Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.07.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júlí 1963 ÞIÖÐVILIINN SlÐA § ilur kommún istaf I. í hámarki egar sáttaf undur á að hefjast Sáttafundur nefnda kommún- istaflokka Sovétríkjanna og Kína var ekki hafinn þegar þessi orð voru sett á blað, og undirritaður yrði ekki mjög forviða þótt fundinum yrði af- lýst áður en þau birtast á prenti. 1 vetur þegar funda- haldið var ákveðið urðu aðil- ar sammála um að fella niður opinberar deilur fram að fund- inum, en við það hefur ekki verið staðið. Þvert á móti ganga klögumálin á víxl milli Moskvu og Peking ákafar en nokkru sinni fyrr. Er nú svo komið að fimm Kínverjum, þrem sendiráðsstarfsmönnum og tveim námsmönnum, hefur verið vísað úr Sovétríkjunum fyrir að dreifa þar bréfi mið- stjórnar kínverska kommúnista- flokksins til hins sovézka, en í Peking var hinum brottreknu fimmmenningum tekið sem þjóðhetjum, Sjú Enlæ forsætis- ráðherra tók á móti þeim og þakkaði þeim vel unnin störf. Þar með er deila kommúnista- flokka Kína og Sovétríkjanna enn einu sinni farin að spilla sambúð ríkjanna sem þeir stjórna. Bréf kínverska fokksins til hins sovézka sem valdið hefur þessum síðustu ýfingum kemur út á íslenzku á næst- unni og er því ekki ástæða til að rekja efni þess hér mjög nákvæmlega. Það er í raun- inni tillaga miðstjórnar Komm- únistaflokks Kína um megirt- stefnu kommúnista um heim allan. Þar er í 25 liðum ráðizt ákaflega á núverandi forustu kommúnistaflokks Sovétríkj- anna og stefnu hennar. Túlk- un sovézkra forustumanna á stefnu friðsamlegrar sambúðar við forusturíki auðvaldsheims- ins er kölluð svik við bylting- arbaráttu alþýðunnar, lýst er yfir að barátta fyrir allsherjar- afvopnun og afnámi styrjalda ERLEND Tiillli:; sé helber blekking meðan auð- valdsskipulagið hafi ekki verið að velli lagt, byltingar- og þjóðfrelsstyrjaldir verði' að heyja og styðja með öllum ráð- um þann aðilann sem berst fyrir byltingarmálstaðnum. Þessi atriði hafa áður verið rædd í deilugreinum frá Pek- ing og sæta ekki tíðindum, en í bréfinu er ýmislegt fleira og nýstárlegra að finna. Istuttu máli sagt fræða Kín- verjarnir sovézku flokksfor- ustuna á því að hún sé á hraðri leið að verða -klíka svikara, úrkynjaðra sósíaldemókrata og smáborgaralegra afla sem stefni að því að endurreisa auðvaldsskipulagið í landi sínu að fordæmi erkisvikarans Tító. Er þessi vinsamlega áminning K.uj.joit ... >»«síl ftiflvérsku íixui .•..¦¦' .uaujii.- miostjórn- arfundi sovézka kommúnistaflokksins í Moskvu. Hægra meghi við hann situr Brcsneff forseti en vinstra megin Súsloff, sem er formaður nefndaninnar sem ræða á við sendinefnd kín- verska flokksins. studd ýmsum rökum, svo sem þeim að stefnuskráin sem Kommúnistaflokki Sovétríkj- anna var sett á 22. þinginu sé í rauninni borgaralegt plagg, sovétstjórnin er sökuð um að féfletta önnur sósíalistísk ríki í viðskiptum að hætti verstu auðvaldsseggja, „vissum félög- nsm", en svo nefna Kínverj- arnir Krústjoff og nánustu samstarfsmenn hans, er borinn á. brýn hringlandaháttur, grunn- fsern'i, óorðheldni og aðrar vaimmir og skammir sem of langt yrði upp að