Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.07.1963, Blaðsíða 12
1 <3 Þessar þrjár myndir hér á síðunni eru allar frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Á annarri þrí- dálka myndinni sést yfir höfnina á Suðureyri en hún er nýbyggð, lauk framkvæmdum við hana fyrir aðeins einu og hálfu ári. Höfnin er þó enn hvergi nærri fullgerð og vonast Suðureyrarbúar til þess að verkinu verði haldið áfram hið fyrsta því að fremsti hluti hafn- argarðsins þar sem enn vantar stálþil liggur und- ir skemmdum af völdum sjávargangs. Mikill fengur var þó að þeirri hafnargerð sem lokið er og stendur út- gerð á Suðureyri með miklum blóma. Þaðan réru í vetur fjórir stór- ir heimabátar: Frið- bert Guðmundsson, Frigg, Draupnir 'og Hávarður og auk þess einn leigubátur. Gylfi frá Rauðuvík. — Heimabátamir eru nú all- ir komnir á síld og Gylf- inn er einnig kominn norður. Er neðri þrídálka myndin tekin í vor er bát- arnir lágu inni og voru að búast á síld. Fáeinir smærri bátar réru einnig frá Suðureyri í vetur og Blómlegt og vaxandi þorp Suðureyrí, Súgundufírði munu þeir halda sig á heimamiðum í sumar. Mikil atvinna var á Suðureyri í vetur eins og undanfarna vetur við fiskvinnslu en þar er hraðfrystihús sem bát- arnir legg'ja upp aflann hjá. Er jafnan margt af aðkomufólki á Suðureyri yfir veturinn, meðan ver- tíð stendur yfir- Tvídálka myndin er tekin á sjómannadaginn í vor og sýnir hún skrúð- gönguna á leið til kirkju. — (Ljósm.: Jónína Stef- ánsdóttir). ! ! Ekið á tvo bíla og grindverk f gærmorgun var grænleitum fólksvagni, ,,rúgbrauði“. bakkað á grindverk við Bakkagerði 1 og það brotið. Ók bifreiðastjór- inn burt af staðnum án þess að gera vart við sig. Þá var í gærmorgun á milli kl. 9—12 ekið á bifreið er stóð á bíla- stæði við Hverfisgötu 30 og beyglaðist hægra afturbretti bif- reiðarinnar. Sá sem keyrði á bílinn ók burt. Loks var í fyrra- dag ekið á fólksvagn, er stóð á bifreiðastæðinu hjá Hamri og var beyglað frambretti bifreið- arinnar o.fl. Sá sem keyrði á stakk af. Umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar biður ökumenn þá sem hér áttu hlut að máli að gefa sig fram og sjónarvotta ef ein- hverjir eru. Ábyrgð borgar- sjiðs á láni til Sjálfsbjargar Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veitt verði ábyrgð á láni, allt að 150 þúsund kr., er Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, fær að láni hjá Erfðafjársjóði. Sunnudagur 7. júlí 1963 28. árgangur — 150. tölublað. Færeyjaflug F.Í. í lok mánaiarins? Enn bíður Flugfélag íslands eftir formlegu leyfi dönsku flugmála- stjórnarinnar til Fær- eyjaflugsins, en Flugfé- lagsmenn reikna með að flugferðir geti hafizt í lok þessa mánaðar. Sem kunnugt er var það ætlun forráðamanna Flugfélags Islands Fékk 2500 mál í einukastí ognáSi öllu AKUREYRl I GÆR — I nótt sem Ieið fékk síldarbáturinn Bjarmi frá Dalvík eitthvert allra stærsta kast sem islenzkt skip Sölusýning í Dimmalimm Verzlunin DIMMALIMM opn- aði nýlega sölubúð á Skólavörðu- stíg 4. Þar er á boðstólum alls- konar listiðnaður, bæði íslenzkur og erlendur. