Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.05.1963, Blaðsíða 7
 Föstudagur 31. maí 1963 ÞIOÐVILIINN SÍÐA 7 ■■Xv.'.v.v.v.vAwvVv.wÍJ í: -. * Þessi mynd af Gunnari við rakdreifar cr stolin. Séð inn Hofs- árdal. (Sjáið þið tröllið í fjallinu?) Þið sem hafið lesið undanfar- andi rabb við og um Vopnfirð- inga minnizt þess kannski, að fyrsta kvöldið, þegar við kom- um af Fjöllunum, fór ég beint til Gunnars Valdimarssonar í Teigi — og fannst ég vera kominn heim. En þótt ég gisti þar nokkrar nætur reyndist ekki tími til samfelldra viðræðna, — það er margt sem einyrki þarf að vinna. Eitt kvöldið þeg- ar hann var önnum kafinn við mjaltir þurfti hann að fara og leysa vanda prúðbúins arð- miðaklippara sunnan úr Breta- veldi og demantshringatróðu hans, er léku sér nokkrar dag- stundir að veiðistöngum norð- ur á Islandi. — Já það er undarlegt að sinna jafnt kúm og milljóna- prinsessum með demantshringa, svaraði hann brosandi að at- hugasemd minni um þessa snúninga. — Það er orðið ærið langt síðan ég sá þig seinast, Gunnar, líklega ekki síðan þú varst að kenna sunnlendingum að rýja rollur. — Já, en þó ég væri lengi að læra að rýja þá eru samt beztu rúningsmennimir fyrir sunnan, — í Reykjavík. — Nú. hvemig má það vera! — Þeir bara rýja fólkið. — Já, en nú sleppurðu ekki við það að svara nokkrum spurningum um blessaða sveita- sæluna. — Þú gætir vafalaust víða fengið lýsingar á henni, en það sem kemur mér til að ræða við. blaðamann um mál- efni bænda er fyrst og fremst það, að hlutverk bænda í þjóð- félaginu er af alltof mörgum í engu metið, og sá gagnkvæmi skiiningur sem þarf að rikja milli bóndans annarsvegar og neytendanna hinsvegar fer þverrandi. Forusta bændanna hefur ver- ið veik. og alveg sérstaklega nú upp á síðkastið, og þeir flokkar sem farið hafa með rik- isvaldið síðustu árin hafa verið fjandsamlegir bændum; — ann- ar ttjómarflokkurinn hefur frá upphafi sýnt bændum fjand- skap, og sterk öfl í hinum einnig. — Já. en sveitasælan — oft heyrist talað um að þið bænd- ur hafið það fjandans nógu gott, en er það ekki satt? — Það sést kanski bezt á flutningunum úr sveitunum. Fólkið fer þangað sem það tel- ur sig búa við betri og öruggari lífskjör en þar sem það hefur verið — og þróunin hefur ver- ið sú að bændunum hefur stöð- ugt verið að fækka. Það er stöðugt að verða erfiðara fyrir unga hændur að hefja búskap, ng alvcg sérstaklega þessi síð- ustu „viðréisnarár” Ég hef sjálfur fyrir augunum dæmi um að það lá við algerri stöðv- un hjá einum slíkum nýbýlingi. — Hvað kostar að stofna bú í sveit nú? — Ef einhver, sem ekkert á fyrir, ætlar að stofna bú þá er tilgangslaust að byrja með hálfa milljón. Miðað við það að búrekstur geti hafizt innan skamms tíma er sú tala þriðj- ungi of lág. — En hafið þið svo ekki góð- ar tekjur? VOPNAFJÖRÐUR - FÓLK OC BYCCÐ — Vörur þagr sem bændur þurfa að kaupa hafa hækkað úpp undir helming eða meira sumar, en framleiðsluvara bóndans hækkar ekki nálægt þvf eins — og á ég þar við sauðfjárbændur. Við skulum taka kjötið til dæmis verð þess stendur því nær í stað, og sjá allir hvílík kjaraskerðing hef- ur verið framkvæmd með verð- hækkunum þeirra vara sem bóndinn kaupir, — í viðbót við hina gífurlegu vaxtahækkun, sem kemur hvaö harðast niður á þeim sem fá ekkert af kaupi sínu fyrr en komið er undir áramót. — Hvað áttu við? — Við fáum verð