Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJ6ÐVILJINN Sunnud«rar 7. 'júlí 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT ataður vínblettum og vínþefur af henni. Hún var litlu betri en rýjumar sem þaer notuðu til að þurrka borðið með. Bn það skipti engu máli. ekki núna. Hún spurði: — Er þetta síð- asti dagurinn minn á barnum John? Hann hló og þrýsti henni aft- ur að sér. — Já, það geturðu reitt þig á. í fyrramálið fer ég til alcaldans og sPyr hversu fljótt hann geti splsest okkur saman. Og svo — hann hló til hennar — Garnet, ég hef svo mikið að segja þér! Hún hafði sldrei séð John jafnkátan. — Það hljóta að vera góðar fréttir, sagði hún, — ann- ars værirðu ekki svona glað- legur. *— Já. já, góðar fréttir, stór- kostlegar fréttir. tímamótamark andi fréttir. Ég skal segja þér það allt saman. en gefðu mér fáeinar mínútur til að kasta mæðinni. Hann heliti aftur í krúsina sína og spurði: — Af hverju kallaði Florinda mig garm og sagði að ég ætti þetta ekki skilið? — Af því að þú ert garmur og átt þetta ekki skþið, svar- aði Gamet. — John, af hverju leið svona langur tími áður en þú komst til baka? í>að var stríðnisglampi í grænum augum Johns: Ég gat ekki komið fyrr. Enginn n->ma þú hefði getað dregið mig hing- að núna. — Af hverju skrifaðirðu mér ekki? — Ég gat ekki skrifað þar sem ég var staddur. Þetta eru mikil tíðindi, Garnet, og það tekur mig meira en minútu að segja þau. Ég verð að fá að hvíla mig dálítið og borða. Ég hef setið i hnakknum síðan eld- snemma í morgun. Þegar þú Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINE og DÓDÓ Laugavegí 18 III. h (lyfta) Sími 24616. P E E M A Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. T J ARN ARSTOF AN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLCSTOFA AUSTCRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — simi 14656. — Nuddstofa á sama stað. — heyrir þau, þá fyrirgefurðu mér. — Hún myndi fyrjrgefa þér, sagði rödd Florindu rétt rjá þeim. — þótt þú segðir henni að þú hefðir drepið sex diggara og étið þá. En þrátt fyrir það höfum við verið dauðhræddar um þíg. En fyrsf át er á ðag- skrá, þá kemur hér matur handa þér. Hún setti fyrir hann bauna- fat. Risinn hrópaði á piltana sem verið höfðu að sinna hross- unum úti fyrir. Hann sagði þeim að koma inn og borða, hann skyldi sjálfur spretta af og setj.a hrossin í stíuna. Pablo og Vicente settust fagn- andi á gólfið og fóru samstund- is að sötra. John var svo solt- inn að hann sötraði líka. En loks höfðu hann og pilt- arnir fengið fylli sína. Pablo og Vicente vöfðu sig inn í ull- arteppi úti á veröndinni. Garn- et bað Mikka líka að fara og leggja sig. John baðst afsökun- ar á því að hann refði verið svo svangur að hann héfði gleymt að þvo sér hendumar, en nú langaði hann til að gera það. Hann og Risinn fóru út og sóttu vatn í tunnuna og með- an John þvoði sér. gengu Garn- et og Florinda frá í eldhúsinu. Florinda sagði: — Þar er ánægjulegt að horfa á þig og John. Hann er al- ! veg vitlaus í þér, Gamet. Garnet hló. Já, John var ör- ugglega hrifjnn af henni. Hún var líka fegin því að Florfndu skyldi falla svona vel við hann. Gamet hafði fyrir löngu upp- götvað §ð kurteisi Florindu við karlmenn stóð í öfugu hlutfalli við álit hans á honum. Þegar hún sagði að karlmaður væri auli og apaköttur, var það ör- uggt merki þess að henni geðj- aðist að honum. Þegar John og Risinn komu inninn, bar Florinda fram kaffi ÓS vín og whisky. Hún sagði: ,,Johnny. þú verður að vera hreinskilinn við Risann og mig. Ég heyrði að þú sagðir við Gametu að þú hefðir tíðindi að segja. Ef þau eru bara ætluð eyrum hennar þá segðu bara til og við skulum fara“. „Þið eigjð öll að heyra það“, sagði John. „Komið hingað og setjizt. Ég þarf að sýna ykkur dálítið”. Þau settust umhverfis borð- ið. John tók úr vasa sínum smá- pakka sem vafinn var inn í rauðan klút. Hún leysti klútinn utan af og í ljós kom lítill skinnpoki sem dreginn var, sam. an að ofan. einna líkastur tó- bakspungi. .,Nú. hvað er svona merkilegt við þetta?