Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. júní 1963 ÞIÖÐVILIINN SlÐA 7 Orðið GATNASKOGUR mun nú þekkt hvarvetna um land. Þó er þetta örnefni í Hallormsstaðaskógi. Það er haft fyrir satt að það hafi verið nokkrar fagrar bjarkir í Gatnaskógi sem björguðu þessum kunnasta birkiskógi landsins frá eyðileggingu. Það hafa verið miklir örlagastofnar. Enda hefur Sigurður Blönd- al heitið því að björkin í Gatnaskógi skuli ríkja þar ein um aldur og ævi. • • Orlagastofnar í Gatnaskógi Þannig hyggur Sigurður Blöndal að gömlu stofnarnir sem björguðu Gatnaskógi hafi litið út. Guttormur Pálsson — hóf skógræk' i Hallornisstað. Sr. Sigurður Gnnnarsson ■ -'öðvaði eyðingu HalIonr>s- staðaskógar. Fáir munu þeir vera á landi hér að þeir hafi ekki heyrt Hallormsstaðaskógar getið. — Flestir vita að hann er einn mestur skógur hér á landi — og þar er eini barrskógurinn sem til er á Islandi. Færri vita hitt hve oft hefur legið nærri því að hann væri eyddur og hlíðin á Hallorms- stað yrði sama uppblásna holta- og klappaberangrið og blasir við hvarvetna um land, þar sem tvi- og ferfættum sauðskepnum hefur tekizt að ræna landið sínum foma gróðri. Að örlög hans urðu ekki slík er að þakka mætum mönnum er þar réðu og voru fram- sýnni en svo að þeir mætu landsgæði einungis eftir því sem framast mætti takast að naga þar á ári hverju. Við komum í Hallormsstaða- skóg að sumarlagi og fáum Sigurð Blöndal til fylgdar. Á betra verður ekki kosið því hér er hann alinn upp og ger- þekkir hvern krók og kima í skóginum. Annars er auðvelt að villast þar; farirðu veginn meðfram Lagarfljóti eru sex km á milli hliða á skógargirð- ingunni. Hér er ekki ætlunin að skrifa rómantíska náttúru- lýsingu og verður hvorki sagt frá Vítisholu né Hólatjörn, og líkja þó sumir síðamefnda staðnum við Eden — og aldrei skortir Adam né Evu. Við förum niður að Legin- um, í Gatnaskóg, þar sem ör- lagabjarkimar stóðu. Flestar þeirra munu nú fallnar, þó eru nokkrir stofnar enn frá þeim tíma. — Hríslan hans Páls: „Gott áttu hrísla á grænum bala“, er á allt öðrum stað. Við skulum aðeins rifja upp nokkur atriði úr sögu skógarins. Sú saga sýnir hve oft var tví- sýnt um tilveru skógarins — og jafnframt hitt, sem hollt er að minnast, að barátta sem virðist töpuð getur unnizt. Hallorsstaðaskógar er ekki getið í Jarðabók Áma Magnús- sonar og Páls Vídalíns (lýsing Múiasýslna brann), en samt höfum við heimildir um skóg- inn í nær 200 ár. 1794 f Ferðabók Sveins Pálssonar frá 1794 segir m.a. svo: „Skóg- urinn hjá Hallormsstað og þar fyrir ofan er sennilega bezti skógur, sem nú er til á landinu. Vegurinn gegnum skóginn minnir víða á fögur trjágöng. því að trjákrónumar ná sam- an svo hátt yfir jörð, að vart næst upp í þær með svipunni". Það er Gatnaskógur er hann lýsir svo. En síðar segir: „En svo mun fara um þetta fagra hérað sem aðrar skógarsveitir á Islandi: Það verður lagt í örtröð til skammar fyrir alda og skaða fyrir óborna! Alls staðar, og þó einkum hjá Hall- ormsstað og innst í dalnum, blasa við hryggileg verksum- merki. Hin fegurstu birkitré hafa verið stráfelld á þessum slóðum, ekki samt að rótum, heldur hefur stofninn verið bútaður allt að mannhæð frá jörðu, svo svæðið er yfir að líta sem væri það krökt af vof- um eða náhVítum, staurbcinum draugum . . . Skógarhöggs- mennimir hafa ekki nennt að hafa fyrir því né viljað leggja það á sig að höggva hin stóru tré að rótum, en með því hafa þeir banað fjölmörgum rótarteinungum. Stofnarnir visna, og samt