálfsögðu harmar KR það að IR skuli eitt allra fé- laga í landinu vilja skerast úr leik og þannig koma í veg fyrir að allir beztu frjálsíþróttamenn landsbygðarinnar fái tækifæri til að taka þátt í stigakeppni, sem hefði getað orðið hvort- tveggja í senn: góður undirbún- ingur fyrir væntanlega lands- keppni við Dani og spennandi nýbreytni fyrir áhorfendur. Samkvæmt yfirlýsingu Frjáls- íþróttadeildar IR hefur IR sem sagt ekki áhuga fyrir slíkri keppni — heldur áhuga fyrir einhliða stigakeppni milli KR og ÍR. Þar með hefur IR sett KR stólinn fyrir dymar og neytt félagið til að útiloka öll önnur félög en IR og KR frá tvísýnni stigakeppni. Og jafnvel þótt KR þyki það leitt, að ÍR skuli alls ekki vilja félagsskap ann-^> arra félaga, þá vill Frjáls- íþróttadeild KR þó reyna að bjarga þvi, sem bjargað verður ,-t- og mun , því . ekki skorast undan þvi að heyja stiga keppni við IR. Á hinn bóginn væntir KR þess að IR sé ekki einnig á móti því að hugsanlegir kepp- endur annarra félaga fái að taka þátt í mótinu utan stiga- keppninnar — og biður því alla þá, sem áhuga hafa á þátttöku að senda þátttökutilkynningar til Gunnars Sigurðssonar á Skrifstofu Sameinaða. Tryggva- götu 23, Reykjavík, fyrir 6. júní n.k. Mun K R að sjálfsögðu leitast við að láta þátttöku þeirra ekki hafa nein áhrif á stigakeppni KR og ÍR t.d. á þann hátt að þeir keppi i sér- riðlum í a.m.k. 100, 200 og 400 m hlaupi, 110 m og 400 m grindar- hlaupi og boðhlaupunum þar sem brautir eru afmarkaðar fyrir fjóra, o.s.frv. Að öðru leyti sér KR ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um „rök” IR fyrir þessari af- stöðu sinni. en vill geta þess, að á fundi með fréttariturum blaða og útvarps fyrir viku, virtust allir eða flestallir hrifn- ir af hinni fyrstnefndu hug- mynd um skipulag keppninnar. Þá væntir KR þess, að IR veitist auðveldara að velja sitt eigið lið en þá íþróttamenn annarra félaga. sem hefðu get- að styrkt iR-inga, enda þótt vitanlega sé ekki við annað að miða en afrek frá þessu ári og sl. ári (sem ÍR taldi lil- framkvæmanlegt í sinni yfir- lýsingu). Væri æskilegt að IR sendi KR skrá yfir liðsmenn sína fyrir 6. júní n.k. svo unnt verði að ganga frá leikskrá í tæka tíð. Þrátt fyrir þessa breytingu, sem ÍR hefur knúið fram, mun Frjálsíþróttadeild KR gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að mótið verði vel skipu- lagt, en um spenning stiga- keppninnar getur deildin þó ekkert fullyrt, þar sem reynslan ein fær úr því skorið hvort IR verður sterkara eða veikara án beztu íþróttamanna annarra fé- laga í landinu. Frjálsíþróttadeild KR. 2,2 millj. fyr- ir bardagann ★ Joe Louis, hinn gamal- kunni hnefaleikari og fyrrv. heimsmeistari í þungavigt, hefur gerzt umsvifamikill hnefaleikaumboðsmaður. Hann hefur nú boðið þunga- vigtarkappanum Cassíus Clay 50.000 dollara (um 2,2 millj. króna) ef hann berjist í júlí- mánuði við heimsmeistarann í léttþungavigt. Harold John- son i Los Angeles. Keppnin verður ekki háð um neinn titil, og hún er háð því að Johnson verji titil sinn gegn Willie Pastrano í Las Vegas 1. júní, og að Ciay sigri í við- ureigninni við Englendinginn Henry Cooper í London 18. júní. Þýzkt atvinnumannalið Holstein Kiel 11 Hrafnhildur kemur marki bringusundi. // Á hvítasunnudag kemur þýzka atvinnu- mannaliðið Holstein Kiel til landsins í boði Fram. Liðið mun leika hér 4 leiki, aJIa á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn verður 3. júní við KR. Annar leikurinn hinn 5. júní við gestgjafana Fram. Þriðji leikurinn viið Akureyri þann 7. júní. Fjórði og síðasti leikurinn verður 10. júní og þá keppir úrval af Suðvestur- landi. Eins og áður hefur verið get- ið í blöðunum. er Holstein Kiel eitt af betri og þekktari félög- um Þýzkalands. Það hefur ver- ið Þýzkalandsmeistari, 6 sinn- um n-þýzkur meistari og tvisv- ar bikarmeistari. Auk þess urðu áhugamenn félagsins Þýzka- landsmeistarar 1961. Af 17 leik- kemur á sunmidag mönnum, sem koma nú hingað, eru 5 af áhugamannameist- urunum frá 1961, en þeir eru núna atvinnumenn. Holstein Kiel lauk 1961 bygg- ingu nýs félagssvæðis sem rúmar 30.000 áhorfendur. og hefur þessi stórum bætta að- staða hleypt nýju lífi í allt félagsstarfið. Auk knattspyrnu leggur félagið stund á hand- knattleik, frjálsar íþróttir, hnefaleik og tennis. Eins og áður er sagt, koma hingað 17 leikmenn og meðal- aldur þeirra er rúm 25 ár. Ríkharður mcð Fram. Fram styrkir lið sitt gegn Þjóðverjunum með Ríkharði Jónssyni, 1Á, en hann er fyrr- verandi Framari. eins og kunn- ugt er. Þessi knattspymuheimsókn á vegum Fram er einn þátturinn í afmælishátíðahöldum félags- ins. sem er 55 ára um þessar mundir. Þetta er Gerd Koll, einn aðalkappinn úr iiðinu Holstein Kiel. Hann skoraði flest mörk í norðurdeildinni þýzku 1961/62, og m.a. fleiri en sjálfur Uwe Secler, landsliðsmiðherji V.-Þýzkalanda. I i r i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.