Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.07.1963, Blaðsíða 8
0 SÍÐA ÞI6ÐVILIINN Miðvikudagur 3. júlí 1963 horfinn. Risinn hafði hlustað þegjandi á hana. En nú sagði hann: Mallory sá hvað hann hafði gert, en hann var horfinn áður en þér tækist að drepa hann. — Já. en ég vissi að ég varð að drepa hann. Fyrst gat ég það ekki, þvi að ég gat ekki notað hendurnar. Það var hið eina sem ég gat hugsað um, hvernig hendurnar á mér gætu aftur orðið nothæfar, svo að ég gæti drepið hann. Ég náði í lækni og ég gerði ailt sem hann sagði mér. Ég hreyfði finguma þótt það væri óbærilega sárt. Ég þjálfaði hendurnar eins og mér var unnt, svo að ég gæti drepið Mallory! Strax og bruna- sárin voru gróin. keypti ég mér byssu og lærði að nota hana. Ég gekk um og leitaði að honum með skammbyssuna falda und- ir sjalinu. Ég fann hann í spila- víti. Ég gekk að rúllettuborðinu og mér stóð á sama Þótt allir sæju mig Hann sá mig og reyndi að flýja, en ég gaf hon- um ekki tíma til þess. Ég tók fram byssuna og skaut hann gegnum hausinn. Ég komst burt og þeir náðu mér ekki. Það var nótt og úr- hellis rigning og maður sá ekkí útúr augunum. En samt sem áður varð uppistand. Við sama spilaborðið sátu tveir ríkir náungar, sem hétu Reese og Sel- kirk og þeir höfðu verið að deila ofsalega. vegna þess að Reese hafði átt vingott við konu Selkirks og báðjr vom þeir með byssur á sér. Þegar ég skaut MaTlory. fékk Reese eidsnögga hugmynd og sendi kúlu í hjart- að á Selkirk áður en reykurinn Hórgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDO Laugavegi 18 III. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — frá skoftinu mínu var horfinn. Svo sagði hann lögreglunni að ég hefði skotið báða mennina. Öllum stóð á sama um fyllibyttu eins og Mallory, en Selkirk var mikils metinn borgari. Ég varð að komast burt. Samstarfsfólk mitt í f jölleikahúsinu hjálpaði mér að komast um borð í skip. Það varð þögn. Loks hreyfði Florinda sig og strauk burt gull- ið hárið. Risinn sagði: — Er þetta ekki í fyrsta skipti sem þú hefur sagt frá þes9U, siðan þú fórst frá New York? Hún kinkaði kolli. — Það lá þarna innilokað eins og þú sagð- ir. Ég gat ekki sagt frá því. En mér hefur létt við að gera það „Mér datt það í hug“. Aftur þögn og svo sagði Risinn: „Fað- ir litlu stúlkunnar þinnar, fékk hann ekki að vita, hvað kom fyrir hana?“ „Jú, reyndar. Ein af stúlkun- um við leikhúsið sagði honum frá því. Hann kom til að hitta mig, þegar ég var komin um borð. Það var svo undarlegt. Ég hef aldrei heyrt neinn tala eins og hann. Hann hafði aldrei haft áhuga á Arabellu, hafði aldrei séð hana, en nú, J)egar hún hafði dáið svona vovéifléga, fylltist hann samvizkubiti. Hann æddi fram og aftur og kallaði sjálfan sig öllum illum nöfnum, hann sagðist vera ræfiJl og yrði aldrei neitt annað. Ég varð að hugga hann, rétt eins og hann hefði staðið í öllu þessu stríði, en ekki ég. Hann sagði mér margt skrýtið þetta kvöld. Hann sagði að ég væri eina stúlkan sem honum hefði þótt vænt um, hann hefði aldrei sleppt mér, ef móðir hans hefði ekki kom- izt að sambandi okkar og hót- að að gera hann allslausan, ef hann sæi mig aftur, og hann hafði aldrei á ævinni unnið fyr- ir svo mikið sem dollar og vissi ekki hvemig átti að fara að því. Móðirin var hræðilegur svarkur. Hann sagði mér, að móðir sín hefði fundið stúlku handa honum, sem hann ætti að giftast. Hann bjóst við að það yrði úr. Kannski gæti hún gert mann úr honum. Ég skal segja þér, Risi, að ég sat þama og