sem áður geta þessir skógræningjar ekki dratt- azt til að höggva þá til elds- neytis, heldur láta þeir þá grotna niður, og halda áfram að kvista lifandi tré, ef til vill hálfvaxin. En í þokkabót er svo allsstaðar fullt af kalviði: snjóhvítum og visnandi toppum. jafnvel á ungum trjám. Þetta stafar af því að menn ráðast á skóginn að vetrarlagi, slíta upp yngstu greinarnar, þegar þær standa einar upp úr snjón- um, og nota bæði til fóðurbætis og eldsneytis, af því þeir hafa vanrækt jöfnum höndum að afla heyja og eldiviðar að sumrinu". Hér er minnisstæð samtima- heimild um hvemig farið var að því að eyða skógunum af landinu. 1864 Sr. Sigurður Gunnarsson seg- ir svo um Hallormsstaðaskóg 1864: „Telja má að 10/16 hlutar skóglendis séu kjarr, eða smá- hrís ... En 1/16 hluti er raft- viður 4-9 álnir á hæð ...... Víðáttumikil svæði í skóginum, sem voru skógivaxin fyrir 32 árum — ég dvaldi þá um tima á Hallormsstað — eru nú skóg- laus ..... Gatnaskógur heitir svæði norðan við prestsetrið .... á þessu svæði er nú skógur að- eins á Vs—14 hluta og er hann þó mjög gisinn, en hávaxinn og beinvaxnir stofnarnir. Nú er þar lítið um raftvið .... En á svæði þessu má á hinn bóg- inn sjá, þar sem skóglaust er, mikið af kulnuðum og fúnum rótum ...... Stofnhnyðjur þær sem hér er að finna, eru leifar af gildari trjám en nú eru I Gatnaskógi“. 1880 Þegar hér er komið sögu hefj- ast þáttaskil i sögu Hallorms- staðaskógar; við taka menn er stöðva rányrkjuna. Páll Vigfús- son (faðir Guttorms Pálssonar skógarvarðar) segir svo 1880: „Einkum hefur raftskógurinn gengið mjög úr sér í seinni tið“, en segir einnig: ..Með- íerð skógarins á síðari árum... hefur verið betri en áður var... hin mikla kolagerð er áður tiðkaðist lagðist niður. Var hætt að mestu að gera til kola í tíð sr. Sigurðar Gunnarssonar og hin síðustu ár hefur engin kola- gerð átt sér stað“. 1882 I ferðasögu sinni um Aust- urland 1882 telur Þorvaldur Thoroddsen Hallormsstaðaskóg „mesta og fríðasta" skóg lands- ins og segir: „Að Hallorms- staðaskógur er svo fagur er mest því að þakka að vel hefur verið farið með hann, bæði af sr. Sigurði Gunnarssyni og Páli kandidat Vigfússyni er nú býr á Hallormsstað. Á Hallorms- stað er Gatnaskógur fallegast- ur“. 1893 En bótt sr. Sigurður Gunn- arsson stoðvaði eyðingu Hall- ormsstaðaskógar er enn langt frá því að syndir feðranna hafi verið greiddar. Sæmundur Eyjólfsson segir svo 1893: „Skógurinn hefur svo mjög verið höggvinn og eyði- lagður fyrrum að hin gömlu og háu tré standa nú svo strjált að þau mega eigi veita ungvið- inu skjól .... Svo er nú komið um Hallormsstaðaskóg, að ung- viðið er þar mjög þroskalítið kræklótt og vanskapað, og getur aldrei orðið stórvaxið, er það bæði vegna þess að það vantar skjól, og vegna hins, að það er skemmt af fjárbeit". „Oftast má sjá merkj þess að fé hefur bitið knappana af cndum greinanna, og því koma nýjar greinar aðcins út frá hliðunum. Hríslan getur þvf eigi hækkað, en fær mikinn fjölda af hliðargreinum; hún verður lágvaxinn og kræklótt". 