Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA HÖÐVILJINN Fðstudagur 21. jútií 1063 Skuldir borgarsjóð s jukust 38,3millj. i'ramhald af 1. síðu. reikningum leiddi ;í ljós að það væru sömu liðimir sem ár eftir ár væru ónákvæmir og handa- hófslega áætlaðir og bæri að stefna að því að leiðrétta það. Framlag til eignabreytinga fer lækkandi Þá gerði Guðmundur nokk- um samanburð á reikningum borgarstjóðs 1962 og 1961. 1961 námu heildartekjur og gjöld 312.3 millj. króna eni 1962 351.2 millj. og hafa því hækkað um 38.9 milljónir. Rekstrargjöldin 1961 vom 249.0 millj. en 63-3 millj. fóru til eignabreytinga. Fjórða hver króna fór í kostnað úti 1 umræðum um reikn- inga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1962 á borgar- stjóraarfundi í gær sagði Guðmundur Vigfússon að það væri ástæða tll þess að fagna því, að hagur Bæjarútgerðar Reykjavík- ur hafi batnað mjög frá því sem var árið 1961 en þá var hallinn á rekstri fyrirtækisins 9.9 milljónir króna en 1962 var hins vegar 391 þús. kr. rekstr- arhagnaður hjá BÚR. Guðmundur benti hins vegar á þá staðreynd, að á árinu 1962 hefðu togar- ar BÚR farið samtals 48 söluferðir til útlanda og hefðu þeir alls selt fyrir 47.6 milij. króna. Reikn- ingarnir sýna hins vegar, sagði Guðmundur að kostnaður í erlendum- höfnum við þessar sölu- ferðir hefði numið sam- tals 11.4 millj. króna eða 23.9% af sölunni en það gerði 238 þús. króna meðalkostnað í söluferð. Gæfu þessar tölur til kynna að útkoman á rekstri Bæjarútgerðarinn- ar hefði getað orðið enn betri, ef togararnir hefðu ekki verið látnir sigla svona mikið með aflann > heldur látnir leggja hann j upp hér heima til vinnslu. FJAR- STÆÐA Undarlegt er tal sumra manna um það að etjórn- málabaráttan á Islandi sé ó- vægilegri og persónulegri en í nágrannalöndunum. Þetta er fjarri sanni, Menn þurfa ekki annað en líta á íslenzku blöðin fyrir nokkrum áratug- um til að sjá að mjög mikil breyting hefur orðið á póli- tískum málflutningi hérlend- is, einmitt í þá átt að dregið hefur stórlega úr persónu- legum svívirðingum og al- varleg blöð forðast mjög að blanda einkamálum manna inn í stjómmálabaráttuna. Þeir sem eitthvað fylgjast með blöðum í nágrannalönd- unum munu einnág fljótlega sjá að þar eru ádeilur á etjórnmálamenn miklu per- sónulegri en hér og aHir 1962 námu rekstrargjöldin hins vegar 289.8 millj. og til eigna- breytinga fóru 61.3 millj. Rekstrargjöldin hafa því hækkað um 50.8 milljónir kr. frá 1961 en framlag til eágnabreytinga lækkað um 2 nrilljónir króna, sagði Guð- mnndur. 1961 fóru til eigna- breytinga 20.3% af heildar- tekjum borgarinnar en að- eins 17.4% 1962. Samsvarar þetta 14.3% lækkun til eignabreytinga. Benti Guð- mundnr á að þetta væri mikil lækkun á einu ári og óæskileg þróun í borg þar sem svo margt væri ógert af því sem gera þarf en þess- ar tölur segðu meira en mörg orð um stefnu borgar- stjórnarmeirihlutans í mál- efnum Reykjavíkur og rekst- ur hans á borginni. Guðmundur kvaðst ekki ætla að ræða um einstök gjöld á eignabreytingareikningi að þessu sinni en hann vildi þó aðeins vekja athygli á að að- eins hefði verið varið 2.3 millj. kr. til kaupa á bifreiðum og vinnuvélum, þótt brýn nauðsyn væri að endumýja og auka vélakost borgarinnar. Ennfrem- ur vildi hanra vekja athygli á að aðeins hefðu verið greiddar 3.9 millj. kr. af skuldum við sjóði borgarinnar á móts við 11 millj. 