Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. júlí 1963 — 28. árgangur — 151. Jolublað. Ekkert samkomuhg enn í verkfræiingadeilunni SI. laugardag hófust vidræð- ur milli fulltrúa Stéttarfélags verkfræðinga og atvínnurek- enda en samkvæmt upplýs- ingum sem Þjóðviljinn aflaði sér í gær hafa pær enn eng- an árangur borið. Verkfræðingar hafa nú ver- ið í algeru verkfalli síðan f júnílok er þeir hófust handa um að knýja fram samninga. Síldaraflinn orðinn 357.962 mál og tunnur 1 skýrslu Fiskifélags Is- lands um síldveiðina í síð- ustu viku segir að reyt- ingsafli hafi verið á mið- unum fyrir austan, veður gott en þoka nokkuð haml- að veiði. Vikuaflinn var 120.043 mál og tunnur (í fyrra 97.850) og var heildaraflinn í vikulok orðinn 357.962 mál og tunnur (í fyrra 206.554). Aflinn skiptist bannig eftir hagnýtingu: 1 salt, uppsaltaðar tunnur 47.120. 1 bræðslu, mál 297.942. f frystingu, uppmældar tunnur 12.900. 1 vikulokin höfðu 205 skip fengið einhvern afla, þar af 166 500 má'l og tunn- ur og þar yfir. Er birt skrá yfir þau á 2. síðu. Lang aflahæsta skipiðvar Sigurpáll með 8922 mál og tunnur og næstur kom Sig- urður Bjarnason frá Akur- eyri með 7378 mál og tunn- ur. Engin önnur skip höfðu aflað yfir 6000 mál. Ágæt síldveiði í fyrrinótt - mikil söltun nyrðra í gærdag Heildarsöltunin á sunnudagskvöld var 56.665 tunnur Siglufirði i gær. — Heildar- söltun á öllu landinu nam sl. sunnudagskvöld 56.665 tunnum og skiptist hún svo eftir stöðum: tunnur Raufarhöfn 20.336 Siglufjörður 14.080 Norðfjörður 7.064 Ölafsfjörður 2.525 Seyðisfjörður 4.151 Dalvík 1.230 Hrísey 1.652 Húsavík 2.446 Þórshöfn 328 Bakkafjörður 140 Reyðarfjörður 1.158 Vopnafjörður 1.521 Samkvæmt upplýsing-^ um fréttaritara Þjóð- viljans á Siglufirði í gærkvöld hefur síðan fyrir helgi verið stanz- lítil söltun á Siglufirði og í gær var þar saltað á hverri einustu söltun- arstöð en þær eru yfir 20 talsins. Sagði frétta- ritarinn að síðustu tvo sólarhringa, þ.e. frá sunnudagskv. til þriðju- dagskvölds væri búið að salta á Siglufirði 23—25 þúsund 'funnur og er það langmesta söltunin á sumrinu. I fyrrinótt var ágætis síldveiði vestan til'á Sléttugrunni og var síldarleitinni í gærmorgun kunn- ugt um 56 skip með rösklega 35 þúsund mál og tunnur sem til- kynnt höfðu um afla sinn. Síld- in var góð og feit og fór að langmestu leyti í söltun en aðeins smáslattar af hverju skipi fóru í bræðslu. Var saltað í gær af kappi á öllum söltunarstöðvum norðanlands frá Langanesi til Siglufjarðar. Flest skipin fóru að sjálfsögðu til Siglufjarðar og Raufarhafnar en til Siglufjarðar var 9-10 tíma sigling af miðun- um. Engin síldveiði var Austan- lands í gær enda bræla á mið- unum. Aflahæsta skipið í fyrrinótt var Sigurpáll er fékk um 2000 mál sem hann fór með til Ólafsfjarð- ar. Myndin cr tekin á flugvellinum við Moskvu þegar kínverska sendinefndin kom þangað. Formenn samninganefndanna sjást á myndinni, Mihaíl Súsloff til vinstri og Xcng Sjaó Ping til hægri. Hlé á viðræiunum í Moskvu milli kommúnistaf lokkanna MOSKVU 9/7 — Gert hefur verið