Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA WÓÐVILENN Föstudagur 14. júní 1963 Ritstjóri: Unnur Eiríksdóttir Meðan dvergarnir dansa Teikningar írá yngstu lesendunum karlinum alvitra Það var einu sinni dreng- ur, sem hét Viðar. Hann var duglegur að vinna, og í aúa staði mesti fyrirmyndar drengur. Einn góðan veðurdag fór Viðar út að stóra stöðuvatn- inu, sem var þarna ekki mjög langt frá, til þess að veiða silung. Það var krökt af silungi í vatninu. Þegar Viðar var búinn að veiða í fullan veiðipokann sinn, ætl- aði hann að stytta sér leið og ganga yfir fjallið; hann langaði að komast heim fyrir myrkur. Það var byrjað að skyggja og honum var ekki um það gefið að vera einn á ferð í dimmunni. Viðar þurfti að klifra yfir hæsta tindinn, og það var dálítið erfitt. Þegar hann var kom- inn alla leið upp á tindinn, heyrði hann söng og hljóð- færaslátt. Hann kannaðist ekkert við lagið sem spilað var. Það var engu líkt, sem hann hafði áður heyrt. Viðar var ekki vanur að hræðast, þó eitthvað óvenju- legt bæri að höndum, en nú var honum um og ó. Hann stóð grafkyrr og beið eftir einhverri skýringu á þessu öllu saman. Hvað gat þetta eiginlega verið? Hér sást ekkert nema fjallahringur- inn, nokkur ský á himninum, og sólin að setjast. Það var áreiðanlega ekkert að óttast. En hann fékk fljótlega ann- að að hugsa um, því allf í einu opnaðist fjallið. Hann sá Inn í fjallið rétt eins og dyr hefðu verjð opnaðar, því ein- hversstaðar logaði ljós, sem lýsti um langan gang inn í fjallið. Nú varð Viðar svo forvit- inn að hann gleymdi allri varkámi og gekk inn í fjall- ið. Hann komst þó ekki nema fáein skref, því á móti hon- um kom einkennileg skrúð- ganga. Það voru fjalladverg- Versti farar- tálminn Skömmu eftir að ferðir hófust frá íslandi til Braz- ilíu. voru tvær kerlingar i Þingeyjarsýslu. sem heyrðu sagt frá því hvað gott væri að vera í Brazilíu, þar spryttj til dæmis kaffi og sykur Kerlingunum þótti fjarsk-" gott kaffi og töldu Paradís arsælu að vera þar sem nóp væri af því. Vildu þær nú fyr- ir hvern mun fara til Brazi’- íu. Þær afréðu því að far" þangað ott tóku að afla sér upplýsinga um leiðina. Var þeim þá sagt að þær þyrft- að fara til Akureyrar. Þ- þótti kerlingunum óvænkas' ráð sitt, þvi þær vissu að þ'' gátu þær ómögulega komiz* hjá því að fara yfir hanr Fnjóská, og við svo erfiðun- farartálma höfðu þær al1' ekki búizt á veginum ti' Brasilíu. — Nei. það er svo fyri- kvíðanlegt að fara yfir har Fnjóská að við verðum - hætta við ferðalagið — ?ö0 kerlingarnar. og bar með ” áætluninni um Brazilíuf- lokið. (Úr þjóðsögum). arnir, allir veizluklæddir. Viðar gat skotizt bak við stein svo þeir sáu hann ekki. Þar lá hann í felum og horfði á fylkinguna ganga hjá. Þetta var áreiðanlega brúð- kaup. því fremst í flokknum var ljómandi falleg dverga- stúlka með gullkórónu. Það var spilað og sungið svo un- un var á að hlýða. Dvergarn- ir fóru út um dyrnar á fjall- inu þeir ætluðu auðsjáan- lega að dansa alla nóttina í tunglsskininu. Þegar síðasti dvergurinn var kominn út, lokaðist fjallið. Nú var Við- ar í slæmri klípu. Hann var lokaður inni í fjallinu og vissi engin ráð til að kom- ast út. Hann gekk eftir gang- inum lengra inn í fjallið. og eftir nokkra stund kom hann inn í stóra stofu. Það var sjálfsagt bezta stofan, þvi allt var svo fínt og fágað þar inni. Viðari varð star- sýnt á sverð. sem hékk á einum veggnum. Það var svo fallegt, að hann gat helzt ímyndað sér, að það væri