Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 8
g SÍDA MÖÐVILJINN Laugardagur 6. júlí 1963 og þú gaetir forðað honum frá stúlkum eins og mér. — Og hann tók ekki tillit til neins nema mömmu sinnar! sagði Garnet. — Aulijnn sá arna. Það hefði ég átt að segja mér sjálf. —¦ En, Garnet! hrópaði Flor- inda. — Hvað? — Vissirðu að hann var erf- ingi að öllum þessum auði? spurði Florinda. Hún talaði með lotningu í rómnum, eins og alltaf þegar auður var annars vegar. — Já. auðvitað, það vissu all- ir. Hann var ríkasti biðillinn, sem hægt var að krækja $ér í. — Og samt hafðirðu kjark til að hryggbrjóta hann? — Það þurfti engan kjark til þess. Hann var svo drepleiðin- legur. — Fannst þér hann leiðinleg- ur? En Garnet. það var hann ekki- Hann var einn af allra skemmtiiegustu mönnum í borg- inni. — Kannski þegar hann var með þér. Þá hefur hann írúlega verið í essinu sínu. En með mér — með stúlkum eins og mér — Garnet gat ekki haldið éfram. Hana langaði til að hlæja en gat það ekki. Hana langaði lika til að gréta, og hún vissi ekki heldur hvers vegna. Þær s-átu þarna á gólfinu og störðu hvor á aðra. Þegar Garnet hugsaði til baka, sá hún þetta allt saman skýrt og ljóst fyrir sér. Henry gat ekki verið eðlilegur við stúlk- ur eins og hana, vegna þsss að hann hafði mætur á stúlkum eins og Florindu. Kann óttaðist trúlega alltaf að hún uppgötvaði Hárgre\Ss\ati Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveri 18 m. h (lyfta) Sími 24616 P E E M A Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, T.iarnargötu 10. Vonarstrætis- mesrin. — Simi 14662. H ARGREIÐSLO stofa ATj STTJRBÆ JAR (Maria Guomundsdóttir) taugavegi 13 — simi 14656. — Nuddstofa á sama stað. — hver smekkur hans var og þá myndi móðir hans kannski upp- götva þsð líka. Þessi móðir sem leit út eins og marmaraengill. En bersýnilega hafði móðir hans komizt að öllu saman, fyrst hún hafði neytt hann til að gefa Florindu upp á bátinn. Hún hafði valið hina vel siðuðu ungfrú Garnet Cameron og Henry hafði hlýtt í auðmýkt. Garnet hugsaði um Henry sem hafði kvatt Florindu og skrifað herini sjálfri síðan formlegt bréf, þar sem hann lagði hönd sína og hjarta og allan auð að fótum hennar. Florinda var líka að hugsa um hann. Hún hugsaði um, hve vansaetL hann hafði orðið á svipinn, þegar hún sagði hon. um hvað haffSi kqmið fyrir barnið sem hann hafði aldre: séð. Hún mundi að hann hafði sagt að það væri ekkert gagn í honum til neins og yrði víst aldrei, en móðir hans hefði fundið handa honum unga stúlku sem hann gæti gengið að eiga, og það myndi hann senni- lega gera. Hún mundi hve hún hafði vorkennt honum þá. Hún hafði líka vorkennt ungu stúlk- unni, sem sennilega væri svo heilluð af Trellen-auðnum að hún. gerði sér ekki ljóst.að hún giftist hálfgerðum ónytjungi. Florinda vorkenndi Henry ennþá. Veslirigs Henry sem aldrei hafði Viljandi 'gert neitt illt en hafði hvorki kjark 'til að gera hið illa né góða. Ves- lings Henry sem myndi halda á- fram að eyða peningum sem hann hafði ekki unnið fyrir sjálfur og fá býsna lítið í aðra hönd. Florinda hafði ekkert á móti því að karlmennirnir eyddu peningum sem þeir höfðu ekki sjálfir unnið fyrir, einkum ef þeir eyddu þeim í hana, en hún var þeirrar skoðunar að til þess að fá eitthvað i aðra hönd. þyrftu þeir að vita hvað þeir vildu og nota auðinn til að öðlast það. Reyndar bar hún ekki mikla virðingu fyrir Henry, en hún bar birðingu fyrir pen- ingum Henrys og sem snöggvast var hún orðlaus af aðdáun