Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.07.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíaJistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 65 á mánuði. Tveir smánarblettír á íslenzku þjóðhfi í-|Rgar útiendingar koma hingað, — og við Islendingar erum mjög næmir fyrir Iofi þeirra og viðkvæmir fyrir lasti, — þá dást þeir mjög að mörgum íbúðum, að vélbúnum eldhúsum, fögrum hús- gögnum og að tiltölulega stærri íbúðum almennings en jafnvel á Norðurlöndum. En farj þeir að spyrja nákvæmar, kryfja málin til mergjar, — hvernig unnið sé fyrir þessum ibúðum, þá reka þeir upp stór augu. Og það er einkum tvennt, sem vekur undrun þeirra og andúð: Tlarnavinnan er hið fyrsta, sem þeir reka augun i. Bðrn við að ** selja blöð, börn í fiskvinnu, börn sem vinna jafnvel 10 tíma, — börn, jafnvel í verksmiðjum. Fyrir meir en heilli öld var háð hin harðasta barátta á Englandi gegn barnavinnunni. Dickens skrifaði skáldsögur sínar sem svipu á þetta fyrirbrigði. Og þegar brezka þingið fyrir meir en 100 árum hóf að takmarka með lögum vinnu- tíma barna, rak auðvaldið upp ramakvein; fyrstu lagaskorðurnar höfðu verið settar við harðstjórn og arðráni hins skefjalausa pen- ingavalds. En Island auðvaldsins í dag lætur barnavinnu viðgang- ast eins og ekkert sé. Það eru til lagabönn. Þeim er ekki fram- fylgt. Reglugerð er ekki gefin út. Það er að flestu leyti búið betur að þeim börnum, sem nú vaxa upp, en að fyrri kynslóðum ungum. En á sviði barnavinnunnar erum við á eftir öðrum þjóðum. Við ættum sjálf að finna þannig til skyldunnar, að við gerðum náúð-' 6ynlegar ráðstafanir. Eða er „snobbisminn" runninn okkur svo i merg og blóð. að við förum fyrst að kippast við, ef útlendingar skrifa um þetta f>rirbrigði í heimsblöðin? ¥ angl vinnutfminn er hitt fyrirbrigðið. I menningarlöndum Evrópu er reglan fyrii daglegt Iíf hins vinnandi manns: 8 tíma vinna, 8 tíma svefn, 8 tímar helgaðir áhugaefnum, fjölskyldu og menn- j ingarlífi. — Ef verkstjóri heimtaði 12 tíma vinnu af verkamanni, myndi það hafa álíka áhrif á erlenda verkamanninn og svipuhögg frá verkstjóranum á þann íslenzka. Slíkt eru einfaldlega hlutir, sem ekki eru til í dæminu. Hinn langi vinnutími, sem unninn er hér á landi, er bcinlínis dæmi um óstjórn atvinnurekendastéttar- innar á atvinnulífinu og skefjalaust arðrán, sem yfirvöldin fram- fylgja í umboði auðvaldsins með gengislækkunum og kerfisbund- inni dýrtíð. Það er hægt að greiða það dagkaup fyrir 8 tfma, sem nú er greitt fyrir 10 tíma. Til þess þarf um 32% hækkun á dag- kaupi og niðurfcllingu eftirvinnu. Það er Ieikur einn að láta at- vinnulífið standa undir slíku mcð dálítilH skynsemi í stjórn at- vinnurekstrar og efnahagslífsins i heild. Og atvinnurckendastétt Islands þarf á slikum kauphækkunum að halda til þess að hún fari að sýna einhvern lit á hagkvæmum vinnubrögðum í efna- hagslífi sínu. ¥ angi vlnnutiminn sviptir ekki aðeins hinn vinnandi mann menn- ■“^ ingarlífi, frelsi til raunverulegs fjölskyldu- og félagslíís. Langi vinnutíminn er líka smátt og smátt að grafa undan heilsu verka- i fólks, — ER AÐ STYTTA LlF MANNA UM MÖRG AR, JAFNVEL ARATUGI. Læknarnir kalla sjúkdómana máske ekki ofþrælkun, . nema í örfáum tiifellum, heldur ýmsum fínni nöfnum, — en sann- i leikurinn er að menn hníga