Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. 'júlí 1963 — 28. árgangur — 149. tölublað. Asjkenaii og Þórunn væntanleg ínótt 1 nótt eða morgun voru Asjkenazi og Þórunn Jó- hannsdóttir væntanl. hing- að með flugvél frá London þar sem þau hafa dvalið nokkra daga hjá foreldrum Þórunnar. Fyrstu tónleikar Asjken- azis verða í kvöld í Þjóð- leikhúsinu og hefjast þeir klukkan 8.30. Samkvæmt upplýsingum Péturs Péturssonar sem annazt hefur milligöngu um komu Asjkenazis hing- að mun hann síðar halda hljómleika í Háskólabíói og einnig eru fyrirhugaðir hljómleikar úti á landi, á Akureyri og fleiri stöðum, en endanlega verður ekki gengið frá því fyrr en hann er kominn til landsins. Myndin af þeim hjónum, Þórunni og Asjkenazi var tekin á blaðamannafundi síðast er þau komu hingað. Fundur með málurum og skipasmiðum í gær I gærkvöld boðaði sátta- semjari rikisjns samninga- fund með fulltrúum Sveina. félags skipasmiða og Málara- fé!ags Reykjavíkur annars- vegar og fulltrúum atvinnu- rekenda hins vegar og hófst fundurinn kl. 8,30 Er Þjóðviljinn leitaði frétta af fundinum um mið- nætti í gærkvöld var litlar fléttir af honum að fá. Við- ræður höfðu þá staðið yfir mestan hluta kvöldsins með málurum og atvinnurekend- um og samningar voru rétt að hefjast hjá skipasmiðum. Laun ráðherra og hæsta- réttardómara 22 þús. kr. í fyrradag felldi j Kjaradómur úrskurð um : laun ráðherra og hæsta- : réttardómara. Sam- : kvæmt úrskurðinum : verða mánaðarlaun ráð- 5 herranna og dómaranna 5 kr. 22 þús. nema forsæt- [ isráðherra og forseti j hæstarétíar f á kr. 24 þús- ¦ und á mánuði. \ Samkvæmt lögum um [ embætti saksóknara rík- S isins á hann að taka jj sömu laun og ráðherr- j ar. | í þessu sambandi er Konulík fannst við Grandagarð í gærdag Laust eftir hádegi í gær fannst lík af konu í l.jiir- unni fyrir vestan Granda- garð á móts við syðstu ver- búðina. Þykir auðsætt að konan hafi drukknað á flóðinu í gærmorgun og síðan fjarað undan líkinu. Engin skilríki fundust á líkinu er gæfu bendingu um hver konan er, en eft- ir útliti að dæma hefur hún verið á aldrinum 40— 50 ára. Hún var klædd í bláa kápu og dökkt pils. Hún hefur verið dökkhærð en farin talsvert að hær- ast. ítannsékn í fökunarmál- inu er lokið Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk í gær hjá Jóni Abraham Ólafs- syni sakadómara er rann- sókn nú lokið í málinu vegna skráningarinnar á Sigurpál, en eins og kunn- ugt er af fréttum játaði starfsmaður bæjarfóg'eta- skrifstofunnar í-karfa -efið embættisins í Hafnarfirði á sig að hafa falsað skrán- ingarskjalið. • Málið verður sent sak- sóknara ríkisins eftir helg- ina og tekur hann ákvörð- un um frekari aðgerðir í málinu. Sæmilegur afli á miðunum fyrir austan í fyrrinótt í fyrrinótt fengu 36 skip samtals rúm 20 þús- und mál og tunnur á Norðfjarðar og Reyðarfjarð- ardýpi. Einnig fengu örfá skip smávegis afla út af Langanesi. Mest af síldinni fór í bræðslu en nokkuð af henni var þó saltað enda síldin sæmi- lega feit. Flest skipin fóru með síldina til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og Eskífjarðar. Eftirtaljn skip fengu afla í fyrrinótt: Bervík 300, Mummi II. 200, Guðm. Péturs 100, Margrét 200, Akurey 900, Eldborg 600. Einir 500, Búðafell 700, Sæunn 700, Hilmir 1000, Sigurfari AK 500, Hafþór RE 500, Stefán Ben 800, Ófeigur I. 1150. Hoffell 800. Víð- ir SU 600, Jón Guðmundsson 550, Seley 700, Björg 600. Sæ- faxi 500. Skagaröst 400, Marz 1000, Ingiber Ólafsson 500. Stapafell 700. Ver 400, Vattar- nes 400 Leifur Eiríksson 500, Guðm. Þórðarson 150, Áskell 500. Þráinn 200, Sólrún 800, Við- ir II. 800 Björg SU 500, Guðrún Jónsdóttir 650, Magni 500, Gull- ver 400, Sigrún AK 450, Vala- fell 600. Hörður 100. Síðustu