yfir því að Garnet skyldi ekki hafa látið heillast af þeim. — Gamet, sagði hún að lok- um. — Hvað varstu gömul þá? Þegar Henry bað þín? — Átján. næstum nítján ára. Af hverju spyrðu? — Og þú varst svona skynsöm á þeim aldri! Mig langar til a°" segja eitt við þig: Ég skal aldrei framar nefna það einu orði að ég sé ekki viss um að þú eigir að giftast John. Þú ert svei mér nógu skynsöm til að gera það sem Þig langar mest til. Garnet bældi niður hlátur og sagði: — Þakka þér fyrir. Flor- inda tók hringinn upp. — Hvað eigum við þá að gera við þenn- an héma? Vilt þú eiga hann? spurði hún. — Nei, það vil ég ekki, sagði Gamet fastmælt. '— Þá eigum við hann saman og einhvem tíma getum við kannski gefið hann einhverri manneskju sem okkur líkar báðum vel við. Gamet féllst á þetta. Það var engum vandkvæðum bundið að finna New York-búa sem þekkti Henry Trellen. Trellen-nafnið var svo vel þekkt, að tveimur dögum seinna fann hún ungan lið'þjálfa sem gat svarað spurningu hennar. Hann hafði ekki þekkt Trellen persónulega. — „Hamingjan góða, Garnet, ég umgerigst ekki yfirstéttina," sagði hann hlæj- andi, — en hann átti frænda sem hafði átt viðskipti við Trellen-fyrirtækið. Gamet spurði hvort Henry byggi ennþá í New York. — Já, mikil ósköp, sagði lið- þiálfinn. — í einu af stóru, fínu húsunum við Bleecker- stræti. Hún spurði hvort hann væri giftur. Nei, ekki þegar lið- þjálfjnn fór að heiman. Hún spurði hvað hann gerði núna. — Hann gerir víst ekki neitt, að því er ég bezt veit, svaraði Iiðþjálfinn. — Hann þarf þess ekki. Garnet sagði Florindu þetta og hún brosti út í annað munn- vikið og strauk hendur sínar, eims og hún væri að þurrka af þeim ryk. — Þetta datt mér í hug. sagði hún. — Ojæja. þá er búið að afmá það úr fortíð- inni líka. Þetta sama kvöld kom Risinn i heimsókn. Hann sagði þeim að þetta væri síðasta kvöldið sitt á barnum. 1 fyrramálið ætl- aði hann að leggja af stað til San Francisco, til að fara um borð í skipið. Garnet hafði varla áttað síg á því fyrr hversu vænt henni þótti orðið um þennan stór- vaxna Rússa sem var svo skiln- ingsrikur og hjartahreinn. — Geturðu ekki beðið hér eftir John? spurði hún. Risinn hristi höfuðið. — Ég get ekki beðið eftir neinu, Garn- et. Ef ég fer ekki núna, þá sigl- ir skipið án mín. Þegar þær voru búnar að loka veitingastofunni, kom Ris- inn fram i eldhús til þeirra. Meðan Mikki færði Garnetu og Florindu súkkulaðibolla, opnaði Risinn pakka með kveðjugjöf- um. Það var hálsfesti handa Isa- bel og útsaumaðir leðurhanzkar handa Silky. Hvort tveggja átti Florinda að geyma tii næsta dags — Isabel var farin heim og Silky var úti í einkaerind- um. Þarna var tréhestur á hjól- um handa Stefáni, sem fengi ékki heldur sina gjöf fyrr en daginn eftir, því að hann lá sof- andi uppi á lofti. Þama voru inniskór handa Mikka sem hann fór samstundis í og Garnet og Florinda fengu gullnælur i kraga ,gína. — Þær eru ekki svo fínar að þið getið ekki notað þær dagsdaglega. sagði hann — Mig langaði til að gefa ykk- ur eitthvað sem þið gætuð not- að að staðaldri. svo að þið hugsuðuð sem oftast til mín. Hann teygði sig yfir borðið og greip um hendur þeirra og þrýstj þær með stóru krumlun- um sínum. — Garnet! Mikki! Florinda! var hrópað hátt fyrir utan dymar. — Opnið fyrir mér eitt- hvert ykkar! Gamet spratt á fætur um leið og hún heyrði nafnið sitt nefnt Gullnálin datt á borðið en húri heyrði það ekki. Florinda forð- aði nálinni um leið og hún og Risinn stóðu upp. Þau þekktu