telja. Ljóst er iaf plaggi þessu að af hálfu miðstjórnar Kommúnistaflokks Kírta koma ekki neinar sættir til greina meðan núverandi fori.tsta fer með stjórn sovézka flokksins. Bréf þetta var afhent í Bloskvu þrem dögum áður en þaæ átti að hefjast mið- stjórnarfundur, og jafnframt var það birt í Peking. Kín- verskir sendiráðsmenn í Moskvu tóku strax að dreifa bréfinu af kappi, en hafi þeir gert sér von um að æsa mið- stjórnina gegn Krústjoff urðu þeir fyrir vonbrigðum. Þvert á móti heimilaði hún honum að svara Krnverjum fullum hálsi, og skömmu eftir að miðstjórn- arfundinum lauk voru Kínverj- arnir fimxn reknir frá Moskvu fyrir að gera óbreyttum sovét- bogurum fært að kynnast áliti kínversku flokksforustunnar á stefnu leiðtogum sovézka flokksins. Deilurnar í vetur settu svip á þing ýmissa kommúnista- flokka í Evrópu, og náðu há- r"máMö -þegar við sjálft lá að fulltrúi kínverska flokksins á flokksþingi í Austur-Berlín væri. æptur niður. Svipuð á- tök áttu sér stað á alþjóða- þingi kvenna í Moskvu í síð- ustu' viku. Allt komst í upp- nám þegar kínversku full- trúi krafðist þess að fá, orðið þegar i stað til andsvara eftir að indversk kona hafði vikið að landamæraátökum Kínverja og Indverja. LokaáHyktun þings- ins var gerð gegn atkvæðum kvenna frá Kína og Albaníu. Annars hafa deilurnar út af af stöðunni til Albaníu • og Júgóslavíu, sem settu svip sinn á orðaskiptin framanaf, horfið meira og meira í skuggann upp á síðakastið, það verður æ Ijósara að um er að ræða á- greining um heildarmat á að- stæðum í heimsmálunum og hlutverki kommúnistaflokk- anna. Kínverjar hafa gert sér far um að birta málflutning beggja aðila, í blöðum þeirra hafa verið prentaðar greinar og ræður með ádeilum á stefnu kínverska kommúnistaflokk- ins og þeim svarað jafnharð- an. Hafa Kínverjar margsinn- is skorað á mótaðilann að fara eins að, en eins og dæmið um síðasta bréf kínversku mið- stjórnarinnar sýnir hefur sov- ézka flokksforustan látið þær brýningar sem vind um eyru þjóta. Þykir Kínverjum það að vonum súrt í broti, ekki sízt þegar helztu blöð Sovétríkj- anna birta á sama tíma ó- stytta stefnuræðu Kennedy Bandaríkjaforseta um utanrík- ismál. Það er vafalaust rétt sem sovézkir flokksforingjar segja að birting bréfs Kínverja myndi vekja gremiu í þeirra garð í Sovétríkjunum, en úr því sem komið er þarf ekki að ímynda sér að vandinn hverfi við það eitt að höfðinu sé stungið i sandinn. Fundur fulltrúa kommúnista- flokka Kína og Sovétríkj- anna var hugsaður sem undan- fari ráðstefnu kommúnista- og verkalýðsflokka allra landa til að fjalla um ágreinings- málin. Líkumar á að slík ráð- stefna komi saman f bráð eru vægast sagt littar sem 'stend- ur. Á undanförnum mánuðum hafa ýmsir flokkar skipað sér í fylkingu með kínverska flokknum eða þeim r.ovézka. Á bandi Kínverja eru flokkarnir í Kóreu, Japan, Nýja Sjálandi, .Ástralfu og svo auðvitað Alban- íu. Flokkarnir í Viet Nam og Indónesíu hallast einnig að málstað Kínverja en leitast .iafnframt við að bera klæði á vopnin. Eftir átökin á Karí- bahafi síðasttiðið haust reyndu Kínverjar ákaft að fá Kúbu- menn á sitt band en tókst ekki. M.T.