Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 2
HðSVIUENN Laugardagur 15. júní 1963 2 SlÐA Krabbameinsfélagið undir- býr víðtækar rannsóknir Happdrættí Blindrafélagsins Þessi lagJega stúlka er að selja miða í happdrætti Blindrafélagsins. Og hún situr einmitt í Volkswagen-stationbdfreiðinni sem er aðal- vinninguvinn ' happdrættinu, verðmæti 181 þús. kr. Aðrir vinning- ar eru: Flugferð til London og heim aftur fyrir tvo, hlutir eftir eigin vali fyrir kr. 10 þúsund og hringferð fyrir tvo mcö Esju umhverfic landið. Allir vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 5. júlí n.k. Miðar eru seldir úr happdrættisbifreiðinni í Austurstræti þessa dagana. — (Ljósm. Þjóðv. A. K,), 9 útskrifuiust úr Tónlisturskólunum Tónlistarskólanum í Reykja- vik var sagt upp 1. júní í húsa- kynnum skólans í Skiphalti, að viðstöddum kennurum og nem- endum. Skólastjórinn, Jón Nor- dal, hélt ræðu og rakti starfsemi skólans í vetur. Gat hann þess að framan af vetri hefði skólinn vérið á hrakhólum með húsnæði, en 4. febrúar hefði nýtt hús- r.æði verið tekið í notkun, en það væri samt ekki fullklárað | enn og yrðí það ekki fyrr en í ! haust, en þá mundi skólinn verða formlega tekinn í notkun. ! Skólahald var í vetur með , svipuðu sniði og áður og nem- 1 endafjöldi sá sami, eða rúmlega tvö hundruð. Á þessu vori luku 9 nemendur prófi frá skólanum, 8 úr kennaradeild. en það er annar hópurinn, sem lýkur það- an prófi. Hæsta einkunn hinna nýútskriíuðu söngkcnnara hlaut Guðmundur Guðbrandsson. Svo lauk Helga Ingólfsdóttir einleik- araprófi á píanó. Er hún fyrsti nemandínn sem lýkur því prófi frá skólanum og fékk hún mikið lof fyrir frammistöðu sína. Þrer.nir nemendatónleikar voru haldnjr í vor, einir í sarakomuh. Háskólans og tvennir í Tóna- bíói. Aðalfundur Krabbameinsfél. íslands var haldinn þann 29. maí s.l. í húsi félagsins í Suður- götu 22. Formaður fé-agsins, próf. Niels Dungal, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, og flutti skýrslu félagstjórnar um starfið á sl. ári. Við annarra eld Eftir allt gumið um kosn- ingasigurinn er eins og geig- ur hafi setzt að ritstjórum Morgunblaðsins. ,,Starfsemi kommúnista hérlendis er sú meginhætta, sem lýðræðis- skipulaginu er búin“, segja þeir í íorustugrein i gær, enda vilji hinir vondu komm- únistar allar dyggðir þjóð- skipulagsing feigar. Það er auðvelt verk að spýja fúkyrðum, en hvað segja staðreyndir um afstöðu flokkanna til lýðræðis og umbóta á þjóðfélaginu? í stjórnmálaátökum þeim sem orðið hafa á íslandi undan- fama áratugi hafa sósíalist- ar ævinlega beitt sér fyrir auknu lýðræði og jafnrétti og frelsi. en Sjálfstæðisflokk.. urinn hefur hamazt á móti eða streitzt á móti eða flækzt fyrir á rneðan hann taldi sér fært. Sósíalistar beittu sér fyrir jöfnum kosningarétti, en Sjálfstæð- isflokkurinn nélt meðan hann gat í hverskyns takmarkan- ir m.a. vegna fátæktar kjós- enda. Það voru hin sósíalist- ísku samtök á fslandi sem beittu sér fyrir jafnrétti karla og kvenna og í hverj- um áfanga hefur orðið að yfirvinna andstöðu Sjálfstæð- isflokksins. Naumast þarf að minnast á kjarabaráttuna sjálfa. fyrir hækkuðu kaupi, styttum vinnutíma, auknum réttindum, nægri atvinnu; á þeim vettvangi hefur bar- áttan verið hörðust, og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur allt- af — í hvert einasta skiptj — bejtt sér gegn baráttu sósíalista fyrir auknu efna- hagslegu réttlæti. Öll sú fé- lagslega þróun sem einkennt hefur þjóðfélagið um skeið. almannatryggingar. stóraukið Nú hefur félagið keypt alla húseignina Suðurgötu 22, og hef- ur þvi ræzt úr húsnæðisvand- ræðunum. Efsta hæðin er fyrir magakrabbameinsrannsóknir sem hófust í fyrra fyrir styrk frá National Institutes of Health í Washington og eru í fullum gangi. Við þær vinna alls V manns. Neðri hæðin er fyrir dagl. skrifstofureksfur Krabba- meinsfélags íslands og Reykja. víkur og kjallarinn er ætlaður fyrir leitarstöð og fjöldarann- sóknir í sambandi við krabba. mein í leghálsi, sem félagið hef- ur ákveðið að hefja, helz.t á þessu ári. Gerði prófessorinn ýt- arlega grein fyrir þessum fyrir- ætlunum félagsins og ræddi einnig um þessa tegund af krabbameini, sem hann kvað auðvelt að þekkja áður en það yrði illkynjað, þegar beitt væri frumurannsóknum, og þannig væri hægt að koma í veg fyrir að meinið verði lífshættuleg meinsemd. Hann kvað hugm.ynd- ina að reyna að ná til allra kvenna á aldrinum 25—60 ára, fyrst í Reykjavik en síðan á öllu landinu. Einnig hefur félag- Kópavogsbni fékk 10OM88. plötuna Á miðvikudaginn seldist í j’álkanHnV-milljÓnasta eintakið af flóttamannaplötunni. Hinn lán- sami kaupandi var Matthías Kjartansson Nýbýlavegi 24B Kópavogi. Matthías sagði við blaðamenn í gær að þó nokkuð mikið væri keypt af hljómplöt- um á heimili sínu og löngu á- kveðið að kaupa þessa. Hann sagðist alls ekki hafa átt von á vinningnum og ekki einu sinni gáð í plötuumslagið. það hefði kona sfn gert þegar hann kom heim. Matthígs er ekkert farinn að ákveða um val á plötum enda er nýjasti listi yfir Philips hljóm- plötur ekki til á landinu en von er á honum næstu daga. Flóttamannaplatan mun nú vera uppseld í öllum hljóðfæra- verzlunum borgarinnar en ráð- gert er að panta stórt upplag af henni á næstunni. jafnréttj til menntunar, vax- andi ábyrgð hjns opinbera á skynsamlegri atvinnuþróun o.s.frv., er ávöxtur af bar- áttu hinna sósíalistísku afla gegn þvermóðsku Sjálfstæðis- flokksins. Félagslegar hug- myndir sem sósíalistar beittu sér fyrir hafa verið driffjöð- urin í allri framþróun hins íslenzka þjóðfélags, en íhald- ið hefur verið dragbíturinn. Það væri þokkalegt ástand á fslandj ef ekkert mál hefði náð fram að ganga sem Sjálf- stæðisflokkurinn beitti sér á móti. Verk Sjálfstæðisflokksins sýnir trú hans. Hitt hefur hann ævinlega kunnað að verma hræ silt við annarra eld og hælast um eftir á yf- ir málefnalegum ósigrum sínum Þegar hættunni af innlimun fslands ,.í stærri heild‘‘ hefur verið bægt frá mun Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu þakka sér það af- rek og sanna í forustugrein- um að hættan hafi einmitt stafað frá hinum vondu kommúnistum. Og í hvert skipti sem árangur næst í baráttu sósíalista fyrir rétt- látari skiptingu þjóðartekn- anna mun Sjálfstæðisflokkur- inn miklast yiir sínum eigin hrakförum. — Austif. ið ákveðið að stórauka fræðslu í bama- og unglingskólum um þá hættu. sem stafar af sígar- ettureykingum, og hafa þegar verið keyptar fræðslukvikmynd- ir og film-ræmur í þessum til- gangi. Auk þess hefur félagið keypt margar fræðslukvikmynd- ir um annað efni, meðal ann- ars um frumurannsóknir og krabbamein í