“ sagði Florinda. Brosandi út að eyrum rétti hann Garnetu punginn. Þegar hún tók við honum. varð hún forviða: „Mér þykir hann vera þungur“, sagði hún. John sagði ekki nejtt, hann horfði aðeins á hana með at- hygli. Gamet kreisti pokann. Hann lét undan. Það var eins og pokinn væri fullur af. sandi, en sandur var ekki svona þung- ur. Hún horfði spyrjandi á John. John virtist vera i skapi til að vera leyndardómsfullur og það var býsna ólíkt honum. Hann stóð þama núna og leit út eins og hann ætlaði að halda ræðu, og það var ólíkt honum líka. Skeggjað andlit hans Ijóm- aði af einhverju sem líktþft meirifýsni, en v.ar það þó ekki. Það var öllu heldur sigurhrós og eftirvænting. Henni fannst hann minna á góðan pabba á jólunum sem var í , þann veg- inn að sýn.a krökkunum sínum eifthvað dásamlegt, sem þau ór- aði ekki fyrir. en hann ætlaði nú að gefa þeim. Hann var enn spyrjandi á svip, þegar hún bjó sig til að leysa utan af opinu, en John sagði: „Nei, nei, láttu þau hin taka á honum fyrst“. Garnet fékk Risanum pung- inn og hann hrópaði: „Drottinn minn, hvað hann er þungur!" Hann virtisf ekki hafa tekið mark á því sem hún sagði. Hann þreifaði líka á pokanum og leit á Jobn.. undrandi yfir óvenju- legri framkomu hans. Flo^rinda sagði: „Leyfðu mér að taka á honum. Hvað er svona mft%i- legt við hann? Skollinn sjálfur. fcann vegur heilt tonn“. John hló ennþá og' rétti fram höndina eftir pungnum og hún fékk honujíi hann. Hann 'dró til sín fat sem stóð á borðjnu. hann iosaði , ídregna bandið og tæmdi pokann á fatið. Það sem í honum var rann niður á fat- ið og hljóðið var eins og þegar rignir á þakið. Þau þrjú beygðu sig fram til að horfa á þrð. En þau voru öldurigis ringluð, Vsú að það sem þau sáu var alls ekkert nýtt né spennandi. 1 Innihaldið lá þarna í hrúgu: Banana split Kljúfið banana oí cndilöngu og lcggiff sinn ficlming hyoru mcgin ó ífangan disk, flötu Mi5 bananans niöur og flcttiS syo hýðinu of. LcggiS 3 ískúlur á bananahclming- ono/ Yanilluís í miðjU/ cn aðrar fcgundir sína hvoru mcgin. HcIIið syo mismunandi fcgundum af íssósum yfir ískúlurnar og skrcytið mcff þcytíum rjóma og áYÖxtum. iftfo Ú%V ýflfV »%V ýflfV V&fV i&n lítil kom og þunnar flögur og fáeip stærrj kom eins og möl. Það glampaði á hrúguna í lampaljósinu. Sumt gljáalaust og sýndist óhreint en megnið glitraði í ljósjnu. John stakk hendinni niður í hrúguna og lét sandinn renna milli fingranna eins og barn að leik á sjávar- strönd. Kornin glömruðu lágt við fatið. Gamet stakk líka fingrunum í hrúguna og rótaði, Risinn tók upp fáein kom og athugaði þau og Florinda, sem búin var að setja upp hanzk- ana eftir uppþvottinn, tók þá af sér og neri gómunum við kornin. Ailt í einu hló hún van- trúarhlátri og sagði: — Æ, John, ef það væri ekki óhugsandi, þá myndi ég þalda — Hún þagnaði því að það var svo mikil fjarstæða. Rjsjnn sagði: — John, ég þarf að fara eld- snemma á fætur í fyrramálið. Vertu ekki svona leyndardóms- fullur lengur- Gamef sagðj; — f guðs bæn- um, John, hvað er þetta? John brosti til þeirra allra. — Það er það sem Florinda heldur, svaraði hann. — Og hvað er það sem þú heldur? spurði Florinda og John hló og sagði: — Florinda skilur alltaf hvað er að gerast í kpll- inum á mér betur en nokkurt ykkar hinna. vegna þess að það er svo margt líkt með okkur. Segðu þeim hvað það er. Flor- inda. Florinda var enn að þreifa á kornunum. Hún leit upp undr- andi og agndofa og sagði hóg- vær. eins og hún væri hrædd um að þau myndu gera gys að henni: — Já. ef það væri ekki svo fráleitt, þá myndi ég halda að þetta væru smá gullkom. 