1961 og færu þær nú aftur hækkandi og næmu orðið 23.4 milljónum króna. Vilja fella °iainelli AÞENUBORG 20/6 — Griski miðflokkurinn, samsteypuflokk- ur með 79 fulltrúa í þjóðþing- inu ,hefur- ákveðiö að reyna að fella hina nýju bráðabirgðast,ióm Pipinelis. Einmig hefur flokkur- inn ákveðið að sniðganga kosn- ingar, sem bráðbirgðastjórnin kynni að efna til. Það er for- ingi flokksins, George Papan- dreou, sem frá þessu skvrðí á fimmtudag. Áður hefur Sameinaði lýð- ræðis og vinstriflokkurinn, sem hefur 20 fulltrúa á þingi, og Framsóknarflokkurinn, sem hefur 16, lýst yfir andstöðu sinni við bráðabirgðastjóm Pip- inelis. Gríska þingið telur 300 fulltrúa nlls. einkahagir þeiira undir smá- sjá. Því er oft haldið fram að náin kynni manna á Is- landi geri þá illvígari en annarsstaðar, en raunin er sú að við erum mun blygð- unarsamari og umburðar- lyndari og háttvísari. Ljóðurinn á stjórnmála- baráttunni á Islandi er sá að hún er oft ákaflega and- laus og leiðinleg, þvarg og pex og hróp og köll. Hér er naumast um nokkrar stjóm- málaumræður að ræða sem slíkt nafn verðskuldi, heldur hrópa menn hver í sína átt- ina. Glöggt dæmi um þetta voru viðbrögðin er skýrsla dr. Ágústs Valfells var birt í kosningarbaráttunni á dögunum. Þessi skýrsla var mjög raunsæ og merki- leg og gaf tilefni til að ræða hemámsstefnuna frá grunni Óhugnanleg skuldasöfnun Þá drap Guðmundur á efna- hagsreikning borgarinnar. Nið- urstöðutölur eigna- og skulda- megin eiu nú 1089 milljónir króna á móti 953.5 millj. 1961 og er hrein eign borgarinnar nú talin 900 millj. eða 96 millj. kr. meiri en 1961. Skuldir borg- arsjóðs eru hins vegar 142.6 millj. króna 1962 á móti 104.3 millj. 1961 og hafa því hækkað Framhald af 12. síðu. Geirmundur Jónsson og Páll H. Jónsson frá Laugum. Þá fluttu formaður Sam- bandsins og forstjóri þess skýrslur um starfsemina á liðnu ári. á málefnalegan og heiðarleg- an hátt. En hemámsblöðin sveigðu þegar I stað undan og hrópuðu eitthvað annað í staðinn, og telja þó her- námssinnar sig eflaust hafa fullboðleg rök fyrir málstað sínum. Og svipuð verða við- brögð yfirleitt þá sjaldan að birtar eru vel unnar stjóm- málagreinar þar sem reynt er að kryfja mál til mergjar eða kynna ný sjónarmið. I staðinn er reynt að fela and- leysið á bak við sem mestan hávaða, og afleiðingin verð- ur sú að áhugi manna á stjórnmáladeilum dvin í sí- fellu, en ekkert er hættu- legra raunverulegu lýðræði. En að íslendingar séu per- sónulegri í deilum sínum, þvílík fjarstæða. Hvenær halda menn að það gæti komið fyrir að blöð hérlend- is tækju sér fyrir hendur að sanna að einhver ráðherr- ann hefði haldið framhjá konunni sinni? Eða að ráð- herrann yrði að gefa Alþingi skýrslu um ástamál sln og hrökklast síðan frá völdum? Eða að gleðikona gæti orðið heilu ráðtmeyti að falli? — Austri. um 38.3 milljónir sem er mikil hækkun á einu ári, einikum þeg- ar tekið er tillit til þess að tekjur borgarsjóðs og álögur á almenning hafa aldrei verið hærri. Lausaskuldir borgarsjóðs hafa hækkað úr 9.8 millj. í 21 millj. eða meira en tvöfaldazt og skuldir við sjóði borgarinn- ar hækkað úr 22.5 millj. í 23.4 millj. Skuldir við ýmsa lánar- drottna hafa hækkað úr 37 millj. 