leghálsi. Á árinu gaf félagið út bækling fyrir konur um sjálfskoðun á brjóst- um, sem hefur verið dreift all- víða, og fæst ókeypis í skrif- stofu félagsins. Alþingi sam- þykkti á síðasta þingi að skatt- leggja sígarettur til ágóða fyrir Krabbameinsfélags Islands. Þakk- aði prófessorinn sérstaklega landlækni, ríkisstjóm og Al- þingi fyrir þann skilning. sem þessir aðilar sýndu á þessum málum. Hefur þessi skattur komið fótum undir félagið fjár- hagslega. og gert því kleift að leggja út í þær stórfenglegu rannsóknir, sem áformað er að hefja í sambandi við krabba- mein leghálsi. auk fræðslu- starfsemi o.fl. o.fl. Margar góð- ar gjafir hafa borizt til félags- ins, og á sl. ári barst félaginu arfur eftir Aðalb.iörgu Friðriks- dóttur á Akureyri, alls um 184 þús. kr. Einnig hafa margir einstaklingar og f.vrirtæki keypt heiðurshlutabréf hjá Krabba. meinsfélagi íslands og sýnt sér- stakan skilning og góðvild í garð félagsins með þessu pen- ingaframlagi. Hjörtur Hjartarson framkvstj. gjaldkeri félagsins las upp end- urskoðaða reiknjnga, og var tekjuafgangur kr. 905.521.20 kr. Rekstrarhalli við leftarstöð varð kr. 102 þúsund. Stjórn félagsins skipa nú: Próf. Niels Dungaj formaður; Bjarni Bjarnason læknir. rit- ari; Hjörtur Hjartarson fram- kvæmdastj., gjaldkeri; — Með- stjómendur: Dr. Friðrik Einars- Eldur ð báti í gærkvöld urðu tveir minni- háttar brunar, annar, í Kópavogi, en hinn vestur við Grandagarð. Þar var verið að logsjóða á stýr- ishúsi m.b. Guðmundar á Sveins- eyri og neisti barst f káetuna. Nokkur eldur var þar þegar slökkviliðið bar að, en greiðlega gekk að slökkva. Skemmdir urðu nokkrar. Á Kópavogsbraut 12 í Kópa- vogi gleymdist að slökkva á elda- vél þó pottur væri á hlóðum og matur í. Eldur varð laus í snarl- inu og varð af mikill reykur. Greiðlega gekk að slökkva og skemmdir urðu engar. son yfirlæknir. Bjami Snæ- björnsson læknir Hafnarfjrði, frú Sigríður J. Magnússon, Gísli Jónasson fv. skólastjóri, Erlend- ur Einarsson framkvstj. og Jón- as Bjarnason læknir. f vara- stjóm: Frú María Pétursdóttir hjúkrunarkona, Jónas S. Jónas- son kaupmaður og frú Rannveig Vilhjálmsdóttir. Endurskoðendur eru: Björn E. Árnason og Ari Thorlacius. OrlðfsheimiP hafnfirzkra kvenna í sumar Kvenfélagið Sunna í Hafnar- firði starfrækir í sumar orlofs- heimili að Lambhaga í Hraunum, sumarbústað Lofts Bjamasonar útgerðarmanns. Hafnfirzkar kon- ur eiga kost á að njóta þar ó- keypis dvalar í tíu daga hver hópur. 1 Lambhaga er friðsælt og fagurt og hafa konurnar unað þar vel hag sinum undanfarin sumur. Ráðskona er frú Gróa Frímannsdóttir og aðstoðarkona frú Daðey Sveinbjörnsdóttir. í orlofsnefnd eru Sigurrós Sveinsdóttir, Soffía Sigurðardótt- ir og Hulda G. Sigurðardóttir. Nefndin verður til viðtals í Al- þýðuhúsinu þriðjudaginn 18. júní klukkan 8-10 e.h. og eru þær konur sem óska eftir dvöl beðn- ar að láta skrá sig sem fyrst. Framhald af 12. síðu. Klukkan 8.20 setur svo rit- ari þjóðhátíðarnefndar, Valgarð Briem, kvöldvökuna á Arnar- hóli. Þar verður til skemmtunar söngur, lúðrasveitaleikur, ræður og gamanþáttur. Koma þama fram margir af ágætustu lista- mönnum þjóðarinnar. Loks verð- ur dansað til klukkan tvö eftir miðnætti á sömu stöðum og und- anfarin ár. Hljómsveitir Svavars Gests, Lúdósextettinn, Guðmund- ar Finnbjömssonar og