niður, veikjast og deyja fyrir aldur fram af ofþrælkun á Islandi nú. Þess eru dæmi í verstððvum að verkamenn vlnnl frá kl. 6 á morgnana til kl. 2 á nóttunni vikum saman. Þetta minnir á þrældóminn á togurunum fyrir tíma vöku- Iaga. Verkalýðshreyfingin þarf að taka þetta mál þannig tökum, að hér verði tafarlaust breyting á. Það þarf að vekja allan almenning til meðvitundar um að þetta óþolandi ástand verður að afnema og gera, til þess að svo verði, þær breytingar á þjóðfélaginu, sem nauðsynlegar reynast, — meðal annars að gerbreyta svo öllum húsnæðislánum, að menn getl borgað íbúðlr sínar smátt og smátt á 40—80 árum með 2—4% vöxtum, en verði ekki að þræla allri fjölskyldunni út til að borga á "" '..........- ««« stendur og notast tvær til þrjár aldir ÞJðÐVILIINN Miðvikudagur 10. iúlí 1963 Hvert vændismálið af öðru í kjöifar Profumo-hneykslisins LONDON 8/7 — Brezkir dómstólar virðast hafa fengið ærið verkefni næstu mánuði eða jafnvel misseri þar sem eru öll hin mörgu lögbrot sem komið hafa í dagsljós- ið ásamt með Profumohneykslinu eða ekki verið hægt að halda leyndum eftir að það var orðið opinskátt. Þann- ig var í dag fyrir rétti í London tekið fyrir enn eitt mál sem vinkona ráðherrans, ungfrú Kéeler, er viðrið- in og sjálf stefndi hún einnig í dag fyrrverandi um- boðsmanni sínum. - , Stefnan er á hendur manni að nafni Robin Drury og vill ungfrúin fá dóm fyrir því að hann skili henni aftur segul- böndum sem hún kveðst eiga. Hún hafði talað inn á þessi -«> Nýtt njósnamál á brezka þinginu Umræður umhvarf Phiibys blaðamanns LONDON 8/7 — Verkamanna- flokkurinn hefur enn fengið átyUu til árása á ríkissfjórn Macmillans fyrir antlvaraleysi i öryggismálum i þetta sInn eru það afskipti stjórnarinnar af máli Harolds Philbys. sem gegndi á sínum tíma háum stöðum í brezku leyniþjónust. unni, en hvarf í Líbanon í janúar s.I og hefur siðan að sögn Heaths. aðstoðarutanrik- isráðherra. dvalizt í landi ..austan járntjalds“. Heath skýrði þinginu frá atvikum varðandi hvarf Phil- bvs fyrir nokkrum dögum. en •' dag var málið aftur tekið fyrir á brezka þinginu og vildu þingmenn Verkamannaflokks. ins. fá-. nánarjuppiýsingar um það Heath skýrði frá þvi. að PhiJ- by hefði viðurkennt skömmu áður en hann hvarf, að hann hefði starfað fyrir sovézku leyniþjónustuna og að hann hefði jafnframt játað að hafa gert þeim Donald Maclean o.g Guy Burgess aðvart um að komizt hefði upp um njósnir þeirra i þágu Sovétríkjanna. svo að þeir komust undan brezku leyniþjónustunni þang- að. Philby hafði verið látinn segja af sér störfum fyrir brezku utanríkisþjónustuna skömmu eftir að þeir Burgéss og Maclean flúðu, en 1955 skýrðj Macmillan þinginu frá því að hann hefðj ekki brotið neitt af sér. Utanríkisráðuneyt- ið hafði mæ’.t með honum þeg- ar hann réðst til hinna kunnu blaða „Economist" og ,,Ob- server“ sem fréttamaður þeirra í löndunum við botn Miðjarð- arhafs. Einn talsmaður Verka- mannaflokksins, George Brown, lét orð liggja að því á þingi í dag að utanríkisráðuneytið hefði komið honum í þessa stöðu vegna þess að það vildi hafa gagn af honum áfram við lausn verkefna, sem hann hafði áður unnið að, meðan hann var í brezku leyniþjón- ustunni. Því harðneitaði Heath ráðherra. Hins vegar vafðist honum tunga um tönn, þegar hann reyndi að svara áleitnum