1961 í 61.5 millj. 1962. 1 skýrslu forstjórans, Erlend- ar Erlendssonar, kom fram að umsetniing SlS hafði aukizt frá árinu áður og söluaukning orð- ið í flestum greinum. Sala Sam- bandsins á íslenzkum fi-am- leiðsluvörum fór nú í fyrsta sinn yfir 1000 milljónir króna og var samtals kr. 1010 millj. Forstjórinn benti á, að sala á íslenzkum framleiðsluvörum hefði vaxið jafnt og þétt á und- anförnum árum og sýndi það vaxandi þátt sambandsins og kaupfélaganna í hiAiWhú- skapnum. Umsetning helztu deild Sam- bandsins varð Sem hér segir: Búvörudeild 417 milljónir kr., hafði aukizt um 109,5 millj. frá árinu áður: Sjávarafurðadeild 412,9 milljónir króna, aukning 69,7 millj. Innflutndngsdeild 322,8 milljónir króna, aukning 87.2 millj. Véladeild 162,7 milljónir króna, aukning 63,9 millj. Skipadeild 77.6 milljónir króna, aukning 8.3 millj. Iðn- aðardeild 171.5 milljónir kr., aukning 29,7 milljónár. Þegar tekin er til greina umsetning smærri siarfsgreina, varð heild- arumsetning Sambandsins á ár- inu 1962 kr. 1. 648,4 milljónir og hafði aukizt um 372,1 millj., eða 29.2% að krónutölu. Tekju- afgangur á rekstrarreikningi 1962 varð kr. 7.768 milljónir, Afskriftir 14.197 milljónir, eða sláttur færður I reikndnga kaup- félaganna 1.947 milljónir, eða samtals kr. 23.912 millj. á móti 21.592 millj. næsta ár á undan. Tala fastráðinna starfs- I Sagði Guðmundur að þetta væri, óhugnanleg skuldasöfnun á' ] bímum mikilla tekna hjá borg- arsjóði. Taldi hann að þessi niðurstaða leiddi 1 ljós að þörf væri mikilla umbóta í rekstri borgarinnar og þyrfti að fara fram á honum raunhæf endur- skoðun. Alltof mikill hluti af tekjum borgarsjóðs færi I reksturskostnað á móts við það sem færi til eignaaukningar. Að lokum benti Guðmundur á merkar athugasemdir Hjalta Kristgeirssonar hagfræðings sem er einn af endurskoðendum borgarreikniriganna. Verða at- hugasemdir Hjalta birtar í heild í næstu blöðum. manna Sambandsins var um s.l. áramót 1339 og námu heildar- launagreiðslur Sambandsins ár- ið 1962, 95 millj. og höfðu hækkað um 12,8 millj. frá ár- inu áður. Vaxtakostnaður hækkaði um 6,8 milljóndr. Þá varð allmikil hækkun á öðrum reksturskostnaði á árinu. Helztu framkvæmdir á veg- um Sambandsins voru þær, að lokið var byggingu verksmiðju- húss Fataverksmiðjunnar Heklu á Akureyri og flutti verksmiðj- an inn í hið nýja húsnæði s.l. haust. Haldið var áfram bygg- ingu Véladeildar við Ármúla í Reykjavík og er nú nokkur hlutl af starfsemi deildarinnar fluttur þanigað. Lokið var við byggingu tilraunaverksmiðju Sjávarafurðadeildar í Hafnar- firði og hafin viðbótarbygging við vörugeymslu Sambandsins við Reykjavíkurhöfn. Áttunda sambandsskipið, Stapafell. kom