Þjóðviljinn - 10.07.1963, Side 5
Miðvikudagur 10. júlí 1963
ÞÍÖÐVIUINN
SlÐA 5
SAGA FALLHL FARINNAR
Fallhlífin er elzta „flugtækið“ sem mennirnir hafa fundið upp. Það
var með aðstoð fallhlífar að menn fyrst skoruðu dauðann á hólm með
því að kasta sér ut' í loftið og fullnægja þar með löngun sinni til að
stæla flug fuglanna.
Við vitum ekki hver fann upp 'fallhlífina, en líklega hefur það verið
Kínverji eða þá Japani. í kínverskum og japönskum guða- og helgisög-
um, hafa þegar á fyrstu öld e.Kr. verið dregnar upp myndir af mönnum
sem svifu í fallhlífum. Fyrsti sjónarvot'turinn að fallhlífarstökki, sem
hefur skráð á bækur það sem fyrir augun bar, var franski trúboðinn
Vasson, en hann var uppi um 1200 og sá loftfimleikamenn í Kína leika
listir sínar í fallhlífum.
Fallhlífar í sirkus
Fyrsti maðurinn, sem rann-
sakaði íallhlífarstökk frá vís-
indalegu sjónarmiði, var þó
Evrópumaður — nánar tiltekið
sá fjölhæfi endurreisnarmaður
— listmálarinn, myndhöggvar-
inn, rithöfundurinn og hugvits-
maðurinn Leonardo da Vinci.
Hann hefur gert mjög ítarlegar
teikningar sem sýna tækni fall-
hlífarstökksins, — þess má og
geta að hann gerði uppdrátt að
flugvél, sem var næsta ótrúlegt
hugmyndaflug á þeim tíma
(Leonardo fæddist árið 1452).
Fyrsti Evrópumaðurinn. sem
notaði fallhlíf, var Italinn
Fausto Vernazio, sem stökk
árið 1617 ofan af tumi í Fen-
eyjum í fallhlíf sem hann hafði
saumað sjálfur og meiddist
hann ekki í fallinu.
Það virðist undarlegt, að þeg-
ar loftbelgir og loftskip voru
tekin í notkun skyldi enginn
láta sér koma til hugar að nota
fallhlíf sem björgunartæki.
Fallhlífarstökk var aðeins álitið
nokkurskonar sport: Sirkus-
listamenn létu loftbelgi draga
sig upp í allmikla hæð yfir ein-
hverri borg. Þaðan stukku þeir
í faúhlíf, og áhorfendur æptu
af hrifningu og skelfingu — og
, ekki að ástæðulausu. því að á
þeim tíma var það mjög óvíst
hvort faúhlífar opnuðust yfir-
leitt og margir sirkusmenn
hlutu að gjalda fyrir dirfsku
sína með lífi sínu.
100.000 björguðu lífinu
Það var ekki fyrr en löngu
siðar að menn skildu að faú-
hlífar gátu verið ágætis björg-
unartæki. Ötal mörgum hefur
verið bjargað frá bráðum bana
með aðstoð þeirra. Menn hafa
réiknað út að á árum heims-
styrjaldarinnar síðari einum
hafi um hundrað þúsund her-
menn úr loftherjum styrjaldar-
aðilja bjargað lífi sínu í faú-
hlífum.
Það er að sjálfsögðu ekki
hættulaust að stökkva út úr
flugvél, þar eð sá er stekkur
getur oft rekið sig iúa á ein-
hvern útstandandi part flugvál-
arinnar — væng eða stél. En
þegar hann er sæmúega slopp-
inn frá flugvélinni getur hann
rólegur treyst silki- eða nælon-
hlíf sinni — hann þarf ekki að
gera annað en kippa hressilega
í útbúnaðinn sem opnar faú-
hlífina. Það er mjög sjaldgæft
nú á dögum að faúhlíf opnist
ekki.
En í mörgum tilvikum er
ekki svo auðvelt að stökkva
út úr flugvél. Við mikinn hraða
verður faúhlífin ekki opnuð
þar eð hnykkur yrði svo mikiú
að flugmanninum gæti orðið
meint af, eða þá að faúhlífin
rifnaði. Þegar menn stökkva út
úr flugvél sem er á mikiúi ferð,
verða þeir fyrst að bíða eftir
því að flug- og faúhraðinn
komist niður í 400 km á kl.st.
Þetta gerist að vísu á stuttum
tíma — ef maður stekkur t.d.
út úr flugvél sem flýgur með
800 km hraða á kl.st. þá þarf
ekki nema fjórar sekúndur til
að hraðinn minnki niður í 400
km á klukkustund.
