Þjóðviljinn - 10.07.1963, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.07.1963, Qupperneq 8
3 SÍÐA ÞjÖÐVILHHH Miðvikudagur 10. júlí 1963 inn og þar liggja svona gull- kom og glóa gegnum sandlagið. Það eru gullæðar í fjöllunum, það er hægt að skera þær út með hníf. Það liggja litlir gullklumpar á jörðinnj innanum gras og smásteina. Og þetta land — hann þagnaði andartak og horfði á stór, undrandi augu þeirra, á opna munnanna og þögul mótmælin —• þetta land er í einskis manns eigu. Gullið hefur verið þarna síðan jörðin myndaðist Qg til þessa hafa ekki aðrir séð það en fáeinjr digg- arar sem vissu ekki hvað það var. Það liggur þama og bíður þess að einhver af okkur komi og hjrði það. Hann þagnaði og enginn mælti orð. Að jafnaði vom Garnet og Florinda og Risinn ekki sérlega þegjandaleg. En þau voru alveg agndofa yfir þess- ari frásögn og þau gátu ekkert sagt. Svo hélt John áfram: — Á morgun fer ég til alc- aldans og spyr hversu fljótt hann geti gefið okkur Gametu saman. Svo leggjum við á hross- in og fömm þangað. Það verð- ur ekki sérlega auðvelt hjá okk- ur í sumar, en þó ekki aiitof slæmt — við getum stanzað á leiðinni til að útvega okkur tjald og vistir og þegar við komum á leiðarenda ætti regn- tímanum að vera lokið. Við för- um beint þangað og verðum komin áður en fregnin hefur borizt víðar og fleiri trúa henni. Um Jónsmessu verður sjálfsagt búið að úthluta öllu svæðinu, en við komum þangað í tírna, og áður en aftur fer að rigna, verðum við orðin rík. Hann tók um höndina á Gametu og þrýsti Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 HL h (lyfta) Sími 24616. P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við ailra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — hana fest. — Við verðum rík, endurtók hann. Og allt í einu fann Gamet að eitthvað kom fyrir hana. Fyrstu mínúturnar hafði hún verið of eftirvæntingarfull til að finna iil annars en undrunar. En nú greip hana ný kennd. það var kaldur kvíði, sem hríslaðist um hana. Hún vissi ekki hvers vegna og meðan hún vissi það ekki vildi hún ekki að John fengi nejtt að vita. Hún þrýsti hönd hans á móti og spurði: — En hvernig — hver — hvers vegna fannst þessi stað- ur? — Það skal ég segja þér líka. Hann hló ögn við og sagði síð- an: — Það er lærdómrr^^ saga. — Já, segðu okkur það, sagði Florinda með ákefð. Það var augljóst að Florinda var ekkert kvíðandi. Hún hlustaði með hrifni og undrun eins og hún værí áð uppgötva að heimurinn væri góður og hvert orð hans gerðj hann ennþá betri. — Þú veizt hvar Sutters-virk- ið er, Nikolai, sagði John og svo útskýrði hann þetta fyrir konunum tveimur; — Hluti af Sutters landi er gamla rúss- neska Ross virkið þar sem Nik- olai átti heima á sínum tíma. Sutter er svisslendingur að uppruna en kaIifornískur borg. ari. Hann rekur landbúnað í stórum stíl — á geypileg land- flæmi, á tíu eða tólf þúsund nautgripi og enn fleiri sauði. þúsundir hrossa og múldýra og villisvína og búgarð þar sem sagt er að hann hafi fengið yf- ir tuttugu þúsund sekki af hveiti i fyrra. Auk þess á hann sútunarstöð og myllu og guð má vita hvað annað. Hann hefur fjölda ameríkana í vinnu hjá sér og mörg hundruð diggara og aðra indíána sem þræla að öllu leyti nema nafninu. f ná- grennjnu eru mörg smærri ranchó. sem mestmegnis eru i eigu bandaríkjamanna og á landi hans eru margar verzlanir, og þar verzlar allt fólk í grennd- inni. Sutter notar mikið timbur og hann þurfti sögunarstöð. Bezti