Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. augiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskríftarverð kr. 65 á mánuði. Vinnudagurínn rr1 ¥ nýuppkveðnum úrskurði Kjaradóms um kjör opinberra starfsmanna eru m.a. ákvæði um lengd vinnutímans, og er hann yfirleit't ákvarð- aður 6—8 stundir á dag og laun viðkomandi starfshópa miðuð við það, að þeir geti framfleytt sér og sínum af því kaupi án þess að þurfa að vinna yfirvinnu eða önnur aukasíörf. Er m.a. fram tekið í greinargerð fyrir dómnum, að ætlazt sé til þess að niður falli ýmsar aukagreiðslur, sem til þessa hafa mjög tíðkazt fil þess að bæta opin- berum starfsmönnum upp léleg kjör. Hér er tví- mælalaust stefnf í rétta átt; laun fyrir venjuleg- an vinnudag eiga og verða að vera það há, að unnt sé að lifa menningarlífi af þeim. Hitt kann að orka tvímælis, hvort þau laun, sem ákveðin eru s’tarfs- mönnum í lægstu launvflokkunum geti talizt nægilega há með tilliti til þessa. TTvarvetna um lönd er lögð á það hin mesfa á- herzla að stytta vinnuvikuna og það talið með- al helztu hagsmunamála vinnandi fólks. Hin mikla þróun tækni og vísinda hefur ekki aðeins gert þetta kleift, heldur einnig gert það nauð- synlegt bæði frá sjónarmiði þjóðfélagsins og ein- staklingsins. Rannsóknir á atvinnusjúkdómum og vinnuafköstum manna hafa leitt í ljós, að of lang- ur vinnutími dregur stórlega úr afköstum fyrr eða síðar og styttir vinnualdur manna verulega. Of langur vinnutími er því einn versti þröskuldur í vegi allrar hagræðingar sem hugsazt getur. Þetfa hafa vinnuveitendur víða um lönd einnig látið sér skiljast, enda er víða litið á það sem hreina móðg- un við verkamenn að fara fram á það við þá, að þeir vinni meira en í hæsta lagi 8 stundir á dag. 'r' k tta stunda dagvinna er lögboðin hér á landi, en það er kunnara en frá þurfi að segja. að vinnu- dagur almennings er nú yfirleitt allt frá 10 og upp í 12—14 stundir á sólarhring og jafnvel það- an af meira. Slíku ástandi verður ekki jafnað til annars en vinnuþrældóms. En sú staðreynd blas- ir líka við allra augum. að það er óhugsandi að lifa af tekjum 8 stunda vinnudags á íslandi í dag. Það lýsir hins vegar skilningi valdhafanna á þessu ástandi að bær tekjur sem almenningur afl- ar sér með vfirvinnu og gera ásamt dagvinnu- tekjunum ekki betur en að íeljast til þurftarlauna í núverandi dýrtíðarflóði. eru taldar sönnun þess að kaupið sé nógu hátt og íslendingar búi við hin beztu lífskiör! Tslenzkt atvinnulíf er vissulega fært um að skana vinnandi fólki hér sambærileg lífskjör við bað sem þekkist annars staðar. bæði hvað snertir kaupgiald og vinnutíma, og þeir sem halda öðru fram auglýsa aðeins með því furðu- lega vantrú á siálfstætt íslenzkt atvinnulíf. Sú vantrú er hættuleg og launþegasamtökin verða að gera sitt til þess að uppræta hana með því að fylgja fast fram kröfum sínum um að gera 8 stunda vinnudaginn að raunveruleika. — b. MÖÐVILJINN Sunnudagur 7. júlí 1963 Friðrik vestur en Ingi austur Islenzkir skákáhugamenn