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp þar að hafa í einum hluta búðarinnar sölusýn- ingar á innlendum munum. Til að auka fjölbreytni þessara sýn- inga er skipt vikulega um sýn- ingarmuni. Þessa viku eru sýnd þrjú handofin teppi eftir Ásgerði Búadóttur. Fákur vill enn fleiri hesthús Hestamannafélagið Fákur hef- ur sent borgaryfirvöldum umsókn um að félaginu verði leyft að reisa enn fleiri hesthús við Ell- iðaár. Á síðasta borgarráðsfundi var samþykkt að óska umsagnar samvinnunefndar um skipulags- mál um umsókn þessa og jafn- framt að óska tillagna nefndar- innar um staðsetningu frekari bygginga félagsins. hefur fengið. Bjarmi háfaði sig fullan og var þá mikið eftir í nótinni, nóg til þess að Halkion frá Vestmannaeyjum sem er um 100 lestir fékk sig einnig fullan. Ennþá var þó eftir í nótinni og tók Ólafur Magnússon frá Akur- eyri afganginn. Bjarmi og Halkion munu hvor um sig bera um 1000 mál og gizka menn á að í nótinni hafi verið um 2500 mál, þótt ekki séu ennþá fyrir hendi áreiðanlegar tölur um síldarmagnið. Sjaldgæft er að næturnar haldi svona mikilli síld. I tilfell- um sem þessu drepst síldin í nótinni, því langan tíma tekur að háfa svona stór köst. Síldin leggst þá i nótina og því er það að nætumar springa oftast. Þetta var þriggja ára gömul nót búin til af netagerðarmönn- um á Dalvík. í fyrstunni að hefja áætlunar- flugferðir til Færeyja strax í vor, ef nauðsynleg leyfi fengjust þá og aðstæður væru orðnar boðleg- ar. En þetta hefur allt dregizt á langinn. Talsvert hefur verið skrifað um væntanlegt Færeyjaflug Flugfélags Islands í færeysk og dönsk blöð. Hafa Færeyingar að vonum beðið óþreyjufullir eftir því að ferðimar hæfust, enda myndi með þeim stigið stórt spor í þeim málum er snúa að bætt- um samgöngum eyjarskeggja við umheiminn. Dönsk blöð skýrðu frá því i vikunni sem leið að Flugfélagið myndi væntanlega hefja áætlun- arflug til Færeyja þriðjudaginn 23. júlí n.k. Til flugsins verða notaðar tveggja hreyfla flugvél- ar af Dakodagerð og eini flug- völlurinn í Færeyjum, á Vogey, notaður. Týndi 43 þús. kr. ávísun 1 fyrradag kom bóndinn á Nesjavöllum í Grafningi á lög- reglustöðina og tilkynnti að hann hefði þá um daginn týnt út- fylltrj ávísun á Búnaðarbankann að upphæð krónur 43 þúsund. Er blaðið átti tal við lögregluna síðdegis í gær var henni ekki kunnugt um að ávísunin hefði komið í leitimar. Síðasti leikur Síðastj leikur finnsku knatt- spymumeistaranna hér á landi verður annað kvöld á Laugar- dalsvelli. Þá leika Finnarnir við tilraunalandsliðið, sem lands- liðsnefnd knattspyrnusambands- ins hefur valið ! íslandsmet í yrðiingaf jölda Þúfum, 4. júlí. — Hér hafa dvalizt tvær refaskyttur i vor. H Það eru þeir Gisli Kristinsson Austfirðingur og Gísli Gísla- son Isfirðingur. Hafa þeir banað samtals 50 dýrum, tófum og minnkum. Meðal annars unnu þeir eitt gren sem í | voru 10 yrðlingar og mun það vera Islandsmet í yrðlinga- fjölda. Fjögur hinna felldu dýra voru snoðdýr. Hefur vest- " firzkur refastofn beðið mikið afhroð í vor. — ÁS. 1 Vestur-lslendingarnir láta vel af dvölinni á íslandi ★ Meginhópur Vestur-íslendinganna, sem dvaliz t hafa hér á landi um mánaðarskeið, heldur heimleiðis í kvöld, sunnudag. Flýgur hópurinn vestur með flugvél Pan American flugfélagsjns bandaríska scm leggur upp frá KcflavíkurfIugvel li nokkru fyrir miðnætti. ★ Það mun vera samhljóða álit þátttakcnda að þessi hópferð hafi tekizt ágætlega; Islandsförin mun vafalaust verða flestum mjög’ minnisstæð. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.