hlé á viðræðum komm- únistaflokka Kína og Sovétríkjanna sem hófust í Moskvu á föstudaginn. Kínversku fulltrúarnir mættu ekki á fund- arstaðnum á tilsettum tíma í morgun og síðar um dag- inn var það haft eftir góðum heimildum að viðræðunum hefði verið frestað að ósk Kínverja sem vildu fá ný fyrirmæli frá yfirboðurum sínum í Peking. Samkvæmt sömu heimildum verða viðræðurnar teknar aftur upp fyrir hádegi á morgun, en þá verður ræðzt við í aðalstöðv- um miðstj. sovézka flokksins. Þegar það fréttist að kínversku samningamennirnir sjö hefðu ekki mætt til fundar í morgun, kom strax upp sá orðrómur í Moskvu, að viðræðunum væri Samningar tókust við málara á laugardaginn Engir fundir með skipasmiðum yfir helgina ¦ Á laugardagskvöld voru undirritaðir samningar millj málara og málarameistara, en Málarafélagið hafði boðað vinnustöðvun gagn- vart meisturum frá og með miðnætti s.l. laugardag. ¦ Tímakaup málara (dagv.) verður nú kr. 38,94 og hefur því hækkað um 19% frá því að samningar hófust í maí, en þar er innifalin 4% hækkun tímakaups og 1% hækkun verkfæragjalds, sem tók gildi 1. júní s.l. en þá var samningaumleitunum fresíað um sinn. Eins og segir hér að fram- an voru samningarnir undir- ritaðir seint á laugardag, og hækkar tímakaup um 12,5% auk nokkurrar hækkunar á verkfæragjaldi. Hækkunin á tímakaupinu er því hin sama og samanlagðar þær hækk- anir, sem almennu verkalýðs- félögin hafa fengið á þessu ári. Málarafélagið setti fram kröfur sínar þann 19. maí í vor og var þar krafizt kjarabóta, sem námu sem næst 20%. Samningaumleit- anir hófust skömmu sfðar en var frestað með bráðabirgða- samkomulagi um 4 % kaup- hækkun og 1% hækkun verk- færagjalds frá 1. júní að telja. Fyrir þann tíma var tímakaup málara að með- töldu orlofi og verkfæra- gjaldi kr. 32,72 en er nú sam- kvæmt hinum nýja samningi kr. 38,94, en það er að öllu samanlögðu 19% kauphækk- un. Málarafélagið er fyrsta iðn- aðarmannafélagið, sem samið hefur verið við á þessu ári, en eins og kunnugt er hefur Vinnuveitendasamband- ið þrjózkast við að semja við þau um svipaðar hækkanir og önnur verkalýðsfélög. Ekkert gerðist í deilu skipasmiða Engir samningafundir voru hins vegar með skipasmiðum og vinnuveitendum yfir helg- ina, en síðasti samningafund- ur þeirra stóð sem kunnugt er til kl. 7 á laugardagsmorg- uninn. En þess verður að vænta, að vinnuveitendur láti af hinni furðulegu afstöðu sinni að hindra samninga við einstök félög vikum saman eins og þar hefur verið gert. slitið. Fram eftir degi reynd- ist hvergi unnt að fá neitt að vita með vissu um hvort viðræð- unum yrði haldið áfram og neit- uðu allir aðilar sem fréttamenn leituðu til að láta nokkuð uppi. Það var ekki fyrr en leið á dag- inn að það hafðist upp að nýr fundur yrði með samninganefnd- unum á morgun. Litlar líkur á sáttum Orðrómurinn um viðræðuslit var að því leyti ekki fjarri lagi að í Moskvu er það almenn skoð- un að ekkert hafi miðað í sam- komulagsátt á fundunum fram að þessu, enda þótt ekki hafi verið látið neitt opinberlega uppi um hvað samningamönnunum