hlustaði á hann og ég hef aldrei á ævi minni vorkennt neinni manneskju eins mikið. Hamin/gjan veit að ég hafði aldrei elskað hann, í mínum augum var hann aðeins ríkur slæpingi og ef ekki hefði ver- ið fyrir Arabellu, hefði ég ekki einu sinni munað eftir honum. En ég vorkenndi honum svo sáran, að það jaðraði við ást“. Forinda hristi höfuðið yfir öllu þessu skrýtna, sem gerist í heiminum. Hún lyfti hörnd- unum og horfði á þær. Risinn hafði aldrei séð hana horfa svo opinskátt á þær, hún sneri þeim upp og niður eins og hún þyrfti ekki framar að fela þær fyrir sjálfri sér eða neinum öðrum. Eítir andartak sagði hún: „Risi, þú spurðir mig einu sinni hvers vegna ég drykki aldrei vín, manstu það?“ „Já, ætlarðu að segja mér það núna?“ Hún kinkaði kolli. „Sjáðu til, það er löng leið frá New York til New Orleans, og ég hafði nægan tíma til að hugpa. Ég fór að velta fyrir mér hvers vegna ég hefði lent í öllu þessu. Ég velti fyrir mér, hvers vegna ég hefði ekki séð í gegnum Mallory áður en ég giftist hon- um. Og svo fann ég skýringuna. Ég hafði hitt hann í samkvæmi, og alltaf þegar við vorum sam- an, var hann afar notalegur og hann var vanur að panta kampa- vin eða aðra fína drykki. Og nokkrir drykkir hafa þau áhrif á mig að ég kemst í sæluvímu. Ég sé allt fólk í rósrauðum bjarma, eins og ég vil að það sé, gott, skemmtilegt og vina- legt. Og þá er ég vamarlaus. Minnsta ögn af áfengi stígur mér til höfuðs. Sumu fólki finnst þetta alveg Ijómandi. Ég hafði heyrt talað um það, en ég vissi ekki að ég var sjálf af því tagi. En um borð í skipinu skildi ég það, og þá varð mér ljóst að hefði ég aldrei drukkið, hefði ég ekki heldur gifzt Mall- ory, og Arabella hefði ekki dáið á þennan hátt. Ég veit ekki hvers vegna ég hljóp ekki fyrir borð. Ég hét því að hætta að bragða vín, en það var ekki auðvelt. Þess vegna hafði ég svo mikla samúð með manni eins og Texas. Ég vissi að hann réð ekki við þetta“. Hún brosti dauflega. „Já, þetta er víst sól- arsagan". Það varð löng þögn. Florinda hallaði sér upp að veggnum og teygði handleggina upp fyrir höfuð. Hún sneri sér að Ris- anum og brosti til hans þakklát á svip, og hann sá, að hún var syfjúlég til augnanna og bældi með naumindum niður geispa. „Nú ertu syfjuð, er það ekki?“ spurði hann. „Jú, mér líður miklu betur. Þakka þér kærlega fyrir!“ Hann reis á fætur. „Nú skaltu fara upp og leggja þig. Ég ætla að skreppa út og sjá hvemig þar er umhorfs og svo kem ég aftur til að athuga hvemig þér líður og svo ætla ég að leggja mig í eldhúsinu". „Allt í lagi. Guð blessi þig“. „Ætlarðu að fleygja niður nokkrum ullarteppum handa mér?“ „Auðvitað". Hún fór upp og Risinn beið fyrir neðan stigann þangað til hún kom fram að stigagatinu með teppin. Hún fleygði þeim niður til hans. Risinn gekk aft- ur inn í eldhúsið og út þaðan. Það var að byrja að birta af degi! Úti var allt hjótt. Hann fór inn aftur, setti slána fyrir dymar og læddist á tánum upp 1 herbergi Florindu. Hann barði létt að dyrum en fékk ekkert svar og hann opnaði dymar með hægð. 1 daufri birtunni sá hann að hún var sofandi. Hann fór inn og horfði á hana. Hún hafði strok- ið hárið upp í hnakkanum, svo að það var eins og vængur kringum höfuð hennar. Hún andaði rólega og djúpt og svip- ur hennar var friðsæll. Risinn laut niður og snart hár hennar og svo kyssti hann hana létt á ennið. ___________. ___ Gamet beið og beið eftir því að John kæmi til baka frá San Francisco. Fyrst var hún aðeins undrandi yfir þvi að koma hans skyldi