fyrir dilka- kjöt 31 des. og einhverntíma í haustkauptíðinni, ári seinna, fáum við endanlegt uppgjör. Það uppgjör er ávallt hærra en áætlaða verðið. — En fáið þið ekki vexti af innstæðunni? — Nei. enga vexti. Við leggj- um inn í árslok framleiðsluvöru okkar; fáum hana heldur ekki að fullu greidda fyrr en í lok næsta árs. — Þið verðið þá ekki feitir af vöxtum; — en hvað þarf meðalbóndi að borga f vexti? — Að sjálfsögðu er það mis- jafnt hvað einstakir bændur, jafnvel þótt meðalbændur séu, hafa fengið mikil lán út á framkvæmdir sínar, en því fer fjarri að lán. jafnvel þótt með betri kjörum séu en nú eru, séu nokkur gjöf, því bóndlnn er búinn að borga tvöfalda Iánsfjárupphæðiina þegar lánið er að fullu greitt, en miðað við það að lánsfjárupphæðin sé samtais um 150 þús. kr. verða vextir og afborganir yfir árið nærri 20 þús. kr. Við þetta bætist svo að sauð- fjárbændur þurfa að taka allar neyzlu- og fjárfestingarvörur sínar út í skuldareikning og getað lítið borgað inn á hann nema við áramót. og hafa því fengið 6—12 þús. kr. skulda- vexti af verzlunarreikningi sínum. • „Myrkrið getur skollið á, og maður heldur áfram að moka íðilgrænní töðu í hlöðu eða turn; og hún er síðan umsett í afurðir sem hleypa rós- um í vanga barna okkar og annarra manna barna. • Mann verkjar ef til vill í bakið og handleggina, en áfram er haldið; þannig er líf bóndans." ÞANNIG ER LÍF BÓNDANS Það er beitt öllu afli áróðurs,. heldur Gunnar áfram, til að mikla hlut sjávarútvegsins annars vegar og draga úr hlut landbúnaðarins hinsvegar. Þá er verið að bera saman út- flutningsverðmæti, en slíkt er rangtúlkun. því meginhlutinn af neyzlu fólksins í landinu eru landbúnaðarvörur. Hins- vegar er líklegt að útflutningur landbúnaðarvara sé um 200 milljónir. Nú er svo komið að verðlag á landbúnaðarvörum hér er sízt hærra en í öðrum löndum, og i sumum tilíellum lægra hér en annarstaðar. I Noregi er saltað dilkakjöt í smásölu á um 80 kr„ og í Sviþjóð er 1 Htri mjólkur yfir 6 kr. 1 Frakklandi er mjólk dýrari en vín! Það er því ekki vegna verðlagsins sem landbúnaðarafurðir eru að krónutölu þetta miklar, en það mun koma mörgum á óvart. að miðað við verðiag við vinnslu- vegg, bæði fiskvinnslustöðva og mjólkur- og kjötvinnslu- stöðva hinsvegar (miðað við árið 1960) er munurinn gletti- lega lítill. og þegar búið er að draga frá ríkisstyrk til sjávar- útvegsins annarsvegar og iand- búnaðarins hinsvegar þá er hlut- ur landbúnaðarins mun betri. Aðstöðumunurinn í þessum atvinnuvegum er í samræmi við þann áróður, sem rekinn er gegn landbúnaðinum annars- vegar og fyrir sjávarútveginum hinsvegar. Hvert einasta tæki sem við þurfum að nota er hátollavara. Meðalbóndi þarf fast í það kjötframleiðslu tveggja ára tii að borga eina dráttarvél. Sjáv- arútvegurinn fær allar sínar vélar tollfrjálsar. Við myndum Iíka þiggja það, að vátryggingar- gjöld væru greidd fyrir okkur eins og sjávarútveginn, og endurnýjaðir fúaraftar okkar eins og fyrir bátaeigendur. Vátryggingariðgjöld bónda, mið- að við meðalstarfsaldur, komast á annað hundrað þúsund kr. — En það lifa fleiri á sjávar- útvegi og ýmiskonar vinnu við fisk. — Já, en það mun mála sann- ast að það lifa líka fleiri á ísl. landbúnaði en bændurnir sjálf- ir. Hvað væri Selfoss án sveit- anna í kring? Hvað væri Akur- eyri án iðnaðar sem vinnur úr hráefnum frá landbúnaðinum? Hve