Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 10
orðin 27 þús. SIGLUFIRÐI 5. júlí — Þann 4. júH var heildarsöltunin á síld- veiðum orðin 27221 tunna. Þetta skiptist þannig milli staða: Siglufjörður ' 7223 Raufarhöfn 12251 Ólafsfjörður 1269 Dalvík Hrisey Húsavik Þórshöfn Vopnafjörður Seyðisfjörður Norðfjörður Reyðarfjörður 976 457 1519 186 304 1034 1863 138 Kolbeinn. Stal uppskipunar- krana við höfnina I fyrrinótt handtók lögreglan drukkinn mann sem hafði brotizt inn í uppskipunarkrana við Reykjavíkurhöfn og var lagður af stað í ökuferð á krananum. Lög- regluna bar að i þann mund sem maðurinn var að leggja upp í ökuferðina og hirti hún öku- manninn þar sem henni þóttu ferðir hans grunsamlegar. Hlauzt því ekkert slys af þessu tiltæki hans og engar skemmdir urðu á krananum nema hvað maður- inn hafði sprengt upp læsinguna með skrúfjárni. Á kvennaráðsf ef nunni í Moskvu Þessi mynd var tekin á alþjóðlegu kvennaráðstef nunni, sem haldin var í Moskvu á dögunum. Fremst á myndinní sjást þær ræðast við Nadesta Kazantséva, sovézka óperusöngkonan sem hingað hefur komið tvívegiis, (til vinstrí) og ein af íslenzku konunum sem sátu ráðstefnuna, Soffía Guð- mundsdóttir. TU hæg<ri er önnur íslenzk kona, Helga Rafnsdóttir. erlendir ferðamenn komu hingað með 2 skinum Laugardagur 5. júlí 1963 — 28. árgangur — 149. tölublað mmmmmmmmmmmmmmmm 4ra ára drengur drukknar í Eyjum I fyrrakvöld varð það slys í Vestmannaeýjum að drengur á fimmta ári, Baldur Guðjónsson, sonur hjónanna Kristínar ÓI- afsdóttur og Guðjóns Kristins- sonar, Urðarvegi 17 í Vestinann- eyjum, féll í húsgrunn sem er í fjörunni rétt við höfnina og drukknaði. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Vestmannaeyjum í gær er talið að drengurinn hafi fallið í grunninn um kvöldmat- arleytið þegar fátt manna var þarna á ferli og sá enginn til ferða drengsins. Trésmiðir sem eru að vinna að byggingu síld- arverksmiðju þarna í fjðrunni fyrir norðan Hraðfrystistöðina fundu hins vegar líkið er þeir komu til vinnu um kvöldið um kl. 9. Grunnurinn sem drengurinn drukknaði í er í fjörunni og flæðir upp í hann þegar flóð er. Aukií útgáfustarf Neytendasamtaká Aldrei mun straumur erlendra ferðamanna hafa verið meiri hingað til lands en nú í sumar. Síðustu tvo daga hafa komið hingað íil Reykja- víkur tvö stór ferðamannaskip með samtals um 1000 farþega og á næstu vikum er von á,a.m.k. f jórum öðrum í viðbót. 1 fimmtudaginn var sænska skipið Gripsholm hér og með því 450 farþegar, svo til ein- göngu Bandaríkjamenn. Skipið kom hingað frá New York og Vestur-fslend- ingarnir halda heim á morgun Vestur-Islendingarnir, sem dvalizt hafa hér á landi undan- farnar vikur, fljúga heimleiðis annað kvöld. Verður flogið með flugvél Pan American frá Kefla- víkurflugvelli. Ferð verður með langferðavagni og eru þeir sem ætla með honum beðnir um að vera mættir við Hótel Borg kl. 9,15 á sunnudagskvöldið. Þeir sem fara með öðrum far- artækjum til Keflavíkurvallar þurfa að vera mættir þar í síð- asta lagi kl. 10.30 um kvöldið. __---------------,------------------------------------------------------------------------------------------------------< fór héðan til Hammerfest í Nor- egi. Ferðaskrifstofa Geirs Zoege sá um gestina meðan skipið stóð hér við. í gær kom svo brezka skipið Caronia hingað og er það í tí- unda sinn sem það skip kem- ur hingað til lands. Skipið kom einnig frá New York og fór til Noregs í gærkvöld. Farþegar með skipinu voru um 550 flest Eandaríkjamenn. Ferðaskrifstofa ríkisins sá um móttöku gest- anna og var efnt til hringferð- ar um Þingvelli og Hveragerði og einnig var haldin fyrir þá glímusýning í Háskólabíói. Mik- il ös var í minjagripavezlunum borgarinnar meðan skipin stóðu við. Farþegarnir eru að meiri- hluta eldra fólk. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gær mun enn von á a.m.k. fjórum stór- um erlendum ferðamannaskipum hingað í sumar. Argentína sem kom hér fyrir nokkru mun væntanleg aftur og kemur hún hingað á vegum Ferðaskrifstofu rikisins. Þá eru væntanleg hingað þrjú skip á vegum Ferðaskrifstofu Geirs Zoega. N.k. miðvikudag, 10. júlí, kemur hingað gríska skipið Acropolis með á fimmta hundr- að farþega. 24. júlí kemur svo þýzkt skip, Bremen, og verð- ur það með um 800 farþega. Hvorugt þessara skipa hefur komið hingað til lánds áður. Loks kemur bandaríska skipið Brasil hingað 6. ágúst en það hefur komið hér áður. A s.l. ári breyttu Neytenda- samtökin útgáfu sinni þannig, að brot Neytendablaðsins var stækkað og leiðbeiningabækling- ar þeirra felldir inn í það. Komu 2 tölublöð hins nýja blaðs út s.l. haust, en á þessu ári munu verða gefinn út a. m. k. 6 tbl. Blaðið er einungis sent meðlim- um samtakanna, en ekki haft til sölu, og er innifalið í árgjaldi félagsmanna. sem er kr. 100,00 Nýlega hefur þeim verið sent 2.—3. tbl. 1963, og er það stærsta og fjölbreyttasta rit, er samtök- in hafa gefið út, enda helgað 10 ára afmæli þeirra. 1 tilefni þess Ingi R. í 4.-6. sæti eftir 4. umferð á svæiamótinu ritar viðskiptamálaráðherra, Að loknum 4 umferðum á svæðamótinu í Halle í Aus'íur-Þýzkalandi er Ingi R. Jóhannsson í 4. til 6. sæti af 20 keppendum með %Vz vinning. Hef- ur hann unnið tvær skákir gert eitt jafntefli og tapað einni skák. Urslitin í 1. umferð mótsins urðu þessi. Hamann vann Lars- en, Uhlmann og Malic gerðu jafntefli, Vesterinen vann Kanko, Johansson vann Kinnmark, Robatsch og Donner biðskák, Triffonovic og Ivkov gerðu jafn- tefli, Portisch vann Inga, Doda og Pavlov gerðu jafntefli, Jo- hannessen og Ofstad biðskák, Minev vann Karaklaic. <s>- ::::;::V:>o;:x:>:-::x::-:::::v:::::;:v:;::::v;::":::';: ::":;:;:::;:::::;:;:::;:x:;::x::::::-;::--"::x:-,':v:::::v;:;::::;::::- :¦:•;¦;•:¦:-:¦:¦:¦:-.•.•.¦.¦.;.;.:.:.:.>:¦:¦:¦:-:•:¦:¦:¦:¦: ¦:¦:::¦.¦.¦-¦:¦;¦:¦.¦¦.¦.;.¦.¦.:.:.;.-.;-¦;¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦:¦ ¦¦;¦. Skemmtiferðaskipið Gripsholm í Reykjavíkurhöfn. A. m. k. fjögur önnur skemmtiferðasklp eru vænt- anlcg næstu vikur. 1 2. umferð urðu úrslit þessi: Larsen vann Karaclaic, Ofstad og Minev gerðu jafntefli, Jo- hannessen vann Pavlov, Ingi og Doda gerðu jafntefli, Ivkov og Portisch jafntefli. Donner og Trifonovic jafntefli, Kinnmark og Robatsch biðskák, Vesterinen og Johansson jafntefli, Malic vann Kanko, Uhlmann vann Hamann. Urslit í 3. umferð: Uhlmann og Larsen jafntefli, Johansson og Hamann jafntefli, Johansson og Malic jafntefli, Robatsch vann Vesterinen, Tifonovic og Kinn- mark jafntefli, Portisch vann Donner, Ivkov vann Doda, Ingi vann Johannessen, Minev og Pavlov jafntefli, Karaclaic vann Ofstad. I 4. umferð urðu úrslit þessi: Larsen vann Ofstad, Pavlov vann Karaclaic, Ingi vann Minev, Ivkov og Johannessen biðskák, Donner og Doda jafntefli, Kinn- mark og Portisch jafntefli. Vest- erinen og Trifonovic jafntefli, Malic og Robatsch jafntefli, Jo- hannessen vann Hamann, Uhl- mann vann Kanko. Eftir fjórar umferðir er staða á mótinu þessi: 1.