staðurinn fil þess arna var við á sem kölluð er Ameríska áin í landshluta sem ekki var í hans eigu. En landið átti enginn ann- ar heldur, ef ekki er reiknað með villtu diggurunum sem ráfa þar stundum í leit að engi- sprettum í miðdegismatinn. Sutter sendi fáeina verkamenn þangað til 'að reisa sögunarstöð- ina. átta eða tíu hvíta menn og þúsund diggara, og þeir hófu starfið. Mennimir grófu skurð fyrir frárennslisvatnið og þeir höfðu kraftinn á vatninu mikinn fil að dýpka skurðinn. Þeir létu vatnið fossa alla nóttina tfl að það ynni verkið fyrir þá meðan þeir sváfu. Um morguninn fór verkstjórinn, Marshall heitir hann, gð skurðinum til að at- huga, hvað vatnið hefði gert um nóttina. Sóiin var að koma upp og Marshall sá eitthvað glóa í botninum á skurðinum. Hann hélt sjálfsagt að einhver verka- maðurinn hefði misst pening úr vasa sínum. Kannski hélt. hann líka hreint ekki neitt. En hann stakk hendinni niður í vatnið og fók þetta upp. — Og það var GULL, sagði Florinda svo lágt að varla heyrðist, og röddin var beinlínis lotningarfull. Gamet íann ekki til sömu hrifningar. Hún var undrandi á sjálfri sér. Hún vissi ekki hvað það var sem hún óttaðist en hún vildi ekki að John vissi að hún væri hrædd, svo að hún spurði í staðinn; ,,Hvenær gerðist þetta, John?“ ,.Einn daginn í janúar i ár. Ég vildi óska að ég hefði ver- ið nærstaddur“. „Ég líka“. sagði Florinda. Risinn sagði: „Þú sagðir að þetta væri lærdómsrík frásögn. Hvar er lærdómurinn?" John svaraði glaðlega; „Ég gat ekki að mér gert að hugsa um það. þegar ég sá állt gullið liggja þarna. Þið vitið öll hvers konar hvítir menn það voru sem komu fyrst til þessa lands. Spænsku conquistadórarnir. Þeir voru að leita að gulli. Þá dreymdi mikla drauma um hall- jr fullar af fjársjóðum og sjö gullborgirnar í Cibola. fólk sem byggi í slotum með gulltumum og biði þess eins að láta ræna sig. Þessir spænsku herrar voru fínir menn og þeir hefðu aldrei lagzt svo lágt að vinna. Maður sem vann erfiðisvinnu gat aldrei framar borið höfuðið hátt. Eina rétta leiðin til gð ná í guilið var að myrða fólkið sem hafði unnið fyrir því og ræna eigum þess. Þeir komu ríðandi hingað en fundu engar gullborgir. Þeir fundu ekkert fémætt. Og síðan ’héldii þeir heim og sögðu að þefta væri gagnslaust iand sem enginn vildi eiga“. • John hló aítur. „Og allan tím. ann var grunur þeirra réttur. Það var nóg gull þarna til að uppfylla fáránlegustu drauma þeirra. Hér var meira gull en þessir þjófar og morðingjar höfðu nokkurn tíma séð á ein- um stað, en þeir fundu það ekki. En fyrstu mennirnir í sög- unni sem komu á vettvang til að vinna yenjulegt dagsverk, þeir fundu það“. John hló og Florinda hló líka og Gamet tók undir, því að þetta skildi hún þó að minnsfa kosti. Risinn hló lágt: ,,Engum nema Bandaríkjamanni hefði dottið þétta í hug“. Florinda spurði: ,,En finnst þér þetta ekki satt? Satt og rétt?“ „Jú, jú“, sagði Risinn. „Það er satt og það er rétt, alveg eins og þú segir. En“, sagðj hann alvarlegur. „ég er ekki viss um, að það sé gott að fá allt þetta gull“. „Hvers vegna ekki?“ spurði Florinda. „Ef það er svonamikið af því, þá verður gullið ódýrt. Fólk er ekki hrifið af slíku. því finnst það hafa verið gabbað“. „Þetta er rétt hjá þér“, sagði John. „Gullið er strax farið að verða ódýrt í nágrenni við gull- svæðin. Það kostar 60 dollara únsan í Washington. en í búð- unum í landi Sutters, færðu að- eins vörur fyrir átta dollara fyr- ir únsu af gullsandi. Ég veit ekki hvaða áhríf þelta hefur á fólkið“. ,,Það veit ég ekki heldur“, sagði Risinn, „en ég er ekki viss um að það verði heppileg áhrif. En kannski er ekki eins mikið af þvi og þú heldur“, bætti hann við. „Langar þig iil að koma og sjá sjálfur?'