Björns R. Einarssonar leika fyrir dansinum með söngvurum sínum. Þjóðhátíðarnefnd bað bess sér- staklega getið að borgarbúar séu hvattir til að sýna hreinlæti í umgengni, ruslakörfum verður komið fyrir hvarvetna og einnig eru allir hvattir til að gera sitt bezta til aö varðveita þann ágæta svip virðuleika og reglu sem ríkt hefur á undanförnum árum á bióðhátíðinni. SÖLUBÖRN f'jóðhátíðarnefnd Reykjavíkur óskar eftir sölu- börnum til að selja merki og dagskrá þjóð- bátíðardagsins. Afgreiðsla fer fram á skrifstofu Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar, Vonarsrtæti 8, sunnu- daginn 16. júní og fyrir hádegi 17. júní. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND REYKJAVÍKUR Kópavopbúar Sparið sporin! hringið í síma 18580. Við sækjum heim og send- um. Nýir aðilar með endurbættar vélar. Efnalaug Kópavogs Kársnesbraut 40. smoaBH PJOOUSTAN LAUGAVEGI 18^. SIM! 191 13 TIL SÖLU 3 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugamesi. 3 herb. efri hæð við Óðins- götu sér inngangur útb 200 þúsund. 3 herb. nýleg hæð í timb- urhúsi. 90 ferm. Útb. 150 þúsund. ! 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á 1. hæð. 1 veðr. laus. i 3 herb. hæð í timburhúsi við Nýbýlaveg, 1. veðr laus. . i 3 herb góð íbúð á Seltjam- : amesi. ! 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg. sér inn- É gangur. 3— 4 herb. íbúð við Safa- j mýri i smýðum. j 4 herb. góð jarðhæð við j Ferjuvog, sér inngangur 1. veðr. laus. 4 herb. hæð við Suður- ; landsbraut ásamt stóru j útihúsi. 5, herb hæð við Mávah’íð 1. veðréttur laus. 4. herb. hæð við Melgerði f Kópavogi. I. veðr. laus. Einbýlishús við Tunguveg, 8 herb. hæð og ris, stórt iðnaðarhúsnæði í kjallara. stór hornlóð I. veðr. laus. Einbýlishús við Heiðargerði úr timbri jámklætt. Raðhús í enda með falleg- um garði við Skeiðarvog. Ilús við Hit.aveituveg. 4—5 herb. íbúð. nýstandsett. stór lóð, stórt útihús. útb. 150 búsund. Einbýlishús við Háagerði. með stórri frágenginni lóð. 70 ferm. verzl,- eða iðn- aðarhúsnæði á T. hæð við Nesveg. Timburhús vjð Suðurlands- braut, 85 ferm., 4 herb. hæð og óinnréttað ris. 1 SMlÐUM: Glæsilegt einbýlishús f Garðahreppi. Glæsilegar efrihæðÍT f tvíbýlishúsum með allt sér f Kópavogi. 3 herb. nýstandsett íbúð við Bergstaðastræti. Lítið steinhús við Víði- hvamm i Kópavogi, stór og góð byggingarlóð, útb. 80 þús. Höfum kaupendur með miklar út.borganir að: 3 herb. íbúðum i borginni og f Kópavogi. 3 herb. íbúðum i borginni og f Kópavogi. 4— 5 herb. hæðum í borg- inni og í Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna. Hafið sambancl við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Nýr síldarbær Borgarfjörður eystrl í gær. — Hér er unnið kappsamlega að undirbúningj síldarvertíðar f sumar og er hér í smiðum ný síldarverksmiðja. sem verður tilbúin í næsta mánuði. Eigend- ur eru kaupfélagið, hreppurinn og Vilhjálmur Jónsson fró Seyð- isfirði. Verða afköst hennar 700 mál á sólarhring. Jámsmiðir frá Héðni koma eftir helgina til vinnu við uppsetningu véla o.fl. Nýtt síldarplan verður starfrækt hér í sumar og ber nafnið Borgir h.f. og er eign Vilhjálms Jónssonar Um 30 gengi verða á plan- inu. Með þessu sumri gerist Borgarfjörður síldarbær og hyggur gott til glóðarinnar. G.E.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.