hefur farið á milli. Samninganefndirnar munu hafa gert grein íyrir sjónarmiðum flokka sinna og ekkert það komið fram á fundunum hingað til sem gefi til kynna að um málamiðlun geti verið að ræða eins og nú horfir. Gagnkvæmar ásakanir flokk- anna og ríkisstjórnanna hafa einmitt ágerzt síðustu daga og þykir það ekki spá góðu um niðurstöðu viðrasðnanna. Atkvæðisréttur eftir mannfjölda? Ýmsar sögur ganga um það sem gerzt hefur á fundunum og kveðst fréttaritari Reuters þannig hafa það eftir áreiðanlegri heim- ild að Kínverjar hafi þegar í upphafi viðræðnanna krafiztþess að ef haldin yrði ný alþjóðaráð- stefna kommúnistaflokkanna yrði reglum um atkvæðisrétt flokk- anna breytt þannig að hver fengi atkvæðamagn í samræmi við fólksfiölda í landi hans og fé- lagatölu flokksins. Ekki var þes^ getið hvernig þeirri kröfu hef^; verið tekið. Vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstœður um 72 millj. 1 MAl-MANUÐI varð vöruskipta- jöfnuðurinn við útI5nd óhag- stæður um 30,8 milljónir króna. Fimm fyrstu mánuði ársiins voru vöruskiptin ó- hagstæð um samtals 72,5 milljónir króna. CTFLUTNINGURINN í maí sl. nam 377,9 millj. krðna, en innflutningurinn 408,8 millj- jónum. 1 maí-mánuði í fyrra varð vöruskiptajöfnuðurinn 6- hagstæður um 19,3 millj. króna, Þá voru fluttar út vörur fyrir 394,0 millj. króna en inn fyrir 374,6 milljónir. FIMM FYRSTU MANUÐI bessa árs voru fluttar út vörur héð- an fyrir 1563,8 millj. króna, en inn fyrir 1636,4 milljónir. Sömu mánuði í fyrra voru vöruskiptin við útlönd hag- stæð um 167,0 millj. króna. Þá nam útflutningurinn sam- tals 1521,9 milljónuin króna en innflutningurinn 1354,8 milljónum. 67 þús. mál og t. til Neskaupstaðar Neskaupstað 9. júlí. — Síldar- bræðslan hér er búin að taka á móti 60 þús. málum til bræðslu. Saltaðar hafa verið 7000 tunn- ur á fjórum söltunarstöðvum. Bræla er nú á miðunum og hafa skipin haldið norður eftir. R. S. Jafntefíi og biBskák hjá Friðriki t 3. umferð Piatigorskisskák- mótsins í Los Angelles urðu úr- slit þau að Petrosjan vann Benkö og Najdorf og Gligoric gerðu jafntefli. Biðskákir urðu hjá Friðriki og Reshevsky, Panno og Keresi og er staðan í báðum skákunum jöfh. 1 4. umferð gerðu Benkö og Gligoric jafntefli en aðrar skák- ir fóru í bið. Friðrik tefldi við Keres og var það hörð skák. Lenti Friðrik í miklu tímahraki, þurfti að leika 8 síðustu leik- ina á 2 mínútum. Komu þeir með jafnt lið út úr þeim svipt- inum. Najdorf á betri stöðu gegn Reshevsky en staðan í biðskák þeirra Petrosjans og Pannos er jöfn. Panno vann biðskákina við Reshevsky úr 2. umferð. Að loknum þessum fjórum umferðum er staðan þessi: 1. Gligoric 2y2, 2. Najdorf 2 og 1 bið, 3. Keres 1% og 2 bið, 4. Petrosjan 1% og 1 bið, 5.-7. Friðrik, Panno og Reshevsky 1 og 2 bið, 8. Benkö %. Biðskákir voru tefldar í gær en 5. umferð verður tefld í dag og hefur Friðrik þá svart gegn Petrosjan. Síðustu fréttir Biðskák Friðriks og Reshev- "kys úr 3 umferð varð jafn. ?efli Friðrik á betra í biðskák- inni við Keres.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.