fylgjast nú af athygli með frammistöðu þeirra Friðriks og Inga í baráttu þeirri, er þeir heyja um þessar mundir. Hvað Friðrik áhrærir, þá er þetta einhver mesta þrekraun, sem hann hefur lent í síðan á Kandidatamótinu 1959. Er enginn veikur hlekkur í þátt- takendakeðjunni, og eru kepp- endur allir vel þekktir stór- meistarar. Friðrik Petrosjan, Keres og Reshev- sky eru þeirra sigursírangleg- astir, en nsestur þeim gengur líklega Gligoric. Erfitt er að spá, hvemig hinir fjórir skipta með sér sætum. Najdorf var harður í hom að taka á sl. ári, en Panno hefur teflt minna seinni árin en fyrr og því erfitt. að fella úrskurð um möguleika hans. Fyrir fáum árum var hann orðinn öllu sterkari en Najdorf. Benkö getur verið skæður keppnismaður og hæpið, að hann sé ömggur með neðsta sætið eins og sumir hafa til- hneigingu til að ætla. En sjálf- sagt lendir hann aftarlega í hópnum. Að minni ætlan, er senni- legast, að Friðrik lendi í 6.—7. sæti. 5. sæti væri gott, og allt þar fyrir ofan mjög gott. Verð- ur fróðlegt að fylgjast með gangi mála þar vestra. Þá má Ingi heldur ekki slá slöku við á svæðamótinu i Halle Þýzkalandi. Verður það mót Iíklega mesta þolraun hans til þessa. Naumast er nokkur von til þess, að hann vinni ér rétt til þátttöku í milli- svæðamótinu. Samkeppnin er of sterk til þess. En sómasam- legt teldi óg, ef hann yrði fyr- ir ofan miðju á mótinu. Nokkuð er um það rætt hvort Ingi muni vinna sér alþjóð- legan meistaratitil í þessari keppni. Ekki teldi ég það frá- leitt, því hvað styrkleika snert- ir, er Ingi aðeins í seilingar- fjarlægð frá stórmeistaratign. Er raunar vafasamt, að hann sé nokkuð veikari en sumir hinna yngri stórmeistara, svo sem Donner. Lothar Schmid Qg fleiri. En yfirleitt er erfíðara fyrir hinar smærri þjóðir, að fá sína menn viðurkennda, því þær eru áhrifaminni á alþjóðasamkundum. Þannig er öruggt, til dæm- is, að Friðrik Ólafsson hafði búið um þriggja ára skeið yfir stórmeistarastyrkleika, áður en hann hlaut löggildingu. Að sjálfsögðu má segja, að titlar sem þessir séu fánýtir, en úr því að þeir eru á ann- að borð veittir. er auðvit- að skemmtilegra að þeim sé ekki úthlutað af handahófi. Nú er úr því skorið, hver teflir fyrir okkar hönd á heimsmeistaramóti unglinga í Leningrad í haust. Það verð- ur Bragi Kristjánsson, skák- meistari, en hann sigraði Jón Hálfdánarson með 2% vinning gagn 1 % í keppni um þátt- tökuréttinn. Bragi er góður fulltrúi hinna yngstu meist- ara okkar; i senn hugkvæmur skákmaður og stefnufastur. I Leningrad mun líka reyna til þrautar á báða þá eiginleika, sem og almennt á þann mann- dóm, er afreksmönnum hæfir. Hér kemur svo ein svipt- ingamikil skák frá Hvanneyrar- mótinu á Siglufirði. Hvitt: Halldór Jónsson. Svart: Þráinn Sigurðsson. 1. d4, F-ÍS, 2. e3, (Halldór fer rólega f byrjun- ina. Á þessu stigi finnst manni furðulegt, að hann skuli innbyrða vinning í 25. leik.) 2. -----d5, 3. Rd2, (Frumlegur leikur, en ekki cérlega sterkur.) 