Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 4
4 SÍDA HðÐVIUINN Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritst.iórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (S linur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. engi enn í "\rú er senn komið hátt á annan mánuð frá því ¦*! að verkfall hófst hjá Sveinafélagi skipasmiða í Reykjavík, en ekkert bólar enn á samkomulags- vilja hjá atvinnurekendum eða annarri viðleitni í þá átt að leysa þessa deilu. Á það hefur áður verið minnt hér í blaðinu, að kröfur skipasmiða eru eínungis þær, að þeir fái greitt sama kaup og starfsbræður þeirra hafa á vinnustöðum í næsta nágrenni við Reykjavík, en það mun allalgengt, að þeim sé greitt allt að 20% hærra kaup en gild- andi samningar gera ráð fyrir. Og óhætt er að fullyrða, að það mundi sízt of mikil kauphækkun til þess að vega upp á móti hinni gífurlegu dýr- tíðaraukningu, sem orðið hefur frá því kaup var síðast hækkað hjá iðnaðarmannafélögunum. Þeg- ar verkalýðsfélögin fengu almenna 5% kaup- hækkun í vetur, fylgdu iðnaðarmannafélögin ekki með og drógust því aftur úr að þessu leyti. Því meiri athygli hlýtur það að vekja nú, að atvinnu- rekendur hafa ekki einungis hafnað með öllu hin- um sanngjörnu kröfum skipasmiðanna um að fá samningsbundin sambærileg kjör og annars stað- ar tíðkast; heldur aðeins boðið þá 7.5% hækkun, sem verkalýðsfélögin hafa verið að semja um undanfarið og setja skipasmiði þannig skör lægra en verkamenn í almennri vinnu.. En það eru ekki aðeins skipasmiðir. sem enn bíða eftir að samið sé við þá. Svo að segja öll iðn- aðarmannafélögin hafa átt í samningaumleitunum við atvinnurekendur undanfarið og alls staðar er sama sagan. Þessum félögum er aðeins boðið upp á hluta af þeim hækkunum, sem ýmis önnur fé- lög hafa fengið á þessu ári. Afstaða atvinnurek- enda í þessum samningum er með þeim endem- um, að óskiljanlegt er með öllu, þar sem þeim hlýtur þó að vera Ijóst, að iðnaðarmannafélögin munu aldrei sætta sig við minni kjarabætur en aðrar stéttir hafa þegar fengið. Með vaxandi tækni og vélvæðingu verða störf iðnaNrmanna stöðugt vandasamari og ábyrgðarmeiri, og kröfumar, sem gerðar eru til menntunar þeirra og sérhæfingar vaxa að sama skapi. Og ef íslendingar vilja treysta iðnað sinn, verður það ekki gert með þeim aðferð- um, sem atvinnurekendur hafa beitt undanfarið í samningunum við iðnaðarmannafélögin. Iðnaðar- menn verða að finna það, að störf þeirra séu met- in að verðleikum og kjör þeirra í samræmi við það. Þc* :r þvf engin heil brú til í þeirri röksemda- c'ærslu, sem sézt hefur undanfarið í Morgun- blaðinu og öðrum málgögnum atvinnurekenda, að iðnaðarmenn geti ekki fengið kjör sín bætt til jafns við aðrar stéttir. Menn hljóta einungis að spyrja, hve lengi enn Vinnuveitendasambandið ætli að þrjózkast við og hindra nauðsynlega og ó- umflýjanlega samninga við iðnaðarmannafélögin, en öllum má ljóst vera að frekari dráttur á því getur engum orðið til góðs. — b. Haka-heimsóknin KR sigraði 6:2 í all- skemmtilegum leik Það mátti sjá á áhorfenda- fjöldanum sem kom inn í Laugardal á fimmtudagskvöldið að nokkur eftirvænting var meðal áhugamanna um knatt- spyrnu að sjá hvernig finnsku meistararnir stæðu sig við KR. og þá um leið séð hvernig ein- stakt félag i Finnlandi er í samanburði við okkar lið. Ef dæma skal eftir markatöhinni virðist sem hér halli mikið á og að okkar menn hafi mikla yfirburði yfir þessa finnsku knattspyrnumenn. En mörkin segja ekki rétt frá um gang leiksins og viss atriði þeirrar knattspyrnu, sem liðin sýndu. 1 knattmeðferð voru ges'irnir jafnbetri og hraði þeirra sízt minni en KR- inganna. Samleikur beirra úti á vellinum var líka of t skemmti- legri, og oft betri hreyfing á einstökum leikmönnum. Aftur á móti var varnarskipulag þeirra ekki gott og gegndi furðu hve KR-ingar komust oft fríir inn fyrir vörn Finnanna. Það var þeirra stóra veila, sem sér- staklega kom fram í fyrri hálf- leik. Vörn KR var aftur á móti samvirk og það reyndist Finn- unum óvinnandi verk að kom- ast í gegn þegar uppað mark- inu kom og fá tíma til að skjóta. Hinsvegar reyndu þeir mjög góð skot af löngu færi, og þau tvö mörk sem þeir settu komu úr skotum af löngu færi. Sex mörk á 18 tnínútum Það verður ekki annað sagt en að fyrstu 18 