1899-1901 Skýrsla Sæmundar Eyjólfs- sonar, sem framansagt er tekið úr, var birt í Búnaðarritinu (ráðamenn þess rits litu þá ekki svo á að einungis túngrös ög kál heyrðu undir búnað og ræktun), og mun hafa átt sinn þátt í því er á eftjr gerðist. Árið 1899 voru sett lög um verndun Hallormsstaðaskógar. Árið 1900 skoðar Ejnar Helga- son, forstöðumaður Gróðrar- stöðvar Búnaðarfélagsins i Reykjavík Hallormsstaðaskóg og birtir ýtarlega skýrslu um hann í Búnaðarritinu. Sem allra annarra er það Gatnaskógur er vekur athygli hans, hann segir: „Gatnaskógur er norðan við bæinn niður við Fljótið. Þar eru trén einna hæst. en gisin og lítið af ungum trjám; mun það aðallega stafa af beit“. Það var danskur sjóliðsfor- ingi, Carl Ryder sem átti for- göngu að skógræktartilraunum hér um aldamótin. Árið 1901 sendi hann hingað til lands skógfræðing, C, E. Flensborg, fyrsta manninn með sérþekk- ingu á þessu sviði er athugar skóga hérlendis. Skýrsla hans er einnig birt í Búnaðarritinu. Enn eru það gömlu trén í Gatnaskógi: „Gatnaskógur nefn- ist svæði suðvestan til. Þar eru tré beinvaxin með greinalaus- um stofnum". Og ennfremur: ....Væri hrapallegt að láta hann (Hallormsstaðaskóg) eyði- leggjast. Það er bæði óskandi og vonandi að stjórnin geri al- vöru úr þvi að kaupa skóg- inn og sjái jafnframt •••»• »ð hann verði friðaður“. 1903-190S Árið 1903 voru 20 dagsláttur girtar í skóginum (þar sem leitir Mörkin), undirbúinn 'ræðireitur og fyrstu bjarkar- plöntur úr skóginum gróður- settar í sambandi við stöðina. Árið 1905 er byrjað að girða Hallormsstaðaskóg — og hætt að hafa sauðfé í honum. Tveim árum síðar fær skógræktin full umráð yfir honum. Árið 1905 er Stefán Kristjánsson settur skógarvörður á Hallormsstað. Við það ártal er skógraekt á Hallormsstað miðuð. Guttormur Pálsson verður skógarvörður 1909 og vann af elju og alúð það starf að gjalda fyrir syndir feðranna gangnvart skóginum, þar til Sigurður Blðndal tók við þvf starfi 1955. Á starfsárum Gutt- orms Pálssonar var ekki til staðar sú reynsla og þekking sem skógræktarmenn fá í hend- urnar nú, — en Guttorms- lundur, fyrsti barrskógurinn á íslandi, er verk Guttorms Páls- sonar. Framar i þessari grein var vitnað í lýsjngu sr. Sigurðar Pálssonar á Halloirnsstaðaskógi 1864, en í hans tíð var hætt að gera til kola í skóginum og eyða honum. Elísabet dóttir hans býr á Hallormsstað, — kona Páls Vigfússonar. Gutt- ormur Pálsson skógarvörður er sonur þeirra. Og Sigurður Blön- dal núverandi skógarvörður er sonur Sigrúnar systur Guttorms, er einnig bjó á Hallomnsstað. Þannig hefur þessi ætt. sr. Sig- urður Gunnarsson og afkom- endur hans, ekki aðeins stöðvað eyðingu Hallormsstaðaskógar — heldur og stjórnað ræktun hans og hafið hann til þess vegs að vera annar mesti skógur lar.da- ins nú. Framtíðarvöxtur Hallorms- staðaskógar hefur verið endan- lega tryggður meðan byggð helzt í landinu. Þótt mammons- dýrkendur þeir sem nú sitja hér í æðstu valdastólum kalli kartöfluhagfr. frá París og Bonn til að boða bað fagnaðar- erindi, að hamingja islenzks fólks sé fólgin i því að verða láglaunaður verksmiðjulýður er- lendra auðdrottna, og einföld- ustu sálimar í hirð þeirra lifi í þeirrj trú, að því sé fásinna að bisa vjð það að „láta sárjn foldar gróa, sveitimar fyllast. akra hylja móa'* og ..menningu vaxa i lundi nýrra skóga". þá mun sú hjáguðadýrkun seint trylla alla íslenzku bjóðina. — Eða hafa ekki Héraðsbúar stækkað akra sína ár frá ári — rétt eins og ríkisstjómin hefði aldrei beðið kartöfluhag- fræðinga í París að hjálpa sér! Á hverju ári sá bjarkimar sér sjálfar i stærri og stærri svæði í grárri hliðinni fvrir ofan Hallormsstað. sem á fyrri öldum var rúin öllum skógi J- B. (Þau mistök urðu að í sunnu- dagshlaðinu birtist grein sem átti að koma á eftir þessari. Eru lesendur vinsair>i»«ra beðnir að athuga þetta). Ungt par við gamla björk á bakka Fljótsins í Gatnaskógi. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.