röddina jafnvel og Gamet. John var kominn aftur frá San Francisco. Risinn lók í handlegginn á Florindu. — Gamet opnar fyrir honum, sagði hann. Garnet var komin að dyrun- um. Hún dró slagbrandinn frá. Dyrnar opnuðust og þárna stóð John. John með úfið skegg og ataður auri og bakvið hann pilt- amir hans, Pablo og Vicente og fyrir aftan þá mátti sjá hest- ana hans. Hann tók Gametu í fang sér. Risinn og Florinda litu hvort á annað og Florinda sagði: — Ég held það sé bezt að við stingum af og látum þau ein. — Engan kjánaskap, sagði Risinn. — Settu matinn yfir. John kyssir hana í tvær mínút- ur og svo segist hann ekkert hafa borðað í allan dag annað en kalt pinole. — Þú ert svo illa þenkjandi, sagði Florinda. — en siálfsagt hefurðu rétt fyrir þér. Mikki, við skulum úttoúa mat handa honum Qg piltunum hans. John og Gamet komu til þeirra. Andlitið á henni var rauðröndótt eftir skeggið á hon- um, og hún þurrkaði sér um aug- un. John hélt um mittið á henni. Hann brosti svo sælt og inni- lega, að hvorki Risinn né Flor- inda höfðu áður séð hann með slíkum svip. Hann heilsaði Ris- anum með handabandi og kyssti Florindu og hún sagði að þetta væri eins og að kyssa hárbursta. John spurði; — Hefurðu mat handa okkur? Florinda leit á Risann og þau fóru bæði að hlæja. Risinn sagðist skyldu hiálpa til að útbúa matinn og Florinda sótti vín harida piltunum og whiský handa John. — Húsið borgar, sagði hún um leið og hún settj flöskuna á borðið fyrir framan hann. — Ekki svo að skilja að þú eigir það skilið, garmurinn. Nú skal ég hita baunimar Þið Garnet getið setið hér og krunk- að. Hún gekk að eldstónni og skildi þau ein eftir við borðið. Garnet var í alltof miklu upp- námi til að segja neitt. Henni tókst aðeins að starna frarii: — Ó, John, hvar í ósköpunum hefurðu verið? Þegar hún sat þama með handlegg hans um mitti sér meðan hann hellti í glasið sitt með hinni hendinni fannst henni það ekki gera til heldur, þótt þau segðu ekki orð tímunum saman. John var kom- inn og hún hafði aldrei séð harin svo fagnandi á svipinn og þegar hann kom auga á hana. En þau gátu ekki þagað lengi. John þrýsti henni að sér og sagði: — Hamingjan góða. hvað ég er feginn að siá þig aftur, og hún sagði: — Og þú ert al- veg búinn að ná þér, er ekki svo? Þú getur notað hægri hönd- ina. —¦ Ég hef aldrei verið ja'fn- frískur á ævi minni, sagði John, — eða jafn þreyttur og órakað- ur og skítugur eða jafn dæma- laust hamingjusamur. Og þú hefur aldrei verið eins dásam- leg og núna. Hann lyfti krúsinni og skál- aði við hana, og hún sá í aug- um hans að honum þótti hún dásamleg, endaþótt hún vissi að það væri hún naumast í aug- um neins annars. Hún vissi hvemig hún var vön að líta út að loknum vinnudegi. hárið tæt- ingslegt, kjóllinn krypplaðúr og SKOTTA JJiítiiKilcdtai£aíi'«un:«iSíaLÍta)». - 11-16 .:... j . .\ j i s i A , . "' i©KinzFeatureaSyndicate,Inc, 1962. WorldrigMsreaervea..' Hann er uppáhalds söngvarinn minn þessa viku. Laghentír verkamenn óskast strax. Mikil vinna. STEINSTÓLPAR H.F. Súðarvogi 5. — Sími 17,-848. Lokað Skrifstofa tollstjóra og vöruskoðun tollgæzlunnar verSa lokaðar mánudaginn 8. þ.m. Flutningur Vegna flutnings eru þeir, sem eiga sængur- fatnað hjá okkur, beðnir um að sækja hann sem allra fyrst. DÚN- 0G FIÐURHREINSUNIN, Kirkjuteig 29 — Sími 3-33-01. Ný bók eftir Dag Sigurðsson: HUNDABÆRINN eða Viðreisn efnahags/ífsins Verðheftkr. 160.— ib. kr. 200. Heimskringla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.