töfrasverð. Hann áræddi að taka sverðið niður tU þess að geta skoðað það betur. En hann hafði ekki fyrr snert sverðið en aldimmt varð í fjallinu svo líklega var þetta töfrasverð. Hann hélt fast um sverðið, og var við Öllu 'búinn éf dvergarhir skyldu koma. Þeir létu þó ekki sjá sig. og allf var kyrrt og hljótt. Þá fór Viðar til baka sömu leið og hann hafði komið, og hélt fast um sverðið rneð báðum höndum. Þá birti allt í einu. það lagði bláleita birtu frá sverðinu. Nú kom Viðar að öðru her- bergi. og hann varð undr- andi þegar hann sá stóreflis bjarndýr bundið fast við einn vegginn. Þegar bjarn- dýrið sá Viðar, reis það upp á afturfætuma og byrjaði að tala við hann venjulegt mannamál. Bjarndýrið bað Viðar að leysa af sér fjötrana. hann mundi ekki sjá eftir að gera það, því kannski gætu þeir hjálpað hvor öðrum út úr þessari klípu. En dvergarn- ir höfðu veitt bjarndýrið til þess að búa sér úr því góm- sæta steik. — Jæja, sagðj Viðar. — Ef þú villt hjálpa mér í stað- inn skal ég leysa þig. — Nú er betra fyrir okk- ur að flýta okkur í burtu sagði bjamdýrið, þegar það var laust vid fjötrana. — Gættu þess að taka ekkert með þér úr fjallinu, nema þennan steinklump þarna. Viðar beygði sig niður og tók upp steininn, honum fannst hann heldur ómerki- legur. samt tók hann stein- klumpinn með sér. — Ég veit um leið þar sem við getum komizt út, fylgdu mér eftir, sagði bjamdýrið. Loksins komu þeir að opi á fjallinu, en þar hafði stór og þungur steinn verið lát- inn fyrir. — Ég skal velta steininum frá. sagði bjarndýrið. Og út komust þeir og voru nú frjálsir án þess að dvergam- ir hefðu komizt á snoðir um ferðir þeirra. — Nú verð ég að flýta mér heim, sagði bjamdýrið. — Geymdu steinjnn vel, farðu með hann til gullsmiðs og þú verður auðugur maður. Viðar gerði eins og bjöm- inn ráðlagði honum. og gull- smiðurinn sá undir einj að steinninn var að mestu leyti úr silfri. Nú er stór silfurnáma í fjallinu, og auðvitað varð Viðar auðugur maður, þvi það var hann sem af til- viljun fann silfrið. Sagan af Karl tekur kveðju hans og heldur þurrlega; segir þar húsrúm lítið, en þó muni honum ekki frá vísað, ef hann geti gert sér að góðu lélegan beina. Leiðir nú karl Þorstein til baðstofu; þar eru fyrir konur tvær, önnur hnigin að aldri, en hin á bezta skeiði; sátu þær undir sínu barninu hvor, en tíu komu inn á hæl- unum á karli. Þorsteini lízt yngri konan mjög raunaleg, en þó óvenjulega fögur; lang- ar hann mjög úl -að vita, hvo;rt hún eigi allan króa- fjöldann. „Tarna er fallegur bless- aður hópur“, segir hann; „eða eru þetta þín böm, bóndi?’’ Karl varð fár við; svaraði hann seint og gaut um leið augunum til yngri konunn- ar. „Onei. en viljirðu fræð- ast um aettemj þeirra. værj reynandi að spyrja hana dóttur mína!” Hún setti dreyrrauðan 0g leit undan. Varð ekki meira um þá orðræðu að sinni. Þor- steinn er nú þarna um nótt- ina í bezta beina. Morguninn eftir spyr bóndi hvemig á ferðum hans standi. Þorsteinn segir hon- um að hann ætli á fund karlsins alvitra. Bóndi bað hann hyggja af slíkri fá- sinnu; segir hann að allir, er í þeim erindum hafi farið, hafi gist hjá sér síðustu nótt- ina. en enginn komið aftur; muni karlinn alvitri hafa séð fyrir þeim. Þorsteinn segir að eigi sé öllum einn veg skapað, og muni hann láta arka að auðnu um ferð sína. Bóndi sér þá að ekki tjóir letja hann; fylgir hann hon- um því í veg og segir honum leið til fjallsins. Áður en þeir skilja, kveðst bóndi ætla að biðja hann