Maður sem feúur f loftinu
nær mest 200 km hraða, og
skiptir ekki máli úr hvaða hæð
er stokkið, því að mótstaða
loftsins hemlar á móti. Það eru
til sannanir fyrir því. að faú-
hraði mannsins fer ekki yfir
þennan hraða. Eitt dæmi er
sagan af vélbyssuskyttunni Al-
kemade. Sprengjuflugvél hans
af Lancastergerð varð fyrir
skoti yfir landssvæði óvinarins,
og hann átti ekki annars kost
en að stökkva. Hann greip til
faúhlífar sinnar en sá þá sér
til skelfingar, að eldur hafði
komizt í hana. Nú átti hann
á miúi þess að velja að brenna
inni í flugvélinni eða stökkva
niður í djúpið — úr 6000 metra
hæð. Alkemade hugsaði sig um
brot úr sekúndu — og stökk
— án faúhlífar. Faúið varaði
94 sekúndur. Þegar hann fékk
aftur meðvitund lá hann i djúp-
um snjóskafli. Hann hafði faú-
ið með 190 km hraða á kl.st.
niður f þéttan greniskóg, en
sloppið við krónur trjánna og
fáíiið niður í margra metra
djúpan snjóskafl. Mörg bein
voru brotin í hans kroppi, en
hann var ekki slasaður lífs-
hættulega; komst Alkemade til
aúgóðrar heilsu og lifir enn
þann dag í dag.
Þegar flugmaður stekkur úr
mikiúi hæð er líf hans einnig
í hættu vegna hins mikla kulda
(sem er -4-50 gráður f 10 km
hæð), en einnig vegna súrefnis-
skorts. Oftast hefur hann með
sér lítinn súrefnisgeymi sem er
fastur við faúhlífarútbúnaðinn.
en til að krókna ekki verður
hann að steypast svo
hratt sem hann má niður úr
þessu fskalda belti. Þessvegna
verður hann að láta sig faúa
fyrstu 5000 metrana án þess að
opna faúhlífina; hann opnar
hana ekki fyrr en loftið er
orðið sæmúega hlýtt í kringum
hann.
Þegar faúhlífin hefur opnazt
dettur maðurinn með um það
bil átta metra hraða á sekúndu
Hann getur stýrt flugi sínu að
vissu marki með því að toga í
ýmsa strengi, þannig að vindur-
inn stendur í faúhlífina frá
æskilegri hlið. Lendingin geng-
ur nær aútaf slysalaust ef mað-
urinn er sæmilega þjálfaður.
Slökkvistarf, stríð
09 íþrótt
Faúhlííin er ekki aðeins
björgunartæki flugmanns. Hún
er efns og menn vita notuð í
stríði sem árásarvopn. í Amer-
íku, þar sem skógar eru geysi-
stórir, er faúhlífastökkvurum
beitt sem brunaliði ef skóg-
areldar koma upp. í Sviss eru
margir læknar og ieiðsögu-
menn um Alpana sem fá þjálf-
un í faúhlifarstökki — ef ein-
hver verður fyrir áfaúi í fjöú-
unum geta þessir menn komið
skjótt til hjálpar með aðstoð
faúhlífa sinna.
Og svo höfum við einnig
faúhlífarhermenn til ýmissa
hernaðaraðgerða. f mestu loft-
hernaðaraðgerð. sem við
þekkjum, stukku 20190 fall-
hlífarhermenn tú jarðar sam-
tímis — þetta skeði í septem-
ber 1944 við Amheim í Þýzka-
landi.
En menn geta einnig átt sér
fallhlífarstökk að íþrótt. Oft
er hluti dagskrárinnar á stór-
um flugsýningum helgaður
faúhlífasporti, sem tekur mjög
á taugar almennings. Eins og
aðrir íþróttamenn eru faú-
hlífastökkvarar á þönum eftir
metum. Þeir stökkva til dæm-
is úr flugvéi í fimm þúsund
metra hæð, og þeir hafa nægi-
lega góðar taugar til að reikna
það út með köldu blóði hvenær
þeir eiga að opna faúhlífar
sínar sem næst jörðu.
Heljarstökkið
Það er ómögulegt að stökkva
á venjulegan hátt út úr flug-
vél sem fer með mjög miklum
hraða, þar sem loftstraumur-
inn þrýstir flugmanninum nið-
ur í sætj hans, og hann hefur
Þannig bjargar þotuflugmað-
urinn sér i fallhlíf: 1) Flug-
maðurinn tekur í neyðarhand-
fangið og sætið þýtur út úr
stjórnklefanum. 2) Maðurinn
er laus við flugvélina. 3) Lít-
il faúhlíf opnast. 4) Og stærri
faúhlíf. 5) Sætið losnar frá
manninum, sem svífur í stóru
fallhlífinni örugglega til
jarðar.
hvorki tíma né krafta til að
komast út, en í flestum tilvik-
um verður hann að losna frá
flugvélinni með eldingarhraða.