fréttir Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Þjóðviljans á. Seyð- Reykjavíkurúr- valið leikur við Finnana í dag I dag kl. 4 leikur Reykjavíkur- úrvalið við Finnana á Laugar- dalsvellinum. Lið Reykvíkinga er þannig skipað: Markv. Geir Kristjánsson h. bakv. Árni Njáls- son v. bakv. Bjarni Felixson h. framv. Hrannar Haraldsson, mið- framv. Halldór Lúðvíksson, v. framv. Sveinn Jónsson, h. úth. Gunnar Guðmannsson, h. innh. Björn Helgason, miðh. Baldvin Baldvinsson, v. innh. Jens Karls- son, v. úth. Axel Axelsson. Verkfalli senn GEORGETOWN 5/7 — Alls- herjarverkfallinu, sem lamað hefur Brezku Guiönu í nærri þrjá mánuði lýkur væntanlega í dag. Forsætisráðherrann, Cheddi Jagan, samþykkti það í gær að draga til baka frum- varp sitt um nýja vinnulöggjöf, en frumvarpið hefur valdið miklum deilum og mætt harðri mótspyrnu. Jafnframt þessu hét forsætisráðherrann verkalýðs- samtökunum því, að framvegis yrðu þau spurð til ráða í öllu því, er að atvinnulífinu lyti. Tveir forstjórar Cooks-ferðaskrif- 1 gær komu til Reykjavíkur með flugvél frá Flugfélagi Is- lands. tveir .forstjórar hinnar heimsþekktu ferðaskriístofu Cooks, þeir. Sidriey King f rá Lon- don og Guy Valentine frá París. Munu þeir ferðast um landið nokkra daga. isfirði seint í gærkvöld var eng. in veiði fyrir austan í gær- dag en um klukkan 9 í gær- kvöld voru hátarnir að byrja að kasta út al Glettingi. Hefur síldin því færzt norður frá því í fyrrinótt. Prýðisveður var á miðunum í gærkvöld og veiði- horfur aílgóðar. rétt að ge'ta þess að laun I in af Alþingi og koma forse,ta íslands svo og al- þau því ekkitil úrskurð- þingismanna eru ákveð-|ar Kjaradóms. Friirik í 5 sæti eftir 2 umferiir Lokið er nú tveim umferðum á Piatigorski- skákmótinu í Los Ang- eles en þar leiða saman hesta sína 8 af frægustu skákmeisturum heims og er Friðrik Ólafsson í þeirra hópi. Friðrik gerði jafntefli í báðum skákunum og er í 5. sæti með 1 vinning. Stórmeistararanir sem þátt taka í mótinu eru þessir taldir í töfluröð: Friðrik Ólafsson, Naj- dorf, Reshevsky, Keres, Petrosjan Benkö, Panno og Gligoric. Munu þeir tefla tvöfalda umferð. Verð- ur þetta tvímælalaust eitt sterk- asta skákmót sem haldið er á þessu ári. Urslit í 1. umferð mótsins urðu þessi: Friðrik og Gligoric jafntefli, Najdorf vann Panno, Reshevsky vann Benkö, Keres og Petrosjan jáfntefli. Skák þeirra Friðriks og Gligor- ic var mjög hörð og tvísýn og átti Friðrik öllu betra er þeir sömdu jafnteflið. Urslit í 2. umferð: Friðrik og Najdorf jafntefli í 20 leikjum, Gligoric vann Petrosjan. Keres vann Benkö, Panno og Reshevsky biðskák. Staðan eftir þessar tvær um- íerðir er þannig: 1.—3. Keres, Gligoric og Naj- dorf l'/a v., 4. Reshevsky 1 og 1 bið, 5. Friðrik 1, 6. Petrosjan Vw 7. Panno 0 og 1 bið, 8. Benkö 0. 3. umferð verður tefld á morg- un, 4. umferð á mánudag og 5. umferð á miðvikudag. ...................................¦¦"¦! Vinnuf erð í ÆFR-skálann Parið verður frá Tjarnar- götu 20 kl. 4 í dag. Hafið samband við skrifstofuna, sími 17513. Þátftakendur á póstmálaráðstefnunni Myndin er af þátttakendum á póstmálaráðstefnu Norðurlanda, sem stendur yfir hér i Reykjavík þessa dagta. Frá vinstri: Páll V. Daníelsson, Isl., Matthías Guðmundss. Isl., Rafn Júlíuss., isl., Bragi Kristjánsson, Isl., Tauno Poulanne, Hnnl., Harras Kolinen. Finnl., Oiua Saloila Finnl. J.M.S. Ander- sen, Danm., Arne Krog, Danm., Gunnar Pedersen, Danm., Gunnl. Briem, Isl., Sveinn G. Björnss. Isl., Karl Johannessen, Noregur, William Sjögren, Noregur, Einar Döving, Noregur, Erik Swartling, Sví- þjöð. Helge JSder, Sv^íéð, Karl AxA Löfgren, Svíþjóð, Torbjörn Seiden. Svíþjóð, Ture Nylund, Svíþjóð, og Kjell Hávered, Svíþjóð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.