einnar bónar. Eins og hann hafi látið skilja kvöldið áður, eigi dóttir sín öll bömin, sem hann hafi séð í kotinu; en sá sé hængur 4 ráði hennar, að hún viti eigi hver faðirinn sé; taki bau sér öll mjög nærri. að iún skuli hafa ratað í þetta ■>lán; segist hann nú vilja iðja Þorstein að komast eft- " því hjá karlinum alvitra. f hann nái tali af honum. ver sé faðir að bömum dótt- - sinnar. Þorsteinn heitir ■num góðu um það og að n mæltu skilja þeir. Tengur nú Þorsteinn langa gi, þar til hann kemur að •jm hömrum; er þá komið •dir kvöld; hann sér stórar 'lismunna uppi í hömrun n og er einstígi bratt upp 1 eanga. Þorsteinn ræður •ð einstiginu og kemst við illan leik upp í hellinn. Hann gengur þegar inn; er þar eld- ur á glæðum og kjötpottur uppi yfir; innar í hellinum sér hann rúmflet mikið og í því ókjörin öll af dýrafeld- um. Þorsteinn skarar nú að eldinum, og soðnar brátt mat- urinn; síðan býr hann um í rúminu, og er því var lok- ið. fleygir hann sér niður á afvikinn stað í hellinum Qg hvílir sig En ekki hefur hann lengi legið, er hann heyrir dunur og dynki úti. og í sömu svipan snarast risi einn inn í hellinn, harla stór- skorinn; sá hafði fuglakippu á baki; þykist Þorsteinn vita. að þar muni kominn karlinn alvitri, en það furðar hann að slíkt stórmenni skuli sæl- ast eftir öðrum eins smádýr- um til fæðu sem fuglum þeim. Karl þrammar inn að hlóðunum. kastar fuglakipp- unni á gólfið og segir; „Hver hefur soðið mat minn? — Það hefur þú gjört, fíflið Þorsteinn karlsson. Eigi að síður mun ég drepa þig á morgun. í dag hef ég verið svo vel að verki. að ég nenni því ekki“. „Létt verk og löðurmann- legt að drepa mig varnar- lausan og þarftu ekki þess vegna að geyma það til morguns!“ segir Þorsteinn. Karl anzar þvi engu, en sezt á hlóðarsteininn og tek- ur að snæða úr pottinum. Þorsteinn hefur sig þá á kreik, nemur staðar frammi fyrir risanum og horfir á aðfarir hans. Hann var orð- inn matlystugur eftir göng- una og væntir þess að karl viki sér bita. En er honum þykir örvænt um það segir hann; „Kvikinzkur karl ertu, er þú sveltir gesti þína!“ Karl kastar þá til hans kjötflykki og segir honum að éta það, ef hann geti, því að lítið muni kviðrúm i smá- smíði því. Þegar karl hefur snætt, röltir hann að fleti sínu, fleygir sér niður og segir um leið: „Rótað hefur Þú i rekkju minni, fíflið karlsson. Drepa skal ég þig samt!“ Þorsteinn kastar sér nið- ur á hellisgólfið fyrir framan rúm karls. Þykir honum það hörð rekkja og hlýindasnauð. Kallar hann þá til risans og segir; „Fleygðu til min nokkrum feldum karl! Þeir eru ekki svo fáir í fletinu þínu“! Karl snarar þá til hans tveim feldum, en biður hann um leið að hafa hægt um sig. Litlu seinna gellur Þor- steinn við og segir; „Gaman væri að vita, hvað kóngurinn er að hugsa um hvern sumardag fyrsta!” „Þegiðu á þér þverrifunni, strákur", segir karl; „en ef þú endilega vilt vita það, þá er hann að hugsa um að drepa drottninguna sína; dótt- ur sfna vill hann ekki gifta neinum og hefur því tekið það til bragðs að láta biðla hennar geta þessa í huga sér. vitandi að enginn myndi svo ills til geta“. „Ójá, sízt hefði mér nú dottið það í hug,” sagði Þor- steinn. Nú líður stundarkorn, þá kallar Þorsteinn aftur: (Framhald). Vögguvísa Þei, þei og só. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir ailt. 'V.W WYVW.KUi >nwAinv. <■'" tJTTTf 11A>n 'nn.mn 'J WWV-Wi) Wfíl '4 (Jóhann Jónsson.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.