margar fjölskyldur á ís- landi lifa af umsetningu og dreifingu landbúnaðarvara og hve margar af hverskonar þjón- ustu í þágu landbúnaðarins? — Ekki veit ég það — líklega myndi Hagstofan geta svar- að því. — Og landbúnaðarafurðir eru heldur ekki fullunnar. — Hvað væri hægt að breyta 250 lamb- skinnum og 350 kg af ull, sem meðalbóndi framleiðir, í mikil verðmæti — ef varan væri fullunnin innaniands? — Þú sagðir áðan eitthvað um að stjómarflokkarnir væru fjandsamlegir bændum — get- urðu rökstutt það? — Afstöðu aðalstjómarflokks- ins Sjálfstæðisflokksins, marka ég af verkunum, hvemigþrengt hefur verið að bændum með „viðreisnar“-ráðstöfunum; Þær sýna bezt hug þess flokks til bænda. Afstöðu kratanna til mála bænda marka ég af fávitaskrif- um Alþýðublaðsins um mál bænda og hverri einustu eld- húsdagsræðu þingmanna og ráðherra Alþýðuflokksins frá því ég man eftir. Meðan ég var verkamaður í Reykjavík og víðar kynntist ég þessum kratasjónarmiðum, og þótt ég sé fyrir löngu kominn út í fásinnið ber margan gest að garði. Ég geri ekki mikið að því að spyrja fólk, en hlusta. Fyrir nokkru voru gestir mínir 2 ungir menntamenn úr höfuð- borginni, og annar þeirra. sem hefur sýnt bændastéttinni ein- stakan skilning, þótt hann sé sjálfur kominn af betri borgur- um höfuðstaðarins, sagði mér eftirfarandi sögu. sem kemur vel heim við reynslu mína. Af ástæðum, sem ekki verða raktar hér, var þessi maður eitt sinn þátttakandi í boði hjá einum fyrverandi krata- broddi, sem á undanförnum ár- um hefur grætt stórfé á annara vinnu. einkaflugvél, fjölskyldu- bíla og villu í Snobbhill sem skyggir jafnvel á önnur stór- menni! kratabroddi sem fyrir löngu háfði tryggt sér búsetu heima á höfuðbólinu með millj- ónagjöfum í flokkssjóðinn. Þegar þetta boð átti sér stað höfðu Rússar nýlega hafið hin- ar bölvuðu kjamorkusprenging- ar og var ekki um meira rætt undir borðum en þær. En það hafði líka gerzt annað: íslenzk- ar landbúnaðarafurðir höfðu hækkað um fáeina aura, sem áttu að vega á móti gengislækk- uninni og höfuðinntak ræðu þessara stórmenna — það hennar sem ekki var helgað Rússum — var það, að verst væri að þessar kjarnorku- sprengjur gætu ekki komið nið- ur í hausinn á „heivítls sveita- varginum” svo þær gætu gert eitthvert gagn! 1 annað sinn stöðvar hjá mér bíU að næturlagi, þar sem ég var við störf mín nálægt veg- inum, og borgari að sunnan spyr: „Hvað kostar nú svona býli? „Við“ eyðum tugi þúsunda í svona býli — í þetta fara skattarnir okkar.” Að sjálfsögðu ber að viður- kenna að mikið hefur verið lagt fram til landbúnaðarmála. enda á tæpum 20 árum um að ræða algera uppbyggingu frá torf- kofum til mannsæmandi íbúða, véla og annars slíks, en ef upp- bætur til íslenzkra bænda eru bornar saman við það sem tíðk- ast í Bretlandi, svo dæmi sé nefnt þá myndu margir hætta að trúa ef gögnin væru lðgð'á borðið. Brezkir bændur fá t.d. Framhald á 8. síðu.' ■_-----—....................... .............................................................. ii'".i ii' i 'i.iiirsi:'i'nsæ'W) Teigur í V opnafirði. Takið cftir hliðinu. Hlið á heimreiðum baenda er sumstaðar listaverk* Mætti Stéttarsamband bænda kynna „hliðamennlngu“ Vopnfirðinga í ýmsum byggðum lanðsins. Bóndi ... ..............__ má ekkl slá slöku við þótt hengilmænur að sunnan komi til að kjafta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.