Til að flugmenn í mjög hrað-
fleygum vélum hafi möguleika
til að bjarga sér, er komið
fyrir „heljarstökksstólum" í
þeim. Flugmaðurinn situr i
stól þessum þegar hann stýr-
ir. og er hann svo gerður, að
flugmaður þarf ekki annað en
taka í handfang til að púður-
hleðsla skjóti stólnum langt
út úr flugvélinni.
f hinni þekktu heljarstökks-
stólagerð Martin Baker eru
fætur flugmanns festir við
stólinn svo að þeir fari ekki
úr liði fyrstu sekúndur faús-
ins. Flugmaðurinn grípur í
segldúkshlíf yfir höfði sér og
dregur hana , í skyndi fyrir
andlit sér. Á sama augnabliki
springur hleðslan sem losar
stólinn. Segldúkurinn hlífir
flugmanninum við hinum ís-
kalda loftstraumi.
f hinum fuúkomlega sjálf-
virku heljarstökksstólum sem
eru notaðir í öúum nútíma
herflugvélum, þarf flugmaður-
inn ekki að gera neitt. Faúhlif-
in opnast sjálf nokkru eftir
viðskilnaðinn við vélina, og
ber hún uppi flugmahninn og
stól hans. Þrem sekúndum síð-
ar losnar stóllinn frá — og
skömmu síðar opnast önnur,
stærri fallhlíf og flugmaður-
inn svífur rólega til jarðar.
Flugmaðurinn þarf sem
fyrst að koma niður í belti
sem er sæmúega auðugt af
súrefni — því eru hinir sjálf-
virku heljarstökksstólar út-
búnir með sérstakrj loftvog
sem opnar faúhlífina fyrst
þegar komið er í örugga hæð.
Og ekki má heldur gleyma
því, að flugmaðurinn getur
sjálfur opnað faúhlifina með
því að kippa í handfang.
Að hrapa með hraða
hljóðsins
Það kemur fyrir að flugvél
tekur að hrapa með hraða sem
er meiri en hraði hljóðsins.
Flugmaður einn neyddist til að
sprengja hleðsluna undir stóln-
um i átta þúsund metra hæð
þegar hraðamælirinn sýndi
1,1 mach (1 mach = hraði
hljóðsins). Flugvélarskrokkur-
inn sprakk í þúsund mola og
flugmaðurinn kastaðist út úr
vélinni. Loftstraumurinn reif
hjálminn af höfði hans, súrefn-
isgríman rifnaði frá andliti
hans og hanzkarnir af höndum
hans og það snerist svo upp á
annan handlegg hans að hann
brotnaði. Fyrst í 3500 metra
hæð opnaðist fallhlífin sjálf-
krafa, og var þá yfir hafi.
Flugmaðurinn slapp nær dauða
en lífi — honum var bjargáð
um borð í skip. og við læknis-
rannsókn kom í ljós að loft-
straumurinn hafði einnig brot-
ið mjaðmarbein hans. En hann
hélt þó lífi. og komst aftur
til heúsu. Þetta tilvik sýnir, að
heljarstökksstóll getur bjargað
flugmanni úr kringumstæðum
sem virðast alveg vonlausar.
Þegar flogið er ennþá hærra,
geta menn ekki lengur notað
heljarstökksstólinn. Þá verða
menn að geta kastað öúu
„stýrishúsinu" út úr vélinni,
og fá flugmanninn niður með
aðstoð sjálfvirkra fallhlífa,
sem taka hver við af annarri.
í mikiÚi hæð eiga menn ekki
aðeins við mikinn kulda og
súrefnisskort að glíma. heldur
einnig svo lágan loftþrýsting
að flugmaðurinn hlýtur að
Framhald á 6. síðu.
Að íalla með 200
km hraða
Óvæntir hlutir í kaupbæti
Blöðin hafa oft sagt frá ýmiskonar að-
skotahlutum, sem menn hafa fengið í kaup-
bæti með vörum sem þeir hafa keypt í verzl-
unum. Oftast hefur verið um innlendar
framleiðsluvörur að ræða, matvæli eða
drykkjarföng, og aukagetan hvorki þótt bera
vott um sérstakan snyrtibrag eða mikið
hreinlæti á framleiðslustað né of strangt
heilbrigðiseftirlit viðkomandi yfirvalda. Næg-
ir til dæmis að nefna rúgbrauð, sem hafði
inni að halda steikta og hálfétna kótelettu
og smjörskökuna sem væn tuggugúmmíklessa
leyndist í.
☆ ☆ ☆
En það er víðar pottur brotinn en i brauö-
gerðarhúsum og bakaríum. Á dögunum kom
. ung stúlka inn til okkar á Þjóðviljanum og
hafði meðferðis appelsínulímonaði-flösku,
sem drukkið hafði verið úr til hálfs. Kvaðst
stúlkan ekki hafa haft lyst á því sem eftir
var af lekanum, þegar hún varð þess vör að
ógeðslegur og samanklesstur málmtappi hafði
verið í flöskunni (sjá mynd).
Og svo að ekki sé haldið að við teljum
innlenda framleiðendur þá einu seku í þess-
um efnum, skal nefnt þetta dæmi um að-
skotahlut í erlendri vöru — og það ekki
neinni ruslaravöru frá austantjaldslöndunum
sem mest er auglýst í Morgunblaðinu, held-
ur fyrsta flokks Ameríkuframleiðslu. Það
fannst sem sagt lítið hnifsblað í sígarettu úr
nýkeyptum pakka af Wings-vindlingum
(samanber myndina), bandarískri fram-
leiðsluvöru sem mikið er keypt hér á landi.
þó að Wings muni ekki í hópi mest keyptu
vindlingategur.danna.
\
t
i
i