Ö. Eugene Cotton frá Frakklandi er forseti Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðra kvenna, Myndin var tekin þegar hún kom til Moskvu að sitja hið sögulega þing. Að baki henni er Nin* Popova, forseti sovézka kvennasambandsins, sem bauð hana velkomna. 80 ára afmælis Góð- templarareglunnar á Islandiminnzt 1964 Forustumenn kínvexska kommúnistaflokksins. — Frá vinstri: Sjú I Enlæ, Maó Testúng, Sjú Te off Jjú Sjásí. 62 þing Stórstúku íslands var háð í Reykjavík dagana 20. til 22. júní s.l. Þingig hófst að vanda með "uðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Ragnar Fjalar Lárussqn frá Siglufirðj prédikaði. Þvi læst gengu þingfulltrúar til "íóðtempiarahússins, þar sem 'tórtemplar, Benedikt S. Bjark- 'nd, lögfræðingur setti þing- ið. Gestur þingsins var hr. Karl Wennerström frá Svíþjóð, "'¦amkvæmdastjóri norræna "íóðtemplararáðsins. — Flutti ¦¦ann ávarp og kveðjur frá imtökum góðtemplara á Norð- '•löndum. Varð hann að vikja r stórstúkuþinginu áður en ví lauk, til þess að sitja fund íðsins- í Finnlándi.' Fundur -áðsins verður haldinn hér 'á landi á næsta ári. Mörg mál -vorurædd á þing- inu _og .ályktanir samþykktar varðandi' áfengisvandamálin i al- menrit. og sér í lagi að þvi er varðar ungdóminn í land- inu. Vill Stórstúkuþingið benda á nauðsyn þess: ¦íV — að tekin verði upp vega- bréfaskylda, er verða mundi til þess að unglingum yrði gert erfiðara að afla sér áfeng- is í vínbúðum og á veitinga- stöðum; og ¦s-r — að neytt verði þejrrar aðstöðu. sem felst í landslög- um um eftirlit með sölu áfeng- is, og margvislegt annað að- hald, svo sem aukin tollgæzla og vegaeftirlit. Næsta stórstúkuþing verður háð á Akureyri á næsta ári, 1964, en það ár eru liðin 80 ár frá því að Góðtemplara- reglan á fslandi var stofn- uð þar. í framkvæmdanefnd Stór- stúkunnar fyrir næsta ár voru kosin: Stórfemplar: Benedikt S. Bjarklmd, lögfr.. Reykjavík, Stórkanzlari: Ól. Þ. KristJ- ánssoti, ¦'skðlást'jóri i Hafnarfirði, Stórvaratemplar: Sólveig Framihald á 6. síðu. í ljóðabréfi til vestur-íslenzka skáldsins, Gutt- orms J. Guttormssonar, kvað Örn, s-káld, Arnar- son, á þessa leið: „Þú siglir úr Vestiurvegi og vitjar píns œttarlands með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans, því ísland var œtíð pitt draumland frá œsku í huga pér brennt. Nú rís pað úr draumahafs djúpi. Og draumar og vaka er tvennt." Þótt draumar okkar hafi verið skírir og ætíð vakið undrun, er það okkur Vestur-íslendingum mjög ljóst, eftir nokkurra vikna dvöl hér á ís- landi, að draumar og vaka eru ekki hið sama. Nú höfum við litið náttúrufegurð fslands og séð í starfi allar þæi óskiljanlegu framfarir sem eiga sér stað hér í Reykjavík og víðar, og hefur hvoru- tveggja vakið undrun mikla, en það, sem meir en nokkuð annað hefur gripið okkur er fólkið — hin íslenzka þjóð. Nú vitum við að hinir ágætu íslendingar, sem hafa komið til okkar í Vesturheim, eru ekki und- antekningar, heldur erindrekar, sem spegla þjóð- ina eins og hún er. Nú hafa draumar og vaka sameinazt og það er myndin, sem við tökum til baka í hjörtum okkar og hún er ógleymanleg. VALDIMAR LtNDAL.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.