mínúturnar hafi gengið líflega. því að skor- uð voru mörk þriðju hverja mínútu. Fyrsta markið k-om á 6. mín- útu, og var það sjálfsmark. KR-ingar höfðu sótt fast og var Gunnar Felixson kominn svo- Iítið út til vinstri og ætlaði að senda knöttinn til Þórólfs sem stóð fyrir opnu marki, en bakvörður Finnanna nær knett- inum en missir hann inn t horn marksins. Ekki liðu nema tvær mínút- ur unz KR-ingar skoruðu næs*a mark. Gunnar Felixson sendir langa skásendingu fram, og var sem markmaðurinn vseri f 6- vissu hvort hann ætti að ráðast gegn honum, eða ekki. og hik- ar, en fer svo móti Ellert sem var þar kominn. Ellert nær að skjóta skáskoti sem lendir inn- aná stönginni fjær og í markið. Aðeins þrem mínútum síðar, eru Finnar í sókn, og skaut Malm Esko nokkuð föstu skoti af löngu færi og hafnaði knött- urinn í neti KR. Manni fannst sem Gísli hefði átt að verja f það sinn. A 15. mínútu leika KR-ing- ar saman fram miðjan völlinn og endar sóknin með því að Ell- ert, sem var alveg frír inni i vítateig, renndi knettinum lag- lega framh.iá markmanninum: 3:1. A 17. mínútu sækja Finnar nokkuð laglega vinstra megin, og nokkuð óvænt freistast vinstri útherjinn Pitko Matti til að skjóta skáskotinu, sem hafnar í horni marksins fjær Þetta var nokkuð óvænt fyrir Gísla £ markinu, sem var að vísu ekki vel staðsettur. Aðeins mínútu síðar gera KR-ingar mjög gott áhlaup, þar sem knötturinn gekk mann frá manni og var Þórólfur þó sá sem „gaf tóninn". Endaði það með skoti frá Þórólfi frá vinstri og fór knötturinn innan á stöng í markið: 4:2. Síðasta markið í þessum hálf- leik kom á 35. mínútu og skor- aði Gunnar Felixson það. Var það alltof ódýrt, því að Gunn- ar kom úr rangstöðu þegar og Þórólfs var gætt mun betur en áður og gerði það nokkurn gæfumun fyrir KR, því að hann átti margar góðar sendingar, sem byggðu upp góðan sam- leik. Síðasta mark leiksins skoraði KR á 12. mínútu og kom það eftir að Sigþór hafði skotið en markmaður hálfvarið. en Þór- Laugardagur 6. júlí 1963 í, enda gerði hann margt vel. Þó átti hann í nokkrum erfið- leikum í síðari hálfleik. Gunnar Felixson átti og góð- an leik, og sama er um nafna hans Guðmannsson að segja. I vörninni voru þeir Hréiðar, Sveinn Jónsson og enda Þórður beztir. 1 heild var liðið sam- fellt og oft vel leikandi. Lið Haka bauð upp á skemmtilegan leik Þó Haka tækist ekki að skora mörk bauð liðið oft upp á skemmtilega knattspyrnu og prúðan leik, og leikurinn í heild var yfirleitt skemmtilegur á að horfa, þar sem oft kom fram góð leikni, hraði, kraftur og vilji og þar voru Finnarnir ekki síður með. Beztu menn þeirra voru út- herjarnir Mauri og Matti og þá ekki síður vinstri innheriinn Malm Esko. Miðvörðurinn Valt- ¦'. '' " r"'/:;5 ^SSPBIS Þarna rennur knötturinn inn fyri r marklínu SÍSÍSiSW*! fyrsta mark KR. i f ¦>m&«&m Og hér fylgir Þórólfur Beck fast eftir og skorar siðasta markið í loiknum, sjötta mark KR. — Ljósmyndinar tók Ari Kárason. hann fékk knöttinn. þótt hann væri ekki rangstæður þegar hann tók á móti knettinum Hann var einmitt að korna sér í réttstöðu þegar hann fékk knöttinn, sem ekki hafðl sner' neinn í millitíðinni. Þrátt fyrir þennan marka- mun var leikurinn ekki eins ójafn og mörkin benda til. Siðari hálflelkur jafn Síðari hálfleíkurinn var yfir- | leitt jafn, og vörn Finnanna mun þéttari en í fyrri hálf- leiknum, en lokaátakið í sókn- inni var alltaf hálf vanmáttar- | kennt og tókst þeim sjaldan verulega að ógna. Þó var það undir lok leiksins að Glsli bjargaði vel nokkrum skotum af stuttu færi. KR-ingum tókst ekki að losa eins um sig og í fyrri hálfleik ólfur fylgdi fast eftir og var fyrri á knöttinn en markmað- urinn og ýtti honum í mann- iaust markið. Þórólfur bezti maður KR KR-liðið mun ekki hafa leis ið eins góðan leik á sumrinu. og er ekki að efa að nærvera Þórólfs hefur átt sinn þátt þar onen var bezti maður varnar- innar, ásamt hægri framverðin- um Niittymák. Markmaðurinn virtist eiga tit góð tilþrif og verður hann naumast sakaður um mörkin. Dómari var Magnús Péturs- son og hefur honum oft tekizt betur upp. Frimann. I. DEILI> íslandsmótið á Akranesi kl. 17. Akranes — Kefh Ik Dómari: Guðmundur Guðmundssor Línuverðir: Ingi Eyvindsson og Jón Friðsteinsson. Mótanefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.