spurningum þingmanna um hvers vegna ekki hefði verið hreyft við Philby í öll þau mörgu skipti sem hann kom heim til Bretlands eftir að hann fók við fréttamannsstarf- inu, enda þótt brezku stjóm- NÝTÍZKT HtlSGÖGN HNOTAN húsgagnaverzlnn Þórsgötn h Harold Philby inni hlyti sð hafa verið kunn- ugt þá um njósnaiðju hans í þágu Sovétríkjanna. segulbönd dagana 27. maj til 3. júní, eða rétt áður en upp- víst varð um Profumohneyksl- ið og höfðu þau verið í vörzlu Drurys. í síðustu viku komst upp að einn af kunningjum Drurys hafði látið George Wiggs, þingmann Verkamanna- flokksins sem ko.m upp um Profumo, vita um hvað væri á þessum segulböndum, en Wiggs hafði síðan látið vitn- eskju sína ganga tjl Scotland Yards og hefur lögreglan haf- ið nýja rannsókn á grundv''”! þeirrar vitneskju. Varðandi árásina Samkvæmt blaðafregnum hafa segulböndin að geyma upplýsingar varðandj árásina sem Vestur-Indíumaðurinn ,,Lucky‘‘ Gordon gerði á ung- frú Keeler, en hann var í síð- asta mánuði dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hana. Gord- on hefur áfrýjað dóminum. Enn eitt vændismál Einn landi hans, Raymond Comacchio, sem átti að bera vjtni Gordon til málsbóta í réttarhöldunum gegn honum, var í dag sjálfur leiddur fyr- ir rétt í London, ákærður fyr- ir að hafa stundað vændismiðl- un. Lögreglan hafði ekki upp á honum meðan málaferlin gegn Gordon stóðu yfir. Hann játaði að hann hefði ekki haft fasta vinnu síðustu tvö árin, en kvað það stafa af veikindum. Lögreglan segir hins vegar að hann sé heill heilsu. en hafi látið konu sina vinna fyrir þeim hjónum með vændi, en hún var annars starfsstúlka í kunnum klúbb i London. Á heimili þeirra hjóna fann lögreg'an reyrprik og leðurólar sem hún heldur fram að h.afi verið notuð ti' að svala píslalosta sumra við- skirtamannanna. Fór tii veiða íbreikrí landhelgi BRUSSEL 8/7 — Belgisk- ur togarl, Kari II, fór í dag á veiðar frá Zeebrugge í Belgíu og var ferðinni heitið að strönd Englands í Seaford Bay í Sussex. Skipstjórinn sendi Elísa- betu drottningu og Mac- millan forsætisráðherra svohljóðandi skeyti áður en lagt væri úr höfn: — Förum til veiða í brezkri landhelgi en erum ekki sjó- ræningjar. Skipstjórinn, Victor de Paepe telur sig hafa rétt til veiða í brezkri iand- helgi, því að Karl konung- ur annar af Englandi hafi gefið borgurum Zeebrugge rétt til slíkra veiða í þakk- arskyni fyrir að þeir veittu honum griðastað. þegar hann varð að flýja land undan Cromwell. Því er nú haldið fram að þessi sér- réttindi séu úr sögunni og belgíska utanríkisráðuneyt- ið hefur ráðið Paepe frá því að reyna að njóta þeirra. Herðir viðskipta- stríð gegn Kúbu WASHINGTON 8/7 — Banda- rikjastjóm hefur bannað öllum bandarískum bönkum og öðr- um fyrirtækjum að eiga nokk- ur þau viðskipti við Kúbu sem hafa myndu í för með sér yf- irfærslu á peningum þangað frá Bandarikjunum. nema hvað kúbönsku flóttamönnunum verður leyft að senda fé til ættingja sjnna i heimalandinu. Seíjum ofaníburö og fyllingarefni frá Fífuhvammi í Kópavogi Vegalengd írá Reykjavík 3—7 km. Opið fra kl. 7.20 — 18,30 alla virka daga nema laugardaga og á öðrum tíma eftir samkomulagi. VÉLTÆKNI H.F. Sími 38008. KODACHROMi II 15 DIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 16 DIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.