3. — — Rb—d7, 4. Rg—f3, efi, 5. Bd3, c5, (Þráinn á ekki við mikla byrjunarörðugleika að striða, þökk sé rólegheitum hvíts.) 6. c3. (Þannig er fram komið hið svonefnda Collebyrjunarkerfi hjá hvítum. Það er örugg og traust uppbygging, en ekki sérega sigurstrangleg.) 6. — — Be7, 7. 0—0, 0—0,. 8. De2, b6, 9. Re5, Rxe5. (Það er óklókt hjá svörtum að gefa hvít peðabrúarsporð á e5 og gefa honum þannig sóknarfæri að óþörfu. 9. — — 10. dxe5, Rd7, 11. f4, g67 Ingi (Ekki bætir þetta úr skák, því nú fær hvítur fyrst veru- lega góða átakspunkta til sóknar. Enn var — — Bb7 bezt.) 12. e4, Bb7, 13. exd5, Bxd5, 14. Re4, Dc7, 15. b3. (Undirbýr c4 og síðan Bb2.) 15. -----f6. (Þetta er auðvitað vand- ræðaleikur, en viðurkenna bér, að staða svarts var orðin erfið og fárra góðra kosta völ. Lík- lega kemst hann ekki hjá því, að létta á stöðunni með því að drepa riddarann á e4.) 16. exf6, Bxf6, 17. Rxf6t. Hxf6, 18. c4, Bc6, 19. Bb2. (Nú fær svartur ekki kom- izt hjá liðtapi. 19. — — Hxf4 gengur auðvitað ekki vegna 20. Dxe6t, Kf8, 21. Hxf4t og síðan 22. Hfl. Skárst mun nú fyrir svartan að leika 19.------ Ha-f8, en taflið er þó allavega tapað, eins og nú er komið.) 19. — — e5, 20. fxe5, He6, 21. Dg4. (Lokaatlagan. Svartur er varnarlaus, því 21. — — Rf8 strandar á 22. Hxf8t.) 21. — — Ha—e8, 22. Bf5, Hxe5, (Skárra var 22. — — Rf8, þvi nú braut svartur sjálfur síð- asta skjólgarð sinn.) 23. Bxg6!, hxg6, 24. Dxg6t, Kh8, 25. Hf7. og Þráinn gafst upp, enda er hann óverjandi mát í næsta leik. Ný bók eftir Guðrúnu Jacob- sen Fyrir nokkru kom út hjá for- laginu Fróða, bókin Alþýðu- heimilið eftir Guðrúnu Jakob- sen. Þetta er fjórða bók höfund- ar, hinar eru Listamannsraunir, sem kom út 1955. Gulltárin 1957 og Pílagrímsför til heilsulindar- innar í Lourdes 1961. Þessi síðasta bók höfundarins fjallar um heimilislíf og áhuga- mál reykvískrar alþýðufjöl- skyldu og er skrifuð í nokkurs- konar sendibréfsformi til lesend- anna. Bókin er spaugsöm og skreytt skopteikningum eftir höf- undinn. Alþýðuheimilið er 132 bls. all- vönduð að frágangi og prentuð í prentsmiðju Jóns Helgasonar. Kenya sjálf- stæð í ár LONDON 2/7. Brezka stjórnin skýrði frá því í dag að Kenya muni öðlast sjálfstæði 12. des- ember næstkomandi ef vissum skilyrðum hefur verið fullnægt fyrir þann tíma. 1 hvítri bók um mál þetta skýrði nýlendumálaráðherrann brezki, Duncan Sandys, frá því að haldin verði ráðstefna í Lond- on í septembermánuði næstkom- andi og verði þá gengið endan- lega frá stjómarskrá Kenyu. Fulltrúar Breta og Kenyu- manna hafa orðið sammála um að allt brezkt herlið verði á brott úr landinu áður en ár er liðið frá því það verður sjálfstætt rilsi. Sunnudagskrossgátan LÁRÉTT; 1 ný 4 muldrar 8 lag 9 pól 10 lófaskellir 11 snemma 13 óskunda 15 horað 17 svipur 19 róli 21 döpur 23 festa 26 varúð 27 vogin 28 aðsjáll LÓÐRÉTT: 1 snauð 2 skakka 3 spitali 4 ritmál 5 samsull 6 fölleit 7 hests 12 gort 14 jurt 16 mat 18 bögguls 20 eigingirm 22 kanna 24 hlióðum 25 karinafn 26 spé.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.