* spurði John þros- andi. Risinn hristi höfuðið. „Uss, riei. Ég ætla til St Pétursborgar og hef ekkert að gera við ókjör af gulli. Hvað ætti ég svo sem að gera við það?“ Florinda hló ‘ að honum. „Blessaður erkiaulinn", sagði hún. „Ég dáist að þér“. En svo varð hún þögul. John og Garnet og Risinn töluðu um gullið. John sagði þeim nánar frá því hvernig fregnin hafði borízt til San Francisco — að Marchall hefði tekið dálítið af gullinu og sýnt Sutter það og Sutter vildi halda því leyndu, en þeg- ar verkamennirnir fóru gð fletta ■gullinu úr steininum með hnif- um sínum, gátu þeir ekki stað- izt þá freistingu að segja frá því. Þeir sögðu það manni sem sendur var upp í sögunarverk- smiðjuna með vistir, og hann safnaði líka dálitlu gulli. Þegar hann kom heim á jörð Suttons, fór hann í búðina, keypti sér drykk og bauð gull sem borgun. Kaupmaðurinn vissi ekki hvað þejta var og vildi ekki taka við því, en þá fór fólk að tala meira um þetta og þrír náungar sem unnu hjá Sutter sögðust vera leiðir á starfinu og vildu heldur fara út í skóg og veiða rádýr. Þeir komu ekki með kjöt fil baka heldur poka með gullj. Og svo fóru fleiri menn af stað, í laumi fyrst í stað, því að þeir vildu ekkí láta gera gys að sér. Þeir keyptu sér haka og skóflur í San Francisco og nautakjöt og mjöl og ullarteppi og annan nauðsynjavaming. Enn voru gullleitarmennirnir mestmegnis náungar sem ekki höfðu annað þarfara að gera. Ennþá fór eng- inn úr föstu starfi, en bráðum kæmi að því. Gullið var þarna. Florinda var erinþá,,þögul og loks sneri Risinn sér að henni og sagði: „Hvað gengur að þér, Florinda? Þú ert svo þögul“. Florinda hrökk við. Hún hellti í kaffibolla handa sér og brosti. „Ég er að hugsa um dálítið merkilegt“. „Viltu ekki segja okkur frá því?“ sagði John. „Jú. reyndar", sagði Florinda. „Það get ég vel“. Hún var alvar- leg. „Johnny“, sagði hún. ,,Ég hef talsverðan áhuga á þessu. Þú heldur sem sé að áður en sumrinu lýkur sé allt orðið fullt af karlmönnum í þessu gull- landi“. „Já, það er ég sannfærður um“, sagði John. „Hvað ertu að brjóta heilann um?“ „Ég er að hugsa um að færa mig norður á bóginn", sagði Florinda. Garnet var skelkuð. en við nánari athugun sagði hún við sjálfa sig, að það væri ástæðu- laust, þetta væri einmitt eitt- hvað fyrir Florindu. John var ekki vitund undrandi, en hann var þó efablandinn. „Þetta er erfitt land, Flor- inda,“ sagði hann aðvarandi, „og ferðin þangað er býsna stremb- in“. „Já, ég veit það Johnny, en þú þarft ekkert að óttast, ég Þakka þér fyrir herra. Það Geturðu sagt mér hvar var ekkert, passaðu hana pósthúsið er? Hinum meg- bara vel góða. in við hornið ljúfao. S KOTTA Varstu að reyna að segja eitthvað? LOKAÐ Lokað vegna sumarleyfa 15. júlí til 6. ágúst. Efnageiðin REKORD, Brautarholti 28. YINNA f MÖTUNEYTI Stúlka óskast tii vinnu í mötuneyti í ná- grenni Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 24380. Olfufélagið h.f. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar GARÐAR HJALMARSSON, bifvélavirki, Ásvallag. 39, lézt á Landsspítalanum 8. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Edda Jónsdóttir og synir. t i ( }

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.