—3. Johannessen, Portisch og Uhlmann 3 v., 4.—6. Larsen, Malic og Ingi 2Vz, 7. Ivkov 2 og 1 bið, 8.—11. Pavlov, Vart- erinen, Trifonovic og Minev 2, 12. Robatsch iy2 og 2 bið, 13.— 14. Hamann og Doda 1^2, 15. Johannessen 1 og 2 bið, 16.—17. Kinnmark og Donner 1 og 1 bið, 18. Karaclaic 1, 19. Ofstád % og 1 bið, 20. Kanko Vz. 5. umferð var tefld í gær og 6. umferð verður tefld á morgun. Vélstjóri á síldarbát | siasast iila Síðastliðinn fimmtudags- I morgun varð það slys um | borð í síldarskipinu Sig- ¦ urður AK á miðunum fyrir : norðan að einn skipverja : slasaðist svo illa á fæti að \ taka varð af honum fótinn \ í sjúkrahiisi. Maðurinn sem slasaðist i heitir Helgi Guðmundsson, : búsettur á Akranesi, og var .! hann 1. vélstjóri á Sigurði. ¦ Slysið bar að með þeim j hætti að reim slitnaði og i slóst hún í fótinn á Helga : um ökklann. Farið var með hinn slasaða mann inn til ¦ Kópaskers og sótti sjúki-a- [ flugvél frá Akureyri hann : þangað og flutti hann í L sjúkrahúsið á Akureyri. : Reyndist fóturinn svo illa skaddaður að það varð að ; taka hann af ofan við ökkl- ann. ; Gylfi Þ. Gíslason, ávarpsorð, og saga Neytendasamtakanna og að- dragandi að stofnun þeirra er rakinn í stórum dráttum Er það aðeins lítill hluti af efni blaðs- ins. Holl og ódýr Undir þessari yfirskrift eru birtir nokkrir kaflar úr síðustu leiðbeiningabók Neytendasam- taka Bandaríkjanna. Fjalla þeir m.a. um tannhreinsun, tannkrem og staðhæfingar auglýsinganna, kvef meðöl. svefnlyf, lyktareyð- andi efni, sápur og svitameðöl o. fl. Leiðbeiningar um notkun ísskápa 1 Neytendablaðinu er einnig ítarleg og fróðleg grein um notk- un ísskápa. „Verið hagsýn og raðið rétt í ísskápinn", heitir greinin, sem skýringarmynd fylg- ir. Þar er einnig birt tafla, sem sýnir mesta og venjulegan geymslutíma auðskemmanlegra matvæla í heimilisísskápnum — t. d. hámarksgeymslutíma, ef ffæði vörunnar eiga að vera viðr unandi. Margt fleira efni er i ritinu, m.a. kartöflurannsóknin síðasta og lokunartímar sölubúða. Nýir meðlimir fá þegar þau 5 tbl. Neytendablaðsins, sem út hafa komið eftir stækkun blaðs- ins. Bókaverzlanir Sigfúsar Ey- mundssonar og Isafoldar taka móti nýium félagsmönnum og af- henda blöðin en skrifstofa sam- takanna. Austurstræti 14 er opin dagl. kl. 5—7 e.h. Sími þeirra er 1 97 22. Pósthólf 1096. Dregið í Vöru- happdrætti SlBS I gær var dregið í 7. flokki Vöruhappdrættis SÍBS um 1240 vinninga að fjárhæð alls kr. 1.882.000,00. — Eftirfarandi núm- er hlutu hasstu vinningana: Kr. 500.000,00 nr. 2421 umboð Suðureyri, Súgandafirði. 10.000,00 kr. hlutu: nr. 3196 Litli-Árskógur — 8872 Grettisgata 26 — 20163 Bolungarvík — 20367 Siglufjörður — 30984 Flatey, Breiðafirði — 47798 Sauðárkrókur — 49284 Vesturver 5.000,00 krónur hlutu: 762 11104 18653 20655 22109 22337 30453 34692 37110 38506 40534 40802 43013 44300 49807 54169 55145 57964 58122 62088 (Birt án ábyrgðar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.