til landsins í nóvember s.l. og samið var um smíði nýs vöru- flutningaskips I Noregi. Verð- ur það 2750 lest.ir að stærð og afhent á næsta ári. Áð lokinmi Bkýrslu forstjóra fluttu framkvæmdastjórar ein- stakra deilda skýrslur sínar. I dag verður fundinum haldið áfram og verða þá ýmsar á- lyktanir gerðar og í fundarlok fara fram kosningar, þar á með- al á stjóm Sambandsins. SmOBBi OlOðOSUl LAUGAVEGI 18^ SIMI 19113 TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð við Aust- | urbrún. góð kjör. 2 herb. íbúð í smíðum í j Selási. 3 herb nýstandsett íbúð við Bergstaðastraeti. með sér hita og sér inngangi, útb. 200 þús. 1. veðr. laus. 3 herb. efri hæð við Óðins- götu, sér inngangur. Útb, i 200 þús. ! 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, sér inn- gangur, góð kjör. 3 herb. íbúð á efri hæð í Gerðunum, stofa og éld- hús á 1. haeð fylgir. 3 herb. góð íbúð á Seltjam- amesi. 3 herb. hæð í timburhúsi við Nýbýlaveg. 1. veðr. laus, góð kjör. 3 herb. hæðir 90 ferm. í timburhúsi við Engjaveg, útb. 150 þús. 3— 4 herb. íbúð í Safamýri,' . næstum fuUgerð. 4 herb. jarðhæð við Ferju- vog, sér inngangur, 1- veðr. laus. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg, með upp- hituðum bílskúr innrétt- uðum sem verkstæði. 1. I veðr. laus. Timburhús við Suðurlands- braut, 4. herb. hæð og óinnréttað ris, útb. 100 þús. Glæsilegt einbýlishús i smíðum í Garðahreppi. 5 herb. glæsileg íbúð í Hög- unum. I. veðr. laus. Lítið steinhús. við Víði- hvamm. á stórri bygg- ingarlóð. Útb. 80 þúsund. 1 SMÍÐUM I KÖPAVOGl 5 herb. efri hæð með allt sér i Hvömmunum. 3 herb. íbúð á I. hæð. Glæsilegar efri hæðir 130— 140 flerm. með allt sér. Höfum kaupendur tneð miklar útborganir að: 2 herb. íbúðum i borginni og í Kópavogi. 3 herb. ibúðum f borginni og i Kópavogi. 4— 5 herb. hæðum i borg- inni og i Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Lelguherbergi Óska eftir leiguherbergi — helzt í námunda við miðbæ- inn. Upplýsingar í síma 17302; Trygginpfundur Framhald af 5. síðu. eftir því allmiklar umræður. Seinni daginn skiluðu fimm nefndir áliti og gerðu fyrir- spurnir. Framsögumenn nefnd- anna vor'v Karl J. Eiríks. Sel- fossi, Salomon Einarsson. Kópavogi, Guðmundur Þor- láksson, Hafnarfirði, Sveinn Kr. Guðmundsson, Akranesi og Oskar Jónsson, Selfossi. For- svarsmenn viðkomandi málefna stóðu fyrir svörum. Umræður undir þessum dagskrárlið urðu miklar og tóku margir til máls. Eftir fundinn brugðu fundar- menn sér upp í Bifröst ög drukku síðdegiskáffi bar. I fyrrakvöld var skilnaðarhóf að Hótel Borgarnesi. bifreiSaleiqan HJÓL Nýtt 09 fullkomið fiskirannsóknaskip Þessi mynd er tekin í skipasmíðastöð í Wismark af nýju fiskirannsóknaskipi, Ernst Haeckel, sem Austur-Þjóðvttíar hafa byggt. Mun skipið halda frá Rostock innan skamms I fyrsta rannsóknar- leiðangur sinn á Norðuratlanzhafi. Verður skipið búið öllum nýjustu og fullkomnustu rannsókna- tækjum. Hvenær skyldum við Islendingar eignasfullkomið fiskirannsóknaskip á borð við þetta? Aðalfundur SÍS hófst í gær

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.