1—■ Gull? endurtóku Gamet og Risinn. — Gull, sagði John. 49 Þau skoðuðu gullsandinn bet- ur Qg spurðu hann hvaðan hann kæmi og hvað hann ætlaði að gera við hann og svo gettust þau aftur og John fékk tæki- færj til að svara. Hann settist líka. Hann horfði á þau og sagði með hægð: — Hlustið þið nú á mig öll saman. Þið þekkið mig vel. Hef- ur nokkurt ykkar séð mig sleppa mér af hrifningu yfir nokkru? Hafið þið nokkum tíma séð mig úr jafnvægi eða heyrt mig ýkja þegar ég segi frá? Þau hristu höfuðin. — Allt í lagi, sagði John. — Þá trúið þið mér núna. Það sem ég segi er satt. en það er næstum ótrúlegt. Það er svo furðulegt að það er varla nokk- ur í San . Francisco sem trúir þvi. Fólk hlustar á frásögnina og hlær. Örfáir náungar hafa farið á staðjnn til að sjá með ejgin augum eins og ég. En ró- legir oS skynsamir borgarar sem hafa góðar tekjur sem smiðir og prentarar og verzlunarmenn, þeir hrista bara höfuðið og segja að flestu gieypi nú asn- arnir við. En ég fór samt af stað tjl að sjá þetta sjálfur og ég fór hingað til að sækja Gametu. svo að hún gætj líka séð það með eigin augum. Alvara hans hafði sín áhrif. bhS^llölluðu sér áfram og hlust- uðu. hreyfðu sig varla. John hélt áfram: — Þarna í óbyggðunum þar sem ég var. má sjá þunnar gullflögur lisgja gljtrandi í lækjarfarvegunum. Það er hægt að stinga hendinni niður í sand- SKOTTA Hefðarfólk svalar skemmdarfýsninni 1 vikunni sem lcið buðu eigendur Delmonicos-veitinga- hússins nokkrum tugum manna úr hópi þekktra broddborgara í New York til sérstæðrar skemmtunar í sölum veitinga- hússins. Þegar gestirnir yfir- gáfu var ekkert víngias óbrotið, silkiklæðningin á veggjunum rifin í tætlur, speglar ailir mölbrotnir og húgögnin í rúst. Samt sem áður kom lögreglan ekki á staðinn til að skakka leik- inn. Þetta fór sem sé allt fram með vilja og vitund forstjór- ans, S. Joseph Tankoos, serri ætlar að verja einni milljón dollara til að endurnýja veit- ingahúsið. Hann veitti því fól-kinu, sem allt er vel þekkt- ir gestir hússins, tækifæri til að svala frumstæðum hvötum sínum til að brjóta og eyði- leggja. Og þetta tækifæri__var sannarlega notað til hins^ ýtr- asta. 17500 Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS Frábær frammistaða Fyrirfólkið gekk berserks- gang 1 salarkynnunum og mölvaði allt sem fyrir varð og beitti ýmsum verkfærum við þessa iðju sína. Sérstaklega var talið áhrifamikið er madama Wellington Koo, mágkona Sjang Kaíséks hershöfðingja, réðist að rokoko-húsgögnun- um með gríðarmikla öxi að vopni. Anita Louise leikkona gekk drengilega fram í þvi að rústa borðplötur úr marmara með hamri og meitli en Caro- line Windischgraetz dundaði við að grýta vínglösum í VQggi hússins. Samúðarkort Slysavarnafélags tslands Kaupa flestir Fást hjá slysa- vamadeildum um land alit t Reykjavík í Hannyrðaverzl- uninnj Bankastrætj 6. Verzl- un GunnbórunnaT Halldórs- dóttur, Bókaverzlunmni Sögu Langholtsvegi og i skrifstofu félagsíns * Nausti á Granda- garði. Frá bókabúðinni BÓKIN h.f. Höfum á boðstólum m.a tímaritið FRÓN. BÓKIN h.f. Sími 10680. IwlNiUDlMDKICCnKI & CO Simi 24204 RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐXJR MODEL 1963 Trésmiiir Trésmiðir óskast að Hallveigarstöðum við Garðastræti. Upplýsingar hjá verkstjóra á vinnustað og í síma 34063. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.