dragast svo mjög, en svo varð hún kvíðin. Hún vissi að hann hafði komizt heilu og höldnu til San Francisco, því að hún hafði fengið bréf frá hon- um þaðan. Keamey hershöfðingi hafði komið á skipuleigum ferð- um milli herbúðanna frá San Francisco og San Diego. Engar póstsamgöngur voru í landinu, og því tóku sendiboðamir stund- um póst af óbreyttum borgurum og John hafði notfært sér það og skrifað henni. Bréfið var stutt eins og öll bréf frá honum. Hann skrifaði að sjóferðin hefði verið erfið, skipið hefði verið tuttugu daga á leiðinni frá Santa Barbara til San Francisco, en það hefði ekki verið nein hætta á ferðum. Pilt- amir hans hefðu annazt hann vel og hann væri þegar orðinn miklu betri. Hann gæti orðið gengið og eins og hún sæi, gæti hann líka skrifað. Eftir nokkra daga ætlaði hann af stað til að líta á nýja landið sitt, en síðan héldi hann suður á bóg- inn aftur og þá gætu þau gift sig. En janúar leið og febrúar og marz, en John kom ekki. Gamet gerði sér yfirleitt ekki áhyggjur að óþörfu. En henni datt margt í hug sem hefði getað komið fyrir hann. Eða gat það verið að hann vildi ekki koma til baka? Þegar henni datt þetta í hug, varð henni hverft við og hún reiddist. Nei, það var óhugsandi, John var ekki þannig gerður. Eftir allt sem hann hafði sagt við hana, gat ekki verið að hann hefði breytzt svo mjög. En þótt svo væri, þá myndi John ekki stinga af. Ef hann kærði sig ekki um hana, myndi hann segja það berum orðum. En hvers vegna kom hann þá ekki? Það hafði verið huggun að tala við Risann, en hann hafði’ farið frá Los Angeles rétt eftir jarðskálftann. Það þurfti mik- inn undirbúning undir hina löngu ferð til Rússlands. Florinda minnti Gametu á hve erfitt væri að ferðast að vetrarlagi. Það var 650 kíló- metra leið til San Francisco, og þar nyrðra var regnið enn ofsa- fengnara og þar var snjór í fjöllum. Ef til vill hafði John ákveðið að bíða þar til veðrið batnaði. „Það gæti sjálfsagt átt við um alla aðra sem ég þekki", sagði Gamet, „En ekki um John. Ef John ætlaði sér að fara hingað, þá færi hann hingað. Þú þekkir John“. „Já, ég þekki John,“ sagði Florinda. Gamet þagði nokkra stund. Það var síðla kvölds og þær sátu báðar í herbergi Florindu. Florinda sat á gólfinu og var að taka til í kistunni, þar sem hún geymdi skartgripina sína og beztu fötin. Gamet horfði á hana meðan hún setti skrínið út i hom og lagði silkisjal yfir. Gamet sagði: „Ég held þú viljir ekki að ég giftist hon- um“. Florinda leit upp. „Nei, það er ekki satt, Gamet. Ég er ein- mitt á því að þú eigir að gift- ast John, annars verðurðu ó- Guð almáttugur, — marmar- Sprunginn þvers og kruss; — sel hann sem mósaiktígul- Inn afturi. steina. S K OTTA Ösköp er hann Jói að verða utan vlð sig. Hann sér hvorki né heyrir af Iærdómi. Yfir Vinyl grunnmátnTnsima má móta mcS ellum olgcnginn mátningartcgundum. b&JJl&qcj -&£J2 cSwIh^bjöRNSSON & co. P.O. BOX 13M Sími 24204 ' UYOAVIK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 t Hjartans þakkir færum við ykkur öllum nær og fjær, er auðsýr.du okkur samúð við fráfall og jarðarför manns- ins míns, föður okkar og sonar, GUNNARS SVERRIS GUÐMUNDSSONAR Sérstakar þakkir færum við bifreiðarstjórum á vömbíla- stöðinni Þrótti. Guð blessi ykkur öll. Bjarndís Jónsdóttir, Sigurbjört Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Bjarndís Jónsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Guðmundur Eriendsson. bifreiðaleigan HJÓL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.